Það fór að snjóa á Akureyri um kvöldmatarleytið í gær, ég var að líma rauða teipið í gluggann, í húsinu er hangikjötslykt o.s.frv. þannig að nú er allt að verða eins og það á að vera.
Gleðileg jól!
mánudagur, 24. desember 2007
sunnudagur, 23. desember 2007
Til upplýsingar
Matarlystin birtist blessunarlega aftur á fimmtudaginn. Ég var verulega fegin, enda ekki vön að vera týpan sem notar gaffalinn bara til að færa matinn fram og til baka á disknum.
Ég er komin norður, búin að skera laufabrauð, er að fara að festa upp keðjuna sem var föndruð fyrir sennilega hátt í aldarfjórðungi (er ég virkilega svo gömul?) og það er jafnvel farið að örla á jólaskapi. Snjóinn vantar að vísu enn en það stendur vonandi til bóta.
Ég er komin norður, búin að skera laufabrauð, er að fara að festa upp keðjuna sem var föndruð fyrir sennilega hátt í aldarfjórðungi (er ég virkilega svo gömul?) og það er jafnvel farið að örla á jólaskapi. Snjóinn vantar að vísu enn en það stendur vonandi til bóta.
miðvikudagur, 19. desember 2007
Lýst eftir lyst
Lýst er eftir matarlyst. Hún var flæmd á brott af flensuóféti fyrir viku og hefur ekki sést síðan. Skilvísir finnendur eru vinsamlegast beðnir að vísa henni veginn heim til mín.
miðvikudagur, 12. desember 2007
Fjárlagasturlunin helltist yfir af fullum þunga um daginn, m.a. með afleiðingum sem sjá má á meðfylgjandi myndum (sem sýna jafnframt að fjárlagafrumvarpið er til margra hluta nytsamlegt). Tekið skal fram að þetta eru ekki jólapokar heldur fjárlagapokar og þeir eru hjartalaga vegna þess að mér þykir vænt um fjárlög íslenska ríkisins, mér þykir vænt um fjárlög íslenska ríkisins, mér þykir vænt um fjárlög íslenska ríkisins ...
laugardagur, 8. desember 2007
Fyrir nákvæmlega ári bloggaði ég: "Er nokkuð nauðsynlegt að eiga sér líf utan vinnu?"
Ég gæti sagt eitthvað svipað núna. Það er samt ekki þess vegna sem ég hef ekkert bloggað upp á síðkastið (getur "síðkast" ekki alveg náð yfir nokkra mánuði?) - það 'skeði bara einhvern veginn fyrir mig' (þetta finnst mér skemmtilegt orðalag) að bloggið lognaðist út af. Kannski væri sniðugt að fara að blása einhverju lífi í það að nýju.
Ég gæti sagt eitthvað svipað núna. Það er samt ekki þess vegna sem ég hef ekkert bloggað upp á síðkastið (getur "síðkast" ekki alveg náð yfir nokkra mánuði?) - það 'skeði bara einhvern veginn fyrir mig' (þetta finnst mér skemmtilegt orðalag) að bloggið lognaðist út af. Kannski væri sniðugt að fara að blása einhverju lífi í það að nýju.
fimmtudagur, 23. ágúst 2007
miðvikudagur, 11. júlí 2007
Hirðfífl
Upp á síðkastið hef ég verið á kafi í gömlum Alþingistíðindum sem er stórskemmtilegt. Af því tilefni kemur hér ein litil getraun. Hver sagði þetta og um hvern á Alþingi í janúar 1943?
"Ræða háttvirts þingmanns var furðuleg að fleiru en þessu. Það voru á henni tvær hliðar. Háttvirt deild gat að vísu haft skemmtun af henni, ef litið var á hana frá því sjónarmiði, að háttvirtur þingmaður væri að gera kúnstir frammi fyrir þingheimi, eins og ákveðnar persónur gerðu við hirðir fyrr á tímum."
"Ræða háttvirts þingmanns var furðuleg að fleiru en þessu. Það voru á henni tvær hliðar. Háttvirt deild gat að vísu haft skemmtun af henni, ef litið var á hana frá því sjónarmiði, að háttvirtur þingmaður væri að gera kúnstir frammi fyrir þingheimi, eins og ákveðnar persónur gerðu við hirðir fyrr á tímum."
miðvikudagur, 4. júlí 2007
laugardagur, 30. júní 2007
Mikið er gott hvað Morgunblaðið er duglegt að skilgreina veruleikann. Af Staksteinum í dag fræddist ég um það að blogg er "í raun og veru ekkert annað en blaðagreinar sem eru birtar á netinu og skrifaðar í svolítið öðrum stíl."
Ég hef augljóslega vaðið í villu og svíma í meira en fimm ár. Nú er spurning hvað er til ráða. Á ég að eyða þessari síðu þar sem hún fellur ekki undir skilgreiningar Moggans á bloggi? Eða á ég að senda Mogganum nokkrar af færslunum mínum með ósk um birtingu á þeirri forsendu að þetta sé blogg og þar með blaðagreinar samkvæmt skilgreiningu Staksteina? Eða á ég kannski bara að hlæja meinfýsnislega að því að grjótkastarinn skuli hafa þrusað staksteininum beint í hausinn á sér?
Ég hef augljóslega vaðið í villu og svíma í meira en fimm ár. Nú er spurning hvað er til ráða. Á ég að eyða þessari síðu þar sem hún fellur ekki undir skilgreiningar Moggans á bloggi? Eða á ég að senda Mogganum nokkrar af færslunum mínum með ósk um birtingu á þeirri forsendu að þetta sé blogg og þar með blaðagreinar samkvæmt skilgreiningu Staksteina? Eða á ég kannski bara að hlæja meinfýsnislega að því að grjótkastarinn skuli hafa þrusað staksteininum beint í hausinn á sér?
fimmtudagur, 28. júní 2007
Líffræðitilraun
Á skrifstofunni minni er líffræðitilraun í fullum gangi. Ég bíð spennt eftir að uppgötva hvort ég drepst fyrst úr hita, óhóflegri sólargeislun eða súrefnisskorti.
