Enginn bauð mér bílfar norður yfir heiðar þannig að ég neyddist til að kaupa mér flugmiða á áttaþúsundkall (nota bene bara aðra leiðina) sem mér finnst óheyrilegt okur. Vísakortið mitt mátti varla við þeim útgjöldum, sérstaklega miðað við að eftir þvæling minn um bæinn síðustu daga þyrfti það helst á áfallahjálp að halda vegna ofnotkunar – en reyndar er það nokkuð reglulegur viðburður. Sennilega er taugaáfallið orðið krónískt. Æ, æ.
Af bæjarröltinu er sem betur fer önnur gleðilegri afleiðing, semsé sú að ég komst (blessunarlega) í dálítið jólaskap (loksins!) þrátt fyrir óheyrilegan skort á jólalegu veðri. Ég ætla rétt að vona að það snjói fyrir norðan, þrátt fyrir að því sé víst ekki spáð. En ef jólin eru ekki rétti tíminn fyrir kraftaverk veit ég ekki hvenær þau ættu helst að gerast.
Jæja, ég flýg rétt fyrir hádegi og var að klára að pakka niður – að sumu leyti skynsamlega en að öðru leyti ákaflega óskynsamlega. Af hluta af farangrinum mætti halda að ég ætlaði að vera fyrir norðan í þrjá mánuði en ekki bara eina viku. Og það er ekki beinlínis glóra í því að taka með sér ferna skó, þar af þrenna háhælaða. En mér er alveg sama.
Klukkan er víst að verða þrjú þannig að sennilega er best að fara að koma sér í rúmið. Trúlega verður bloggið a.m.k. stopult næstu daga – tíminn einn leiðir í ljós hvort algjört bloggfall verður. Óska hér með öllum gleðilegra jóla, farsæls komandi árs o.s.frv.
Jólakort? Æ, kannski skrifa ég svoleiðis fyrir næstu jól. Eða þarnæstu. Eða bara einhvern tíma seinna.
sunnudagur, 22. desember 2002
fimmtudagur, 19. desember 2002
Ég sá Hringadróttinssögu II í gær – þökk sé Kristbirni – og er eiginlega orðlaus yfir því hvað hún er snilldarleg! Mikið verður gaman þegar þriðji hlutinn verður kominn – ég ætla rétt að vona að bíóin verði með maraþonsýningar þannig að maður geti varið heilum degi í bíó að horfa á söguna alla. Þangað til má reyna að hafa ofan af sér með persónuleikaprófum, hér er eitt nokkuð gott:
Who is your Ideal Lord of the Rings (male) Mate?
brought to you by Quizilla
Who is your Ideal Lord of the Rings (male) Mate?
brought to you by Quizilla
miðvikudagur, 18. desember 2002
Fyrirspurn hefur borist um orðið lillagulur sem ég hef stundum fært í tal án nánari útskýringa. En nú er komið að fræðsluhorninu.
Trúlega er litarorðið lillagulur fæstum lesendum kunnugt þótt allir þekki lillabláan sem lýsir ákveðinni tegund af ljósfjólubláum lit. Forliðurinn lilla- er sama orðið og lilla á dönsku og lila á þýsku sem eru höfð um fjólubláan lit í þeim málum. Forliðurinn í orðinu lillagulur er hins vegar af allt öðrum uppruna.
Það bar eitt sinn til að nokkrir stúdentar sátu á kaffistofunni í Árnagarði og rifjuðu upp áföll sem þeir höfðu orðið fyrir í æsku. Hörmungarnar voru af ýmsum toga, en þær allra verstu tengdust skelfilegasta barnaefni allra tíma: Brúðubílnum.
Þegar stúdentarnir báru saman bækur sínar kom í ljós að það var ekki síst Lilli api sem hafði valdið þeim ómældu hugarangri frá barnæsku og þess voru jafnvel ýmis dæmi að hann skyti enn enn upp kollinum í martröðum þeirra.
Það varð að ráði að stofna samstundis stuðningshóp þar sem stúdentar gætu veitt hver öðrum áfallahjálp vegna þessa. Hann tók þegar til starfa af miklum krafti á fyrrnefndri kaffistofu og bar margt á góma í umræðunum.
