Enginn bauð mér bílfar norður yfir heiðar þannig að ég neyddist til að kaupa mér flugmiða á áttaþúsundkall (nota bene bara aðra leiðina) sem mér finnst óheyrilegt okur. Vísakortið mitt mátti varla við þeim útgjöldum, sérstaklega miðað við að eftir þvæling minn um bæinn síðustu daga þyrfti það helst á áfallahjálp að halda vegna ofnotkunar – en reyndar er það nokkuð reglulegur viðburður. Sennilega er taugaáfallið orðið krónískt. Æ, æ.
Af bæjarröltinu er sem betur fer önnur gleðilegri afleiðing, semsé sú að ég komst (blessunarlega) í dálítið jólaskap (loksins!) þrátt fyrir óheyrilegan skort á jólalegu veðri. Ég ætla rétt að vona að það snjói fyrir norðan, þrátt fyrir að því sé víst ekki spáð. En ef jólin eru ekki rétti tíminn fyrir kraftaverk veit ég ekki hvenær þau ættu helst að gerast.
Jæja, ég flýg rétt fyrir hádegi og var að klára að pakka niður – að sumu leyti skynsamlega en að öðru leyti ákaflega óskynsamlega. Af hluta af farangrinum mætti halda að ég ætlaði að vera fyrir norðan í þrjá mánuði en ekki bara eina viku. Og það er ekki beinlínis glóra í því að taka með sér ferna skó, þar af þrenna háhælaða. En mér er alveg sama.
Klukkan er víst að verða þrjú þannig að sennilega er best að fara að koma sér í rúmið. Trúlega verður bloggið a.m.k. stopult næstu daga – tíminn einn leiðir í ljós hvort algjört bloggfall verður. Óska hér með öllum gleðilegra jóla, farsæls komandi árs o.s.frv.
Jólakort? Æ, kannski skrifa ég svoleiðis fyrir næstu jól. Eða þarnæstu. Eða bara einhvern tíma seinna.
sunnudagur, 22. desember 2002
fimmtudagur, 19. desember 2002
Ég sá Hringadróttinssögu II í gær – þökk sé Kristbirni – og er eiginlega orðlaus yfir því hvað hún er snilldarleg! Mikið verður gaman þegar þriðji hlutinn verður kominn – ég ætla rétt að vona að bíóin verði með maraþonsýningar þannig að maður geti varið heilum degi í bíó að horfa á söguna alla. Þangað til má reyna að hafa ofan af sér með persónuleikaprófum, hér er eitt nokkuð gott:
Who is your Ideal Lord of the Rings (male) Mate?
brought to you by Quizilla
Who is your Ideal Lord of the Rings (male) Mate?
brought to you by Quizilla
miðvikudagur, 18. desember 2002
Fyrirspurn hefur borist um orðið lillagulur sem ég hef stundum fært í tal án nánari útskýringa. En nú er komið að fræðsluhorninu.
Trúlega er litarorðið lillagulur fæstum lesendum kunnugt þótt allir þekki lillabláan sem lýsir ákveðinni tegund af ljósfjólubláum lit. Forliðurinn lilla- er sama orðið og lilla á dönsku og lila á þýsku sem eru höfð um fjólubláan lit í þeim málum. Forliðurinn í orðinu lillagulur er hins vegar af allt öðrum uppruna.
Það bar eitt sinn til að nokkrir stúdentar sátu á kaffistofunni í Árnagarði og rifjuðu upp áföll sem þeir höfðu orðið fyrir í æsku. Hörmungarnar voru af ýmsum toga, en þær allra verstu tengdust skelfilegasta barnaefni allra tíma: Brúðubílnum.
Þegar stúdentarnir báru saman bækur sínar kom í ljós að það var ekki síst Lilli api sem hafði valdið þeim ómældu hugarangri frá barnæsku og þess voru jafnvel ýmis dæmi að hann skyti enn enn upp kollinum í martröðum þeirra.
Það varð að ráði að stofna samstundis stuðningshóp þar sem stúdentar gætu veitt hver öðrum áfallahjálp vegna þessa. Hann tók þegar til starfa af miklum krafti á fyrrnefndri kaffistofu og bar margt á góma í umræðunum.
Eins og allir vita er öllum nauðsynlegt að þekkja óvini sína vel. Þess vegna þótti hópnum brýnt að kryfja einkenni apans til mergjar, og gerði það m.a. eitt sinn að umræðuefni hvort hann væri fremur rauðbrúnn eða rauðgulur. Nokkurn tíma tók að komast að niðurstöðu en þar kom að glöggur stúdent veitti því athygli að ný peysa sem annar viðstaddur stúdent klæddist var merkilega lík apanum organdi á litinn. Fram til þessa hafði liturinn oftast verið kallaður appelsínugulur eða rauðgulur en vegna líkindanna við litaraft Lilla fékk hann samstundis nafnið lillagulur. Ekki er ljóst hvort eigandi peysunnar hefur klæðst henni aftur.
Trúlega er litarorðið lillagulur fæstum lesendum kunnugt þótt allir þekki lillabláan sem lýsir ákveðinni tegund af ljósfjólubláum lit. Forliðurinn lilla- er sama orðið og lilla á dönsku og lila á þýsku sem eru höfð um fjólubláan lit í þeim málum. Forliðurinn í orðinu lillagulur er hins vegar af allt öðrum uppruna.
Það bar eitt sinn til að nokkrir stúdentar sátu á kaffistofunni í Árnagarði og rifjuðu upp áföll sem þeir höfðu orðið fyrir í æsku. Hörmungarnar voru af ýmsum toga, en þær allra verstu tengdust skelfilegasta barnaefni allra tíma: Brúðubílnum.
Þegar stúdentarnir báru saman bækur sínar kom í ljós að það var ekki síst Lilli api sem hafði valdið þeim ómældu hugarangri frá barnæsku og þess voru jafnvel ýmis dæmi að hann skyti enn enn upp kollinum í martröðum þeirra.
Það varð að ráði að stofna samstundis stuðningshóp þar sem stúdentar gætu veitt hver öðrum áfallahjálp vegna þessa. Hann tók þegar til starfa af miklum krafti á fyrrnefndri kaffistofu og bar margt á góma í umræðunum.
Eins og allir vita er öllum nauðsynlegt að þekkja óvini sína vel. Þess vegna þótti hópnum brýnt að kryfja einkenni apans til mergjar, og gerði það m.a. eitt sinn að umræðuefni hvort hann væri fremur rauðbrúnn eða rauðgulur. Nokkurn tíma tók að komast að niðurstöðu en þar kom að glöggur stúdent veitti því athygli að ný peysa sem annar viðstaddur stúdent klæddist var merkilega lík apanum organdi á litinn. Fram til þessa hafði liturinn oftast verið kallaður appelsínugulur eða rauðgulur en vegna líkindanna við litaraft Lilla fékk hann samstundis nafnið lillagulur. Ekki er ljóst hvort eigandi peysunnar hefur klæðst henni aftur.
Ármann er með getraun um Barist til sigurs, sem er góð bók, en ég held að liðir a og c séu aðalástæðurnar fyrir því að hann hefur ekki fengið nein svör. Ég hef alla vega fátt um málið að segja (af báðum þessum ástæðum), enda er alltof langt síðan ég hef lesið bókina (og finnst verðlaunin með eindæmum óspennandi). Man þó að einn ráðherrann hét Sómi, annar Hreinn, ein af borgunum sem Starkaður var sendur til hét Skarkalaborg, þar átti hann að þagga niður í fuglum, annars staðar þurfti hann að stöðva stórhættulegar kirkjur, í einni borginni var verkefnið að gera granateplatréð sem á uxu handsprengjur skaðlaust (var það ekki fyrsta þrautin?), svo þurfti hann að lækna hnúðnef, að ógleymdum Þrándi greyinu (þ.e. hann átti ekki að lækna hann, heldur losa íbúana í einni borginni undan ógninni sem af honum stóð). Nú og sjöunda þrautin var að sjálfsögðu að setjast í hásætið illræmda. Eftir að það var búið að láta hann fleygja sér niður úr kirkjuturni, en ráðherrarnir voru svo óforskammaðir að ógilda þá þraut fyrst Starkaður drap sig ekki á henni!
Það er ekki spurning að ég þarf að endurnýja kynnin við þessa bók. Jan Terlouw skrifaði ýmislegt fleira skemmtilegt. Ætli hin bókin sem Ármann er að spekúlera í sé ekki Dulmálsbréfið? Kristbjörn nefnir síðan bók „um óveður, flóð og fleira“; sú heitir hét Fárviðri, ef ég man rétt. Stríðsvetur, sem Kristbjörn nefnir líka, er allt önnur bók, mig minnir að hún gerist í seinni heimsstyrjöldinni; gott ef hollenska andspyrnuhreyfingin kemur ekki töluvert við sögu. Og svo man ég vel eftir eini bók í viðbót: Í föðurleit sem gerist í Sovétríkjunum og fjallar um strák, Pétur Sergejevits, sem leggur upp í ferð til að leita að föður sínum sem hafði verið sendur í fangabúðir í Síberíu.
Allt mjög góðar bækur og alltof langt síðan ég hef lesið þær. Kannski ég reyni að ná mér í þær strax eftir jól.
Það er ekki spurning að ég þarf að endurnýja kynnin við þessa bók. Jan Terlouw skrifaði ýmislegt fleira skemmtilegt. Ætli hin bókin sem Ármann er að spekúlera í sé ekki Dulmálsbréfið? Kristbjörn nefnir síðan bók „um óveður, flóð og fleira“; sú heitir hét Fárviðri, ef ég man rétt. Stríðsvetur, sem Kristbjörn nefnir líka, er allt önnur bók, mig minnir að hún gerist í seinni heimsstyrjöldinni; gott ef hollenska andspyrnuhreyfingin kemur ekki töluvert við sögu. Og svo man ég vel eftir eini bók í viðbót: Í föðurleit sem gerist í Sovétríkjunum og fjallar um strák, Pétur Sergejevits, sem leggur upp í ferð til að leita að föður sínum sem hafði verið sendur í fangabúðir í Síberíu.
Allt mjög góðar bækur og alltof langt síðan ég hef lesið þær. Kannski ég reyni að ná mér í þær strax eftir jól.
þriðjudagur, 17. desember 2002
„Dark, distant, tormented ...“ – það er ég! Allavega samkvæmt þessu persónuleikaprófi:
Which Ultimate Beautiful Woman are You?
brought to you by Quizilla
Which Ultimate Beautiful Woman are You?
brought to you by Quizilla
Þessi dagur byrjaði hræðilega! Vægast sagt! Fyrst var ég steinrotuð og svaf of lengi – sem er reyndar alvanalegt. En samt alltaf leiðinlegt. Jæja, ég ríf mig á endanum á fætur og dríf mig af stað í vinnuna. Þegar ég kem þangað er mér tilkynnt að þangað hafi komið „tveir skuggalegir menn“ að leita að mér – ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Og þegar ég dreg upp símann stendur á skjánum „4 missed calls“! Æ, æ! Og til að kóróna allt saman: Ég furðaði mig svolítið á því um stund hvað allt var óskýrt í kringum mig. Þangað til ég uppgötvaði að ég hafði gleymt gleraugunum mínum heima! Hversu mikill sauður getur maður verið?!
föstudagur, 13. desember 2002
fimmtudagur, 12. desember 2002
Nei, Ármann, það ert ekki bara þú sem sérð eitthvað klúrt við jólasveinanöfnin! Þetta hefur lengi valdið mér miklum áhyggjum og efnið hefur um árabil verið á lista yfir „fræðilegar“ greinar sem ég ætlaði að skrifa! Á sama lista er m.a.:
– ítarleg greining á textatengslum Njálu og kvikmyndarinnar Dirty Dancing.
– úttekt á endurholdgun Þórbergs Þórðarsonar í Bridget Jones (sbr. þetta).
– aukin og endurbætt útgáfa af orðfræðilegum pistli um uppáhaldsorðið mitt: lillagulur (sem Mörður neitaði staðfastlega að hleypa í orðabókina, þrátt fyrir hatramma baráttu mína fyrir því að tilveruréttur þess væri viðurkenndur).
Mér finnst að ég ætti að fá að skrifa MA-ritgerð sem fælist í útúrsnúningi á bókmenntafræðikenningum með málfræði í bland (sérstök áhersla yrði lögð á kenningar sem lúta að textatengslum og merkingarfræði), og hagnýtingu útúrsnúningsins í upplífgandi tilgangi!
– ítarleg greining á textatengslum Njálu og kvikmyndarinnar Dirty Dancing.
– úttekt á endurholdgun Þórbergs Þórðarsonar í Bridget Jones (sbr. þetta).
– aukin og endurbætt útgáfa af orðfræðilegum pistli um uppáhaldsorðið mitt: lillagulur (sem Mörður neitaði staðfastlega að hleypa í orðabókina, þrátt fyrir hatramma baráttu mína fyrir því að tilveruréttur þess væri viðurkenndur).
Mér finnst að ég ætti að fá að skrifa MA-ritgerð sem fælist í útúrsnúningi á bókmenntafræðikenningum með málfræði í bland (sérstök áhersla yrði lögð á kenningar sem lúta að textatengslum og merkingarfræði), og hagnýtingu útúrsnúningsins í upplífgandi tilgangi!
Í gærkvöld fékk ég tvöfaldan Bráðavaktarskammt, þökk sé Hirti sem lánaði mér spólu með þættinum frá í síðustu viku af einstakri manngæsku. Gaman, gaman, frábært, meiriháttar, ekki síst því þetta var með allra betri skömmtum. Bráðavaktin hefur virkilega náð sér á strik aftur eftir slakt upphaf á seríunni í haust (eða var það í sumar?). Ég væri samt alveg til í að losna við nokkrar leiðindapersónur. Í efsta sæti óþolandi-listans er Mark Greene reyndar ekki lengur (en hvað ég vona samt að heilaæxlið fari að drepa hann), það er orðið allnokkuð síðan hann féll niður í annað sæti. En hver skyldi hafa tekið við toppsætinu nema „the evil daughter“, Rachel. Úff, hvað ég vona að henni verði fyrirkomið fljótlega. Eiginlega finnst mér að það ætti að banna aðalpersónunum að eiga börn. Allavega ættu þau ekki að fá að sjást í þáttunum. Þau eru næstum verri en foreldrar aðalpersónanna sem ætti að vera búið að gera útlæga úr þáttunum fyrir löngu. Sérstaklega mæðurnar. Ja, og feðurna sennilega líka – einhverjar mestu kvalir sem Bráðavaktin hefur valdið mér voru þegar heilu þættirnir fyrir nokkrum árum snerust um Mark og Doug að takast á við feðrakomplexa einhvers staðar úti í eyðimörk. Það er nógu slæmt (og ætti að vera bannað) þegar heilir þættir gerast annars staðar en á bráðavaktinni sjálfri, en það var virkilega bætt gráu ofan á svart með því að blanda feðrakomplexunum saman við. Oj bara. Ömmur eru hins vegar í lagi, allavega amma Carters. Hún er skemmtileg.
þriðjudagur, 10. desember 2002
Þegar ég steig upp í strætó í morgun bauð ég bílstjóranum gott kvöld! Hvernig er hægt að vera svona utan við sig? Annars er það kannski ekki svo undarlegt á þessum árstíma, það er eiginlega dimmt allan sólarhringinn. Hvernig væri að það færi að snjóa? Þá væri myrkrið ekki eins yfirþyrmandi og þá myndi lifna verulega yfir mér. Fleiri norðanbörn hafa gert snjóleysið að umtalsefni; Ása talaði til dæmis töluvert um það fyrir nokkru (fann ekki færsluna í fljótu bragði) og Tryggvi biður fólk að hjálpa sér að særa fram snjóinn. Hann birtir meira að segja nokkrar „særingaþulur“!