þriðjudagur, 26. júní 2007
Sumarlegustu skórnir
Ljósbleikir, dökkbleikir, fjólubláir, gulir og pínu hvítir, brjálæðislega rósóttir og með pinnahæl til að gata þykkustu ristar í gegn.
mánudagur, 25. júní 2007
Krabbaklær
Í gönguferð um daginn fann ég lítinn krabba í fjörunni sem ég tók með heim og setti á skrifborðið mitt. Síðan hef ég reynt að telja mér trú um að ef ég verði ekki mesti dugnaðarforkur að vinna lifni hann snarlega við, margfaldist að stærð og læsi í mig klónum.
Nú er lágskýjað og nógu dimmt til að það hafi kviknað á ljósastaurunum. Ég er hrædd um að það verði ekki eins gaman að horfa út um norðurgluggann á eftir og það var fyrir tuttugu og tveimur tímum. Jónsmessusólarupprásin var frekar lagleg. Myndin gerir henni ekki almennileg skil (ég kann ekki að mynda svonalagað) en ég læt hana samt fylgja:
Ísfólksgetraunaruppgjör
Það hefur farist fyrir í meira en viku að gera upp Ísfólksgetraunina en eins og sjá hefur mátt í hægri dálkinum sigruðu Sölvabakkasystur með glæsibrag og fengu 21 stig en Mummi stóð sig líka frábærlega og hlaut 16 stig. Þeim er hér með öllum boðið í mat við tækifæri - þar sem verðlaun verða afhent - og Hafdís má mjög gjarnan koma með Mumma þótt hún hafi bara lesið Ísfólkið einu sinni (sem ég hélt að væri ómögulegt; alveg var ég viss um að annaðhvort hlyti fólk að hafa lesið flestar bækurnar a.m.k. fimm sinnum eða bara alls ekki).
Skemmtilegast væri ef þau gætu komið öll í einu en ef það reynist ómögulegt vegna fjölbreyttrar búsetu hópsins verður bara að hafa það, þá verða matarboðin a.m.k. tvö. Guðnýju er boðið líka, enda var það hún sem kom mér á bragðið með Ísfólkið sumarið 1983 þegar ég var átta ára og hún á ellefta ári. Hvorug beið nokkurt tjón á sálu sinni svo ég viti. Annars er kannski best að aðrir dæmi um það.
Annars þakka ég þátttakendum frábæra skemmtun. Það var léttir að sjá að fleiri en ég muna undarlegustu smáatriði úr bókunum og hafa lesið þær oftar en tölu verður komið á - það er án efa heilmikill vitnisburður um að það sé virkilega eitthvað sérstakt við þær. Allavega er deginum ljósara að þær eru af öðrum toga en flatneskjulegustu rauðuseríubækur þar sem engu skiptir hvort ein bók er lesin fimm sinnum eða fimm bækur einu sinni. (Ekki að það sé neitt að því, það er bara öðruvísi.)
Meðan á þessu stóð var líka í gangi getraun um bókina í handtöskunni sem flestir hunsuðu en Kristín Parísardama sýndi mikla þrautseigju og giskaði réttilega á höfundinn (Pierre Bourdieu) á endanum. (Hún má endilega koma í heimsókn í næstu Íslandsferð og innheimta verðlaun.) Tilvitnunin var úr grein sem heitir "Myndbreyting smekksins" en það væri hægt að velta upp mörgum spennandi spurningum um smekksatriði í tengslum við Ísfólksbækurnar. Kannski ætti ég að skipta um MA-ritgerðarefni og gera viðtökurannsókn á Ísfólkinu.
Skemmtilegast væri ef þau gætu komið öll í einu en ef það reynist ómögulegt vegna fjölbreyttrar búsetu hópsins verður bara að hafa það, þá verða matarboðin a.m.k. tvö. Guðnýju er boðið líka, enda var það hún sem kom mér á bragðið með Ísfólkið sumarið 1983 þegar ég var átta ára og hún á ellefta ári. Hvorug beið nokkurt tjón á sálu sinni svo ég viti. Annars er kannski best að aðrir dæmi um það.
Annars þakka ég þátttakendum frábæra skemmtun. Það var léttir að sjá að fleiri en ég muna undarlegustu smáatriði úr bókunum og hafa lesið þær oftar en tölu verður komið á - það er án efa heilmikill vitnisburður um að það sé virkilega eitthvað sérstakt við þær. Allavega er deginum ljósara að þær eru af öðrum toga en flatneskjulegustu rauðuseríubækur þar sem engu skiptir hvort ein bók er lesin fimm sinnum eða fimm bækur einu sinni. (Ekki að það sé neitt að því, það er bara öðruvísi.)
Meðan á þessu stóð var líka í gangi getraun um bókina í handtöskunni sem flestir hunsuðu en Kristín Parísardama sýndi mikla þrautseigju og giskaði réttilega á höfundinn (Pierre Bourdieu) á endanum. (Hún má endilega koma í heimsókn í næstu Íslandsferð og innheimta verðlaun.) Tilvitnunin var úr grein sem heitir "Myndbreyting smekksins" en það væri hægt að velta upp mörgum spennandi spurningum um smekksatriði í tengslum við Ísfólksbækurnar. Kannski ætti ég að skipta um MA-ritgerðarefni og gera viðtökurannsókn á Ísfólkinu.
föstudagur, 15. júní 2007
Ísfólksgetraun - 10. spurning C
Hver segir þetta, af hvaða tilefni og í hvaða bók?
"Ég hef fengið gott uppeldi og menntun og mér finnst að ég gæti notað hana ..."
"Ég hef fengið gott uppeldi og menntun og mér finnst að ég gæti notað hana ..."
Ísfólksgetraun - 10. spurning B
Hver er þetta, hvað er að gerast og hver er bókin?
"Hún var kvendýrið, hindin, sem bíður stökksins ..."
"Hún var kvendýrið, hindin, sem bíður stökksins ..."
Ísfólksgetraun - 10. spurning A
Hver er þetta, hver varð á vegi hennar stuttu síðar og hver er bókin?
"Hún heyrði fylleríisraus og söng frá torginu við dómkirkjuna."