Eins og allir vita er öllum nauðsynlegt að þekkja óvini sína vel. Þess vegna þótti hópnum brýnt að kryfja einkenni apans til mergjar, og gerði það m.a. eitt sinn að umræðuefni hvort hann væri fremur rauðbrúnn eða rauðgulur. Nokkurn tíma tók að komast að niðurstöðu en þar kom að glöggur stúdent veitti því athygli að ný peysa sem annar viðstaddur stúdent klæddist var merkilega lík apanum organdi á litinn. Fram til þessa hafði liturinn oftast verið kallaður appelsínugulur eða rauðgulur en vegna líkindanna við litaraft Lilla fékk hann samstundis nafnið lillagulur. Ekki er ljóst hvort eigandi peysunnar hefur klæðst henni aftur.
Trúlega er litarorðið lillagulur fæstum lesendum kunnugt þótt allir þekki lillabláan sem lýsir ákveðinni tegund af ljósfjólubláum lit. Forliðurinn lilla- er sama orðið og lilla á dönsku og lila á þýsku sem eru höfð um fjólubláan lit í þeim málum. Forliðurinn í orðinu lillagulur er hins vegar af allt öðrum uppruna.
Það bar eitt sinn til að nokkrir stúdentar sátu á kaffistofunni í Árnagarði og rifjuðu upp áföll sem þeir höfðu orðið fyrir í æsku. Hörmungarnar voru af ýmsum toga, en þær allra verstu tengdust skelfilegasta barnaefni allra tíma: Brúðubílnum.
Þegar stúdentarnir báru saman bækur sínar kom í ljós að það var ekki síst Lilli api sem hafði valdið þeim ómældu hugarangri frá barnæsku og þess voru jafnvel ýmis dæmi að hann skyti enn enn upp kollinum í martröðum þeirra.
Það varð að ráði að stofna samstundis stuðningshóp þar sem stúdentar gætu veitt hver öðrum áfallahjálp vegna þessa. Hann tók þegar til starfa af miklum krafti á fyrrnefndri kaffistofu og bar margt á góma í umræðunum.
Eins og allir vita er öllum nauðsynlegt að þekkja óvini sína vel. Þess vegna þótti hópnum brýnt að kryfja einkenni apans til mergjar, og gerði það m.a. eitt sinn að umræðuefni hvort hann væri fremur rauðbrúnn eða rauðgulur. Nokkurn tíma tók að komast að niðurstöðu en þar kom að glöggur stúdent veitti því athygli að ný peysa sem annar viðstaddur stúdent klæddist var merkilega lík apanum organdi á litinn. Fram til þessa hafði liturinn oftast verið kallaður appelsínugulur eða rauðgulur en vegna líkindanna við litaraft Lilla fékk hann samstundis nafnið lillagulur. Ekki er ljóst hvort eigandi peysunnar hefur klæðst henni aftur.
Ármann er með getraun um Barist til sigurs, sem er góð bók, en ég held að liðir a og c séu aðalástæðurnar fyrir því að hann hefur ekki fengið nein svör. Ég hef alla vega fátt um málið að segja (af báðum þessum ástæðum), enda er alltof langt síðan ég hef lesið bókina (og finnst verðlaunin með eindæmum óspennandi). Man þó að einn ráðherrann hét Sómi, annar Hreinn, ein af borgunum sem Starkaður var sendur til hét Skarkalaborg, þar átti hann að þagga niður í fuglum, annars staðar þurfti hann að stöðva stórhættulegar kirkjur, í einni borginni var verkefnið að gera granateplatréð sem á uxu handsprengjur skaðlaust (var það ekki fyrsta þrautin?), svo þurfti hann að lækna hnúðnef, að ógleymdum Þrándi greyinu (þ.e. hann átti ekki að lækna hann, heldur losa íbúana í einni borginni undan ógninni sem af honum stóð). Nú og sjöunda þrautin var að sjálfsögðu að setjast í hásætið illræmda. Eftir að það var búið að láta hann fleygja sér niður úr kirkjuturni, en ráðherrarnir voru svo óforskammaðir að ógilda þá þraut fyrst Starkaður drap sig ekki á henni!