Æ, hvað ég vona að Hilma sé ekki endanlega hætt að blogga. En ég skil mjög vel að hún hafi fengið nóg af nýjasta ruglinu. Þó að eitthvað sé á netinu og þar með aðgengilegt öllum ætti að vera augljóst að bloggheimar eru tiltölulega afmarkaður hluti netsins og meira prívat en aðrir. Og þótt það sé sjálfgefið að vísa þvers og kruss innan bloggheima finnst mér ekki spurning að vísanir í bloggheima utanfrá þurfi að meta miklu vandlegar í hvert skipti, sérstaklega þegar það fer ekki milli mála að vísun er í óþökk þess sem skrifar. En um þetta eru ýmsir búnir að skrifa. Ása á heiður skilinn fyrir hetjulega baráttu við drengina sem virðist finnast að allt megi ef það er ekki bannað sérstaklega í lögum. Og ég mæli eindregið með umfjöllun Sverris um „löglegt en siðlaust“ – þar kemur fram allt sem ég vildi sagt hafa um málið.
mánudagur, 9. desember 2002
laugardagur, 7. desember 2002
Sennilega hef ég séð Þórdísi án þess að vita af því. Allavega telur hún sig hafa séð mig, og miðað við að ég var á rannsóknaræfingu í fyrra hlýtur það að stemma. Mikið væri gaman ef hægt væri að galdra Þórdísi hingað frá Svíaríki í dag svo hún gæti mætt á rannsóknaræfingu þessa árs, sem verður einmitt í kvöld.
föstudagur, 6. desember 2002
Teiknimyndasögur las ég ýmsar í æsku. Hins vegar voru þær ekki keyptar inn á heimilið, þannig að ég náði ekki að mynda eins mikil tilfinningatengsl við þær og margar aðrar bækur, og veit því ekki hvort ég á nokkrar eftirlætis teiknimyndasögur. En ég get sagt frá misheppnaðasta teiknimyndasagnalestrinum mínum. Eða tilraun til lestrar. Í fjörugu bekkjarpartíi í 2. bekk í menntaskóla rákumst við Svansý á nokkrar Ástríksbækur og fannst tilvalið að lesa aðeins í þeim. Það gekk því miður ekki nógu vel. Letrið reyndist nefnilega svo smátt og hentaði því illa til lestrar þegar ölvun var orðin allnokkur. Maður missti stöðugt þráðinn.
Ég man ekki til þess að hafa séð frægt fólk. (Annars er ég óheyrilega ómannglögg þannig að það er kannski ekki að marka.) Það sem kallast frægt fólk á Íslandi telst ekki með. Nema kannski frægasti bloggarinn – hann hef ég vissulega séð. Hins vegar hef ég aldrei séð næstfrægasta bloggarann og er það mjög miður.
fimmtudagur, 5. desember 2002
Enn fjölgar í bloggheimum. :) Kári bróðir minn er nefnilega mættur á svæðið. Það eru mikil gleðitíðindi. Reyndar er langt síðan ég hvatti hann til að byrja að blogga, því síðan ég kynntist blogginu hef ég verið handviss um að hann yrði þrusugóður bloggari. En tók hann mark á stóru systur sinni? Ó, nei, ekki í byrjun, þá fékk ég bara svarið. „Æi, ég er ekki nógu sjálfhverfur!“ En nú hefur hann séð að sér; ég óska honum til hamingju með það og býð hann innilega velkominn í bloggheima.
Annars hef ég aldrei getað séð að blogg sé sérlega sjálfhverft fyrirbæri. Og mér er líka óskiljanlegt hvernig er hægt að láta blogg fara í taugarnar á sér. Einn af ótalmörgum kostum bloggsins er nefnilega að það ætti að vera ákaflega auðvelt fyrir fólk sem er laust við áhuga á þessum menningarkima að leiða hann hjá sér. Bloggið getur varla þvælst fyrir neinum. Það er tiltölulega afmarkaður heimur; varla fer nokkur inn á bloggsíðu öðruvísi en af fúsum og frjálsum vilja. Auk þess held ég að fæstir bloggarar tali að ráði um bloggið sitt nema í mesta lagi við aðra bloggara. Það er allavega mín reynsla.
Sjálf lít ég á bloggið mitt sem eins konar opið bréf til vina minna, og geri ekki ráð fyrir að neinn hafi gaman af því (og lesi það) nema vinir mínir eða fólk sem er andlega skylt mér á einhvern hátt. Öðrum er að sjálfsögðu frjálst að lesa hvaða blogg sem er, en bloggarar geta varla borið ábyrgð á sálarangist eða pirringi þeirra sem finnst það leiðinlegt, enda reyna fæstir bloggarar að troða blogginu sínu upp á neinn. En kannski ætti að bæta nokkrum orðum við fyrirsögnina á öllum bloggsíðum: „Lesist á eigin ábyrgð“? Og þó. Er ekki óhætt að líta svo á að það sé sjálfgefið?
Annars hef ég aldrei getað séð að blogg sé sérlega sjálfhverft fyrirbæri. Og mér er líka óskiljanlegt hvernig er hægt að láta blogg fara í taugarnar á sér. Einn af ótalmörgum kostum bloggsins er nefnilega að það ætti að vera ákaflega auðvelt fyrir fólk sem er laust við áhuga á þessum menningarkima að leiða hann hjá sér. Bloggið getur varla þvælst fyrir neinum. Það er tiltölulega afmarkaður heimur; varla fer nokkur inn á bloggsíðu öðruvísi en af fúsum og frjálsum vilja. Auk þess held ég að fæstir bloggarar tali að ráði um bloggið sitt nema í mesta lagi við aðra bloggara. Það er allavega mín reynsla.
Sjálf lít ég á bloggið mitt sem eins konar opið bréf til vina minna, og geri ekki ráð fyrir að neinn hafi gaman af því (og lesi það) nema vinir mínir eða fólk sem er andlega skylt mér á einhvern hátt. Öðrum er að sjálfsögðu frjálst að lesa hvaða blogg sem er, en bloggarar geta varla borið ábyrgð á sálarangist eða pirringi þeirra sem finnst það leiðinlegt, enda reyna fæstir bloggarar að troða blogginu sínu upp á neinn. En kannski ætti að bæta nokkrum orðum við fyrirsögnina á öllum bloggsíðum: „Lesist á eigin ábyrgð“? Og þó. Er ekki óhætt að líta svo á að það sé sjálfgefið?
Ég hef tekið gleði mína á ný! Það sem eftir er dagsins mun ég ekki einu sinni láta þetta andstyggilega, viðbjóðslega, ógeðslega veður á mig fá. Hjörtur tók nefnilega upp Bráðavaktina í gær og býðst til að lána mér spóluna. Boðið er þegið með þökkum og ég mun gera mér ferð í Nýja-Garð áður en langt um líður. Geðheilsunni er bjargað (í bili)! :)
Nú er ég miður mín! Var að koma heim og ætlaði að fara að horfa á Bráðavaktarþátt kvöldsins sem ég taldi mig hafa tekið upp. Glöð og kát og vongóð og full tilhlökkunar og ég veit ekki hvað. Þangað til í ljós kom að „einhver“ hefur klúðrað málunum (einhver lesist ég)! Ég sem var búin að stilla vídeóið svo rækilega – en svo gleymdist greinilega að ýta á þennan eina takka sem þarf að snerta allra síðast til að gera tímastillinn virkan. Þetta er ekki bara hræðilegt – þetta er skelfilegt! Bráðavaktin er á áttunda ári og þeir þættir sem ég hef misst af eru áreiðanlega ekki mikið fleiri en svo að þeir séu teljandi á fingrum annarrar handar. Held meira að segja að ég hafi ekki misst af einum einasta þætti í allavega þrjú ár! (Já, ég veit, stundum er ég svolítið manísk!). Þetta er verra en að missa tíu sinnum af strætó! Á eftir strætó kemur annar strætó sem er í raun endurtekið efni (sama leiðin ekin), en sjónvarpið hefur ekki ennþá uppgötvað að það væri gáfulegt að endursýna Bráðavaktina. Þetta er ekki ekki ekki ekki þolandi – sem sagt óþolandi. Áfallahjálp óskast!
miðvikudagur, 4. desember 2002
Jólarannsóknaræfing Félags íslenskra fræða o.fl. verður á laugardaginn. Það verður óheyrilega gaman – minni íslensku- og sagnfræðinörda og annað gott fólk á að skrá sig strax! T.d. hér. Ætli það sé ekki best að skella auglýsingunni bara hérna inn:
Laugardaginn 7. desember næstkomandi verður jólarannsóknaræfing Félags íslenskra fræða, Sagnfræðingafélagsins og Reykjavíkurakademíunnar haldin. Að þessu sinni verður hún í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum.
Fyrirlesari á æfingunni verður Guðrún Nordal og erindi hennar nefnist „Egill, Snorri og Plús Ex“.
Húsið verður opnað kl. 18 og byrjað á fordrykk, en borðhald hefst kl. 19. Á borðum verða tíu gerðir af tapas-smáréttum, þar á meðal humarhalar í hvítlauksbrauði, grillaðar nautalundir, rækjur í chili og parmaskinka með melónu og piparrót. Eftirréttur er einnig innifalinn.
Undir lok borðhalds má búast við óvæntum uppákomum en þar á eftir tekur við suðræn sveifla; Tómas R. Einarsson og félagar leika fyrir dansi til klukkan eitt.
Skráið ykkur sem fyrst hjá Ernu Erlingsdóttur (ernae@hi.is, s. 562-8808, 865-6792) eða Halldóru Björt Ewen (halldoe@hi.is, s. 551-0675, 895-0675).
Miðar verða seldir í Árnagarði kl. 12-13 fim. 5. des. og fös. 6. des., og síðan við innganginn. Á báðum stöðum verður einungis tekið við reiðufé. Einnig er hægt að leggja inn á bankareikning Félags íslenskra fræða (nr. 311-26-51099, kt. 491199-2029). Miðaverð er 4500 kr (fordrykkur + matur + ball). Einnig er hægt að mæta á ballið eingöngu og kostar það 1500 kr.
Laugardaginn 7. desember næstkomandi verður jólarannsóknaræfing Félags íslenskra fræða, Sagnfræðingafélagsins og Reykjavíkurakademíunnar haldin. Að þessu sinni verður hún í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum.
Fyrirlesari á æfingunni verður Guðrún Nordal og erindi hennar nefnist „Egill, Snorri og Plús Ex“.
Húsið verður opnað kl. 18 og byrjað á fordrykk, en borðhald hefst kl. 19. Á borðum verða tíu gerðir af tapas-smáréttum, þar á meðal humarhalar í hvítlauksbrauði, grillaðar nautalundir, rækjur í chili og parmaskinka með melónu og piparrót. Eftirréttur er einnig innifalinn.
Undir lok borðhalds má búast við óvæntum uppákomum en þar á eftir tekur við suðræn sveifla; Tómas R. Einarsson og félagar leika fyrir dansi til klukkan eitt.
Skráið ykkur sem fyrst hjá Ernu Erlingsdóttur (ernae@hi.is, s. 562-8808, 865-6792) eða Halldóru Björt Ewen (halldoe@hi.is, s. 551-0675, 895-0675).
Miðar verða seldir í Árnagarði kl. 12-13 fim. 5. des. og fös. 6. des., og síðan við innganginn. Á báðum stöðum verður einungis tekið við reiðufé. Einnig er hægt að leggja inn á bankareikning Félags íslenskra fræða (nr. 311-26-51099, kt. 491199-2029). Miðaverð er 4500 kr (fordrykkur + matur + ball). Einnig er hægt að mæta á ballið eingöngu og kostar það 1500 kr.
Ligga ligga lá lá – ég er búin að fá bók bloggara dauðans. Fékk hana meira að segja í gær! Honum er óskað innilega til hamingju með útgáfuna. Bókin er hin glæsilegasta; kápan kindarlega er til dæmis sérlega flott. Hvað þá nafnaskráin! ;)
föstudagur, 29. nóvember 2002
Frábært! Hanna vinkona mín er byrjuð að blogga. Það á ábyggilega eftir að koma sitthvað skemmtilegt út úr því.
fimmtudagur, 28. nóvember 2002
þriðjudagur, 26. nóvember 2002
mánudagur, 25. nóvember 2002
Nú er ég alveg ringluð! Hjörtur segir að það sé steikt hvernig ég nái að skrifa eins og ég tali – og ég veit ekkert hvað hann meinar! Ég er reyndar vön alls konar kommentum um það hvernig ég tala, en engin þeirra geta mögulega átt við hér. Einu sinni fékk ég reglulega að heyra hvað ég væri smámælt (eins og ég hafi ekki vitað af því) en eftir því sem ég varð eldri varð fólki smám saman sama um það. Eða hætti að láta á nokkru bera. Liðu svo nokkur ár. Þá urðu umskipti nokkur í lífi mínu, háskólanám var hafið, og um leið flutt suður yfir heiðar. Í þessu nýja umhverfi virtist norðlenskur framburður stöðugt koma fólki á óvart, allavega hefur hann jafnoft verðið gerður að umtalsefni síðustu árin og smámælið á æskuárum mínum. En hvorugt smitast yfir í ritað mál svo ég viti. Og mér tekst ekki að analýsera sjálfa mig nógu vel til að gera mér grein fyrir því hvernig ég tala (og hvernig ég skrifa þar af leiðandi, samkvæmt Hirti). Á ég að vera í tilvistarkreppu núna?!
P.S. Umfjöllun um Bráðavaktina bíður betri tíma.
P.P.S. Nú er loksins aftur komið kommentakerfi hérna á síðuna.
P.S. Umfjöllun um Bráðavaktina bíður betri tíma.
P.P.S. Nú er loksins aftur komið kommentakerfi hérna á síðuna.
föstudagur, 22. nóvember 2002
Tímaskynið virðist vera í rúst hjá mér. Ekki nóg með að mér finnist alltaf vera föstudagur eins og fram hefur komið heldur er ég líka komin á það stig að mér finnst næstum allt vera nýskeð. Í fyrradag fór ég til dæmis í klippingu. Reyndar vissi ég alveg að það var orðinn óratími síðan síðast, og ég var búin að vera á leiðinni býsna lengi. En ég hafði ekki gert mér grein fyrir því að sú staðreynd ég hafði síðast farið í klippingu í nóvember í fyrra þýddi að heilt ár var liðið. Úff! Mér finnst þetta mjög alvarlegt fullorðinseinkenni. Hvað er til ráða?
fimmtudagur, 21. nóvember 2002
Kristbjörn segir að ég haldi að hann vilji skrifa BA-ritgerð um blogg. Hann hefur augljóslega ekki hugsað út í að ýmsu er hægt að halda fram en halda jafnframt allt annað. Eitt lítið atviksorð getur skipt miklu máli! (Meira að segja í bókstaflegum skilningi orðasambandsins „að skipta máli“!)
;)
;)
Kristbjörn langar að skrifa BA-ritgerð í félagsfræði um blogg. Það er góð hugmynd, og ég sé ekki af hverju sú lítilfjörlega staðreynd að hann hefur ekki stundað nám í þeirri grein fram til þessa ætti að koma í veg fyrir að henni verði hrundið í framkvæmd. Legg til að Kristbjörn drífi sig í félagsfræðina hið fyrsta!
miðvikudagur, 20. nóvember 2002
Mæli eindregið með bréfi Uppsalabloggarans til Wittgensteins, og lýsi yfir fullum stuðningi við bréfritara í viðureigninni við leiðbeinandann og konurnar á Skattekontoret og allar aðrar manneskjur sem settar voru í heiminn til að ergja annað fólk og flækja líf þeirra. Annars virðist ferðin á Skattekontoret hafa gengið framar vonum – Þórdís, heldurðu að tæknin sem þú segist vera farin að beita virki líka á Íslandi? Ef svo er væri ég alveg til í að fá námskeið í henni. Ég er næstum því farin að forðast að leita upplýsinga um ýmis praktísk mál, því manneskjur sem ættu að veita öðrum slíkar upplýsingar virðast ótrúlega oft vera tölvur í dulargervi: maður fær ekkert að vita nema maður setji beiðnina fram á hárréttu formi (reglurnar um hið hárrétta form eru þó leyndarmál), og takist manni að komast fram hjá þeirri hindrun er engu svarað nema nákvæmlega því sem spurt var um. Síðar kemur kannski í ljós að maður hefði þurft að vita eitthvað fleira – en gat bara ekki spurt, því maður vissi ekki hvað maður þurfti að vita, og fékk þar af leiðandi ekki að vita neitt, og neyddist þess vegna til að gera sér enn fleiri ferðir en ella á leiðinlegar skrifstofur í ömurlegum erindagjörðum ... Auk þess virðist gagnabankinn í þessum manntölvum ekki endilega samtengdur, því spyrji maður tvær er engan veginn sjálfgefið að maður fái sömu svör.