"Hún heyrði fylleríisraus og söng frá torginu við dómkirkjuna."
Um lokaspurninguna
Lokaspurningin verður þríþætt og hver hluti birtist sem sérstök færsla.
P.S. kl. 16.41:
A-liður birtist kl. 17.00, B-liður kl. 18.15 og C-liður kl. 19.30. Ég tjái mig ekkert um svörin fyrr en í fyrsta lagi seint í kvöld.
P.S. kl. 16.41:
A-liður birtist kl. 17.00, B-liður kl. 18.15 og C-liður kl. 19.30. Ég tjái mig ekkert um svörin fyrr en í fyrsta lagi seint í kvöld.
Stefni að því að birta lokaspurninguna um fimmleytið í dag en vonandi verður hún nógu erfið til að svarið berist ekki samstundis og fólk þurfi því ekki að vera límt við tölvuna heldur eigi færi á að koma visku sinni á framfæri eitthvað fram eftir kvöldi.
Þetta er háð því að ég komist nógu snemma heim úr vinnunni.
Þetta er háð því að ég komist nógu snemma heim úr vinnunni.
Ísfólksgetraun - 9. spurning
Hver eru það sem slást hér, hvers vegna og úr hvaða bók er þetta?
"Hann komst fljótt að því, að [X] var illkvittnari og erfiðari viðureignar en nokkur stúlka, sem hann hafði kynnst. Hér var ekki verið að tala um neitt jafnómerkilegt og hnefahögg í bakið, ó, nei! Maðurinn veinaði af sársauka, þegar hún læsti tönnunum í langan vöðvann, sem liggur frá hálsi til axlar, með hinni hendinni togaði hún í hár hans og hnykkti höfðinu aftur á bak, svo að hann starði beint upp í himininn - og svo sparkaði hún sífellt í sköflunginn á honum, svo að hann var sannfærður um, að hann væri marinn og blóðugur. Og stanslaust veinaði hún hástöfum á hjálp, og orðavalið hefði ekki hljómað vel í eyrun á presti."
"Hann komst fljótt að því, að [X] var illkvittnari og erfiðari viðureignar en nokkur stúlka, sem hann hafði kynnst. Hér var ekki verið að tala um neitt jafnómerkilegt og hnefahögg í bakið, ó, nei! Maðurinn veinaði af sársauka, þegar hún læsti tönnunum í langan vöðvann, sem liggur frá hálsi til axlar, með hinni hendinni togaði hún í hár hans og hnykkti höfðinu aftur á bak, svo að hann starði beint upp í himininn - og svo sparkaði hún sífellt í sköflunginn á honum, svo að hann var sannfærður um, að hann væri marinn og blóðugur. Og stanslaust veinaði hún hástöfum á hjálp, og orðavalið hefði ekki hljómað vel í eyrun á presti."
fimmtudagur, 14. júní 2007
Ísfólksgetraun - 8. spurning
Hver segir þetta, við hverja, hvert var tilefni samtalsins og í hvaða bók er þetta?
"Heldurðu að ég muni ekki ... hvað þér var illa við heimilisstörf? Nei, þú sagðir það aldrei, og kvartaðir aldrei, en ég man eftir því, þegar þú hentir þvottabalanum yfir þvert herbergið, eða hentir sópum og fötum í reiði þinni, svo að við urðum að forða okkur. Og yfir því, að þú grést, þegar fötin okkar slitnuðu, og þú varðst að gera aftur við þau. Þú varst alltaf þreytt."
"Heldurðu að ég muni ekki ... hvað þér var illa við heimilisstörf? Nei, þú sagðir það aldrei, og kvartaðir aldrei, en ég man eftir því, þegar þú hentir þvottabalanum yfir þvert herbergið, eða hentir sópum og fötum í reiði þinni, svo að við urðum að forða okkur. Og yfir því, að þú grést, þegar fötin okkar slitnuðu, og þú varðst að gera aftur við þau. Þú varst alltaf þreytt."
7. spurning ætlar að reynast drjúg en nú fer þetta vonandi að koma; ég var allavega að setja inn vísbendingu nr. 3 sem hlýtur að vera gagnleg.
Svefninn er í rúst; ekki nóg með að þessi getraun sé eiginlega farin að leggja undir sig hálfan sólarhringinn heldur var ég fram undir morgun að reyna að koma nýja, flotta prentaranum/skannanum mínum í þráðlaust netsamband - en það gekk bara alls ekki. Vinnutilgátan er að það sé vegna þess að routerinn minn er drasl. Það er ekki bara heimasmíðuð hugmynd heldur er hún studd af áliti eins tölvumannsins í vinnunni - ég rakti raunir mínar ítarlega fyrir honum í hádeginu. Nú er á dagskrá að panta sjónvarp gegnum adsl-ið og athuga hvort routerinn sem ég fæ þá virkar betur. Læt mér nægja snúru milli prentarans og tölvunnar þangað til þótt hún sé auðvitað óttalega gamaldags og hallærislegt fyrirbæri.
- - -
Það er liðinn næstum hálftími síðan ég setti 3. vísbendingu inn en það hefur ekki borist ein einasta ágiskun síðan. Ætli keppendur séu drukknaðir í Ísfólksbókaflóðinu?
Svefninn er í rúst; ekki nóg með að þessi getraun sé eiginlega farin að leggja undir sig hálfan sólarhringinn heldur var ég fram undir morgun að reyna að koma nýja, flotta prentaranum/skannanum mínum í þráðlaust netsamband - en það gekk bara alls ekki. Vinnutilgátan er að það sé vegna þess að routerinn minn er drasl. Það er ekki bara heimasmíðuð hugmynd heldur er hún studd af áliti eins tölvumannsins í vinnunni - ég rakti raunir mínar ítarlega fyrir honum í hádeginu. Nú er á dagskrá að panta sjónvarp gegnum adsl-ið og athuga hvort routerinn sem ég fæ þá virkar betur. Læt mér nægja snúru milli prentarans og tölvunnar þangað til þótt hún sé auðvitað óttalega gamaldags og hallærislegt fyrirbæri.
