þriðjudagur, 29. október 2002
Íslenski þulurinn sem talar ofan í alla verðlaunaafhendinguna hjá Norðurlandaráði í sjónvarpinu er ekkert smá þreytandi. Ég skil svo sem að það þurfi að vera þulur eða eitthvað þess háttar fyrst þetta er í beinni útsendingu (og þ.a.l. ekki hægt að vera með texta). En er nauðsynlegt að lesa upp orðrétta þýðingu á öllu saman? Hvernig væri að maður fengi að heyra hin Norðurlandamálin smávegis?
Múmínálfaumræðurnar eru æði! Sjá hér og hér og hér og hér og sennilega víðar.
Það er orðið alltof langt síðan ég hef lesið Múmínálfana – því miður á ég ekki bækurnar nema Pípuhatt galdrakarlsins sem ég var svo heppin að fá í afmælisgjöf þegar ég varð tuttugu og eins. Sama vetur tók ég þátt í leiklestri á atriði úr Örlaganóttinni á kraftakvöldi íslenskunema við lítinn fögnuð viðstaddra. Sumir kunna ekki gott að meta!
Skil ekki af hverju þessar bækur hafa ekki allar verið endurútgefnar – ég hef reglulega reynt að hvetja Sigþrúði til þess síðustu tvö árin, þ.e. síðan hún tók við embætti sem „konsúll Múmíndals“ (eins og Bjarni orðaði það svo ágætlega), en hún hefur ekki hlýtt mér ennþá! Vonandi fer að rætast úr þessu. Þrýstihópurinn er augljóslega stór og verður sífellt öflugri.
Það er orðið alltof langt síðan ég hef lesið Múmínálfana – því miður á ég ekki bækurnar nema Pípuhatt galdrakarlsins sem ég var svo heppin að fá í afmælisgjöf þegar ég varð tuttugu og eins. Sama vetur tók ég þátt í leiklestri á atriði úr Örlaganóttinni á kraftakvöldi íslenskunema við lítinn fögnuð viðstaddra. Sumir kunna ekki gott að meta!
Skil ekki af hverju þessar bækur hafa ekki allar verið endurútgefnar – ég hef reglulega reynt að hvetja Sigþrúði til þess síðustu tvö árin, þ.e. síðan hún tók við embætti sem „konsúll Múmíndals“ (eins og Bjarni orðaði það svo ágætlega), en hún hefur ekki hlýtt mér ennþá! Vonandi fer að rætast úr þessu. Þrýstihópurinn er augljóslega stór og verður sífellt öflugri.
mánudagur, 28. október 2002
föstudagur, 25. október 2002
Búin að finna svarið við aukagetrauninni hans Ármanns – en ég ætla ekki að segja múkk um málið. Mig langar nefnilega ekkert í aðalskipulag Reykjavíkur.
Alltaf er nú gaman að „heilbrigðisgeiraorðfærinu“ – eða ætti maður kannski að tala um „orðalagseinkenni varðandi málefni heilbriðisgeirans“?! Bjarni er með gott innlegg í þá umræðu, og hann var líka að sýna mér uppeldishandbókina sem hann minntist á. Þar er orðasafn með mörgum athyglisverðum orðum, til dæmis: áfallastreituröskun, eitrunargeðrof, hlutverkahermi, kjörþögli, líkömnunarraskanir, systkinatogstreita og skammvinnt svörunargeðrof! Að ógleymdri mótþróaþrjóskuröskuninni sem Bjarni hefur þegar gert að umtalsefni á blogginu sínu.
Þjált og fallegt mál? Hmm...
Þjált og fallegt mál? Hmm...
Ég tók fótboltaprófið sem Stefán vísar á, og fékk svarið sem hann sagði að flestir virtust fá, sem sé að liðið mitt væri Middlesborough! Ætli prófið sé eitthvað gallað? Einu sinni tók ég persónuleikapróf um það hver af gellunum í Sex and the City maður væri, og fékk svarið Charlotte. Það var mikið áfall, þangað til ég uppgötvaði að það var alveg sama hverju maður svaraði, það var einfaldlega ekki gefin önnur niðurstaða. Ég var mjög fegin þegar ég fann annað SATC-próf, og fékk út að ég væri Miranda!