Almáttugur, hvað ég er bitur í dag!!! Er ekki einu sinni komin að leiðbeinandamálunum. Þórdís, auðvitað áttu að taka meira mark á sjálfri þér en leiðbeinandanum. Æ, æ, ég vil ekki einu sinni hugsa til þess að ég þurfi einhvern tíma að finna mér einhvern leiðbeinanda – þ.e. ef mér tekst einhvern tíma að komast að því um hvað mig langar að skrifa MA-ritgerð. Kannski ég ætti að reyna að beita Wittgenstein-aðferðinni. Er kannski ekki alveg nógu spennt fyrir fjallakofa í afskekktum dal í Noregi, en gæti kannski fundið eitthvert tilbrigði við stefið. Verst að ég þyrfti sennilega að fá mér tímavél í leiðinni.
Almáttugur, hvað ég er bitur í dag!!! Er ekki einu sinni komin að leiðbeinandamálunum. Þórdís, auðvitað áttu að taka meira mark á sjálfri þér en leiðbeinandanum. Æ, æ, ég vil ekki einu sinni hugsa til þess að ég þurfi einhvern tíma að finna mér einhvern leiðbeinanda – þ.e. ef mér tekst einhvern tíma að komast að því um hvað mig langar að skrifa MA-ritgerð. Kannski ég ætti að reyna að beita Wittgenstein-aðferðinni. Er kannski ekki alveg nógu spennt fyrir fjallakofa í afskekktum dal í Noregi, en gæti kannski fundið eitthvert tilbrigði við stefið. Verst að ég þyrfti sennilega að fá mér tímavél í leiðinni.
Af annars konar lögum: Þegar ég frétti að Madonna myndi syngja titillagið í nýju Bond-myndinni varð ég óheyrilega glöð. En nú er ég búin að heyra lagið og finnst það fullkomlega misheppnað. Eins gott að sama máli gegni ekki um myndina.
Í lagasafninu má rekast á ýmislegt skrýtið og skemmtilegt, til dæmis var ég að komast að því að í gildi eru lög um ostrurækt sem voru sett árið 1939! Alltaf er maður að uppgötva eitthvað nýtt! Meðal fleiri skemmtilegra lagaheit eru lög um köfun, nr. 31/1996, og lög um áveitu á Flóann, nr. 68/1917. Lagasafnið í stafrófsröð er annars að finna hér, vanti einhvern eitthvað að lesa.
þriðjudagur, 19. nóvember 2002
Gat engan veginn ákveðið hvort ég ætti að fara á danska mynd í bíó eða horfa á Bond á vídeói, þannig að ég gerði einfaldlega hvort tveggja. Fór í bíó klukkan sex og kom svo við á vídeóleigu á leiðinni heim. Fannst þetta fyrst „alveg brilljant lausn“, en kannski hefði ég betur gert eitthvað annað, eftir á að hyggja. Þótt það væri gaman að heyra dönsku olli myndin sem ég sá í bíóinu nefnilega vonbrigðum. Sú hét Anja & Viktor og fjallaði um samnefnd skötuhjú sem voru par við upphaf myndarinnar, síðan kom hitt og þetta uppá, en að lokum náðu þau aftur saman. Sem meikaði alls engan sens, þar sem maður sá ekki að þau ættu saman að neinu leyti. Nema reyndar voru þau bæði heimsk og leiðinleg. Það áttu þau vissulega sameiginlegt. En það hefði samt verið til mikilla bóta að klippa nokkrar mínútur aftan af myndinni. Og hverjum datt í hug að nota slow motion þegar Viktor hljóp til móts við Önju þegar hún birtist í flugstöðvardyrunum (eftir að hafa hætt við að fara í burtu)?! Æi. Það á ekki að gera manni þetta.
Þetta virðist vera dagur illa valinna kvikmynda hjá mér. Á vídeóleigunni tók ég Diamonds are forever. Það voru mistök, sem sést kannski best af því að vídeóið mitt ákvað að hafa sjálfstæðan vilja og reyna að hafna spólunni – í miðri mynd stoppaði tækið semsé af sjálfsdáðum og ældi henni út úr sér. Merkilegt. Ég kom ekki nálægt einum einasta takka á tækinu sjálfu eða fjarstýringunni, og sé því enga aðra skýringu en þá að tækinu hafi ekki líkað myndin. Enda horfði ég á From Russia with Love í gær, sem er mjög ofarlega á listanum yfir uppáhalds-Bond-myndirnar mínar, ef ekki í efsta sæti, þannig að samanburðurinn var „demöntunum“ mjög óhagstæður. Þetta hlýtur að vera langsamlega versta Connery-Bond-myndin, enda var Connery eiginlega hættur þegar hér var komið sögu og George Lazenby búinn að leika Bond í fyrsta og síðasta sinn. Connery hefði betur sagt „never again“ og staðið við það
Kannski ég láti sjónvarpið um að hafa ofan af fyrir mér annað kvöld. Þótt ég hafi margt við Bráðavaktina að athuga í vetur er ennþá fjarri því að ég geti hugsað mér að missa úr þátt. Það hafa áður komið djúpar lægðir í Bráðavaktinni þannig að ég held enn í vonina um að gallarnir á þessari seríu séu tímabundið klúður.
Þetta virðist vera dagur illa valinna kvikmynda hjá mér. Á vídeóleigunni tók ég Diamonds are forever. Það voru mistök, sem sést kannski best af því að vídeóið mitt ákvað að hafa sjálfstæðan vilja og reyna að hafna spólunni – í miðri mynd stoppaði tækið semsé af sjálfsdáðum og ældi henni út úr sér. Merkilegt. Ég kom ekki nálægt einum einasta takka á tækinu sjálfu eða fjarstýringunni, og sé því enga aðra skýringu en þá að tækinu hafi ekki líkað myndin. Enda horfði ég á From Russia with Love í gær, sem er mjög ofarlega á listanum yfir uppáhalds-Bond-myndirnar mínar, ef ekki í efsta sæti, þannig að samanburðurinn var „demöntunum“ mjög óhagstæður. Þetta hlýtur að vera langsamlega versta Connery-Bond-myndin, enda var Connery eiginlega hættur þegar hér var komið sögu og George Lazenby búinn að leika Bond í fyrsta og síðasta sinn. Connery hefði betur sagt „never again“ og staðið við það
Kannski ég láti sjónvarpið um að hafa ofan af fyrir mér annað kvöld. Þótt ég hafi margt við Bráðavaktina að athuga í vetur er ennþá fjarri því að ég geti hugsað mér að missa úr þátt. Það hafa áður komið djúpar lægðir í Bráðavaktinni þannig að ég held enn í vonina um að gallarnir á þessari seríu séu tímabundið klúður.
Ég hlakka svooooo til þegar James Bond kemur í bíó. (Og Harry Potter. Og Hringadróttinssaga. Af hverju gerist alltaf allt í einu (eða næstum því)?) Horfði á eina gamla Bond-mynd í gær og aðra fyrir örfáum dögum til að hita upp fyrir nýju myndina, og nú er spurningin: Á ég að fara einu sinni enn út á vídeóleigu í kvöld og ná mér í Bond, eða á ég að drífa mig í bíó, á einhverja af dönsku myndunum í Regnboganum? Það er úr vöndu að ráða.
mánudagur, 18. nóvember 2002
laugardagur, 16. nóvember 2002
föstudagur, 15. nóvember 2002
Stefán er búinn að ljóstra upp um rafmagnsleysisáformin miklu! Það verður greinilega að skipta yfir í plan B. Annars er merkileg tilviljun að þegar ég sá þessi skrif hans var ég nýkomin úr hádegismat, sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, en það markverða er þetta: Einhverra hluta vegna hafði Laxárdeilan borist í tal, einkum ákveðinn atburður sem gerðist í ágúst 1970, semsé þegar stíflan í Miðkvísl var sprengd. Þar var margt fólk að verki, en sennilega fátt sem ég hef engin ættartengsl við. Látið verður ósagt hvort af því megi draga einhverja ályktun um framtíðina, sjálfa mig og rafmagnstengd efni.
Lengi hefur staðið til að fjölga á tenglalistanum. Kristbjörn skrifaði mér fyrir fjöldamörgum vikum og kvartaði yfir því að vera ekki þar – fyrirgefðu, Kristbjörn, ég veit að það er ljótt að skilja útundan! Það var ekki viljandi og lengi hafa úrbætur verið í vændum. Þær hafa vissulega dregist úr hömlu, en nú hefur Kristbirni loksins verið bætt þarna við ásamt fleiri góðum mönnum. Ég hef samt ábyggilega gleymt einhverjum, en úr því verður þá bara bætt síðar
Ég fiktaði líka agnarlítið í templeitinu, en ekki nógu mikið. Ég ætlaði nefnilega að víxla dálkunum, þannig að bloggið sjálft yrði vinstra megin og tengladálkurinn hægra megin, en það mistókst fullkomlega; tenglarnir lentu alltaf fyrir neðan. Það var ég ekki ánægð með. Þeir sem geta frætt mig um hvað klikkaði mega alveg senda mér póst
Ég fiktaði líka agnarlítið í templeitinu, en ekki nógu mikið. Ég ætlaði nefnilega að víxla dálkunum, þannig að bloggið sjálft yrði vinstra megin og tengladálkurinn hægra megin, en það mistókst fullkomlega; tenglarnir lentu alltaf fyrir neðan. Það var ég ekki ánægð með. Þeir sem geta frætt mig um hvað klikkaði mega alveg senda mér póst
Ljósleiðaraserían er komin á tréð við Landssímahúsið! Þótt ég sé ekki hlynnt ótímabærum jólaljósum gleðst ég yfir þessu því þetta stóra, staka tré verður svo ótrúlega fallegt. Þegar ég sá það í allra fyrsta skipti kom ég mér ekki úr sporunum um stund heldur stóð niðurnegld, horfði heilluð á og hugsaði með mér: Ef þetta tré væri í skógi, þá væri það ævintýraskógur!
Eiginlega er mikil ljósahátíð þessa dagana. Í gærkvöld fór ég í stjörnuskoðunina uppi í Elliðaárdal – það var mjög gaman. Hvernig væri að taka rafmagnið af bænum eitthvert af þessum stjörnubjörtu kvöldum?
Eiginlega er mikil ljósahátíð þessa dagana. Í gærkvöld fór ég í stjörnuskoðunina uppi í Elliðaárdal – það var mjög gaman. Hvernig væri að taka rafmagnið af bænum eitthvert af þessum stjörnubjörtu kvöldum?
fimmtudagur, 14. nóvember 2002
miðvikudagur, 13. nóvember 2002
þriðjudagur, 12. nóvember 2002
Í gær var ég lasin. Með leiðinda magakveisu og vorkenndi sjálfri mér óheyrilega, enda var ég handónýt frá því um nóttina og langt fram eftir degi. Sem betur var Svansý svo góð að færa mér kók og hlaupbangsa (sem sagt sykur) seinnipartinn. Venjulega finnst mér kók ógeðslegasti drykkur í heimi, en þegar maður fær í magann er fátt sem dugar betur. Mér fór líka að skána upp úr þessu og var nógu hress til að mæta í vinnuna í morgun. En nú eru smám saman að rifjast upp fyrir mér ótal hlutir sem ég átti að gera í gær, en urðu algjörlega útundan – af eðlilegum orsökum reyndar, en ég hafði ekki einusinni rænu á að láta vita af töfunum. Æi.
sunnudagur, 10. nóvember 2002
laugardagur, 9. nóvember 2002
Áðan gekk ég meðfram Ægissíðunni, góndi upp í himininn og óskaði þess að það yrði rafmagnslaust svo maður sæi stjörnurnar og norðurljósin almennilega. Eða að ég væri komin langt, langt í burtu, eitthvað þar sem engin ljósamengun byrgði manni sýn. Hvenær fer Óríon annars að láta sjá sig? Ég bíð eftir Óríon!
Þessi helgi er sú fyrsta í óratíma sem leyfir mér að sofa rækilega út og slappa af – þ.e. án nokkurs samviskubits. Engin vinna, engin aukaverkefni, bara eintóm rólegheit. Þegar ég kom mér á fætur í dag (eftir langan og góðan svefn) íhugaði ég um stund að sýna nú dug (þó varla djörfung og hug), taka rækilega til og skúra jafnvel gólfin. En eitt er að langa til að gólfin séu nýskúruð, annað að nenna að skúra. Þannig að ég fór á þvæling um bæinn, á kaffihús, annað kaffihús og enn annað kaffihús. Ákaflega ljúft.
Kærar þakkir fyrir bloggið frá í gær, Bjarni. Lýsingin á útsýninu er dásamleg og eykur enn á löngunina til að koma aftur upp á S12. Ég hef auðvitað reynt að vinna að því að koma öllum þar í skilning um að ég hljóti að vera ómissandi – svo kemur í ljós hvort það á eftir að skila einhverju! ;)
Eiginlega ætlaði ég ekki að kjósa í prófkjöri Samfylkingarinnar. Í gær komst ég samt að því að mér væri ekki nógu sama um úrslitin, þannig að ég dreif mig á kjörstað í dag. Eftir drjúga bið í langri röð komst ég loksins að en þegar ég sagði starfsmanninum hvað ég héti fékk ég spurninguna: „Ertu búin að fylla út inntökubeiðni?“
„Ha?!“ svaraði ég – í tóni sem átti að gefa undrun til kynna og kannski líka hneykslun á því að smalanirnar væru svo miklar að starfsmennirnir gerðu ekki ráð fyrir því að þeir sem kæmu að kjósa væru á félagaskrá fyrir.
„Ja, þú ert ekki á kjörskrá,“ var svarið sem kom þá.
Ég upplýsti manninn um að ég hefði gengið í Alþýðubandalagið fyrir áratug og það hefði dugað til að ég fengi sendan kjörseðil í prófkjörinu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor (kaus samt ekki) og Evrópukosningunni um daginn (kaus ekki heldur).
„Ó,“ sagði hann. „Ja, þetta er búið að gerast nokkrum sinnum í dag.“
Merkilegar kjörskrár sem þessi flokkur er með í gangi. Fólki eru sendir kjörseðlar þegar það hefur ekki áhuga á að vera með, en þegar maður gerir sér sérstaka ferð á kjörstað er kjörskráin allt í einu öðruvísi. Ég lét mig hafa það að fylla út sérstaka inngöngubeiðni (mér til lítillar ánægju) svo ég gæti kosið þá sem ég vildi – og kosið ekki þá sem ég vildi ekki, sem mér fannst ekki síður mikilvægt!
P.S. Prófkjörsorðabókin hans Marðar er brilljant!
„Ha?!“ svaraði ég – í tóni sem átti að gefa undrun til kynna og kannski líka hneykslun á því að smalanirnar væru svo miklar að starfsmennirnir gerðu ekki ráð fyrir því að þeir sem kæmu að kjósa væru á félagaskrá fyrir.
„Ja, þú ert ekki á kjörskrá,“ var svarið sem kom þá.
Ég upplýsti manninn um að ég hefði gengið í Alþýðubandalagið fyrir áratug og það hefði dugað til að ég fengi sendan kjörseðil í prófkjörinu fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor (kaus samt ekki) og Evrópukosningunni um daginn (kaus ekki heldur).
„Ó,“ sagði hann. „Ja, þetta er búið að gerast nokkrum sinnum í dag.“
Merkilegar kjörskrár sem þessi flokkur er með í gangi. Fólki eru sendir kjörseðlar þegar það hefur ekki áhuga á að vera með, en þegar maður gerir sér sérstaka ferð á kjörstað er kjörskráin allt í einu öðruvísi. Ég lét mig hafa það að fylla út sérstaka inngöngubeiðni (mér til lítillar ánægju) svo ég gæti kosið þá sem ég vildi – og kosið ekki þá sem ég vildi ekki, sem mér fannst ekki síður mikilvægt!