- - -
Það er liðinn næstum hálftími síðan ég setti 3. vísbendingu inn en það hefur ekki borist ein einasta ágiskun síðan. Ætli keppendur séu drukknaðir í Ísfólksbókaflóðinu?
miðvikudagur, 13. júní 2007
Ísfólksgetraun - 7. spurning
Hver er bókin, hver sagði þetta, við hvern/hverja, af hvaða tilefni og hvað gerðist fljótlega á eftir?
"Nú verð ég að skjóta mig!"
- - - - -
1. vísbending (14. júní kl. 11.55):
Aðeins lengri útgáfa af tilvitnuninni:
"Skilurðu það ekki [...]? hvíslaði hann rámur. - Nú verð ég að skjóta mig."
2. vísbending (14. júní kl. 13.42):
Þetta gerist einhvern tíma á tímabilinu frá 5. bók (Dauðasyndinni) til 10. bókar (Vetrarhríðar).
3. vísbending (14. júní kl. 14.16):
Konan sem þetta var sagt við er afar náskyld ýmsum sem nýlega hefur verið giskað á. Hvorki hún né mælandinn hafa þó verið nefnd í kommentakerfinu enn sem komið er.
"Nú verð ég að skjóta mig!"
- - - - -
1. vísbending (14. júní kl. 11.55):
Aðeins lengri útgáfa af tilvitnuninni:
"Skilurðu það ekki [...]? hvíslaði hann rámur. - Nú verð ég að skjóta mig."
2. vísbending (14. júní kl. 13.42):
Þetta gerist einhvern tíma á tímabilinu frá 5. bók (Dauðasyndinni) til 10. bókar (Vetrarhríðar).
3. vísbending (14. júní kl. 14.16):
Konan sem þetta var sagt við er afar náskyld ýmsum sem nýlega hefur verið giskað á. Hvorki hún né mælandinn hafa þó verið nefnd í kommentakerfinu enn sem komið er.
Um daginn sorteraði ég loksins Berlínarmyndirnar mínar, setti slatta inn á Flickr og staðsetti allt saman á korti (já, auðvitað gat ég ekki látið það vera). Þessi var tekin í undirgöngunum við Alexanderplatz; mér fannst þetta fyndið og óvænt stefnumót milli neðanjarðarmenningarinnar og kapítalismans:
Sölvabakkasystur eru komnar með níu stig og Mummi líka þannig að þau eru orðin jöfn í efsta sæti (sjá hægri dálkinn á síðunni). Nú er þetta virkilega að verða spennandi.
Þetta er svo harðsnúið fólk að getraunin sem átti bara að verða saklaus og einföld skemmtun virðist vera á góðri leið með að leggja líf sumra undir sig, þar á meðal mitt þar sem ég fer að verða í megnustu vandræðum með að semja nógu erfiðar spurningar. Hefði e.t.v. verið réttast að hafa keppnina tvíþætta: annars vegar fyrir byrjendur, hins vegar fyrir atvinnumenn?!
Kannski hef ég næstu spurningu í léttari kantinum svo þátttakendur geti sofið rólegir í nótt.
Þetta er svo harðsnúið fólk að getraunin sem átti bara að verða saklaus og einföld skemmtun virðist vera á góðri leið með að leggja líf sumra undir sig, þar á meðal mitt þar sem ég fer að verða í megnustu vandræðum með að semja nógu erfiðar spurningar. Hefði e.t.v. verið réttast að hafa keppnina tvíþætta: annars vegar fyrir byrjendur, hins vegar fyrir atvinnumenn?!
Kannski hef ég næstu spurningu í léttari kantinum svo þátttakendur geti sofið rólegir í nótt.
þriðjudagur, 12. júní 2007
Ísfólksgetraun - 6. spurning
Hver er bókin, hver hugsar þetta, um hverja og hvernig eiga þau eftir að tengjast?
"Hún minnti hann meira en lítið á Brontë-systurnar. Innilokaðar, bældar og einangraðar, en fullar af sköpunarkrafti innra með sér sem lét ekki hemja sig."
- - - - -
1. vísbending (13. júní kl. 14.32):
"Hún" dó áður en "hann" fæddist.
"Hún minnti hann meira en lítið á Brontë-systurnar. Innilokaðar, bældar og einangraðar, en fullar af sköpunarkrafti innra með sér sem lét ekki hemja sig."
- - - - -
1. vísbending (13. júní kl. 14.32):
"Hún" dó áður en "hann" fæddist.
Ég er enn í vinnunni og verð um stund þannig að einhver bið verður á næstu spurningu í Ísfólksgetrauninni. Bendi á hins getraunina meðan beðið er; enginn hefur sýnt henni áhuga í dag. Ég var að bæta 3. vísbendingu við.
Fáránlegt, annars, að vera í vinnunni í þessu góða veðri sem loksins kom.
Fáránlegt, annars, að vera í vinnunni í þessu góða veðri sem loksins kom.
Hvorki hefur borist fullnægjandi svar við Ísfólksspurningu nr. 5 né spurningunni um bókina í handtöskunni. Nú eru komnar tvær vísbendingar við þá síðarnefndu.
Látið ljós ykkar skína!
Látið ljós ykkar skína!
mánudagur, 11. júní 2007
Ísfólksgetraun - 5. spurning
Hverjir talast hér við og hverjar voru slæmu fréttirnar sem minnst er á?
"- Það er gott, að þér eruð kominn [...] Gamli líflæknirinn minn gaf mér stundum eitthvað til að sofa af. Og ég var syfjaður allan daginn. Það gengur ekki. Maður vaknar þó af meðölum yðar.
- Ég geri mitt besta, yðar náð [...] Mér skilst, að þér hafið fengið slæmar fréttir?"
"- Það er gott, að þér eruð kominn [...] Gamli líflæknirinn minn gaf mér stundum eitthvað til að sofa af. Og ég var syfjaður allan daginn. Það gengur ekki. Maður vaknar þó af meðölum yðar.
- Ég geri mitt besta, yðar náð [...] Mér skilst, að þér hafið fengið slæmar fréttir?"