Mark Steel var frábær í gærkvöld. Múrinn á mikinn heiður skilinn fyrir að flytja manninn inn og ég ætla sko líka að mæta á laugardaginn þegar hann talar hjá SHA.
Steinunn, ég gladdist mjög í morgun yfir þessu skynsemiskasti sem ég fékk í gærkvöld. Mér gekk nefnilega meira en nógu illa að koma mér á fætur í morgun þótt ég hafi ekki komið með ykkur í bæinn. En vona að þið hafið skemmt ykkur vel.
Steinunn, ég gladdist mjög í morgun yfir þessu skynsemiskasti sem ég fékk í gærkvöld. Mér gekk nefnilega meira en nógu illa að koma mér á fætur í morgun þótt ég hafi ekki komið með ykkur í bæinn. En vona að þið hafið skemmt ykkur vel.
miðvikudagur, 23. október 2002
Bráðavaktardagur í dag! :) Reyndar verð ég ekki heima til að horfa, því Lára Magnúsard. er með fyrirlestur hjá Félagi íslenskra fræða (í Sögufélagshúsinu kl. 20.30 – allir að mæta!) – en ég er svo forfallin að ég prógrammera vídeóið mitt til að taka Bráðavaktina upp svo ég missi ekki af einum einasta þætti. Ég fékk tölvupóst frá manneskju áðan sem álíka er ástatt fyrir, nema hún sagðist ekki komast að heiman í kvöld vegna þess að hún væri ER-frík! (Ætli hún kunni ekki að prógrammera vídeóið sitt?) Orðið „frík“ í þessu samhengi kveikti ýmsar hugmyndir hjá mér. Hvernig væri að öll Bráðavaktarfríkin sem ég þekki færu að taka sér forföllnustu Trekkarana til fyrirmyndar? Stofnuðu almennilegan aðdáendaklúbb þar sem meðlimir kæmu sér upp viðeigandi búningum og leggðust á kaf í rannsóknir á orðfæri Bráðavaktarinnar? Hmm... Er ég endanlega að tapa mér?!
þriðjudagur, 22. október 2002
En hvað ég er fegin að sjá að fjármálastjórnin er undarleg hjá fleirum en mér. Það ætti kannski að stofna stuðningshóp: Í viðjum Vísa?
Hvar er húfan mín, hvar er hempan mín ... ? Veit reyndar ekki hvað ég er að spyrja svona fráleitra spurninga þar sem ég á hvorki húfu né hempu. Hins vegar er greiðan mín týnd. :( Ekki ánægð með það. Ég er viss um að hún var á sínum stað í gær!
Nýtt blogg var hins vegar ekki á sínum stað á þessari síðu í gær frekar en aðra nýliðna daga, og ég sé að bloggari dauðans hefur ekki getað setið á sér að uppnefna síðuna mína upp á nýtt í samræmi við það. Ég veit svo sem að ég á ekkert annað skilið; Bjarni er meira að segja búinn að vera duglegri en ég að blogga upp á síðkastið, og þá er nú mikið sagt. Reyni samt afsökunina: Óheyrilega mikið að gera og vinnan sýgur úr mér alla orku. Geri ekki ráð fyrir að þetta verði tekið gilt, en það er samt satt!
Síðast þegar ég bloggaði var ég víst á leiðinni á skemmtikvöld Múrsins og búin að vera á leiðinni að fá hálsbólgu í nokkra daga, en hafði tekist að halda aftur af henni með hinum ágæta lífselexír koníaki. Síðla á föstudagskvöldinu fór hálsbólgan reyndar að láta á sér kræla einu sinni enn. Ég hafði verið að drekka rauðvín síðustu klukkutímana á undan, en komst á endanum að því að ég þyrfti greinilega að fá mér eitthvað meira bakteríudrepandi og tók þann kost að reyna að drekkja hálsbólgunni í viskíi. Það skilaði sér í rækilegum höfuðverk á laugardeginum, þannig að honum var að mestu eytt í svefn. Það var ekki nógu sniðugt. En það voru þó bara minniháttar aukaverkanir, því hálsbólgan gufaði gjörsamlega upp og hefur ekki gert vart við sig síðan.