P.S. Prófkjörsorðabókin hans Marðar er brilljant!
föstudagur, 8. nóvember 2002
Líf mitt er púsluspil. Eiginlega skipti ég svo oft um vinnu að mér er næstum hætt að finnast frásagnarvert þegar það gerist. Frekar vön að púsla saman tveimur mánuðum á einum stað, þremur á öðrum og svo framvegis. Annars var ég búin að vera fimm mánuði hjá Eddu sem er næstum því persónulegt met. Fyrst var ég reyndar bara ráðin í þrjá mánuði, svo var tvisvar framlengt um mánuð, en seinni framlengingin rann út um síðustu mánaðamót. Þá hafði Erna vistaskipti einu sinni enn (einu sinni las ég bók sem heitir Vala hefur vistaskipti, sem er stuðlað og þar af leiðandi mun flottari setning – ég ætla samt ekki að skipta um nafn til að fella það að þessu orði (vistaskipti) sem er svo einkennandi fyrir líf mitt). Í vor vann ég hjá þinginu og var svo heppin að það vantaði aftur afleysingamanneskju í skjalalesturinn núna – fram að áramótum. Hvað svo verður veit nú enginn, vandi er um slíkt að spá ... Svona er að vera nútíma farandverkamaður.
En það er sem sagt vika síðan ég fór aftur að vinna hjá skjaladeild nefndasviðs Alþingis, og sit þar nú, með þetta fína útsýni yfir Austurvöll; þinghúsið og dómkirkjan blasa við út um gluggann hjá mér. Ætti ég kannski að setja mér það markmið að vera aðeins á vinnustöðum með góðu útsýni hér eftir?! Í Eddu horfði ég yfir Laugardalinn og sundin blá, Akrafjall, Skarðsheiði og Esjan blöstu við – og síðastnefnda fjallið varð næstum því fallegt þegar maður sá svona vítt og breitt allt um kring.
Eiginlega væri efst á óskalistanum að geta blandað þessum tveimur vinnustöðum saman: Viðfangsefnunum hjá Eddu, starfsandanum hjá þinginu og samstarfsfólki af báðum stöðum. Hvernig ætli ég geti möndlað það?
En það er sem sagt vika síðan ég fór aftur að vinna hjá skjaladeild nefndasviðs Alþingis, og sit þar nú, með þetta fína útsýni yfir Austurvöll; þinghúsið og dómkirkjan blasa við út um gluggann hjá mér. Ætti ég kannski að setja mér það markmið að vera aðeins á vinnustöðum með góðu útsýni hér eftir?! Í Eddu horfði ég yfir Laugardalinn og sundin blá, Akrafjall, Skarðsheiði og Esjan blöstu við – og síðastnefnda fjallið varð næstum því fallegt þegar maður sá svona vítt og breitt allt um kring.
Eiginlega væri efst á óskalistanum að geta blandað þessum tveimur vinnustöðum saman: Viðfangsefnunum hjá Eddu, starfsandanum hjá þinginu og samstarfsfólki af báðum stöðum. Hvernig ætli ég geti möndlað það?
þriðjudagur, 5. nóvember 2002
Nei, Þórdís! Vara-yfirbloggari Íslendinga má ekki hætta að blogga! Það er bara bannað! Hver á þá að lífga upp á tilveru okkar hinna með því að hafa forgöngu um Múmínálfablogg og ótalmargt fleira skemmtilegt.
P.S. Ég tók tvær Múmínálfabækur á bókasafninu í gær, Örlaganóttina og Eyjuna hans Múmínpabba. Fleiri voru ekki inni – ætli það sé Múmínvakningin í bloggheimum sem veldur?
P.S. Ég tók tvær Múmínálfabækur á bókasafninu í gær, Örlaganóttina og Eyjuna hans Múmínpabba. Fleiri voru ekki inni – ætli það sé Múmínvakningin í bloggheimum sem veldur?
mánudagur, 4. nóvember 2002
þriðjudagur, 29. október 2002
Íslenski þulurinn sem talar ofan í alla verðlaunaafhendinguna hjá Norðurlandaráði í sjónvarpinu er ekkert smá þreytandi. Ég skil svo sem að það þurfi að vera þulur eða eitthvað þess háttar fyrst þetta er í beinni útsendingu (og þ.a.l. ekki hægt að vera með texta). En er nauðsynlegt að lesa upp orðrétta þýðingu á öllu saman? Hvernig væri að maður fengi að heyra hin Norðurlandamálin smávegis?
Múmínálfaumræðurnar eru æði! Sjá hér og hér og hér og hér og sennilega víðar.
Það er orðið alltof langt síðan ég hef lesið Múmínálfana – því miður á ég ekki bækurnar nema Pípuhatt galdrakarlsins sem ég var svo heppin að fá í afmælisgjöf þegar ég varð tuttugu og eins. Sama vetur tók ég þátt í leiklestri á atriði úr Örlaganóttinni á kraftakvöldi íslenskunema við lítinn fögnuð viðstaddra. Sumir kunna ekki gott að meta!
Skil ekki af hverju þessar bækur hafa ekki allar verið endurútgefnar – ég hef reglulega reynt að hvetja Sigþrúði til þess síðustu tvö árin, þ.e. síðan hún tók við embætti sem „konsúll Múmíndals“ (eins og Bjarni orðaði það svo ágætlega), en hún hefur ekki hlýtt mér ennþá! Vonandi fer að rætast úr þessu. Þrýstihópurinn er augljóslega stór og verður sífellt öflugri.
Það er orðið alltof langt síðan ég hef lesið Múmínálfana – því miður á ég ekki bækurnar nema Pípuhatt galdrakarlsins sem ég var svo heppin að fá í afmælisgjöf þegar ég varð tuttugu og eins. Sama vetur tók ég þátt í leiklestri á atriði úr Örlaganóttinni á kraftakvöldi íslenskunema við lítinn fögnuð viðstaddra. Sumir kunna ekki gott að meta!
Skil ekki af hverju þessar bækur hafa ekki allar verið endurútgefnar – ég hef reglulega reynt að hvetja Sigþrúði til þess síðustu tvö árin, þ.e. síðan hún tók við embætti sem „konsúll Múmíndals“ (eins og Bjarni orðaði það svo ágætlega), en hún hefur ekki hlýtt mér ennþá! Vonandi fer að rætast úr þessu. Þrýstihópurinn er augljóslega stór og verður sífellt öflugri.
mánudagur, 28. október 2002
föstudagur, 25. október 2002
Búin að finna svarið við aukagetrauninni hans Ármanns – en ég ætla ekki að segja múkk um málið. Mig langar nefnilega ekkert í aðalskipulag Reykjavíkur.
Alltaf er nú gaman að „heilbrigðisgeiraorðfærinu“ – eða ætti maður kannski að tala um „orðalagseinkenni varðandi málefni heilbriðisgeirans“?! Bjarni er með gott innlegg í þá umræðu, og hann var líka að sýna mér uppeldishandbókina sem hann minntist á. Þar er orðasafn með mörgum athyglisverðum orðum, til dæmis: áfallastreituröskun, eitrunargeðrof, hlutverkahermi, kjörþögli, líkömnunarraskanir, systkinatogstreita og skammvinnt svörunargeðrof! Að ógleymdri mótþróaþrjóskuröskuninni sem Bjarni hefur þegar gert að umtalsefni á blogginu sínu.
Þjált og fallegt mál? Hmm...
Þjált og fallegt mál? Hmm...
Ég tók fótboltaprófið sem Stefán vísar á, og fékk svarið sem hann sagði að flestir virtust fá, sem sé að liðið mitt væri Middlesborough! Ætli prófið sé eitthvað gallað? Einu sinni tók ég persónuleikapróf um það hver af gellunum í Sex and the City maður væri, og fékk svarið Charlotte. Það var mikið áfall, þangað til ég uppgötvaði að það var alveg sama hverju maður svaraði, það var einfaldlega ekki gefin önnur niðurstaða. Ég var mjög fegin þegar ég fann annað SATC-próf, og fékk út að ég væri Miranda!
Mark Steel var frábær í gærkvöld. Múrinn á mikinn heiður skilinn fyrir að flytja manninn inn og ég ætla sko líka að mæta á laugardaginn þegar hann talar hjá SHA.
Steinunn, ég gladdist mjög í morgun yfir þessu skynsemiskasti sem ég fékk í gærkvöld. Mér gekk nefnilega meira en nógu illa að koma mér á fætur í morgun þótt ég hafi ekki komið með ykkur í bæinn. En vona að þið hafið skemmt ykkur vel.
Steinunn, ég gladdist mjög í morgun yfir þessu skynsemiskasti sem ég fékk í gærkvöld. Mér gekk nefnilega meira en nógu illa að koma mér á fætur í morgun þótt ég hafi ekki komið með ykkur í bæinn. En vona að þið hafið skemmt ykkur vel.
miðvikudagur, 23. október 2002
Bráðavaktardagur í dag! :) Reyndar verð ég ekki heima til að horfa, því Lára Magnúsard. er með fyrirlestur hjá Félagi íslenskra fræða (í Sögufélagshúsinu kl. 20.30 – allir að mæta!) – en ég er svo forfallin að ég prógrammera vídeóið mitt til að taka Bráðavaktina upp svo ég missi ekki af einum einasta þætti. Ég fékk tölvupóst frá manneskju áðan sem álíka er ástatt fyrir, nema hún sagðist ekki komast að heiman í kvöld vegna þess að hún væri ER-frík! (Ætli hún kunni ekki að prógrammera vídeóið sitt?) Orðið „frík“ í þessu samhengi kveikti ýmsar hugmyndir hjá mér. Hvernig væri að öll Bráðavaktarfríkin sem ég þekki færu að taka sér forföllnustu Trekkarana til fyrirmyndar? Stofnuðu almennilegan aðdáendaklúbb þar sem meðlimir kæmu sér upp viðeigandi búningum og leggðust á kaf í rannsóknir á orðfæri Bráðavaktarinnar? Hmm... Er ég endanlega að tapa mér?!
þriðjudagur, 22. október 2002
En hvað ég er fegin að sjá að fjármálastjórnin er undarleg hjá fleirum en mér. Það ætti kannski að stofna stuðningshóp: Í viðjum Vísa?
Hvar er húfan mín, hvar er hempan mín ... ? Veit reyndar ekki hvað ég er að spyrja svona fráleitra spurninga þar sem ég á hvorki húfu né hempu. Hins vegar er greiðan mín týnd. :( Ekki ánægð með það. Ég er viss um að hún var á sínum stað í gær!
Nýtt blogg var hins vegar ekki á sínum stað á þessari síðu í gær frekar en aðra nýliðna daga, og ég sé að bloggari dauðans hefur ekki getað setið á sér að uppnefna síðuna mína upp á nýtt í samræmi við það. Ég veit svo sem að ég á ekkert annað skilið; Bjarni er meira að segja búinn að vera duglegri en ég að blogga upp á síðkastið, og þá er nú mikið sagt. Reyni samt afsökunina: Óheyrilega mikið að gera og vinnan sýgur úr mér alla orku. Geri ekki ráð fyrir að þetta verði tekið gilt, en það er samt satt!
Síðast þegar ég bloggaði var ég víst á leiðinni á skemmtikvöld Múrsins og búin að vera á leiðinni að fá hálsbólgu í nokkra daga, en hafði tekist að halda aftur af henni með hinum ágæta lífselexír koníaki. Síðla á föstudagskvöldinu fór hálsbólgan reyndar að láta á sér kræla einu sinni enn. Ég hafði verið að drekka rauðvín síðustu klukkutímana á undan, en komst á endanum að því að ég þyrfti greinilega að fá mér eitthvað meira bakteríudrepandi og tók þann kost að reyna að drekkja hálsbólgunni í viskíi. Það skilaði sér í rækilegum höfuðverk á laugardeginum, þannig að honum var að mestu eytt í svefn. Það var ekki nógu sniðugt. En það voru þó bara minniháttar aukaverkanir, því hálsbólgan gufaði gjörsamlega upp og hefur ekki gert vart við sig síðan.
Skemmtikvöld Múrsins var annars besta skemmtun – ritstjórn Múrsins lék Atómstöðina með miklum glæsibrag, undir augljósum áhrifum frá hinum margverðlaunaða leikhóp Hörpunni. Sá kynusli sem einkennt hefur sýningar Hörpunnar sveif til dæmis rækilega yfir vötnum og var mikill kostur á uppfærslunni. Ekki verður gert upp á milli einstakra leikara, þó rétt sé að nefna að sumir þeirra voru duglegri að draga athyglina að sjálfum sér en aðrir, sbr. hina fleygu setningu: „ég, sósíalíska bakarastúlkan, sem er augljóslega með alltof lítið hlutverk í þessu leikriti“ – skyldi bloggfrægðin vera farin að stíga mönnum til höfuðs?! ;) Annars var þetta í ágætis samræmi við þann póstmóderníska heildarblæ sem einkenndi sýninguna.
Skemmtikvöldið var einnig merkilegt fyrir það að snúast eiginlega upp í allsherjar bloggarapartí. Þarna hitti ég marga góða bloggara, til dæmis tvo sem ég hafði ekki áður kynnst í raunheimum (Orminn og Gneistann – sá síðarnefndi heldur því reyndar fram að hann sé ekki bloggari en það er augljós sjálfsblekking), auk bloggara sem voru mér að góðu kunnir í raunheimum fyrir, en ég hitti ákaflega sjaldan (Tryggva Má, Kristbjörn og Arnór – sem átti síðar um kvöldið eftir að skoða styttur bæjarins í meira návígi en flestir kæra sig um), að ógleymdum bloggandi hlutanum af ritstjórn Múrsins.
Jæja, þetta var föstudagskvöldið fyrir hálfri annarri viku. Kannski geri ég seinna einhverja grein fyrir öðrum atburðum í lífi mínu á þessu bloggauðnartímabili. Kannski ekki.
Nýtt blogg var hins vegar ekki á sínum stað á þessari síðu í gær frekar en aðra nýliðna daga, og ég sé að bloggari dauðans hefur ekki getað setið á sér að uppnefna síðuna mína upp á nýtt í samræmi við það. Ég veit svo sem að ég á ekkert annað skilið; Bjarni er meira að segja búinn að vera duglegri en ég að blogga upp á síðkastið, og þá er nú mikið sagt. Reyni samt afsökunina: Óheyrilega mikið að gera og vinnan sýgur úr mér alla orku. Geri ekki ráð fyrir að þetta verði tekið gilt, en það er samt satt!
Síðast þegar ég bloggaði var ég víst á leiðinni á skemmtikvöld Múrsins og búin að vera á leiðinni að fá hálsbólgu í nokkra daga, en hafði tekist að halda aftur af henni með hinum ágæta lífselexír koníaki. Síðla á föstudagskvöldinu fór hálsbólgan reyndar að láta á sér kræla einu sinni enn. Ég hafði verið að drekka rauðvín síðustu klukkutímana á undan, en komst á endanum að því að ég þyrfti greinilega að fá mér eitthvað meira bakteríudrepandi og tók þann kost að reyna að drekkja hálsbólgunni í viskíi. Það skilaði sér í rækilegum höfuðverk á laugardeginum, þannig að honum var að mestu eytt í svefn. Það var ekki nógu sniðugt. En það voru þó bara minniháttar aukaverkanir, því hálsbólgan gufaði gjörsamlega upp og hefur ekki gert vart við sig síðan.
Skemmtikvöld Múrsins var annars besta skemmtun – ritstjórn Múrsins lék Atómstöðina með miklum glæsibrag, undir augljósum áhrifum frá hinum margverðlaunaða leikhóp Hörpunni. Sá kynusli sem einkennt hefur sýningar Hörpunnar sveif til dæmis rækilega yfir vötnum og var mikill kostur á uppfærslunni. Ekki verður gert upp á milli einstakra leikara, þó rétt sé að nefna að sumir þeirra voru duglegri að draga athyglina að sjálfum sér en aðrir, sbr. hina fleygu setningu: „ég, sósíalíska bakarastúlkan, sem er augljóslega með alltof lítið hlutverk í þessu leikriti“ – skyldi bloggfrægðin vera farin að stíga mönnum til höfuðs?! ;) Annars var þetta í ágætis samræmi við þann póstmóderníska heildarblæ sem einkenndi sýninguna.