Það er ekki spurning að ég þarf að endurnýja kynnin við þessa bók. Jan Terlouw skrifaði ýmislegt fleira skemmtilegt. Ætli hin bókin sem Ármann er að spekúlera í sé ekki Dulmálsbréfið? Kristbjörn nefnir síðan bók „um óveður, flóð og fleira“; sú heitir hét Fárviðri, ef ég man rétt. Stríðsvetur, sem Kristbjörn nefnir líka, er allt önnur bók, mig minnir að hún gerist í seinni heimsstyrjöldinni; gott ef hollenska andspyrnuhreyfingin kemur ekki töluvert við sögu. Og svo man ég vel eftir eini bók í viðbót: Í föðurleit sem gerist í Sovétríkjunum og fjallar um strák, Pétur Sergejevits, sem leggur upp í ferð til að leita að föður sínum sem hafði verið sendur í fangabúðir í Síberíu.
Allt mjög góðar bækur og alltof langt síðan ég hef lesið þær. Kannski ég reyni að ná mér í þær strax eftir jól.
Það er ekki spurning að ég þarf að endurnýja kynnin við þessa bók. Jan Terlouw skrifaði ýmislegt fleira skemmtilegt. Ætli hin bókin sem Ármann er að spekúlera í sé ekki Dulmálsbréfið? Kristbjörn nefnir síðan bók „um óveður, flóð og fleira“; sú heitir hét Fárviðri, ef ég man rétt. Stríðsvetur, sem Kristbjörn nefnir líka, er allt önnur bók, mig minnir að hún gerist í seinni heimsstyrjöldinni; gott ef hollenska andspyrnuhreyfingin kemur ekki töluvert við sögu. Og svo man ég vel eftir eini bók í viðbót: Í föðurleit sem gerist í Sovétríkjunum og fjallar um strák, Pétur Sergejevits, sem leggur upp í ferð til að leita að föður sínum sem hafði verið sendur í fangabúðir í Síberíu.
Allt mjög góðar bækur og alltof langt síðan ég hef lesið þær. Kannski ég reyni að ná mér í þær strax eftir jól.
þriðjudagur, 17. desember 2002
„Dark, distant, tormented ...“ – það er ég! Allavega samkvæmt þessu persónuleikaprófi:
Which Ultimate Beautiful Woman are You?
brought to you by Quizilla
Which Ultimate Beautiful Woman are You?
brought to you by Quizilla
Þessi dagur byrjaði hræðilega! Vægast sagt! Fyrst var ég steinrotuð og svaf of lengi – sem er reyndar alvanalegt. En samt alltaf leiðinlegt. Jæja, ég ríf mig á endanum á fætur og dríf mig af stað í vinnuna. Þegar ég kem þangað er mér tilkynnt að þangað hafi komið „tveir skuggalegir menn“ að leita að mér – ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Og þegar ég dreg upp símann stendur á skjánum „4 missed calls“! Æ, æ! Og til að kóróna allt saman: Ég furðaði mig svolítið á því um stund hvað allt var óskýrt í kringum mig. Þangað til ég uppgötvaði að ég hafði gleymt gleraugunum mínum heima! Hversu mikill sauður getur maður verið?!
föstudagur, 13. desember 2002
fimmtudagur, 12. desember 2002
Nei, Ármann, það ert ekki bara þú sem sérð eitthvað klúrt við jólasveinanöfnin! Þetta hefur lengi valdið mér miklum áhyggjum og efnið hefur um árabil verið á lista yfir „fræðilegar“ greinar sem ég ætlaði að skrifa! Á sama lista er m.a.:
– ítarleg greining á textatengslum Njálu og kvikmyndarinnar Dirty Dancing.
– úttekt á endurholdgun Þórbergs Þórðarsonar í Bridget Jones (sbr. þetta).