Skemmtikvöld Múrsins var annars besta skemmtun – ritstjórn Múrsins lék Atómstöðina með miklum glæsibrag, undir augljósum áhrifum frá hinum margverðlaunaða leikhóp Hörpunni. Sá kynusli sem einkennt hefur sýningar Hörpunnar sveif til dæmis rækilega yfir vötnum og var mikill kostur á uppfærslunni. Ekki verður gert upp á milli einstakra leikara, þó rétt sé að nefna að sumir þeirra voru duglegri að draga athyglina að sjálfum sér en aðrir, sbr. hina fleygu setningu: „ég, sósíalíska bakarastúlkan, sem er augljóslega með alltof lítið hlutverk í þessu leikriti“ – skyldi bloggfrægðin vera farin að stíga mönnum til höfuðs?! ;) Annars var þetta í ágætis samræmi við þann póstmóderníska heildarblæ sem einkenndi sýninguna.
Skemmtikvöldið var einnig merkilegt fyrir það að snúast eiginlega upp í allsherjar bloggarapartí. Þarna hitti ég marga góða bloggara, til dæmis tvo sem ég hafði ekki áður kynnst í raunheimum (Orminn og Gneistann – sá síðarnefndi heldur því reyndar fram að hann sé ekki bloggari en það er augljós sjálfsblekking), auk bloggara sem voru mér að góðu kunnir í raunheimum fyrir, en ég hitti ákaflega sjaldan (Tryggva Má, Kristbjörn og Arnór – sem átti síðar um kvöldið eftir að skoða styttur bæjarins í meira návígi en flestir kæra sig um), að ógleymdum bloggandi hlutanum af ritstjórn Múrsins.
Jæja, þetta var föstudagskvöldið fyrir hálfri annarri viku. Kannski geri ég seinna einhverja grein fyrir öðrum atburðum í lífi mínu á þessu bloggauðnartímabili. Kannski ekki.
Nýtt blogg var hins vegar ekki á sínum stað á þessari síðu í gær frekar en aðra nýliðna daga, og ég sé að bloggari dauðans hefur ekki getað setið á sér að uppnefna síðuna mína upp á nýtt í samræmi við það. Ég veit svo sem að ég á ekkert annað skilið; Bjarni er meira að segja búinn að vera duglegri en ég að blogga upp á síðkastið, og þá er nú mikið sagt. Reyni samt afsökunina: Óheyrilega mikið að gera og vinnan sýgur úr mér alla orku. Geri ekki ráð fyrir að þetta verði tekið gilt, en það er samt satt!
Síðast þegar ég bloggaði var ég víst á leiðinni á skemmtikvöld Múrsins og búin að vera á leiðinni að fá hálsbólgu í nokkra daga, en hafði tekist að halda aftur af henni með hinum ágæta lífselexír koníaki. Síðla á föstudagskvöldinu fór hálsbólgan reyndar að láta á sér kræla einu sinni enn. Ég hafði verið að drekka rauðvín síðustu klukkutímana á undan, en komst á endanum að því að ég þyrfti greinilega að fá mér eitthvað meira bakteríudrepandi og tók þann kost að reyna að drekkja hálsbólgunni í viskíi. Það skilaði sér í rækilegum höfuðverk á laugardeginum, þannig að honum var að mestu eytt í svefn. Það var ekki nógu sniðugt. En það voru þó bara minniháttar aukaverkanir, því hálsbólgan gufaði gjörsamlega upp og hefur ekki gert vart við sig síðan.
Skemmtikvöld Múrsins var annars besta skemmtun – ritstjórn Múrsins lék Atómstöðina með miklum glæsibrag, undir augljósum áhrifum frá hinum margverðlaunaða leikhóp Hörpunni. Sá kynusli sem einkennt hefur sýningar Hörpunnar sveif til dæmis rækilega yfir vötnum og var mikill kostur á uppfærslunni. Ekki verður gert upp á milli einstakra leikara, þó rétt sé að nefna að sumir þeirra voru duglegri að draga athyglina að sjálfum sér en aðrir, sbr. hina fleygu setningu: „ég, sósíalíska bakarastúlkan, sem er augljóslega með alltof lítið hlutverk í þessu leikriti“ – skyldi bloggfrægðin vera farin að stíga mönnum til höfuðs?! ;) Annars var þetta í ágætis samræmi við þann póstmóderníska heildarblæ sem einkenndi sýninguna.
