miðvikudagur, 27. apríl 2005
þriðjudagur, 26. apríl 2005
Og ein bíóferð í viðbót:
Mótorhjóladagbækurnar (Diarios de motocicleta): uppáhaldsmyndin mín af þeim sem ég er búin að sjá á hátíðinni. Afar ljúf en felur jafnframt í sér mörg umhugsunarefni. Sjaldgæft að þetta tvennt fari saman, hvað þá svona vel. Sem betur fer er aldrei barið í málmgjöll til að segja fólki hvenær það á að hugsa, allt er þetta frekar lágstemmt, maður er aldrei mataður með teskeið á útskýringum og túlkunum og þeim troðið ofan í kokið. Það bjargar t.d. sundinu yfir ána sem hefði getað verið skelfilega banalt tákn en var bara frekar krúttlegt.
Gaman hvernig myndinni tekst að vera margt í einu: sæt og notaleg mynd um skemmtilega vini á ferðalagi, saga um hversu margt það er sem mótar fólk o.fl. Svo er fegurð aðalleikarans auðvitað ótvíræður kostur.
Mótorhjóladagbækurnar (Diarios de motocicleta): uppáhaldsmyndin mín af þeim sem ég er búin að sjá á hátíðinni. Afar ljúf en felur jafnframt í sér mörg umhugsunarefni. Sjaldgæft að þetta tvennt fari saman, hvað þá svona vel. Sem betur fer er aldrei barið í málmgjöll til að segja fólki hvenær það á að hugsa, allt er þetta frekar lágstemmt, maður er aldrei mataður með teskeið á útskýringum og túlkunum og þeim troðið ofan í kokið. Það bjargar t.d. sundinu yfir ána sem hefði getað verið skelfilega banalt tákn en var bara frekar krúttlegt.
Gaman hvernig myndinni tekst að vera margt í einu: sæt og notaleg mynd um skemmtilega vini á ferðalagi, saga um hversu margt það er sem mótar fólk o.fl. Svo er fegurð aðalleikarans auðvitað ótvíræður kostur.
Enn meira bíó:
Vera Drake var mjög góð að mörgu leyti, leikurinn, umhverfið, samfélagshliðin o.fl. Persónurnar voru hins vegar of flatar og einfaldar fyrir minn smekk. Í öðrum Mike Leigh myndum sem ég hef séð hefur verið dregið vel fram hvernig einfeldningslegar persónur eru ekkert síður flóknar og sympatískar en annað fólk - en ekki alveg eins í þessari og mér fannst það mikil synd, sérstaklega hvað varðaði Veru sjálfa. Ég geri t.d. ráð fyrir að erfiðleikar hennar við að tjá sig um gjörðir sínar og skilgreina þær eigi að sýna hvað lífsviðhorf hennar hefur verið einfalt: hjálpsemin er upphaf og endir alls, hún setur hlutina ekki í víðara samhengi - en þessi ofuráhersla á hið einfeldningslega truflaði mig; mér fannst hún gera spurninguna um hvort Vera gerði rétt eða rangt of veigamikla og draga úr gagnrýninni á ólíka möguleika ríkra og fátækra sem þó er veigamikill hluti af myndinni og vel sett fram að mörgu leyti (kaflinn um ríku stelpuna var t.d. mjög snyrtilegur).
Vera Drake var mjög góð að mörgu leyti, leikurinn, umhverfið, samfélagshliðin o.fl. Persónurnar voru hins vegar of flatar og einfaldar fyrir minn smekk. Í öðrum Mike Leigh myndum sem ég hef séð hefur verið dregið vel fram hvernig einfeldningslegar persónur eru ekkert síður flóknar og sympatískar en annað fólk - en ekki alveg eins í þessari og mér fannst það mikil synd, sérstaklega hvað varðaði Veru sjálfa. Ég geri t.d. ráð fyrir að erfiðleikar hennar við að tjá sig um gjörðir sínar og skilgreina þær eigi að sýna hvað lífsviðhorf hennar hefur verið einfalt: hjálpsemin er upphaf og endir alls, hún setur hlutina ekki í víðara samhengi - en þessi ofuráhersla á hið einfeldningslega truflaði mig; mér fannst hún gera spurninguna um hvort Vera gerði rétt eða rangt of veigamikla og draga úr gagnrýninni á ólíka möguleika ríkra og fátækra sem þó er veigamikill hluti af myndinni og vel sett fram að mörgu leyti (kaflinn um ríku stelpuna var t.d. mjög snyrtilegur).
Meira bíó:
Slæm menntun (La mala educación) var eiginlega allt öðru vísi en ég bjóst við (ég hélt að hún gerðist aðallega í heimavistarskólanum) - en ekki síðri fyrir það. Alls ekki. Mögnuð mynd og margföld í roðinu.
Slæm menntun (La mala educación) var eiginlega allt öðru vísi en ég bjóst við (ég hélt að hún gerðist aðallega í heimavistarskólanum) - en ekki síðri fyrir það. Alls ekki. Mögnuð mynd og margföld í roðinu.