– aukin og endurbætt útgáfa af orðfræðilegum pistli um uppáhaldsorðið mitt: lillagulur (sem Mörður neitaði staðfastlega að hleypa í orðabókina, þrátt fyrir hatramma baráttu mína fyrir því að tilveruréttur þess væri viðurkenndur).
Mér finnst að ég ætti að fá að skrifa MA-ritgerð sem fælist í útúrsnúningi á bókmenntafræðikenningum með málfræði í bland (sérstök áhersla yrði lögð á kenningar sem lúta að textatengslum og merkingarfræði), og hagnýtingu útúrsnúningsins í upplífgandi tilgangi!
– ítarleg greining á textatengslum Njálu og kvikmyndarinnar Dirty Dancing.
– úttekt á endurholdgun Þórbergs Þórðarsonar í Bridget Jones (sbr. þetta).
– aukin og endurbætt útgáfa af orðfræðilegum pistli um uppáhaldsorðið mitt: lillagulur (sem Mörður neitaði staðfastlega að hleypa í orðabókina, þrátt fyrir hatramma baráttu mína fyrir því að tilveruréttur þess væri viðurkenndur).
Mér finnst að ég ætti að fá að skrifa MA-ritgerð sem fælist í útúrsnúningi á bókmenntafræðikenningum með málfræði í bland (sérstök áhersla yrði lögð á kenningar sem lúta að textatengslum og merkingarfræði), og hagnýtingu útúrsnúningsins í upplífgandi tilgangi!
Í gærkvöld fékk ég tvöfaldan Bráðavaktarskammt, þökk sé Hirti sem lánaði mér spólu með þættinum frá í síðustu viku af einstakri manngæsku. Gaman, gaman, frábært, meiriháttar, ekki síst því þetta var með allra betri skömmtum. Bráðavaktin hefur virkilega náð sér á strik aftur eftir slakt upphaf á seríunni í haust (eða var það í sumar?). Ég væri samt alveg til í að losna við nokkrar leiðindapersónur. Í efsta sæti óþolandi-listans er Mark Greene reyndar ekki lengur (en hvað ég vona samt að heilaæxlið fari að drepa hann), það er orðið allnokkuð síðan hann féll niður í annað sæti. En hver skyldi hafa tekið við toppsætinu nema „the evil daughter“, Rachel. Úff, hvað ég vona að henni verði fyrirkomið fljótlega. Eiginlega finnst mér að það ætti að banna aðalpersónunum að eiga börn. Allavega ættu þau ekki að fá að sjást í þáttunum. Þau eru næstum verri en foreldrar aðalpersónanna sem ætti að vera búið að gera útlæga úr þáttunum fyrir löngu. Sérstaklega mæðurnar. Ja, og feðurna sennilega líka – einhverjar mestu kvalir sem Bráðavaktin hefur valdið mér voru þegar heilu þættirnir fyrir nokkrum árum snerust um Mark og Doug að takast á við feðrakomplexa einhvers staðar úti í eyðimörk. Það er nógu slæmt (og ætti að vera bannað) þegar heilir þættir gerast annars staðar en á bráðavaktinni sjálfri, en það var virkilega bætt gráu ofan á svart með því að blanda feðrakomplexunum saman við. Oj bara. Ömmur eru hins vegar í lagi, allavega amma Carters. Hún er skemmtileg.
þriðjudagur, 10. desember 2002
Þegar ég steig upp í strætó í morgun bauð ég bílstjóranum gott kvöld! Hvernig er hægt að vera svona utan við sig? Annars er það kannski ekki svo undarlegt á þessum árstíma, það er eiginlega dimmt allan sólarhringinn. Hvernig væri að það færi að snjóa? Þá væri myrkrið ekki eins yfirþyrmandi og þá myndi lifna verulega yfir mér. Fleiri norðanbörn hafa gert snjóleysið að umtalsefni; Ása talaði til dæmis töluvert um það fyrir nokkru (fann ekki færsluna í fljótu bragði) og Tryggvi biður fólk að hjálpa sér að særa fram snjóinn. Hann birtir meira að segja nokkrar „særingaþulur“!