Skemmtikvöldið var einnig merkilegt fyrir það að snúast eiginlega upp í allsherjar bloggarapartí. Þarna hitti ég marga góða bloggara, til dæmis tvo sem ég hafði ekki áður kynnst í raunheimum (Orminn og Gneistann – sá síðarnefndi heldur því reyndar fram að hann sé ekki bloggari en það er augljós sjálfsblekking), auk bloggara sem voru mér að góðu kunnir í raunheimum fyrir, en ég hitti ákaflega sjaldan (Tryggva Má, Kristbjörn og Arnór – sem átti síðar um kvöldið eftir að skoða styttur bæjarins í meira návígi en flestir kæra sig um), að ógleymdum bloggandi hlutanum af ritstjórn Múrsins.
Jæja, þetta var föstudagskvöldið fyrir hálfri annarri viku. Kannski geri ég seinna einhverja grein fyrir öðrum atburðum í lífi mínu á þessu bloggauðnartímabili. Kannski ekki.
föstudagur, 11. október 2002
Er að fá hálsbólgu eða einhvern fjandann, sem gerði reyndar líka vart við sig í gærkvöld og fyrrakvöld og kvöldið þar á undan. Blessunarlega hefur koníaksdreitill fyrir svefninn haldið aftur af þessum fjára enn sem komið er, þannig að ég er sem betur fer ekki farin að nálgast Fílamannslúkkið sem afmælisbarn dagsins gerði að umfjöllunarefni í gær, enda hef ég ALLS EKKI tíma til að verða veik, þarf að vinna, vinna, vinna og vinna meira (er ég ekki dæmigerður Íslendingur?!) auk þess sem félagslífið er með virkasta móti þessa dagana. Skemmtikvöld Múrsins í kvöld, þrítugsafmæli hjá Guðnýju frænku minni á morgun – af hverju gerist alltaf allt í einu? Ég hef í fyrsta lagi tíma til að verða veik í nóvember, en nú finn ég að eitlarnir eru farnir að stækka aftur. Hrmpf! Er nokkuð til ráða nema staupa sig svolítið og elda svo mat með óheyrilega miklum hvítlauk?!
Nafnaskrár hafa lagt undir sig líf mitt! Skilaði einni af mér í gær, er að föndra aðra í vinnunni, og eina enn í „frístundum“. Jón Jónsson, Jón Jónsson, Jón Jónsson, Jón Jónsson á Arnarvatni, Jón Jónsson á Fossvöllum ...... Úff! Flestar nafnaskrár eru svo sem einföld handavinna að mestu, en ekki nafnaskráin við Ameríkubréfin sem ég er að reyna að klára núna. Það vill nefnilega svo undarlega til að þegar fólk skrifar bréf hugsar það ekkert út í að það væri gustuk að gera sæmilega grein fyrir því fólki sem minnst er á, því það er ef til vill og kannski hugsanlegt að bréfin verði gefin út hundrað árum seinna, og þá þurfi einhver vesalingur að gera nafnaskrá. Helstu áhyggjur mínar um þessar mundir snúast um spurningar á borð við:
Hver ætli „gamla Margrét“ sé sem „fór suður í Minnesota í vetur [1902] með Sigríði dóttur sinni“? Hvers son var séra Magnús á Gilsbakka? Og hlýtur „Magnús prestur“ sem Suddu-Jón talar um ekki að vera sá Magnús? Hver er „Aðalsteinn sem var hjá Laxdal“?!
Nú er ég búin að finna út það sem ég get með þeim gögnum sem ég hef tiltæk; þarf að fara að koma mér í bókhlöðuna til að fletta upp í Prestatali, Ættum Þingeyinga, Borgfirzkum æviskrám o.s.frv. Stöðugt fjör í spæjaraleik!
Hver ætli „gamla Margrét“ sé sem „fór suður í Minnesota í vetur [1902] með Sigríði dóttur sinni“? Hvers son var séra Magnús á Gilsbakka? Og hlýtur „Magnús prestur“ sem Suddu-Jón talar um ekki að vera sá Magnús? Hver er „Aðalsteinn sem var hjá Laxdal“?!