Það er kominn tími til að halda áfram að blogga um bíóferðir:
Melinda & Melinda fannst mér mjög góð. Fyndið hvernig Woody Allen er að sumu leyti að kommenta á eigin höfundarverk; hann hefur svo oft leikið sér að mörkunum milli hins kómíska og tragíska og nú tekur hann þau konkret fyrir sem umfjöllunarefni. Ég var hæstánægð með útkomuna. Í sumum dómum hefur verið kvartað mikið yfir því að kómedían sé ekki nógu kómísk og tragedían ekki nógu tragísk - en mér fannst það einmitt kostur og undirstrika hvað það getur verið stutt á milli. Mörg samtölin í kómedíska hlutanum hefðu t.d. getað verið tragísk ef þau hefðu verið leikin á annan hátt og öfugt.
Sem betur fer tókst mér að komast á aðra af tveimur sýningum í Regnboganum þannig að ég losnaði við að gera mér ferð í fjarlægt sveitarfélag.
Melinda & Melinda fannst mér mjög góð. Fyndið hvernig Woody Allen er að sumu leyti að kommenta á eigin höfundarverk; hann hefur svo oft leikið sér að mörkunum milli hins kómíska og tragíska og nú tekur hann þau konkret fyrir sem umfjöllunarefni. Ég var hæstánægð með útkomuna. Í sumum dómum hefur verið kvartað mikið yfir því að kómedían sé ekki nógu kómísk og tragedían ekki nógu tragísk - en mér fannst það einmitt kostur og undirstrika hvað það getur verið stutt á milli. Mörg samtölin í kómedíska hlutanum hefðu t.d. getað verið tragísk ef þau hefðu verið leikin á annan hátt og öfugt.
Sem betur fer tókst mér að komast á aðra af tveimur sýningum í Regnboganum þannig að ég losnaði við að gera mér ferð í fjarlægt sveitarfélag.
fimmtudagur, 21. apríl 2005
föstudagur, 15. apríl 2005
Meira af þemadögum. Og kannski ég byrji á byrjuninni núna. Á mánudaginn var svokallað "launaþema" í tilefni af nýgerðum kjarasamningum. Þar reyndi á sköpunargáfuna. Sumir létu peningaseðil standa upp úr vasa - einkum dollara, þeir eru svo ódýrir núna. Ein af uppáhaldsfrænkum mínum var með hálsmen úr tölum - reyndar tölum eins og á flíkum en hafa ber í huga að orðið er margrætt (tölur = upphæðir). Ég prentaði út nýgerðan kjarasamning, límdi saman blöðin, braut þau saman á langveginn og heftaði um mittið þannig að til yrði belti (sem mátti t.d. túlka sem sultaról).
Þriðjudagurinn var gulur. Ég hef stundum átt gular sokkabuxur en ekki núna og ég átti ekkert annað gult. Hugleiddi að klína á mig post-it-miðum og ganga um með sítrónur í poka. Af því varð þó ekki heldur fór ég í Skarthúsið og fann gula eyrnalokka, gula spennu og lítinn gulan klút. Svo gekk ég yfir í Tiger og var svo heppin að rekast á gult naglalakk sem toppaði dæmið alveg. Og gulan+appelsínugulan poka - eða pokatösku - eða eitthvað svoleiðis.
Ég var búin að segja frá rauða miðvikudeginum og græna þriðjudeginum og þeir þarfnast ekki nánari skýringa. Í dag var þemað höfuðföt. Ég átti engan hatt - en eftir allt eipið fyrr í vikunni þurfti ég hvort eð er að tapa mér endanlega þannig að ég fór að föndra. Fékk reyndar aðeins of margar hugmyndir en hin ágæta fyrrnefnda frænka benti mér á að ég gæti sameinað tvær þeirra:
Þriðjudagurinn var gulur. Ég hef stundum átt gular sokkabuxur en ekki núna og ég átti ekkert annað gult. Hugleiddi að klína á mig post-it-miðum og ganga um með sítrónur í poka. Af því varð þó ekki heldur fór ég í Skarthúsið og fann gula eyrnalokka, gula spennu og lítinn gulan klút. Svo gekk ég yfir í Tiger og var svo heppin að rekast á gult naglalakk sem toppaði dæmið alveg. Og gulan+appelsínugulan poka - eða pokatösku - eða eitthvað svoleiðis.
Ég var búin að segja frá rauða miðvikudeginum og græna þriðjudeginum og þeir þarfnast ekki nánari skýringa. Í dag var þemað höfuðföt. Ég átti engan hatt - en eftir allt eipið fyrr í vikunni þurfti ég hvort eð er að tapa mér endanlega þannig að ég fór að föndra. Fékk reyndar aðeins of margar hugmyndir en hin ágæta fyrrnefnda frænka benti mér á að ég gæti sameinað tvær þeirra:
- Málmrauð vírlengja með stjörnum (keypt sem jólaskraut) gat augljóslega verið geislabaugur fallna engilsins - orðinn svolítið tætingslegur og kominn með holdlega rauða slikju.