Æ, hvað ég vona að Hilma sé ekki endanlega hætt að blogga. En ég skil mjög vel að hún hafi fengið nóg af nýjasta ruglinu. Þó að eitthvað sé á netinu og þar með aðgengilegt öllum ætti að vera augljóst að bloggheimar eru tiltölulega afmarkaður hluti netsins og meira prívat en aðrir. Og þótt það sé sjálfgefið að vísa þvers og kruss innan bloggheima finnst mér ekki spurning að vísanir í bloggheima utanfrá þurfi að meta miklu vandlegar í hvert skipti, sérstaklega þegar það fer ekki milli mála að vísun er í óþökk þess sem skrifar. En um þetta eru ýmsir búnir að skrifa. Ása á heiður skilinn fyrir hetjulega baráttu við drengina sem virðist finnast að allt megi ef það er ekki bannað sérstaklega í lögum. Og ég mæli eindregið með umfjöllun Sverris um „löglegt en siðlaust“ – þar kemur fram allt sem ég vildi sagt hafa um málið.
mánudagur, 9. desember 2002
laugardagur, 7. desember 2002
Sennilega hef ég séð Þórdísi án þess að vita af því. Allavega telur hún sig hafa séð mig, og miðað við að ég var á rannsóknaræfingu í fyrra hlýtur það að stemma. Mikið væri gaman ef hægt væri að galdra Þórdísi hingað frá Svíaríki í dag svo hún gæti mætt á rannsóknaræfingu þessa árs, sem verður einmitt í kvöld.
föstudagur, 6. desember 2002
Teiknimyndasögur las ég ýmsar í æsku. Hins vegar voru þær ekki keyptar inn á heimilið, þannig að ég náði ekki að mynda eins mikil tilfinningatengsl við þær og margar aðrar bækur, og veit því ekki hvort ég á nokkrar eftirlætis teiknimyndasögur. En ég get sagt frá misheppnaðasta teiknimyndasagnalestrinum mínum. Eða tilraun til lestrar. Í fjörugu bekkjarpartíi í 2. bekk í menntaskóla rákumst við Svansý á nokkrar Ástríksbækur og fannst tilvalið að lesa aðeins í þeim. Það gekk því miður ekki nógu vel. Letrið reyndist nefnilega svo smátt og hentaði því illa til lestrar þegar ölvun var orðin allnokkur. Maður missti stöðugt þráðinn.
Ég man ekki til þess að hafa séð frægt fólk. (Annars er ég óheyrilega ómannglögg þannig að það er kannski ekki að marka.) Það sem kallast frægt fólk á Íslandi telst ekki með. Nema kannski frægasti bloggarinn – hann hef ég vissulega séð. Hins vegar hef ég aldrei séð næstfrægasta bloggarann og er það mjög miður.
fimmtudagur, 5. desember 2002
Enn fjölgar í bloggheimum. :) Kári bróðir minn er nefnilega mættur á svæðið. Það eru mikil gleðitíðindi. Reyndar er langt síðan ég hvatti hann til að byrja að blogga, því síðan ég kynntist blogginu hef ég verið handviss um að hann yrði þrusugóður bloggari. En tók hann mark á stóru systur sinni? Ó, nei, ekki í byrjun, þá fékk ég bara svarið. „Æi, ég er ekki nógu sjálfhverfur!“ En nú hefur hann séð að sér; ég óska honum til hamingju með það og býð hann innilega velkominn í bloggheima.
Annars hef ég aldrei getað séð að blogg sé sérlega sjálfhverft fyrirbæri. Og mér er líka óskiljanlegt hvernig er hægt að láta blogg fara í taugarnar á sér. Einn af ótalmörgum kostum bloggsins er nefnilega að það ætti að vera ákaflega auðvelt fyrir fólk sem er laust við áhuga á þessum menningarkima að leiða hann hjá sér. Bloggið getur varla þvælst fyrir neinum. Það er tiltölulega afmarkaður heimur; varla fer nokkur inn á bloggsíðu öðruvísi en af fúsum og frjálsum vilja. Auk þess held ég að fæstir bloggarar tali að ráði um bloggið sitt nema í mesta lagi við aðra bloggara. Það er allavega mín reynsla.