Skemmtikvöldið var einnig merkilegt fyrir það að snúast eiginlega upp í allsherjar bloggarapartí. Þarna hitti ég marga góða bloggara, til dæmis tvo sem ég hafði ekki áður kynnst í raunheimum (Orminn og Gneistann – sá síðarnefndi heldur því reyndar fram að hann sé ekki bloggari en það er augljós sjálfsblekking), auk bloggara sem voru mér að góðu kunnir í raunheimum fyrir, en ég hitti ákaflega sjaldan (Tryggva Má, Kristbjörn og Arnór – sem átti síðar um kvöldið eftir að skoða styttur bæjarins í meira návígi en flestir kæra sig um), að ógleymdum bloggandi hlutanum af ritstjórn Múrsins.
Jæja, þetta var föstudagskvöldið fyrir hálfri annarri viku. Kannski geri ég seinna einhverja grein fyrir öðrum atburðum í lífi mínu á þessu bloggauðnartímabili. Kannski ekki.
föstudagur, 11. október 2002
Er að fá hálsbólgu eða einhvern fjandann, sem gerði reyndar líka vart við sig í gærkvöld og fyrrakvöld og kvöldið þar á undan. Blessunarlega hefur koníaksdreitill fyrir svefninn haldið aftur af þessum fjára enn sem komið er, þannig að ég er sem betur fer ekki farin að nálgast Fílamannslúkkið sem afmælisbarn dagsins gerði að umfjöllunarefni í gær, enda hef ég ALLS EKKI tíma til að verða veik, þarf að vinna, vinna, vinna og vinna meira (er ég ekki dæmigerður Íslendingur?!) auk þess sem félagslífið er með virkasta móti þessa dagana. Skemmtikvöld Múrsins í kvöld, þrítugsafmæli hjá Guðnýju frænku minni á morgun – af hverju gerist alltaf allt í einu? Ég hef í fyrsta lagi tíma til að verða veik í nóvember, en nú finn ég að eitlarnir eru farnir að stækka aftur. Hrmpf! Er nokkuð til ráða nema staupa sig svolítið og elda svo mat með óheyrilega miklum hvítlauk?!
Nafnaskrár hafa lagt undir sig líf mitt! Skilaði einni af mér í gær, er að föndra aðra í vinnunni, og eina enn í „frístundum“. Jón Jónsson, Jón Jónsson, Jón Jónsson, Jón Jónsson á Arnarvatni, Jón Jónsson á Fossvöllum ...... Úff! Flestar nafnaskrár eru svo sem einföld handavinna að mestu, en ekki nafnaskráin við Ameríkubréfin sem ég er að reyna að klára núna. Það vill nefnilega svo undarlega til að þegar fólk skrifar bréf hugsar það ekkert út í að það væri gustuk að gera sæmilega grein fyrir því fólki sem minnst er á, því það er ef til vill og kannski hugsanlegt að bréfin verði gefin út hundrað árum seinna, og þá þurfi einhver vesalingur að gera nafnaskrá. Helstu áhyggjur mínar um þessar mundir snúast um spurningar á borð við:
Hver ætli „gamla Margrét“ sé sem „fór suður í Minnesota í vetur [1902] með Sigríði dóttur sinni“? Hvers son var séra Magnús á Gilsbakka? Og hlýtur „Magnús prestur“ sem Suddu-Jón talar um ekki að vera sá Magnús? Hver er „Aðalsteinn sem var hjá Laxdal“?!
Nú er ég búin að finna út það sem ég get með þeim gögnum sem ég hef tiltæk; þarf að fara að koma mér í bókhlöðuna til að fletta upp í Prestatali, Ættum Þingeyinga, Borgfirzkum æviskrám o.s.frv. Stöðugt fjör í spæjaraleik!
Hver ætli „gamla Margrét“ sé sem „fór suður í Minnesota í vetur [1902] með Sigríði dóttur sinni“? Hvers son var séra Magnús á Gilsbakka? Og hlýtur „Magnús prestur“ sem Suddu-Jón talar um ekki að vera sá Magnús? Hver er „Aðalsteinn sem var hjá Laxdal“?!
Nú er ég búin að finna út það sem ég get með þeim gögnum sem ég hef tiltæk; þarf að fara að koma mér í bókhlöðuna til að fletta upp í Prestatali, Ættum Þingeyinga, Borgfirzkum æviskrám o.s.frv. Stöðugt fjör í spæjaraleik!
miðvikudagur, 9. október 2002
Jæja! Það er orðið langt síðan málfarslöggan í mér hefur fengið útrás á þessari síðu, en að gefnu tilefni ætla ég að tjá mig svolítið um ágætisorðið blogg. Í Kastljósviðtalinu við Stefán og Salvöru í kvöld var lýst eftir íslensku orði í staðinn fyrir „útlenskuna“ blogg og óskaplega margir virðast vera með böggum hildar yfir orðinu. Jú, jú, vissulega er uppruninn erlendur en sömu sögu er að segja um svo ótalmörg önnur orð sem hafa síðan unnið sér þegnrétt í íslensku máli. Það á ekki bara við um tuttugustu aldar tökuorð eins og jeppa og kornflex heldur ótrúlegustu orð önnur. Nokkur dæmi: prestur, ferskja, perla, súkkulaði, berklar, skúffa, helvíti, bók. Já, meira að segja bók!
Þótt orð sé tekið úr öðru máli er nefnilega ekki þar með sagt að það sé hrá sletta.
Hugsanlega finnst mörgum blogg líta undarlega út á prenti, en það myndu hversdagsleg orð eins og borð og stóll líka gera ef þau bæri ekki eins oft fyrir augu Íslendinga og raun ber vitni. Við stafsetninguna á blogginu er ekkert að athuga og hún hefur þegar verið aðlöguð íslensku; orðið er ritað með tveimur g-um en ekki einu eins og gert er í ensku (blog). Það eitt og sér dugar að vísu ekki til að orðið geti talist íslenskt. Hægt er að stafsetja hvaða útlenskt orð sem er upp á íslensku – jafnvel orð sem er mikið notað í daglegu máli – án þess að það verði þar með íslenskt. Sem dæmi má nefna upphrópanirnar sjitt og dísess eða djísess eða dísöss eða djísöss, sem geta í allra besta falli talist hæpin íslenska og varla það.
Nei, fleira þarf að koma til en stafsetningin. Til að orð teljist fullgilt í íslensku máli er þess krafist að það falli að málkerfinu, þ.e. beygingakerfi og hljóðkerfi, og þessa kröfu uppfyllir bloggið fullkomlega. Orðið brýtur engar íslenskar hljóðkerfisreglur. Hvert einasta hljóð í því er til í íslensku og það fullnægir svokölluðum hljóðskipunarreglum prýðilega, þ.e. hljóðin i því raðast ekki saman á neinn þann hátt sem er ankannalegur í íslensku. Orðið byrjar á bl + sérhljóða eins og ótalmörg íslensk orð, t.d. blað, blaðra, blár, blauður, blekking, blindur, blíða, blóm, blót, blundur, og blygðun.
Og þótt orðin sem enda eins, þ.e. á sérhljóða + gg, séu færri eru þau engu að síður allnokkur til, þar á meðal: brugg, bygg, dregg, egg, dögg, hnegg, högg, plagg, sigg, og skegg
Um beygingakerfið þarf ekki að hafa mörg orð, allir virðast líta á blogg sem hvorugkynsorð og beygingin er ekkert vandamál:
blogg, um blogg, frá bloggi, til bloggs
Auk þess bætir blogg við sig greini eins og ekkert sé:
bloggið, um bloggið, frá blogginu til bloggsins
Stóran aukaplús fær bloggið svo fyrir að vera góður grunnur fyrir virka orðmyndun. Nafnorðið bloggari er notað um þann sem stundar verknaðinn sem lýst er með sögninni að blogga, og af þessum orðum hafa svo orðið til fjölmörg önnur orð, t.d. bloggheimar og bloggsíða, að veslings aumingjabloggaranum ógleymdum.
Og þetta eru bara nokkur blogg-orð af mörgum; á þessari bloggsíðu hefur til dæmis verið stunduð meðvituð nýyrðasmíð þar sem vakið hefur verið máls á orðunum bloggfall og bloggvís, og auk þess notaðar ýmsar fleiri skemmtilegar samsetningar; lausleg skönnun leiddi í ljós orð eins og bloggfróður, blogglatur og bloggpabbi.
Er niðurstaðan ekki augljós? Við höfum til taks stutt og þjált orð sem fellur vel að íslensku málkerfi. Ekkert mælir gegn því að blogginu verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur hið fyrsta. :)
Þótt orð sé tekið úr öðru máli er nefnilega ekki þar með sagt að það sé hrá sletta.
Hugsanlega finnst mörgum blogg líta undarlega út á prenti, en það myndu hversdagsleg orð eins og borð og stóll líka gera ef þau bæri ekki eins oft fyrir augu Íslendinga og raun ber vitni. Við stafsetninguna á blogginu er ekkert að athuga og hún hefur þegar verið aðlöguð íslensku; orðið er ritað með tveimur g-um en ekki einu eins og gert er í ensku (blog). Það eitt og sér dugar að vísu ekki til að orðið geti talist íslenskt. Hægt er að stafsetja hvaða útlenskt orð sem er upp á íslensku – jafnvel orð sem er mikið notað í daglegu máli – án þess að það verði þar með íslenskt. Sem dæmi má nefna upphrópanirnar sjitt og dísess eða djísess eða dísöss eða djísöss, sem geta í allra besta falli talist hæpin íslenska og varla það.
Nei, fleira þarf að koma til en stafsetningin. Til að orð teljist fullgilt í íslensku máli er þess krafist að það falli að málkerfinu, þ.e. beygingakerfi og hljóðkerfi, og þessa kröfu uppfyllir bloggið fullkomlega. Orðið brýtur engar íslenskar hljóðkerfisreglur. Hvert einasta hljóð í því er til í íslensku og það fullnægir svokölluðum hljóðskipunarreglum prýðilega, þ.e. hljóðin i því raðast ekki saman á neinn þann hátt sem er ankannalegur í íslensku. Orðið byrjar á bl + sérhljóða eins og ótalmörg íslensk orð, t.d. blað, blaðra, blár, blauður, blekking, blindur, blíða, blóm, blót, blundur, og blygðun.
Og þótt orðin sem enda eins, þ.e. á sérhljóða + gg, séu færri eru þau engu að síður allnokkur til, þar á meðal: brugg, bygg, dregg, egg, dögg, hnegg, högg, plagg, sigg, og skegg
Um beygingakerfið þarf ekki að hafa mörg orð, allir virðast líta á blogg sem hvorugkynsorð og beygingin er ekkert vandamál:
blogg, um blogg, frá bloggi, til bloggs
Auk þess bætir blogg við sig greini eins og ekkert sé:
bloggið, um bloggið, frá blogginu til bloggsins
Stóran aukaplús fær bloggið svo fyrir að vera góður grunnur fyrir virka orðmyndun. Nafnorðið bloggari er notað um þann sem stundar verknaðinn sem lýst er með sögninni að blogga, og af þessum orðum hafa svo orðið til fjölmörg önnur orð, t.d. bloggheimar og bloggsíða, að veslings aumingjabloggaranum ógleymdum.
Og þetta eru bara nokkur blogg-orð af mörgum; á þessari bloggsíðu hefur til dæmis verið stunduð meðvituð nýyrðasmíð þar sem vakið hefur verið máls á orðunum bloggfall og bloggvís, og auk þess notaðar ýmsar fleiri skemmtilegar samsetningar; lausleg skönnun leiddi í ljós orð eins og bloggfróður, blogglatur og bloggpabbi.
Er niðurstaðan ekki augljós? Við höfum til taks stutt og þjált orð sem fellur vel að íslensku málkerfi. Ekkert mælir gegn því að blogginu verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur hið fyrsta. :)
mánudagur, 7. október 2002
Ég ÞOLI EKKI pop-up-glugga. Nú er Múrinn meira að segja farinn að angra fólk með þeim – er maður hvergi óhultur?
Komin aftur suður yfir heiðar eftir góða ferð norður. Hamlet-sýningin hjá Leikfélagi Akureyrar var verulega góð – ekki síst fyrir það hvað þau nýútskrifuðu sem léku Hamlet og Ófelíu voru frábær. Svo náði ég að komast aðeins upp í Mývatnssveit í gærkvöld, að hitta ömmu og hitt frændfólkið „heima“ á Grænavatni, því miður bara rétt í mýflugumynd en það er þó betra en ekkert.
föstudagur, 4. október 2002
Oooohhh, mig langar svo til útlanda! Hef reynt að beita ýmsum brögðum síðustu vikurnar til að vinna á lönguninni, um daginn fór ég meira að segja á Bourne Identity þótt mér finnist Matt Damon óþolandi leikari, því ég var búin að sjá treilerinn sem gaf til kynna margar útitökur í París. Myndin var alveg í lagi, og mér til mikillar gleði sást hellingur af París í henni, en það gagnaðist ekkert í baráttunni; mig langaði bara meira til útlanda eftir. Tveimur dögum seinna fékk ég í hendurnar próförk að afbragðsgóðri bók sem gerist í París (og kemur út núna fyrir jólin), og æsti auðvitað ennþá meira upp í mér löngunina. Akkuru býr maður á einangruðu landi og þarf að borga okurverð til að sleppa í burtu? Þetta er ekki sanngjarnt!
Kominn föstudagur – einu sinni enn. Ach, wie die Zeit vergeht! Langar á þessa ráðstefnu, en það skipulag að hafa aðalfyrirlesturinn klukkan tvö á virkum degi miðast ekki beinlínis við fólk í vinnu úti í bæ. Svo er ég að fara norður á morgun – ætla að drífa mig á Hamlet annað kvöld, og er mjög spennt.
fimmtudagur, 3. október 2002
Tilvitnun vikunnar er frá Ásu: „Skátinn býður kannski Skátasambandi Íslands og öðrum nánum fjölskyldumeðlimum.“ !!!
Hilma á svo sögu vikunnar. Bókhlöðulífið getur svo sannarlega verið ævintýralegt! Ég er annars jafnsvekkt og Hilma yfir Bráðavaktarleysinu í gærkvöld. Er stefnuræðan alltaf flutt á miðvikudögum? Hún hefur alla vega rutt Bráðavaktinni úr vegi óheyrilega oft gegnum tíðina. Íslensk pólitík í staðinn fyrir Bráðavaktina – það eru verulega slæm býtti. :(
Hilmu til fróðleiks má nefna hér að Sigtryggur/Diddi sem hún minnist á hér er jafnframt fórnarlambið í kossasögu Svanhildar frá 29. september (einhverra hluta vegna er ekki hægt að linka beint á færsluna í dag). (Sama færsla er jafnframt 3. kafli í framhalds-ástamála-sögunni úr 7. ára bekk í Grandaskóla. Sem er framhaldssaga ársins!) Umræddur Sigtryggur var annars á sama tíma og ég í íslenskunni – en ég var búinn að þekkja hann í tvö ár þegar ég uppgötvaði að hann var sami maðurinn og „Diddi“, æskuvinur Svanhildar, sem ég hafði heyrt ýmsar skemmtilegar sögur af gegnum tíðina. Undarlegt að uppgötva svona að einhverjir tveir séu í rauninni einn!