Lesendavirkjun
Átakið "lesendur virkjaðir" gengur framar vonum og skilar mun meira afli en ráð var fyrir gert. Ekki nóg með að ýmis góð svör (og tilraunir til svara) hafi borist við síðustu getraunaliðum, heldur sýna Eyja og Dísa líka vægast sagt snilldarleg tilþrif í kommentum við færsluna um forsetasetur.
Ég var annars föst í vinnunni fram eftir öllu, sem hefur tafið fyrir næstu Ísfólksspurningu, en nú er ég loksins komin heim og get farið að fletta bókunum mínum með illyrmislegu hugarfari ...
Ég var annars föst í vinnunni fram eftir öllu, sem hefur tafið fyrir næstu Ísfólksspurningu, en nú er ég loksins komin heim og get farið að fletta bókunum mínum með illyrmislegu hugarfari ...
Bókin í handtöskunni
Næsta Ísfólksspurning birtist ekki fyrr en í kvöld - en til að eitthvert efni á þessari síðu verði við hæfi annarra en Ísfólksaðdáenda verður nú að nýju spurt út úr því sem ég er að lesa hverju sinni (öðru en Ísfólkinu). Sú getraun getur kallast "bókin í handtöskunni". Eftirfarandi tilvitnun er einmitt úr bók sem ég ber með mér um bæinn nú um stundir - hver er hún?
"Eins og ég hef stundum sagt, þá eru menntamenn eins og hljóðön: Með því að greina sig frá öðrum er tilvist þeirra tryggð."
Mikið er "hljóðan" annars ljótt í fleirtölu. "Fónem" er mun laglegra.
- - - - -
1. vísbending (kl. 18.56):
Bókin er þýdd.
2. vísbending (12. júní kl. 10.25):
Frummál textans er franska.
3. vísbending (12. júní kl. 19.37):
Höfundurinn var fræðimaður.
"Eins og ég hef stundum sagt, þá eru menntamenn eins og hljóðön: Með því að greina sig frá öðrum er tilvist þeirra tryggð."
Mikið er "hljóðan" annars ljótt í fleirtölu. "Fónem" er mun laglegra.
- - - - -
1. vísbending (kl. 18.56):
Bókin er þýdd.
2. vísbending (12. júní kl. 10.25):
Frummál textans er franska.
3. vísbending (12. júní kl. 19.37):
Höfundurinn var fræðimaður.
sunnudagur, 10. júní 2007
laugardagur, 9. júní 2007
Ísfólksgetraun - 4. spurning
Hverjir eru málsaðilar hér og í hvaða bók er þetta?
"... hún hafði komið með hálfkveðna vísu í eitt skiptið og strokið lærið á honum! Hvað ímyndaði hún sér? Hér var það hann sem réði hraðanum, og þó hann hefði strokið uppþornuð brjóst hennar einu sinni, bara svona í framhjáhlaupi, þá þýddi það ekki að hún gæti farið að taka sér bessaleyfi! Hún sem átti enga peninga lengur!"
"... hún hafði komið með hálfkveðna vísu í eitt skiptið og strokið lærið á honum! Hvað ímyndaði hún sér? Hér var það hann sem réði hraðanum, og þó hann hefði strokið uppþornuð brjóst hennar einu sinni, bara svona í framhjáhlaupi, þá þýddi það ekki að hún gæti farið að taka sér bessaleyfi! Hún sem átti enga peninga lengur!"
Reglur um Ísfólksgetraun
- Spurningarnar verða sennilega tíu. Þær geta samt alveg orðið fleiri eða færri eftir því hvernig ég verð stemmd.
- Ný spurning verður ekki borin upp fyrr en þeirri næstu á undan hefur verið svarað. (Miðað við hvað svörin hafa borist fljótt er sennilega takmörkuð hætta á að þetta tefji fyrir.) Að öðru leyti verður engin regla á því hvenær spurningarnar birtast; það er svosem líklegt að oftast verði það á kvöldin en þó er engu að treysta.
- Eitt stig fæst fyrir fyrsta rétta svarið við hverjum lið spurningar. Ekki er nauðsynlegt að svara öllum liðum spurningarinnar rétt til að fá stig. - Að auki er hugsanlegt að bónusstig verði gefin fyrir ítarefni eða sérlega skemmtileg svör. Við mat á því ráða eingöngu duttlungar spurningahöfundar.
- Verðlaun eru óákveðin en meðal þess sem kemur til greina er eintak af 35. bók, Myrkraverk (ég á tvö). Eða 34. bók, Konan á ströndinni, á norsku (Kvinnen på stranden). Eða eitthvað annað. Ég tími þó ekki danska eintakinu af 4. bók sem á íslensku heitir Vonin, á dönsku Arvingen en Tisteln á frummálinu.
Í stuttu máli: Þetta verður tilviljanakennt og duttlungafullt. Jamm.
fimmtudagur, 7. júní 2007
Ísfólksgetraun - 3. spurning
Hver er þetta og í hvaða bók?
"... sat efst uppi í litla ferhyrnta turninum á þakinu á Grásteinshólma. Augun loguðu við þrumuskýjunum. Andlitið ljómaði af hrifningu, næstum eldmóði, í hvert skipti sem elding lýsti upp himininn ..."
Kannski ég fari svo að semja einhverjar reglur um þessa getraun.
"... sat efst uppi í litla ferhyrnta turninum á þakinu á Grásteinshólma. Augun loguðu við þrumuskýjunum. Andlitið ljómaði af hrifningu, næstum eldmóði, í hvert skipti sem elding lýsti upp himininn ..."
Kannski ég fari svo að semja einhverjar reglur um þessa getraun.
Ég var að uppgötva möguleikann á að staðsetja flickr-myndirnar mínar á korti. Algjör snilld - en mig vantaði kannski ekki nýja nördalega áráttu til að sóa tímanum í. Óttast samt að ég standist ekki freistinguna.
miðvikudagur, 6. júní 2007
Ísfólksgetraun - 2. spurning
Hver lýsir hverjum svo (og í hvaða bók)?