Sjálf lít ég á bloggið mitt sem eins konar opið bréf til vina minna, og geri ekki ráð fyrir að neinn hafi gaman af því (og lesi það) nema vinir mínir eða fólk sem er andlega skylt mér á einhvern hátt. Öðrum er að sjálfsögðu frjálst að lesa hvaða blogg sem er, en bloggarar geta varla borið ábyrgð á sálarangist eða pirringi þeirra sem finnst það leiðinlegt, enda reyna fæstir bloggarar að troða blogginu sínu upp á neinn. En kannski ætti að bæta nokkrum orðum við fyrirsögnina á öllum bloggsíðum: „Lesist á eigin ábyrgð“? Og þó. Er ekki óhætt að líta svo á að það sé sjálfgefið?
Annars hef ég aldrei getað séð að blogg sé sérlega sjálfhverft fyrirbæri. Og mér er líka óskiljanlegt hvernig er hægt að láta blogg fara í taugarnar á sér. Einn af ótalmörgum kostum bloggsins er nefnilega að það ætti að vera ákaflega auðvelt fyrir fólk sem er laust við áhuga á þessum menningarkima að leiða hann hjá sér. Bloggið getur varla þvælst fyrir neinum. Það er tiltölulega afmarkaður heimur; varla fer nokkur inn á bloggsíðu öðruvísi en af fúsum og frjálsum vilja. Auk þess held ég að fæstir bloggarar tali að ráði um bloggið sitt nema í mesta lagi við aðra bloggara. Það er allavega mín reynsla.
Sjálf lít ég á bloggið mitt sem eins konar opið bréf til vina minna, og geri ekki ráð fyrir að neinn hafi gaman af því (og lesi það) nema vinir mínir eða fólk sem er andlega skylt mér á einhvern hátt. Öðrum er að sjálfsögðu frjálst að lesa hvaða blogg sem er, en bloggarar geta varla borið ábyrgð á sálarangist eða pirringi þeirra sem finnst það leiðinlegt, enda reyna fæstir bloggarar að troða blogginu sínu upp á neinn. En kannski ætti að bæta nokkrum orðum við fyrirsögnina á öllum bloggsíðum: „Lesist á eigin ábyrgð“? Og þó. Er ekki óhætt að líta svo á að það sé sjálfgefið?
Ég hef tekið gleði mína á ný! Það sem eftir er dagsins mun ég ekki einu sinni láta þetta andstyggilega, viðbjóðslega, ógeðslega veður á mig fá. Hjörtur tók nefnilega upp Bráðavaktina í gær og býðst til að lána mér spóluna. Boðið er þegið með þökkum og ég mun gera mér ferð í Nýja-Garð áður en langt um líður. Geðheilsunni er bjargað (í bili)! :)
Nú er ég miður mín! Var að koma heim og ætlaði að fara að horfa á Bráðavaktarþátt kvöldsins sem ég taldi mig hafa tekið upp. Glöð og kát og vongóð og full tilhlökkunar og ég veit ekki hvað. Þangað til í ljós kom að „einhver“ hefur klúðrað málunum (einhver lesist ég)! Ég sem var búin að stilla vídeóið svo rækilega – en svo gleymdist greinilega að ýta á þennan eina takka sem þarf að snerta allra síðast til að gera tímastillinn virkan. Þetta er ekki bara hræðilegt – þetta er skelfilegt! Bráðavaktin er á áttunda ári og þeir þættir sem ég hef misst af eru áreiðanlega ekki mikið fleiri en svo að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar. Held meira að segja að ég hafi ekki misst af einum einasta þætti í allavega þrjú ár! (Já, ég veit, stundum er ég svolítið manísk!). Þetta er verra en að missa tíu sinnum af strætó! Á eftir strætó kemur annar strætó sem er í raun endurtekið efni (sama leiðin ekin), en sjónvarpið hefur ekki ennþá uppgötvað að það væri gáfulegt að endursýna Bráðavaktina. Þetta er ekki ekki ekki ekki þolandi – sem sagt óþolandi. Áfallahjálp óskast!