- Kóróna úr svörtu kartoni með álímdum silfurlitum stjörnum og ljósasería að auki (blikandi stjörnur) var hins vegar höfuðbúnaður næturdrottningarinnar.
fimmtudagur, 14. apríl 2005
Ég er búin að sjá, ja ... tvær myndir og tvær að hluta á kvikmyndahátíðinni. Eru það ekki samtals þrjár?
Der Untergang er löng. Og býsna langdregin á köflum, sérstaklega framan af. Á ákveðnum tímapunkti hélt ég að myndin væri að klárast en þá kom hlé. Hún er líka töluvert reikul, menn virðast t.d. hafa verið í vandræðum með að ákveða sig hvort ritarinn ætti að vera aðalpersónan eða ekki. En það er margt gott í myndinni og síðasti hlutinn heldur manni við efnið. Það var þess virði að sitja áfram eftir hlé; ég var allavega býsna ánægð með myndina þegar ég kom út. - En mér fannst merkilegt að ég hef sennilega aldrei verið á bíómynd þar sem eins fáar konur voru hlutfallslega meðal áhorfenda.
Shi mian mai fu - eða Fljúgandi rýtingarnir eða Fyrirsát úr tíu áttum (sem Sverrir bendir á að sé í raun merking titilsins) - er melódrama í tíunda veldi. En svakalega flott.
Ég fór á ítölsku myndina Non ti muovere þótt mér fyndist lýsingin afar óspennandi - en mig langaði að hlusta á ítölskuna til að hita upp fyrir sumarið. Því miður leiddist mér svo fyrsta hálftímann að ég færði mig yfir í annan sal í bíóinu. Þar var verið að sýna Sódómu Reykjavík. Allt annað líf.
Der Untergang er löng. Og býsna langdregin á köflum, sérstaklega framan af. Á ákveðnum tímapunkti hélt ég að myndin væri að klárast en þá kom hlé. Hún er líka töluvert reikul, menn virðast t.d. hafa verið í vandræðum með að ákveða sig hvort ritarinn ætti að vera aðalpersónan eða ekki. En það er margt gott í myndinni og síðasti hlutinn heldur manni við efnið. Það var þess virði að sitja áfram eftir hlé; ég var allavega býsna ánægð með myndina þegar ég kom út. - En mér fannst merkilegt að ég hef sennilega aldrei verið á bíómynd þar sem eins fáar konur voru hlutfallslega meðal áhorfenda.
Shi mian mai fu - eða Fljúgandi rýtingarnir eða Fyrirsát úr tíu áttum (sem Sverrir bendir á að sé í raun merking titilsins) - er melódrama í tíunda veldi. En svakalega flott.
Ég fór á ítölsku myndina Non ti muovere þótt mér fyndist lýsingin afar óspennandi - en mig langaði að hlusta á ítölskuna til að hita upp fyrir sumarið. Því miður leiddist mér svo fyrsta hálftímann að ég færði mig yfir í annan sal í bíóinu. Þar var verið að sýna Sódómu Reykjavík. Allt annað líf.
Mér tókst að vera kosin rauðasti starfsmaðurinn í gær. Í dag er grænn dagur og ég er aðeins afslappaðri en er þó með grænt naglalakk og grænan augnskugga, í grænum bol, grænu pilsi, grænum sokkabuxum og grænum skóm, með grænt sjal, grænt armband, græna eyrnalokka og grænt dót í hárinu, taskan mín er græn að hluta og ég skrifa auðvitað með grænu. (Er að íhuga að verða líka græn af öfund út í frænku mína sem er líka í alls konar grænum fötum og með grænt skart en þar að auki með græna hanska, græna alpahúfu og í grænni kápu.)
miðvikudagur, 13. apríl 2005
Það eru þemadagar alla vikuna í vinnunni til upphitunar fyrir skrall á föstudaginn. Í dag er rautt þema sem ég tek mjög hátíðlega. Ég er í rauðu pilsi, rauðri blússu, rauðum sokkabuxum, rauðum nærfötum, með rauða slæðu sem er fest með rauðri nælu, með rautt hálsmen, tvö rauð armbönd, rauða eyrnalokka, rauða spennu og rauðan prjón í hárinu, rautt naglalakk, rauðan varalit (nánar tiltekið rauðan varablýant, rauðan varalit (annan af tveimur sem ég hef meðferðis) og rautt gloss yfir), í rauðum skóm og með tvenna til skiptanna, og með rauða regnhlíf til taks. Í rauðu handtöskunni minni er bók úr rauðu seríunni. Og að sjálfsögðu skrifa ég bara með rauðu í dag. Já, og svo var ég að borða jarðarber.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)