"... [hann] var víst óhugnanlegur, þegar hann var nýfæddur. Hann var skemmtilegur, lítill prakkari, þegar ég hitti hann og hafði sitt lag á kvenþjóðinni. Það var alveg hræðilegt að eiga við hann, en þjónustustúlkurnar fyrirgáfu honum allt! Það boðar ekki gott."
"... [hann] var víst óhugnanlegur, þegar hann var nýfæddur. Hann var skemmtilegur, lítill prakkari, þegar ég hitti hann og hafði sitt lag á kvenþjóðinni. Það var alveg hræðilegt að eiga við hann, en þjónustustúlkurnar fyrirgáfu honum allt! Það boðar ekki gott."
Myndir frá Leipzig fóru inn á Flickr-síðuna í fyrrakvöld. Þær eru aðallega af húsum - en einstaka af einhverju öðru, t.d. þessum trjágöngum í Clöru Zetkin garði sem eru einn af uppáhaldsstöðunum mínum í borginni:
þriðjudagur, 5. júní 2007
Skítaveður
Nú væri gott að vera heima. Í dag er veður til að kúra uppi í sófa með tebolla og afþreyingarbók (Ísfólkið kæmi sterkt inn), kannski við kertaljós, og hlusta á Rás 1. Ekki hjóla í roki og rigningu til að lesa nefndarálit og laga línuskiptingar í lagasafni.
mánudagur, 4. júní 2007
Ísfólksgetraun - 1. spurning
Í hvaða bók kemur bærinn Tobrönn við sögu og hver af ætt Ísfólksins dvaldist þar?
miðvikudagur, 30. maí 2007
Ég er búin að vanrækja Flickr-síðuna mína í allan vetur en nú druslaðist ég loksins til að setja inn myndir frá Napólí og nágrenni síðan í september.
Ef ég verð áfram dugleg við annað en það sem ég ætti að einbeita mér að er aldrei að vita nema myndir frá Berlín og Leipzig síðan í október komist inn á síðuna von bráðar.
Enn hefur enginn giskað á rétt dagblað. En nú hlýtur þetta að fara að koma - það eru ekki svo mörg eftir.
Ef ég verð áfram dugleg við annað en það sem ég ætti að einbeita mér að er aldrei að vita nema myndir frá Berlín og Leipzig síðan í október komist inn á síðuna von bráðar.
Enn hefur enginn giskað á rétt dagblað. En nú hlýtur þetta að fara að koma - það eru ekki svo mörg eftir.
mánudagur, 28. maí 2007
Getraun! (Ekki úr Ísfólkinu að sinni, það bíður betri tíma.)
Þessi er frekar einföld því valmöguleikarnir eru ekki margir. Einfaldlega er spurt: Í hvaða dagblaði birtust þessi orð árið 1946? Sérlega getspakir mega láta fylgja sögunni hvern þeir telja höfundinn vera.
Þessi er frekar einföld því valmöguleikarnir eru ekki margir. Einfaldlega er spurt: Í hvaða dagblaði birtust þessi orð árið 1946? Sérlega getspakir mega láta fylgja sögunni hvern þeir telja höfundinn vera.
"Kommúnistar hafa kveinað sáran út af þeirri illu meðferð, sem þeir telja sig hafa sætt af hendi vondra manna, þá er úthlutað var styrkjum til rithöfunda nú í vetur. Mun það fágætt, að svo hafi verið barmað sér út af valdamissi, eins og þeir hafa gert, síðan úthlutunin fór fram, og hefur skipzt á hjá þeim gnístran tanna og sannarlegur Jeremíasar harmagrátur."
Í tilefni af fimm ára bloggafmæli mínu (sem er í dag) ákvað ég að framkvæma byltingarkennda aðgerð (svo stofnanalegt orðalag sé viðhaft) og breyta útlitinu á þessari síðu. Eins og sumir vita er ég ekkert mikið fyrir ástæðulausar útlitsbreytingar, sbr. að ég varð einu sinni alvarlega miður mín úti í búð þegar ég uppgötvaði að ástæðan fyrir því að ég fann ekki sykurinn var að Dansukker hafði breytt umbúðunum!
En ég hef nú orðið töluvert umburðarlyndari síðustu árin og nú fannst mér semsagt kominn tími til að bloggið mitt fengi meikóver eftir að hafa litið nokkurn veginn eins út frá upphafi (fyrir utan smá litabreytingar o.þ.h.). Veit samt ekki alveg með þetta templeit sem ég valdi, ég er reyndar búin að fikta aðeins við liti og letur en er ekki orðin fyllilega ánægð. Það stendur vonandi til bóta.
Ég var orðin ágæt í að fikta í html-inu í gamla templeitinu en uppsetningin á því nýja er allt öðruvísi þannig að ég þarf greinilega að læra ýmislegt nýtt. Annars eru komnar einhverjar imbaheldar aðferðir við að breyta sumu í útlitinu - en bara sumu.
Mér finnst hroðalega pirrandi að hafa ekki aðgang að linkunum í html-kóðanum - það er leiðindavesen að geta bara fiktað við einn í einu í þessu nýja fyrirkomulagi sem þykist vera svo tæknilegt ... - eða nei annars, nú var ég að fatta að ég þarf ekki að nota linkaformið sem er innbyggt í kerfið - ég get valið "html-script" sem "page element" og föndrað linkana þannig. Gott.
Verst að Haloscan er í fýlu og þverskallast við að setja kommentakerfið inn upp á nýtt. :(
En ég hef nú orðið töluvert umburðarlyndari síðustu árin og nú fannst mér semsagt kominn tími til að bloggið mitt fengi meikóver eftir að hafa litið nokkurn veginn eins út frá upphafi (fyrir utan smá litabreytingar o.þ.h.). Veit samt ekki alveg með þetta templeit sem ég valdi, ég er reyndar búin að fikta aðeins við liti og letur en er ekki orðin fyllilega ánægð. Það stendur vonandi til bóta.
Ég var orðin ágæt í að fikta í html-inu í gamla templeitinu en uppsetningin á því nýja er allt öðruvísi þannig að ég þarf greinilega að læra ýmislegt nýtt. Annars eru komnar einhverjar imbaheldar aðferðir við að breyta sumu í útlitinu - en bara sumu.