miðvikudagur, 4. desember 2002
Jólarannsóknaræfing Félags íslenskra fræða o.fl. verður á laugardaginn. Það verður óheyrilega gaman – minni íslensku- og sagnfræðinörda og annað gott fólk á að skrá sig strax! T.d. hér. Ætli það sé ekki best að skella auglýsingunni bara hérna inn:
Laugardaginn 7. desember næstkomandi verður jólarannsóknaræfing Félags íslenskra fræða, Sagnfræðingafélagsins og Reykjavíkurakademíunnar haldin. Að þessu sinni verður hún í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum.
Fyrirlesari á æfingunni verður Guðrún Nordal og erindi hennar nefnist „Egill, Snorri og Plús Ex“.
Húsið verður opnað kl. 18 og byrjað á fordrykk, en borðhald hefst kl. 19. Á borðum verða tíu gerðir af tapas-smáréttum, þar á meðal humarhalar í hvítlauksbrauði, grillaðar nautalundir, rækjur í chili og parmaskinka með melónu og piparrót. Eftirréttur er einnig innifalinn.
Undir lok borðhalds má búast við óvæntum uppákomum en þar á eftir tekur við suðræn sveifla; Tómas R. Einarsson og félagar leika fyrir dansi til klukkan eitt.
Skráið ykkur sem fyrst hjá Ernu Erlingsdóttur (ernae@hi.is, s. 562-8808, 865-6792) eða Halldóru Björt Ewen (halldoe@hi.is, s. 551-0675, 895-0675).
Miðar verða seldir í Árnagarði kl. 12-13 fim. 5. des. og fös. 6. des., og síðan við innganginn. Á báðum stöðum verður einungis tekið við reiðufé. Einnig er hægt að leggja inn á bankareikning Félags íslenskra fræða (nr. 311-26-51099, kt. 491199-2029). Miðaverð er 4500 kr (fordrykkur + matur + ball). Einnig er hægt að mæta á ballið eingöngu og kostar það 1500 kr.
Laugardaginn 7. desember næstkomandi verður jólarannsóknaræfing Félags íslenskra fræða, Sagnfræðingafélagsins og Reykjavíkurakademíunnar haldin. Að þessu sinni verður hún í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum.
Fyrirlesari á æfingunni verður Guðrún Nordal og erindi hennar nefnist „Egill, Snorri og Plús Ex“.
Húsið verður opnað kl. 18 og byrjað á fordrykk, en borðhald hefst kl. 19. Á borðum verða tíu gerðir af tapas-smáréttum, þar á meðal humarhalar í hvítlauksbrauði, grillaðar nautalundir, rækjur í chili og parmaskinka með melónu og piparrót. Eftirréttur er einnig innifalinn.
Undir lok borðhalds má búast við óvæntum uppákomum en þar á eftir tekur við suðræn sveifla; Tómas R. Einarsson og félagar leika fyrir dansi til klukkan eitt.
Skráið ykkur sem fyrst hjá Ernu Erlingsdóttur (ernae@hi.is, s. 562-8808, 865-6792) eða Halldóru Björt Ewen (halldoe@hi.is, s. 551-0675, 895-0675).
Miðar verða seldir í Árnagarði kl. 12-13 fim. 5. des. og fös. 6. des., og síðan við innganginn. Á báðum stöðum verður einungis tekið við reiðufé. Einnig er hægt að leggja inn á bankareikning Félags íslenskra fræða (nr. 311-26-51099, kt. 491199-2029). Miðaverð er 4500 kr (fordrykkur + matur + ball). Einnig er hægt að mæta á ballið eingöngu og kostar það 1500 kr.
Ligga ligga lá lá – ég er búin að fá bók bloggara dauðans. Fékk hana meira að segja í gær! Honum er óskað innilega til hamingju með útgáfuna. Bókin er hin glæsilegasta; kápan kindarlega er til dæmis sérlega flott. Hvað þá nafnaskráin! ;)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)