Hilma á svo sögu vikunnar. Bókhlöðulífið getur svo sannarlega verið ævintýralegt! Ég er annars jafnsvekkt og Hilma yfir Bráðavaktarleysinu í gærkvöld. Er stefnuræðan alltaf flutt á miðvikudögum? Hún hefur alla vega rutt Bráðavaktinni úr vegi óheyrilega oft gegnum tíðina. Íslensk pólitík í staðinn fyrir Bráðavaktina – það eru verulega slæm býtti. :(
Hilmu til fróðleiks má nefna hér að Sigtryggur/Diddi sem hún minnist á hér er jafnframt fórnarlambið í kossasögu Svanhildar frá 29. september (einhverra hluta vegna er ekki hægt að linka beint á færsluna í dag). (Sama færsla er jafnframt 3. kafli í framhalds-ástamála-sögunni úr 7. ára bekk í Grandaskóla. Sem er framhaldssaga ársins!) Umræddur Sigtryggur var annars á sama tíma og ég í íslenskunni – en ég var búinn að þekkja hann í tvö ár þegar ég uppgötvaði að hann var sami maðurinn og „Diddi“, æskuvinur Svanhildar, sem ég hafði heyrt ýmsar skemmtilegar sögur af gegnum tíðina. Undarlegt að uppgötva svona að einhverjir tveir séu í rauninni einn!
mánudagur, 30. september 2002
Þreytt og rugluð í hausnum. Er að reyna að föndra nafnaskrá við Bréf Vestur-Íslendinga II en puttunum gengur ógurlega illa að fást við lyklaborðið. Lenda stöðugt á vitlausum stöfum. Búa samt ekki til hefðbundnar innsláttarvillur, heldur eru meira í skúríbúríkrassbúmm-fílíngnum. Ef sænski kokkurinn kæmist í tæri við tölvu yrði útkoman eitthvað svipuð og hjá mér í dag.
föstudagur, 27. september 2002
Susan Lewis er mætt aftur í Bráðavaktina! Hún var skemmtilegur karakter á sínum tíma og sárt saknað þegar hún hætti, en þessi endurkoma lofar einhvern veginn ekkert sérlega góðu. Held að það séu ekki útlitsfordómar, þótt á þessum árum sem liðin eru hafi henni tekist að finna sér ljótustu hárgreiðslu í heimi!
Já, margt hefur breyst í Bráðavaktinni. Í fyrra lífi Susan þar var Mark Greene til dæmis ekki kominn efst á óþolandi-listann minn, en þar trónir hann tvímælalaust núna.
Já, margt hefur breyst í Bráðavaktinni. Í fyrra lífi Susan þar var Mark Greene til dæmis ekki kominn efst á óþolandi-listann minn, en þar trónir hann tvímælalaust núna.
þriðjudagur, 24. september 2002
laugardagur, 21. september 2002
Kannski ætti ég að breyta heitinu á þessari síðu í Laugardagsblogg. Alla vega virðist mér ganga heldur illa að blogga á öðrum vikudögum núorðið, enda fer heilastarfsemin að mestu í vinnuna. Þaðan er það helst að frétta að ég er ekki lengur í orðabókinni; „lánstíminn“ á mér rann út á mánudaginn eftir nokkrar framlengingar, þannig að ég er komin aftur í önnur verk, þar á meðal þau sem ég vanrækti meðan á orðabókarvinnunni stóð.
Sú lífsreynsla að verða „lánsgripur“ var verulega athyglisverð. Lánuð, leigð, gerð út af öðrum í undarlegum tilgangi … Að því kom að augu mín lukust upp: ég var greinilega komin í vændið! Hlutgerving mín varð þó fyrst alger þegar framlenging lánstímans réðst af úrslitum í einhverjum fótboltaleik, og ég varð því eins konar vinningur í veðmáli!!!
(Reyndar var ég ekki eins viljalaust verkfæri og ég læt! Það er frábært fólk að vinna við orðabókina, og mér fannst ofsalega gaman að vinna með því. Auk þess blundar i mér orðabókapervert sem gladdist mjög yfir því að fá að fikta pínu við orðabókina!)
Annars er það helst að frétta af mér og vinnunni að ég er bara ráðin fram að mánaðamótum og það er ennþá óljóst um framlengingu. Þannig að kannski verð ég atvinnulaus eftir rúma viku. Ef einhver veit um skemmtilega vinnu handa furðufugli eins og mér má alveg láta mig vita (þótt ég vilji samt helst vera áfram þar sem ég er núna).
P.S. Hilmu og Stefáni má benda á hjálpina í Bloggernum þar sem þetta svar fæst við vandamáli þeirra.
P.P.S. Ég ætla ekki að bætast í hóp þeirra bloggara sem hæðast að nýja bakgrunninum á síðunni hans Stefáns og telja hann afbrigðilega ljótan – þvert á móti finnst mér liturinn frekar sætur!
P.P.P.S. Þórdís átti alltaf að vera á listanum yfir flesta uppáhaldsbloggarana mína hérna til hliðar. Nú er hún loksins komin þangað.
Sú lífsreynsla að verða „lánsgripur“ var verulega athyglisverð. Lánuð, leigð, gerð út af öðrum í undarlegum tilgangi … Að því kom að augu mín lukust upp: ég var greinilega komin í vændið! Hlutgerving mín varð þó fyrst alger þegar framlenging lánstímans réðst af úrslitum í einhverjum fótboltaleik, og ég varð því eins konar vinningur í veðmáli!!!
(Reyndar var ég ekki eins viljalaust verkfæri og ég læt! Það er frábært fólk að vinna við orðabókina, og mér fannst ofsalega gaman að vinna með því. Auk þess blundar i mér orðabókapervert sem gladdist mjög yfir því að fá að fikta pínu við orðabókina!)
Annars er það helst að frétta af mér og vinnunni að ég er bara ráðin fram að mánaðamótum og það er ennþá óljóst um framlengingu. Þannig að kannski verð ég atvinnulaus eftir rúma viku. Ef einhver veit um skemmtilega vinnu handa furðufugli eins og mér má alveg láta mig vita (þótt ég vilji samt helst vera áfram þar sem ég er núna).
P.S. Hilmu og Stefáni má benda á hjálpina í Bloggernum þar sem þetta svar fæst við vandamáli þeirra.
P.P.S. Ég ætla ekki að bætast í hóp þeirra bloggara sem hæðast að nýja bakgrunninum á síðunni hans Stefáns og telja hann afbrigðilega ljótan – þvert á móti finnst mér liturinn frekar sætur!
P.P.P.S. Þórdís átti alltaf að vera á listanum yfir flesta uppáhaldsbloggarana mína hérna til hliðar. Nú er hún loksins komin þangað.
laugardagur, 14. september 2002
Það fór eins og ég vissi; þótt mér tækist að skjóta upp kollinum í bloggheimum fyrir viku sökk ég aftur ofan í hyldýpi aumingjabloggsins. Samt er ég aftur komin í netsamband, bæði í vinnunni og heima, en hektískasti tíminn í vinnunni er runninn upp og hæfileikar til hugsunar og tjáningar að mestu fráteknir fyrir hana. Það þýðir þó ekki að ég hafi engin afrek unnið í þágu bloggsins. Þvert á móti! Ég er enn lánsgripur á orðabókardeildinni — og í dag fékk ég það verkefni að nýskrá orð úr bloggheimum. Í nýrri útgáfu orðabókarinnar (þ.e. Íslenskrar orðabókar) sem kemur út 1. nóvember má fólk því búast við að geta flett upp prýðisorðunum blogg, blogga, bloggari o.fl. Ætli aumingjabloggari fái að vera með?!
P.S. Hérna til hliðar eru loksins komnar krækjur á flesta uppáhaldsbloggarana mína.
P.S. Hérna til hliðar eru loksins komnar krækjur á flesta uppáhaldsbloggarana mína.
laugardagur, 7. september 2002
Þá er ansi löng blogghvíld að baki í bili. Ástæðurnar?
1) Annir í vinnunni
2) Skortur á netsambandi.
3) Andleysi.
Nánari ástæður fyrir lið 2):
a) Er búin að vera „í láni“ inni á orðabókardeild í vikunni og kemst ekki á netið í tölvunni þar (en hefði hvort eð er varla haft tíma til að blogga).
b) Innhringisambandið við Reiknistofnun (sem ég nota heima) hefur verið í misgóðu lagi, mér til óánægju og óyndisauka.
Auk þess er að renna upp sá tími ársins þegar ég hef svo mikið að gera við að gera athugasemdir við það sem aðrir skrifa að ég verð hálfófær um að tjá mig sjálf. Tóm í hausnum fyrir og eftir vinnu, og í mestu vandræðum með að koma út úr mér óbrenglaðri setningu!
Þannig að ég get ekki lofað bloggdugnaði á næstu vikum. Stefni samt auðvitað að bót og betrun. :)
1) Annir í vinnunni
2) Skortur á netsambandi.
3) Andleysi.
Nánari ástæður fyrir lið 2):
a) Er búin að vera „í láni“ inni á orðabókardeild í vikunni og kemst ekki á netið í tölvunni þar (en hefði hvort eð er varla haft tíma til að blogga).
b) Innhringisambandið við Reiknistofnun (sem ég nota heima) hefur verið í misgóðu lagi, mér til óánægju og óyndisauka.
Auk þess er að renna upp sá tími ársins þegar ég hef svo mikið að gera við að gera athugasemdir við það sem aðrir skrifa að ég verð hálfófær um að tjá mig sjálf. Tóm í hausnum fyrir og eftir vinnu, og í mestu vandræðum með að koma út úr mér óbrenglaðri setningu!
Þannig að ég get ekki lofað bloggdugnaði á næstu vikum. Stefni samt auðvitað að bót og betrun. :)
föstudagur, 30. ágúst 2002
Það er greinilega að koma haust. Síminn hjá mér er ósjaldan búinn að hringja síðustu dagana: fólk að athuga hvort ég geti tekið að mér hlutastörf, afmörkuð verkefni, eina og eina próförk og svo framvegis. Þótt mér veiti ekki af aukavinnu (vantar pening) hef ég oftast orðið að segja nei, því ég er smám saman að gera mér grein fyrir því að það komast ekki fleiri en 24 tímar fyrir í sólarhringnum. Hef reyndar að baki áralangar tilraunir í að fjölga þeim en þær hafa því miður engan árangur borið.
Labbaði þó inn á orðabókardeild áðan og bauðst til að taka próförk að nokkrum síður þar – einhvers staðar verður maður að fá útrás fyrir allra afbrigðilegustu tilhneigingarnar!
Labbaði þó inn á orðabókardeild áðan og bauðst til að taka próförk að nokkrum síður þar – einhvers staðar verður maður að fá útrás fyrir allra afbrigðilegustu tilhneigingarnar!
Á blogginu hennar Ásu í dag getur fólk lesið um húsleit hjá „hundakonunni“ á Akureyri. Ég held að enginn sem hefur alist upp á Akureyri velkist í vafa um það hver konan er, enda er þetta ekki í fyrsta skipti sem hún hefur komið sér í kynni við lögregluna, hafi ég getið mér rétt til.
Ása er annars líka með bráðskemmtilega könnun á síðunni sinni um það hvaða gömlu sjónvarpsþætti fólk vilji láta endursýna (einkum unglingaþætti). Hvet alla til að taka þátt í henni – enn sem komið er virðist ég vera sú eina sem hef greitt Fame atkvæði – trúi ekki öðru en til séu fleiri sem vildu sjá þá ágætu þætti aftur! Auðvitað mætti bæta ýmsum þáttum við listann hennar Ásu – þó sakna ég ekki verulega nema eins: þáttanna um Parker Lewis. Þeir voru ótrúleg snilld og hafa auk þess óvænta tengingu við Bráðavaktina! Þegar hún byrjaði í sjónvarpinu (þ.e. fyrsta serían) gat maður ekki annað en hrópað upp yfir sig: „Nei sko – Kubiac er í afgreiðslunni!!!“
Bráðavaktarþátturinn um daginn var annars töluverð vonbrigði. Svona er að hlakka of mikið til einhvers. Þarna hélt áfram sú ískyggilega þróun sem einkenndi síðustu seríu mjög, að handritshöfundarnir voru að gera stöðugar tilraunir með formið. Í sjónvarpsþáttum eins og þessum er það umtalsvert áhyggjuefni, því það vekur þá spurningu hvort fólkinu detti ekkert í hug til að skrifa um.
Ása er annars líka með bráðskemmtilega könnun á síðunni sinni um það hvaða gömlu sjónvarpsþætti fólk vilji láta endursýna (einkum unglingaþætti). Hvet alla til að taka þátt í henni – enn sem komið er virðist ég vera sú eina sem hef greitt Fame atkvæði – trúi ekki öðru en til séu fleiri sem vildu sjá þá ágætu þætti aftur! Auðvitað mætti bæta ýmsum þáttum við listann hennar Ásu – þó sakna ég ekki verulega nema eins: þáttanna um Parker Lewis. Þeir voru ótrúleg snilld og hafa auk þess óvænta tengingu við Bráðavaktina! Þegar hún byrjaði í sjónvarpinu (þ.e. fyrsta serían) gat maður ekki annað en hrópað upp yfir sig: „Nei sko – Kubiac er í afgreiðslunni!!!“
Bráðavaktarþátturinn um daginn var annars töluverð vonbrigði. Svona er að hlakka of mikið til einhvers. Þarna hélt áfram sú ískyggilega þróun sem einkenndi síðustu seríu mjög, að handritshöfundarnir voru að gera stöðugar tilraunir með formið. Í sjónvarpsþáttum eins og þessum er það umtalsvert áhyggjuefni, því það vekur þá spurningu hvort fólkinu detti ekkert í hug til að skrifa um.
fimmtudagur, 29. ágúst 2002
Um síðustu helgi færði ég heimilisbókhaldið mitt og í fyrradag fékk ég gígantískan vísareikning. Hvort tveggja sagði mér það sama og fyrri heimilisbókhaldsfærslur og vísareikningar: Erna, þú verður að skera niður kaffihúsakostnaðinn. Borða að minnsta kosti sjaldnar úti. Oft var þörf en nú er nauðsyn! Og hvernig hafa sparnaðaráformin gengið? Ja ... í gær borðaði ég kvöldmat á Alþjóðakaffihúsinu, í dag fékk ég mér hádegismat í danska bakaríinu, hvort tveggja í góðum félagsskap. Kannski gengi mér betur að spara ef ég hætti að hitta fólk?
miðvikudagur, 28. ágúst 2002
Vei, vei, veeeeiiiii!!!!! Bráðavaktin byrjar aftur í sjónvarpinu í kvöld! :) Ég verð reyndar ekki heima, en þar sem ég er ótrúlega forsjál (á köflum) hafði ég rænu á því í gærkvöld að prógrammera vídóið mitt til að taka hana upp. Tímastillir á vídeói er frábær uppfinning, án hans hefði ég „neyðst“ (!) til að fórna félagslífinu í kvöld. Nú er bara að vona að dr. Greene drepist sem fyrst. Óttast þó að áhorfendum verði gert að afbera heilaæxlið margfalt lengur en öllu hófi gegnir.
þriðjudagur, 27. ágúst 2002
Var óheyrilega þreytt í gærkvöld, hafði ekki orku til neins nema leggjast upp í sófa með tærnar upp í loft, sem var reyndar ágætt. Glápti líka á vídeó – horfði á High Fidelity einu sinni enn. Þeim tíma er alltaf vel varið, myndin er frábær – og stenst meira að segja samanburð við bókina sem er ekkert smá góð. Annars lítur út fyrir að það sé sé eitthvert ómeðvitað John Cusack þema í gangi þessa dagana. Í fyrrakvöld horfði ég á Cradle Will Rock, og svo var Grosse Pointe Blank í sjónvarpinu á föstudaginn (var reyndar svo þreytt að ég sofnaði í henni miðri, en það var óvart). Kannski ég ætti að horfa á America's Sweethearts í kvöld?
mánudagur, 26. ágúst 2002
Ármanni má benda á að úrvalið af bókum á útlensku á Borgarbókasafninu niðri í bæ er býsna gott, ekki síst af krimmum. Bókasafnið hefur oftast reynst mér mun betur en bókabúðir bæjarins.
Fátt gerðist markvert í lífi mínu um helgina, en þó dreif ég mig loksins á sumarsýninguna í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, á blaðaljósmyndum frá tímabilinu 1965–75. Mjög skemmtileg sýning.
föstudagur, 23. ágúst 2002
Gaman, gaman, það er til „quiz“ á netinu um bloggóhólisma! Prófið er að finna hérna. Ég fékk 52 stig af hundrað.