Mér finnst hroðalega pirrandi að hafa ekki aðgang að linkunum í html-kóðanum - það er leiðindavesen að geta bara fiktað við einn í einu í þessu nýja fyrirkomulagi sem þykist vera svo tæknilegt ... - eða nei annars, nú var ég að fatta að ég þarf ekki að nota linkaformið sem er innbyggt í kerfið - ég get valið "html-script" sem "page element" og föndrað linkana þannig. Gott.
Verst að Haloscan er í fýlu og þverskallast við að setja kommentakerfið inn upp á nýtt. :(
sunnudagur, 27. maí 2007
Meðal þess sem fer í taugarnar á mér um þessar mundir er eftirfarandi:
- Takmarkanir hinnar annars frábæru síðu tímarit.is, einkum: a) Tímarit frá tímabilinu sem ég er að skoða (miðbikinu á 20. öld) eru almennt ekki þarna inni - þetta er fyrst og fremst eldra dót. b) Þótt það sé frábært að geta leitað vel og vandlega í Mogganum er óþolandi að hin dagblöðin skuli ekki vera komin þarna inn. Ég veit að þetta horfir til bóta því það er búið að fá fjárveitingu í verkið - en það er takmörkuð huggun þegar mig vantar þetta allt NÚNA!
- Gloppurnar í gömlu bókmenntaspjaldskránni í bókhlöðunni (spjaldskrá yfir efni um og eftir íslenska rithöfunda í blöðum og tímaritum). Þjóðviljinn og Vísir eru bara efnisteknir til 1944, Tíminn til 1949, Alþýðublaðið nokkru lengur eða til 1954, en Mogginn alveg til 1960 og Lesbók Moggans til 1964. Þótt mér finnist gaman að fletta gömlum dagblöðum og finna alls konar skrýtið og skemmtilegt efni sem ég var alls ekki að leita að, þá hef ég ekki ótakmarkaðan tíma.
- Óhóflegt vægi Moggans - eða öllu heldur að efni úr öðrum dagblöðum skuli ekki vera eins aðgengilegt, sbr. 1. og 2. tölulið.
- Vond og dýr útprent úr filmuvélunum í bókhlöðunni.
- Sumaropnunartími Þjóðarbókhlöðunnar. Núna er bara opið til fimm virka daga og til tvö á laugardögum. Alveg glatað.
Og að lokum (þar sem ég þarf að eyða drjúgum tíma á ákveðnum stað, sbr. fyrri liði):
Ég hef smávegis áhyggjur af því að enginn skuli svara getraununum mínum rétt nema pabbi - það er semsagt hann (geri ég ráð fyrir) sem kvittar í kommentakerfið með tilvitnunum í kvæðið "Karl faðir minn" eftir Jóhannes úr Kötlum. Fyrir utan þá sem snerist um Lúlla-bækurnar. Ætti ég kannski að fara að koma með spurningar upp úr einhverju fleiru sem pabba finnst ómerkilegt? Til dæmis Ísfólkinu?
laugardagur, 26. maí 2007
fimmtudagur, 24. maí 2007
Meiri getraun:
Um hvaða konu skrifaði Jóhannes úr Kötlum þetta árið 1943?
Um hvaða konu skrifaði Jóhannes úr Kötlum þetta árið 1943?
"Hún er okkar fjallkona, okkar bábuschka, - í persónu hennar glitrar einmitt sú ódauðlega lífsfegurð, sem framtíðin mun elska og ávaxta. Í alþýðlegri tign fórnarviljans hefur hún gefið okkur hjarta sitt, - þess vegna finnst okkur hún svona ung og falleg og léttstíg á jörðinni. Ó, að ég væri brúðguminn hennar í dag!"
Getraun!
Hver sagði og um hvaða bók? Mikilvæg sérnöfn eru dulkóðuð af skiljanlegum ástæðum.
Hver sagði og um hvaða bók? Mikilvæg sérnöfn eru dulkóðuð af skiljanlegum ástæðum.
"Síst kemur mér á óvart þótt einhver Rússi hafi lofað þá bók, enda hefur henni vafalaust verið feginsamlega tekið í ritdómum þar í landi.
Hitt er málum blandað, og misskilningur, að ég hafi reynt að koma því til leiðar að bannað yrði að þýða bókina á erlendar tungur. Enginn getur lagt bann á þýðingu íslenzkrar bókar nema höfundurinn sjálfur.
Hinsvegar hef ég einhverntíma látið þá skoðun í ljós, að mér fyndist að XXX hefði ekki átt að leyfa erlendar þýðingar á XXX.
Mér finnst hann hefði getað það fyrir þjóð sína ..."
miðvikudagur, 23. maí 2007
Ég var eiginlega búin að gleyma að ég hefði einhvern tíma vaknað úr bloggdái. Er það ekki frekar undarleg kölkun?
Stundum langar mig að blogga um pólitík en ég er alltof samviskusamur þingstarfsmaður til að láta það eftir mér, auk þess sem það er ekki beinlínis skortur á leiðinlegu blaðri um pólitík í bloggheimum. Og ekki vil ég verða eins og einhver fjandans Moggabloggari.
Sá fátíði atburður skeði annars í nýliðnu blogghléi að ég fór í klippingu. Nú er ég mjög pæjuleg að eigin mati, a.m.k. um hausinn.
Stundum langar mig að blogga um pólitík en ég er alltof samviskusamur þingstarfsmaður til að láta það eftir mér, auk þess sem það er ekki beinlínis skortur á leiðinlegu blaðri um pólitík í bloggheimum. Og ekki vil ég verða eins og einhver fjandans Moggabloggari.
Sá fátíði atburður skeði annars í nýliðnu blogghléi að ég fór í klippingu. Nú er ég mjög pæjuleg að eigin mati, a.m.k. um hausinn.
föstudagur, 27. apríl 2007
miðvikudagur, 25. apríl 2007
þriðjudagur, 24. apríl 2007
Það er ástæða til að rifja upp grein eftir Ármann frá í fyrra: Strætóhatararnir hafa tekið völdin.