Nú er ég búin að finna út það sem ég get með þeim gögnum sem ég hef tiltæk; þarf að fara að koma mér í bókhlöðuna til að fletta upp í Prestatali, Ættum Þingeyinga, Borgfirzkum æviskrám o.s.frv. Stöðugt fjör í spæjaraleik!
miðvikudagur, 9. október 2002
Jæja! Það er orðið langt síðan málfarslöggan í mér hefur fengið útrás á þessari síðu, en að gefnu tilefni ætla ég að tjá mig svolítið um ágætisorðið blogg. Í Kastljósviðtalinu við Stefán og Salvöru í kvöld var lýst eftir íslensku orði í staðinn fyrir „útlenskuna“ blogg og óskaplega margir virðast vera með böggum hildar yfir orðinu. Jú, jú, vissulega er uppruninn erlendur en sömu sögu er að segja um svo ótalmörg önnur orð sem hafa síðan unnið sér þegnrétt í íslensku máli. Það á ekki bara við um tuttugustu aldar tökuorð eins og jeppa og kornflex heldur ótrúlegustu orð önnur. Nokkur dæmi: prestur, ferskja, perla, súkkulaði, berklar, skúffa, helvíti, bók. Já, meira að segja bók!
Þótt orð sé tekið úr öðru máli er nefnilega ekki þar með sagt að það sé hrá sletta.
Hugsanlega finnst mörgum blogg líta undarlega út á prenti, en það myndu hversdagsleg orð eins og borð og stóll líka gera ef þau bæri ekki eins oft fyrir augu Íslendinga og raun ber vitni. Við stafsetninguna á blogginu er ekkert að athuga og hún hefur þegar verið aðlöguð íslensku; orðið er ritað með tveimur g-um en ekki einu eins og gert er í ensku (blog). Það eitt og sér dugar að vísu ekki til að orðið geti talist íslenskt. Hægt er að stafsetja hvaða útlenskt orð sem er upp á íslensku – jafnvel orð sem er mikið notað í daglegu máli – án þess að það verði þar með íslenskt. Sem dæmi má nefna upphrópanirnar sjitt og dísess eða djísess eða dísöss eða djísöss, sem geta í allra besta falli talist hæpin íslenska og varla það.
Nei, fleira þarf að koma til en stafsetningin. Til að orð teljist fullgilt í íslensku máli er þess krafist að það falli að málkerfinu, þ.e. beygingakerfi og hljóðkerfi, og þessa kröfu uppfyllir bloggið fullkomlega. Orðið brýtur engar íslenskar hljóðkerfisreglur. Hvert einasta hljóð í því er til í íslensku og það fullnægir svokölluðum hljóðskipunarreglum prýðilega, þ.e. hljóðin i því raðast ekki saman á neinn þann hátt sem er ankannalegur í íslensku. Orðið byrjar á bl + sérhljóða eins og ótalmörg íslensk orð, t.d. blað, blaðra, blár, blauður, blekking, blindur, blíða, blóm, blót, blundur, og blygðun.
Og þótt orðin sem enda eins, þ.e. á sérhljóða + gg, séu færri eru þau engu að síður allnokkur til, þar á meðal: brugg, bygg, dregg, egg, dögg, hnegg, högg, plagg, sigg, og skegg
Um beygingakerfið þarf ekki að hafa mörg orð, allir virðast líta á blogg sem hvorugkynsorð og beygingin er ekkert vandamál:
blogg, um blogg, frá bloggi, til bloggs
Auk þess bætir blogg við sig greini eins og ekkert sé:
bloggið, um bloggið, frá blogginu til bloggsins
Stóran aukaplús fær bloggið svo fyrir að vera góður grunnur fyrir virka orðmyndun. Nafnorðið bloggari er notað um þann sem stundar verknaðinn sem lýst er með sögninni að blogga, og af þessum orðum hafa svo orðið til fjölmörg önnur orð, t.d. bloggheimar og bloggsíða, að veslings aumingjabloggaranum ógleymdum.
Og þetta eru bara nokkur blogg-orð af mörgum; á þessari bloggsíðu hefur til dæmis verið stunduð meðvituð nýyrðasmíð þar sem vakið hefur verið máls á orðunum bloggfall og bloggvís, og auk þess notaðar ýmsar fleiri skemmtilegar samsetningar; lausleg skönnun leiddi í ljós orð eins og bloggfróður, blogglatur og bloggpabbi.