Get ekki stillt mig um að bæta enn einni tilvitnun í Ameríkubréf við. Nú er komið að nýjum bréfritara, konu sem er meðal annars að segja dánarfregnir og bætir svo við: „Aðrir man ég ekki um að hafi dáið sem þið þekkið, samt er alltaf að deyja hér fólk af öllum þjóðum. Núna í vikunni drap maður konuna sína og sjálfan sig á eftir, það er altítt hér að fólk ferst fljótlega. Lögmaður drap sig í Rauðá í næstliðinni viku, en það er algengt hér og þykir það ekki neinar fréttir.“
Ég stakk af úr vinnunni um hádegi til að fara á fund í stjórn Aðstoðarmannasjóðs H.Í. Er komin aftur að skrifborðinu mínu núna, en það er mesta furða. Ferðin til baka gekk nefnilega fremur brösulega, og eru strætóferðir mínar þó ekki alltaf tíðindalausar. Þegar fundurinn var búinn var ég rétt búin að missa af fimmunni, og þar sem ég nennti ekki að hanga á strætóstoppistöðinni í tuttugu mínútur ákvað ég að ganga niður í bæ og taka strætó þar. Þegar niður í Austurstræti var komið var tvisturinn á stoppistöðinni, og þar sem hann fer líka upp á Suðurlandsbraut stökk ég að sjálfsögðu til og náði vagninum rétt áður en hann renndi aftur af stað. Svo settist ég niður og fór að lesa í rólegheitum. Eftir dálítinn tíma leit ég upp úr blaðinu, og hvert er ég þá komin? Lengst vestur á Vesturgötu! Ég tók semsé strætó í vitlausa átt og var ekkert að flýta mér að uppgötva það. En þetta fór allt vel á endanum, ég er allavega komin aftur í vinnuna núna.
fimmtudagur, 22. ágúst 2002
Er að lesa próförk að Ameríkubréfum – það verk hefur orðið útundan heldur lengi, en nú fer að liggja á því. Þar er ýmislegt skemmtilegt, í einu bréfi frá 1937 segir meðal annars: „... séra K.K. Olafson ætlar að halda fyrirlestur hér í kirkjunni um Halldór Kiljan Laxness hérna á föstudaginn kemur og það er þörf að einhver taki í lurginn á þeim strák. Við erum [búin] að lesa allar sögurnar hans og okkur er bara óglatt að hugsa um þær en við erum líklega ekki nógu menntuð til að dæma um þær.“
miðvikudagur, 21. ágúst 2002
Þótt veðrið sé áfram grátt er hausinn á mér sem betur fer í aðeins betra sambandi í dag en í gær. Ég var algjört tabula rasa þegar liðið var á daginn, og auk þess orðin verulega pirruð á öllu. Fékk mér að éta á leiðinni heim og greyið sem afgreiddi mig reyndi að slá á létta strengi í mesta sakleysi. Ég mátti hafa mig alla við svo ég hvæsti ekki með afbrigðum illyrmislega á hann.
þriðjudagur, 20. ágúst 2002
Ármann hefur skrásett skemmtilegt minningabrot um Mola flugustrák í dag. Ég kannast mjög vel við það viðhorf til bóka sem þar er lýst. Af samskiptum minum og bókanna um Mola er hins vegar það að segja að ég las þær vissulega en fannst Köngull kónguló svo ógnvekjandi að það var á mörkunum að ég gæti það. Kannski hef ég verið óþarflega viðkvæmt barn? Málin hafa hins vegar þróast þannig að líkt og Ármann styð ég kóngulær nútímans heilshugar í flugnaveiðum sínum, og þær eru ófáar utan á húsinu mínu. Við erum bestu vinir, svo framarlega sem þær halda sig utanhúss.
mánudagur, 19. ágúst 2002
Svona lýsti Jóhannes Helgi Reykjavíkurlífinu í Birtingi árið 1955:
„Á daginn slæpist ungviðið á speglasjoppum, sláandi fimmklall fyrir ísglundri og vindlingum; á nóttunni þegar hleypt hefur verið út úr danshúsunum slæst það kringum pylsuvagnana og ryðst ölmótt og illa til reika fram og aftur um miðbæinn og spýr og grætur utan í húsveggi fram eftir nóttu.“
Það fólk sem stöðugt hneykslast á „ástandinu í miðbænum nú til dags“ hefði gott af að lesa þetta. Merkilegt hvernig sumir virðast halda að aldrei hafi sést drukkið fólk í miðbæ Reykjavíkur fyrr en á síðustu árum. Var það ekki Oscar Wilde sem sagði (fyrir meira en heilli öld) að heimurinn hefði ekkert versnað, það væri bara fréttaflutningurinn sem hefði batnað.
„Á daginn slæpist ungviðið á speglasjoppum, sláandi fimmklall fyrir ísglundri og vindlingum; á nóttunni þegar hleypt hefur verið út úr danshúsunum slæst það kringum pylsuvagnana og ryðst ölmótt og illa til reika fram og aftur um miðbæinn og spýr og grætur utan í húsveggi fram eftir nóttu.“
Það fólk sem stöðugt hneykslast á „ástandinu í miðbænum nú til dags“ hefði gott af að lesa þetta. Merkilegt hvernig sumir virðast halda að aldrei hafi sést drukkið fólk í miðbæ Reykjavíkur fyrr en á síðustu árum. Var það ekki Oscar Wilde sem sagði (fyrir meira en heilli öld) að heimurinn hefði ekkert versnað, það væri bara fréttaflutningurinn sem hefði batnað.
sunnudagur, 18. ágúst 2002
Menningarnóttin var frábær eins og venjulega, þrátt fyrir að ýmislegt hafi farið öðruvísi en áætlað var. Til dæmis ætlaði ég að byrja á vísnatónleikum í Hljómskálanum klukkan fjögur en þegar ég kom þangað var allt orðið troðfullt og fólki ekki lengur hleypt inn. Mál manna var að það yrði nauðsynlegt að koma á staðinn klukkutíma fyrir næstu tónleika ef maður ætti að komast inn, þannig að ég gaf upp alla von um það. Fór í staðinn og hlustaði á djass í bakgarðinum hjá Jómfrúnni, horfði á örleikrit í Íslandsbanka, fór á tónleika með KC-kvartettinum svokallaða í búð á Skólavörðustíg og þvældist síðan bara um. Mjög fínt.
Við Kata hittumst svo um kvöldmatarleytið og fengum okkur að borða. Síðan höfðum við planað að fara á Rímur og rapp og sjá til eftir það, en gera alla vega sitthvað fleira um kvöldið.
Rímur og rapp byrjaði klukkan átta. Þá var tilkynnt að þetta yrði um tveggja og hálfs tíma dagskrá, sem var ansi mikið meira en við höfðum búist við, en við hugsuðum með okkur: jæja, við sitjum rólegar í bili og sjáum svo til.
Dagskráin hófst og var fullkomlega absúrd á köflum en oft bráðskemmtileg. En þegar klukkan var orðin hálfellefu og þeir tveir og hálfu tímar liðnir sem boðaðir höfðu verið í upphafi tilkynnti Eva María (sem var kynnir) að nú væri Lúðrasveit Reykjavíkur að koma sér fyrir, og Steindór Andersen myndi kveða með henni. Svo taldi hún upp þau atriði sem voru eftir, sem voru ófá. Við Kata litum á Stefán og Steinunni sem sátu við hliðina á okkur og veltum fyrir okkur hvað þetta ætti eftir að taka langan tíma í viðbót. Hálftíma? Já, eigum við ekki að vera bjartsýn?
Raunin varð sú að lúðrasveitaratriðið eitt tók næstum hálftíma — ég hef ekkert á móti lúðrasveitum, en það var augljóslega hugmynd dauðans að hafa hana með. Næsta atriði á eftir var absúrdleikþáttur sem var álíka langur og ennþá leiðinlegri. Við hristum höfuðuð, þetta var orðið einum of. En fyrst við vorum búin að þrauka svona lengi var eiginlega ekki hægt að fara án þess að sjá lokaatriðin, þar á meðal Erp. Sem betur fer brást hann ekki væntingum okkar. En dagskránni lauk ekki fyrr en korter yfir tólf! Ég hélt að engum dytti í hug að skipuleggja atburð á menningarnótt sem ætti að vera lengri en klukkutími, hvað þá að láta hann teygjast á fimmta tíma. Lít á það sem meiriháttar afrek að hafa lifað þetta af!
Eins og gefur að skilja var menningarnæturdagskráin löngu búin að mestu þegar við komum af þessari absúrdsamkomu, en sem betur fer voru einhverjar leifar þó eftir. Við brugðum okkur á Kaffi Vín og hlustuðum á dixielandhljómsveitina Öndina sem var frábær, og fórum svo á eftir hljómsveitinni í skrúðgöngu niður Laugaveginn. Að dilla sér við dixieland og dansa conga niður Laugaveginn — meðan á því stóð uppgötvaði ég að þetta hlyti alltaf að hafa verið óuppfylltur draumur!
Við Kata hittumst svo um kvöldmatarleytið og fengum okkur að borða. Síðan höfðum við planað að fara á Rímur og rapp og sjá til eftir það, en gera alla vega sitthvað fleira um kvöldið.
Rímur og rapp byrjaði klukkan átta. Þá var tilkynnt að þetta yrði um tveggja og hálfs tíma dagskrá, sem var ansi mikið meira en við höfðum búist við, en við hugsuðum með okkur: jæja, við sitjum rólegar í bili og sjáum svo til.
Dagskráin hófst og var fullkomlega absúrd á köflum en oft bráðskemmtileg. En þegar klukkan var orðin hálfellefu og þeir tveir og hálfu tímar liðnir sem boðaðir höfðu verið í upphafi tilkynnti Eva María (sem var kynnir) að nú væri Lúðrasveit Reykjavíkur að koma sér fyrir, og Steindór Andersen myndi kveða með henni. Svo taldi hún upp þau atriði sem voru eftir, sem voru ófá. Við Kata litum á Stefán og Steinunni sem sátu við hliðina á okkur og veltum fyrir okkur hvað þetta ætti eftir að taka langan tíma í viðbót. Hálftíma? Já, eigum við ekki að vera bjartsýn?
Raunin varð sú að lúðrasveitaratriðið eitt tók næstum hálftíma — ég hef ekkert á móti lúðrasveitum, en það var augljóslega hugmynd dauðans að hafa hana með. Næsta atriði á eftir var absúrdleikþáttur sem var álíka langur og ennþá leiðinlegri. Við hristum höfuðuð, þetta var orðið einum of. En fyrst við vorum búin að þrauka svona lengi var eiginlega ekki hægt að fara án þess að sjá lokaatriðin, þar á meðal Erp. Sem betur fer brást hann ekki væntingum okkar. En dagskránni lauk ekki fyrr en korter yfir tólf! Ég hélt að engum dytti í hug að skipuleggja atburð á menningarnótt sem ætti að vera lengri en klukkutími, hvað þá að láta hann teygjast á fimmta tíma. Lít á það sem meiriháttar afrek að hafa lifað þetta af!
Eins og gefur að skilja var menningarnæturdagskráin löngu búin að mestu þegar við komum af þessari absúrdsamkomu, en sem betur fer voru einhverjar leifar þó eftir. Við brugðum okkur á Kaffi Vín og hlustuðum á dixielandhljómsveitina Öndina sem var frábær, og fórum svo á eftir hljómsveitinni í skrúðgöngu niður Laugaveginn. Að dilla sér við dixieland og dansa conga niður Laugaveginn — meðan á því stóð uppgötvaði ég að þetta hlyti alltaf að hafa verið óuppfylltur draumur!
laugardagur, 17. ágúst 2002
föstudagur, 16. ágúst 2002
Sumaróperan er frábær! Var að koma heim af Dídó og Eneasi eftir Purcell – uppfærslan var mjög skemmtileg, söngurinn að mestu leyti afbragðs góður og tónlistin vægast sagt himnesk. Það er bara ein sýning eftir og hún verður í Borgarleikhúsinu á sunnudagskvöld; hvet alla til að að drífa sig. Ég gæti vel hugsað mér að fara aftur.
fimmtudagur, 15. ágúst 2002
Sjónvarpshandbókin var að koma inn um bréfalúguna hjá mér. Þar komst ég að því að sunnudaginn 25. ágúst kl. 20 er þáttur á dagskrá Ríkissjónvarpsins sem lýst er svo: „Árni Johnsen hefur umsjón með þættinum Bundinn er bátlaus maður sem er ferðasaga frá Færeyjum.“ Veit ekki hvort ég á að hlæja að þessu eða gráta. En það er ljóst hvar fáránleikaverðlaun mánaðarins eiga heima.
Molbúarnir eru með könnun á síðunni sinni um það hvaða ökutæki sé mest ógnvekjandi af öllum. Ég þekki ekkert af þessum tækjum – sé að þetta er sennilega töluvert lókal – en get ekki annað en bent á það að þarna vantar eitt ökutæki. Hvaða ökutæki? spyrja þá sennilega einhverjir. Það kemur fram í eftirfarandi sögu.
Einu sinni vorum við Kári bróðir minn (sem er einn af fyrrgreindum Molbúum) á leiðinni austur í Mývatnssveit og lentum á eftir bíl í Víkurskarðinu sem virtist í fyrstu venjulegur sendibíll. Þar kom að ég gat farið fram úr honum og þá gerðum við óþægilega uppgötvun: þetta var nefnilega Brúðubíllinn. Umtalsvert áfall, en þó ekkert á við það þegar við vorum komin ögn lengra. Þá æpti Kári upp yfir sig: „Neeeiii!!!!!!! Helga Steffensen er við stýrið!!!“
Ég fékk svo mikið sjokk að ég keyrði næstum út af.
Eins og flestir vita hefur Brúðubíllinn valdið íslenskum börnum sálarkvölum áratugum saman. Vonandi hafa nógu margir átt sama láni að fagna og nokkrir fastagestir (eða íbúar) á kaffistofunni í Árnagarði sem starfræktu óformlegan stuðningshóp um tíma í hittiðfyrra og veittu hver öðrum síðbúna áfallahjálp. Við það varð meðal annars til hið hentuga lýsingarorð lillagulur. Kannski verður sagan af því sögð síðar á þessari síðu.
Einu sinni vorum við Kári bróðir minn (sem er einn af fyrrgreindum Molbúum) á leiðinni austur í Mývatnssveit og lentum á eftir bíl í Víkurskarðinu sem virtist í fyrstu venjulegur sendibíll. Þar kom að ég gat farið fram úr honum og þá gerðum við óþægilega uppgötvun: þetta var nefnilega Brúðubíllinn. Umtalsvert áfall, en þó ekkert á við það þegar við vorum komin ögn lengra. Þá æpti Kári upp yfir sig: „Neeeiii!!!!!!! Helga Steffensen er við stýrið!!!“
Ég fékk svo mikið sjokk að ég keyrði næstum út af.
Eins og flestir vita hefur Brúðubíllinn valdið íslenskum börnum sálarkvölum áratugum saman. Vonandi hafa nógu margir átt sama láni að fagna og nokkrir fastagestir (eða íbúar) á kaffistofunni í Árnagarði sem starfræktu óformlegan stuðningshóp um tíma í hittiðfyrra og veittu hver öðrum síðbúna áfallahjálp. Við það varð meðal annars til hið hentuga lýsingarorð lillagulur. Kannski verður sagan af því sögð síðar á þessari síðu.
Svar við kommenti Kristbjarnar á færsluna hér fyrir neðan, ég get nefnilega ekki kommenterað í Enetation-dótinu í vinnunni, held að ég fari að henda því út hvort eð er því það virðist þyngja síðuna og virkar ekki nema endrum og sinnum ... Þetta er orðinn svolítið langur útúrdúr. Það sem ég ætlaði að segja: Já, ég heyrði sko um „Danube“ í sjónvarpsfréttunum í gær. Stundum held ég að sumir svokallaðir „fréttamenn“ hafi ekki áttað sig á því að tilgangurinn með heilanum er að maður geti hugsað.
miðvikudagur, 14. ágúst 2002
Einhverjir lesendur muna kannski eftir sjónvarpsvandræðum mínum sem hófust fyrir tæpum hálfum mánuði. Skjárinn tók upp á því að verða hvítur og þar kom að hann fór jafnvel að slökkva á sér. Í síðustu viku kom ég tækinu loksins í viðgerð og fékk það til baka í dag. Eiginlega kunni ég líka ágætlega við að vera sjónvarpslaus svona um hásumar (enda er næstum ekkert skemmtilegt búið að vera í sjónvarpinu síðustu vikurnar). Og þetta vakti smá nostalgíu um þann tíma þegar það var ekkert sjónvarp í júlí. Mín vegna mætti alveg endurvekja þann sið að leggja niður sjónvarpsútsendingar um tíma á sumrin. En svo er líka fínt að geta aftur farið að glápa.