Sem betur fer keypti ég mér hjól í haust.
Sem betur fer keypti ég mér hjól í haust.
Ég er búin að vera lasin - mér til ómældra leiðinda. Skil ekkert í því að ég sem er venjulega afbrigðilega heilsuhraust skuli hafa veikst í annað skiptið á árinu. Eða jú, reyndar er það alveg skiljanlegt: venjulega klæði ég mig eftir veðri en drjúgan hluta af síðustu viku reyndi ég að afneita því að það væri kalt. Fyrir það hefndist mér rækilega og það hefur reynt töluvert á þolinmæðina. Svo hef ég vaknað stirð á morgnana því ég hef legið asnalega til að komast hjá því að drukkna í eigin hori og síðan hef ég orðið öðruvísi stirð á daginn af því að liggja óhóflega uppi í sófa. Allsherjar bjánaleg keðjuverkun. Nú skil ég hvernig fólk fer að því að leggjast í kör. En ég er að hressast og kemst vonandi í vinnuna á morgun.
Sennilega er kominn tími á meiri getraun. Hér er tilvitnun úr einni af bókunum sem hefur stytt mér stundirnar síðustu dagana. Hvaða bók byrjar svona?
Sennilega er kominn tími á meiri getraun. Hér er tilvitnun úr einni af bókunum sem hefur stytt mér stundirnar síðustu dagana. Hvaða bók byrjar svona?
"X var órótt. [...]
Hann sat grafkyrr. Það var fyrsta einkennið. Teinréttur. Með krosslagða handleggi. Hver einasti vöðvi hreyfingarlaus.
Nema vöðvarnir sem stjórnuðu munninum.
Það var annað einkennið.
Og jafnvel það hefði ekki legið í augum uppi ef sígarettan hefði ekki komið til. Varirnar sýndust hreyfingarlausar. Þær voru eins og mjótt, beint strik þvert yfir langleitt og beinabert andlitið. En samt var sígarettan á milli þeirra á fleygiferð, dansandi. Hún var á eilífu flökti milli munnvikanna í þessum munni sem virtist svo hreyfingarlaus."
föstudagur, 20. apríl 2007
Akkuru er bloggið mitt hætt að birtast á Mikka vef? Akkuru, akkuru ...? - Og akkuru í ósköpunum er ég að spyrja að þessu svona út í tómið? Fyrst bloggið birtist ekki á listanum les þetta enginn þannig að spurningunni verður tæplega svarað.
fimmtudagur, 19. apríl 2007
Einfaldasta öndunarvélin fyrir þetta blogg er sennilega að búa til getraunir upp úr því sem ég les. Getur einhver svarað því úr hvaða bók þetta er?
"... hann starði yfirkominn á þetta snjóhvíta andlit, augun, hálflukt og brostin, opinn munninn, slíkjuvota lokkana, og honum fannst þjóð sín liggja þarna dáin í lynginu, myrt af framandi valdi, sem engu eirði í kapphlaupi sínu um ryð og möl."
Gleðilegt sumar! Ég lifði veturinn af þótt bloggið hafi eiginlega ekki gert það - en nú blæs ég kannski í það agnarlitlu lífi um stundarsakir svo ég geti fagnað fimm ára bloggafmælinu í maí. Það er ómögulegt að glutra niður tækifæri til að gleðjast yfir einhverju. Ég tók t.d. þá stefnu að gleðjast yfir hverju einasta skipti sem vorið kemur. Þá gefast mörg fagnaðarefni á hverju ári.
Í dag lék ekki nokkur vafi á því að sumarið væri komið (a.m.k. í bili) því ég rakst á Iðunni niðri í bæ og hún var í gulum sokkabuxum. Það er hefðbundið merki um sumarkomuna.
Í dag lék ekki nokkur vafi á því að sumarið væri komið (a.m.k. í bili) því ég rakst á Iðunni niðri í bæ og hún var í gulum sokkabuxum. Það er hefðbundið merki um sumarkomuna.
miðvikudagur, 7. febrúar 2007
þriðjudagur, 6. febrúar 2007
Fornöfn eru ágæt en öllu má nú ofgera. Í bók sem ég er að lesa er textinn á köflum svo morandi í fornöfnum (aðallega pfn. en í bland eru nokkur afn. og efn.) að ætla mætti að þetta væri málfræðiæfing fyrir skólabörn. Hér er dæmi:
"Hann hjálpaði henni að flytja og hringdi í hana reglulega næstu vikur til að heyra í henni hljóðið. Kannski fannst henni hann vera að sinna sér eins og hann sinnti viðskiptavinum sínum en samt talaði hún við hann og reyndi að vera eins lífleg í rómnum og hún gat."
Getraun dagsins er: Hver er bókin?
"Hann hjálpaði henni að flytja og hringdi í hana reglulega næstu vikur til að heyra í henni hljóðið. Kannski fannst henni hann vera að sinna sér eins og hann sinnti viðskiptavinum sínum en samt talaði hún við hann og reyndi að vera eins lífleg í rómnum og hún gat."
Getraun dagsins er: Hver er bókin?
Síðan ég bloggaði síðast er ég m.a. búin að:
- fagna áramótum (gleðilegt ár!),
- fara til Strassborgar með viðkomu í Kaupmannahöfn og verða margs vísari um mannréttindadómstól Evrópu, Evrópuráðið, Norðurlandaráð og ýmislegt fleira,
- sitja stofnfund félags landeigenda á Íslandi sem "umboðsmaður landeigenda" Grænavatns (býsna virðulegur titill),
- eiga afmæli og halda upp á það - sem varð mér að vanda tilefni til að gleðjast óendanlega yfir því hvað ég á skemmtilega vini (það er svo gaman að fylla íbúðina af svona frábæru fólki),
- fara heilmikið í bíó og einu sinni í leikhús (tónlistin og hreyfingarnar í Bakkynjum voru algjört æði),
- taka punktatilboði Icelandair og panta mér flug til London um næstu helgi,
- komast nokkrum skrefum nær því að byrja á MA-ritgerð,
- já, og vinna töluvert, að sjálfsögðu
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)