Er niðurstaðan ekki augljós? Við höfum til taks stutt og þjált orð sem fellur vel að íslensku málkerfi. Ekkert mælir gegn því að blogginu verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur hið fyrsta. :)
Þótt orð sé tekið úr öðru máli er nefnilega ekki þar með sagt að það sé hrá sletta.
Hugsanlega finnst mörgum blogg líta undarlega út á prenti, en það myndu hversdagsleg orð eins og borð og stóll líka gera ef þau bæri ekki eins oft fyrir augu Íslendinga og raun ber vitni. Við stafsetninguna á blogginu er ekkert að athuga og hún hefur þegar verið aðlöguð íslensku; orðið er ritað með tveimur g-um en ekki einu eins og gert er í ensku (blog). Það eitt og sér dugar að vísu ekki til að orðið geti talist íslenskt. Hægt er að stafsetja hvaða útlenskt orð sem er upp á íslensku – jafnvel orð sem er mikið notað í daglegu máli – án þess að það verði þar með íslenskt. Sem dæmi má nefna upphrópanirnar sjitt og dísess eða djísess eða dísöss eða djísöss, sem geta í allra besta falli talist hæpin íslenska og varla það.
Nei, fleira þarf að koma til en stafsetningin. Til að orð teljist fullgilt í íslensku máli er þess krafist að það falli að málkerfinu, þ.e. beygingakerfi og hljóðkerfi, og þessa kröfu uppfyllir bloggið fullkomlega. Orðið brýtur engar íslenskar hljóðkerfisreglur. Hvert einasta hljóð í því er til í íslensku og það fullnægir svokölluðum hljóðskipunarreglum prýðilega, þ.e. hljóðin i því raðast ekki saman á neinn þann hátt sem er ankannalegur í íslensku. Orðið byrjar á bl + sérhljóða eins og ótalmörg íslensk orð, t.d. blað, blaðra, blár, blauður, blekking, blindur, blíða, blóm, blót, blundur, og blygðun.
Og þótt orðin sem enda eins, þ.e. á sérhljóða + gg, séu færri eru þau engu að síður allnokkur til, þar á meðal: brugg, bygg, dregg, egg, dögg, hnegg, högg, plagg, sigg, og skegg
Um beygingakerfið þarf ekki að hafa mörg orð, allir virðast líta á blogg sem hvorugkynsorð og beygingin er ekkert vandamál:
blogg, um blogg, frá bloggi, til bloggs
Auk þess bætir blogg við sig greini eins og ekkert sé:
bloggið, um bloggið, frá blogginu til bloggsins
Stóran aukaplús fær bloggið svo fyrir að vera góður grunnur fyrir virka orðmyndun. Nafnorðið bloggari er notað um þann sem stundar verknaðinn sem lýst er með sögninni að blogga, og af þessum orðum hafa svo orðið til fjölmörg önnur orð, t.d. bloggheimar og bloggsíða, að veslings aumingjabloggaranum ógleymdum.
Og þetta eru bara nokkur blogg-orð af mörgum; á þessari bloggsíðu hefur til dæmis verið stunduð meðvituð nýyrðasmíð þar sem vakið hefur verið máls á orðunum bloggfall og bloggvís, og auk þess notaðar ýmsar fleiri skemmtilegar samsetningar; lausleg skönnun leiddi í ljós orð eins og bloggfróður, blogglatur og bloggpabbi.
Er niðurstaðan ekki augljós? Við höfum til taks stutt og þjált orð sem fellur vel að íslensku málkerfi. Ekkert mælir gegn því að blogginu verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur hið fyrsta. :)
mánudagur, 7. október 2002
Ég ÞOLI EKKI pop-up-glugga. Nú er Múrinn meira að segja farinn að angra fólk með þeim – er maður hvergi óhultur?
Komin aftur suður yfir heiðar eftir góða ferð norður. Hamlet-sýningin hjá Leikfélagi Akureyrar var verulega góð – ekki síst fyrir það hvað þau nýútskrifuðu sem léku Hamlet og Ófelíu voru frábær. Svo náði ég að komast aðeins upp í Mývatnssveit í gærkvöld, að hitta ömmu og hitt frændfólkið „heima“ á Grænavatni, því miður bara rétt í mýflugumynd en það er þó betra en ekkert.
föstudagur, 4. október 2002
Oooohhh, mig langar svo til útlanda! Hef reynt að beita ýmsum brögðum síðustu vikurnar til að vinna á lönguninni, um daginn fór ég meira að segja á Bourne Identity þótt mér finnist Matt Damon óþolandi leikari, því ég var búin að sjá treilerinn sem gaf til kynna margar útitökur í París. Myndin var alveg í lagi, og mér til mikillar gleði sást hellingur af París í henni, en það gagnaðist ekkert í baráttunni; mig langaði bara meira til útlanda eftir. Tveimur dögum seinna fékk ég í hendurnar próförk að afbragðsgóðri bók sem gerist í París (og kemur út núna fyrir jólin), og æsti auðvitað ennþá meira upp í mér löngunina. Akkuru býr maður á einangruðu landi og þarf að borga okurverð til að sleppa í burtu? Þetta er ekki sanngjarnt!
Kominn föstudagur – einu sinni enn. Ach, wie die Zeit vergeht! Langar á þessa ráðstefnu, en það skipulag að hafa aðalfyrirlesturinn klukkan tvö á virkum degi miðast ekki beinlínis við fólk í vinnu úti í bæ. Svo er ég að fara norður á morgun – ætla að drífa mig á Hamlet annað kvöld, og er mjög spennt.
fimmtudagur, 3. október 2002
Tilvitnun vikunnar er frá Ásu: „Skátinn býður kannski Skátasambandi Íslands og öðrum nánum fjölskyldumeðlimum.“ !!!
Hilma á svo sögu vikunnar. Bókhlöðulífið getur svo sannarlega verið ævintýralegt! Ég er annars jafnsvekkt og Hilma yfir Bráðavaktarleysinu í gærkvöld. Er stefnuræðan alltaf flutt á miðvikudögum? Hún hefur alla vega rutt Bráðavaktinni úr vegi óheyrilega oft gegnum tíðina. Íslensk pólitík í staðinn fyrir Bráðavaktina – það eru verulega slæm býtti. :(
Hilmu til fróðleiks má nefna hér að Sigtryggur/Diddi sem hún minnist á hér er jafnframt fórnarlambið í kossasögu Svanhildar frá 29. september (einhverra hluta vegna er ekki hægt að linka beint á færsluna í dag). (Sama færsla er jafnframt 3. kafli í framhalds-ástamála-sögunni úr 7. ára bekk í Grandaskóla. Sem er framhaldssaga ársins!) Umræddur Sigtryggur var annars á sama tíma og ég í íslenskunni – en ég var búinn að þekkja hann í tvö ár þegar ég uppgötvaði að hann var sami maðurinn og „Diddi“, æskuvinur Svanhildar, sem ég hafði heyrt ýmsar skemmtilegar sögur af gegnum tíðina. Undarlegt að uppgötva svona að einhverjir tveir séu í rauninni einn!
Hilma á svo sögu vikunnar. Bókhlöðulífið getur svo sannarlega verið ævintýralegt! Ég er annars jafnsvekkt og Hilma yfir Bráðavaktarleysinu í gærkvöld. Er stefnuræðan alltaf flutt á miðvikudögum? Hún hefur alla vega rutt Bráðavaktinni úr vegi óheyrilega oft gegnum tíðina. Íslensk pólitík í staðinn fyrir Bráðavaktina – það eru verulega slæm býtti. :(
Hilmu til fróðleiks má nefna hér að Sigtryggur/Diddi sem hún minnist á hér er jafnframt fórnarlambið í kossasögu Svanhildar frá 29. september (einhverra hluta vegna er ekki hægt að linka beint á færsluna í dag). (Sama færsla er jafnframt 3. kafli í framhalds-ástamála-sögunni úr 7. ára bekk í Grandaskóla. Sem er framhaldssaga ársins!) Umræddur Sigtryggur var annars á sama tíma og ég í íslenskunni – en ég var búinn að þekkja hann í tvö ár þegar ég uppgötvaði að hann var sami maðurinn og „Diddi“, æskuvinur Svanhildar, sem ég hafði heyrt ýmsar skemmtilegar sögur af gegnum tíðina. Undarlegt að uppgötva svona að einhverjir tveir séu í rauninni einn!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)