Nei sko, lífsmark frá Bjarna í bloggheimum! Það var kominn tími til! Hann er enn í sumarfríi, sem er gott mál fyrir mig, því ég er hálfgerð förukona í vinnunni, flakka milli borða þeirra sem eru í fríi og á mánudaginn lagði ég undir mig borðið hans Bjarna. Þar kann ég ágætlega við mig, fyrir utan það að tölvan er hræðileg. En hann fer að koma aftur og þá þarf ég að finna mér nýjan samastað.
Tek undir ábendingar Þórdísar til götunafnanefndarmannsins. Það er löngu kominn tími til að endurvekja þá byltingarkenndu hugmynd að götunöfn geti endað á -gata, -vegur, -stígur o.s.frv. Ef slíkt kæmist í framkvæmd yrði það mikið fagnaðarefni.
Þórdísi þekki ég annars ekki neitt, en hún er ákaflega skemmtilegur bloggari. Örleikritin úr daglega lífinu eru til dæmis snilld!
Þórdísi þekki ég annars ekki neitt, en hún er ákaflega skemmtilegur bloggari. Örleikritin úr daglega lífinu eru til dæmis snilld!
þriðjudagur, 13. ágúst 2002
Svansý og Kristbjörn eru farin að skipuleggja endurfundi bekkjarins okkar, eins og lesa má í kommentunum við þetta blogg hennar Svansýjar. Þar hefur verið nefndur sá möguleiki að halda vöfflu- eða pönnukökukaffiboð, en niðurstaðan virðist orðin að smala fólki út að borða. Það líst mér vel á. Vöfflu/pönnukökuhugmyndin er samt frábær og væri mjög í anda bekkjarins. Það hafa ekki allir bekkir (nota bene í menntaskóla) haldið bekkjarpartí þar sem mestallt kvöldið var spilað á spil og það eina blandaða sem inn fyrir varir fólks kom var bland í poka. Helsta frávikið frá þröngum stíg dyggðarinnar fólst í því að ekki var spiluð félagsvist heldur morðingi.
Fleiri partí voru mjög í þessum anda. Önnur voru hins vegar umtalsvert líflegri; orðin annaðhvort–eða lýsa sennilega partíhaldi bekkjarins í hnotskurn. Ég man til dæmis vel (mesta furða) eftir góðu partíi heima hjá Svansý. Þegar nokkuð var liðið á kvöldið og innbyrt áfengismagn farið að segja til sín voru flestir komnir ofan í heita pottinn á sólpallinum, ýmist í sundbolum af Svansý eða stuttbuxum af Svansý eða bolum af Svansý eða náttkjólum af Svansý. Eða fáklæddari.
Spurning hvort það væri réttast að skipuleggja sundlaugarpartí til að halda minningunni á lofti? Reyndar ætlaði bekkurinn alltaf í nætursund og var stundum kominn vel áleiðis með að framkvæma þá hugmynd. Einu sinni (reyndar eftir fyrrgreint morðingjapartí) var nokkur hópur til dæmis kominn út á Svalbarðseyri og einhverjir búnir að klifra yfir sundlaugargirðinguna. Það leit út fyrir að loksins ætlaði ekkert að standa í vegi fyrir því að við kæmumst í nætursund. Þangað til í ljós kom að það var ekkert vatn í sundlauginni!
Fleiri partí voru mjög í þessum anda. Önnur voru hins vegar umtalsvert líflegri; orðin annaðhvort–eða lýsa sennilega partíhaldi bekkjarins í hnotskurn. Ég man til dæmis vel (mesta furða) eftir góðu partíi heima hjá Svansý. Þegar nokkuð var liðið á kvöldið og innbyrt áfengismagn farið að segja til sín voru flestir komnir ofan í heita pottinn á sólpallinum, ýmist í sundbolum af Svansý eða stuttbuxum af Svansý eða bolum af Svansý eða náttkjólum af Svansý. Eða fáklæddari.
Spurning hvort það væri réttast að skipuleggja sundlaugarpartí til að halda minningunni á lofti? Reyndar ætlaði bekkurinn alltaf í nætursund og var stundum kominn vel áleiðis með að framkvæma þá hugmynd. Einu sinni (reyndar eftir fyrrgreint morðingjapartí) var nokkur hópur til dæmis kominn út á Svalbarðseyri og einhverjir búnir að klifra yfir sundlaugargirðinguna. Það leit út fyrir að loksins ætlaði ekkert að standa í vegi fyrir því að við kæmumst í nætursund. Þangað til í ljós kom að það var ekkert vatn í sundlauginni!
mánudagur, 12. ágúst 2002
Leitin að Ísfólkinu hélt áfram í dag, því á leiðinni heim úr vinnunni kom ég við í Góða hirðinum þar sem er hægt að fá bækur fyrir lítinn pening, en því miður voru engar Ísfólksbækur til þar frekar en í Kolaportinu. Það kom þó ekki í veg fyrir að ég héldi áfram að kaupa einkennilegar bækur (þótt ekki væri það Nancy í þetta skiptið) því ég rakst á þá ágætu bók Holdið er torvelt að temja eftir Snjólaugu Bragadóttur og greip hana samstundis. Þá held ég að mér sé búið að takast að eignast allar bækur Snjólaugar (sem eru tólf) nema þá fyrstu, Næturstað. Auglýsi hér með eftir henni!
Ég keypti líka tvær matreiðslubækur, og Lottu í Ólátagötu eftir Astrid Lindgren, og Dóru eftir Ragnheiði Jónsdóttur (sem ég átti reyndar fyrir en í annarri útgáfu), og krimma eftir Ian Rankin, The Falls. Hef áður lesið einn krimma eftir Rankin, sem var ágætur, þótt sjónvarpsþættirnir hafi það fram yfir bækurnar að þá fær maður að sjá og heyra í John Hannah, sem leikur lögguna John Rebus.
Síðast en ekki síst festi ég kaup á bókinni Abba: The Name of the Game sem er án efa stórfróðleg þótt ég efist um að hún standist snilldarlegri Múrgrein Kötu snúning. En hún kostaði bara fimmtíukall eins og aðrar bækur á útlensku í búðinni, þannig að það var ekki annað hægt en leyfa henni að fljóta með. Og verðið er að öðru leyti eftir þessu. Íslensk skáldverk kosta 200 kr., þýdd skáldverk 100 kr., barnabækur eru líka á 100 kr. og bækur á útlensku eru sem sagt á 50 kr. Annars konar bækur eru reyndar verðlagðar sérstaklega, til dæmis kostuðu matreiðslubækurnar sem ég keypti 300 kr. hvor og voru því mun dýrari en hinar bækurnar þótt seint geti þetta talist há upphæð. Fullkomlega til fyrirmyndar og ákaflega gott fyrir bókasjúklinga eins og mig.
Ég keypti líka tvær matreiðslubækur, og Lottu í Ólátagötu eftir Astrid Lindgren, og Dóru eftir Ragnheiði Jónsdóttur (sem ég átti reyndar fyrir en í annarri útgáfu), og krimma eftir Ian Rankin, The Falls. Hef áður lesið einn krimma eftir Rankin, sem var ágætur, þótt sjónvarpsþættirnir hafi það fram yfir bækurnar að þá fær maður að sjá og heyra í John Hannah, sem leikur lögguna John Rebus.
Síðast en ekki síst festi ég kaup á bókinni Abba: The Name of the Game sem er án efa stórfróðleg þótt ég efist um að hún standist snilldarlegri Múrgrein Kötu snúning. En hún kostaði bara fimmtíukall eins og aðrar bækur á útlensku í búðinni, þannig að það var ekki annað hægt en leyfa henni að fljóta með. Og verðið er að öðru leyti eftir þessu. Íslensk skáldverk kosta 200 kr., þýdd skáldverk 100 kr., barnabækur eru líka á 100 kr. og bækur á útlensku eru sem sagt á 50 kr. Annars konar bækur eru reyndar verðlagðar sérstaklega, til dæmis kostuðu matreiðslubækurnar sem ég keypti 300 kr. hvor og voru því mun dýrari en hinar bækurnar þótt seint geti þetta talist há upphæð. Fullkomlega til fyrirmyndar og ákaflega gott fyrir bókasjúklinga eins og mig.
Það er rétt hjá Ásu að ég var að leita að Ísfólksbókum í Kolaportinu á laugardaginn. En sú leit bar því miður engan árangur. Hins vegar rakst ég á Nancy-bók sem ég ákvað að kaupa, og þegar ég sá síðan Nancy-bók á ensku í næsta bás á eftir var ekki hægt annað en að kaupa hana líka. Kápumyndin á henni er með eindæmum ljót.
Hvað á það annars að þýða, Ása, að njósna svona um mig úr fjarlægð?! Mér finnst svindl að þú vitir núna hvernig ég lít út en ég þekki þig ekki í sjón!!!
Þótt engar Ísfólksbækur hafi orðið á vegi mínum um helgina var hún samt prýðileg. Úr Kolaportinu lá leiðin til að fylgjast með Gay Pride; gangan var stórglæsileg og þjóðhátíðarstemmning í bænum. Því miður gat ég ekki fylgst með nema stutta stund niðri á Ingólfstorgi, vegna þess að Hanna vinkona mín er á landinu í örfáa daga (hún býr í Malmö og vinnur í Kaupmannahöfn, en er reyndar að fara að flytja aftur til baka yfir sundið), og hún og nokkrar vinkonur okkar í viðbót voru að koma í mat til mín. Þar sem planið var ekki að gefa þeim hrátt lambalæri að éta komst ég að því að sennilega væri best að drífa sig heim og fara að elda. Á leiðinni hitti ég að vísu heilmargt fólk sem ég þekkti og þurfti að spjalla við, þannig að tíminn var orðinn ansi naumur þegar ég loksins komst heim. Sem betur fer hafði ég gert forréttinn daginn áður, annars hefði þetta sennilega endað með ósköpum! En þetta hafðist allt á endanum og kvöldið var stórskemmtilegt.
Hvað á það annars að þýða, Ása, að njósna svona um mig úr fjarlægð?! Mér finnst svindl að þú vitir núna hvernig ég lít út en ég þekki þig ekki í sjón!!!
Þótt engar Ísfólksbækur hafi orðið á vegi mínum um helgina var hún samt prýðileg. Úr Kolaportinu lá leiðin til að fylgjast með Gay Pride; gangan var stórglæsileg og þjóðhátíðarstemmning í bænum. Því miður gat ég ekki fylgst með nema stutta stund niðri á Ingólfstorgi, vegna þess að Hanna vinkona mín er á landinu í örfáa daga (hún býr í Malmö og vinnur í Kaupmannahöfn, en er reyndar að fara að flytja aftur til baka yfir sundið), og hún og nokkrar vinkonur okkar í viðbót voru að koma í mat til mín. Þar sem planið var ekki að gefa þeim hrátt lambalæri að éta komst ég að því að sennilega væri best að drífa sig heim og fara að elda. Á leiðinni hitti ég að vísu heilmargt fólk sem ég þekkti og þurfti að spjalla við, þannig að tíminn var orðinn ansi naumur þegar ég loksins komst heim. Sem betur fer hafði ég gert forréttinn daginn áður, annars hefði þetta sennilega endað með ósköpum! En þetta hafðist allt á endanum og kvöldið var stórskemmtilegt.
föstudagur, 9. ágúst 2002
Var að telja Ísfólksbækurnar mínar og komst að því að ég á 34 sem þýðir að mig vantar 13. (Þær eru nefnilega 47 samtals.) Reyndar á ég eina af þeim sem mig vantar á dönsku, en þótt danska sé skemmtilegt tungumál telst hún ekki alveg með. Svo á ég tvö íslensk eintök af einni bókinni og eina á ég bæði á íslensku og norsku. En mig vantar semsé þrettán. Er einhver þarna úti sem vill losna við Ísfólksbækur nr. 3, 4, 9, 13, 16, 19, 22, 26, 27, 36, 37, 38 og 40??? Þá skal ég alveg taka þær að mér!
Svansý spekúlerar í því hvort Ríki ljóssins hafi hætt að koma út á íslensku í miðjum klíðum. Fyrir þá sem ekki vita er þetta líka bókaflokkur eftir Margit Sandemo, sem kom á eftir Ísfólkinu og Galdrameistaranum. Ég las Galdrameistarann, sá bókaflokkur byrjaði ágætlega en rann síðan heldur út í sandinn. Var samt í lagi, en það var einum of þegar hún fór að blanda persónum úr Ísfólkinu inn í söguþráðinn. Það var gott þar sem það átti heima (þ.e. í sínum eigin bókaflokki), en ekki nógu gott að Sandemo skyldi ekki takast að skrifa sig frá því. Ríki ljóssins reyndi ég að lesa en komst ekki einu sinni gegnum fyrstu bókina. Hún var einfaldlega of vond. Og þar var blandað inn í söguþráðinn bæði persónum úr Ísfólkinu og Galdrameistaranum. Fólk á að læra af mistökunum, ekki endurtaka þau í margfalt verri mynd.
Hvet alla til að taka Ísfólks-könnunina á bloggsíðunni hennar Svanhildar; hún er semsé að kanna hvort fólk hafi lesið Ísfólkið. Það hef ég sko gert. Allar fjörutíu og sjö bækurnar, oft og mörgum sinnum. Byrjaði meira að segja þegar ég var átta ára — já, ég var mjög einkennilegt barn. Held samt að ég hafi ekki beðið tjón á sálu minni við þetta. Til að byrja með las ég bækurnar alltaf hjá frænku minni en þar sem ég bjó næstum því á Amtsbókasafninu á Akureyri þegar ég var barn fór ég innan tíðar að nýta mér þjónustu þess til að nálgast þessar bækur eins og ótalmargar aðrar. Reyndar var alltaf nokkuð erfitt að fá nýjar Ísfólksbækur, en það leið ekki á löngu þangað til ég uppgötvaði hina ágætu pöntunarþjónustu safnsins, og lét skrá mig á pöntunarlista eftir nýjum Ísfólksbókum strax og þeir voru opnaðir. Innan tíðar hætti ég reyndar að þurfa að hafa fyrir því sjálf, þar sem ég var í góðu sambandi við bókaverðina (eins og fyrr segir bjó ég eiginlega á safninu), sem fóru að setja mig sjálfkrafa efst á biðlistana eftir Ísfólkinu. Þetta var sko almennileg þjónusta.
Og Ísfólkið var og er frábært, þótt fyrri helmingurinn af seríunni beri óneitanlega af þeim síðari. Ég lít ennþá öðruhverju í þessar bækur. Verst að ég á ekki allar. Hefur þó áskotnast meirihlutinn en vantar sitthvað inn í.
Og Ísfólkið var og er frábært, þótt fyrri helmingurinn af seríunni beri óneitanlega af þeim síðari. Ég lít ennþá öðruhverju í þessar bækur. Verst að ég á ekki allar. Hefur þó áskotnast meirihlutinn en vantar sitthvað inn í.
miðvikudagur, 7. ágúst 2002
Kertafleytingin í gær var afbragðs samkoma eins og venjulega (þótt það sé varla hægt að gleðjast yfir henni þar sem maður vildi óska að tilefni hennar hefði aldrei orðið til). Ávarp Hjálmars Hjálmarssonar var afbragðs gott, hann gerði að umtalsefni hluti sem öllum væri hollt að hafa í huga. Best að vitna beint í endursögn Stefáns á friðarvefnum: „Hann [þ.e. Hjálmar] setti kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki í samhengi við stöðu alþjóðamála nú um stundir og minnti á, að þó oft væri rætt um að mesta hættan varðandi kjarnorkuvopn fælist í því að vitfirringar kæmu yfir þau höndum þá mætti ekki gleyma að í það eina skipti sem slíkum vopnum hefur verið beitt þá hafi það verið ákvörðun skarpgreindra leiðtoga lýðræðisríkis.“
Mjög þörf áminning.
Mjög þörf áminning.
Afskaplega skil ég Hilmu vel að vera lítið hrifin af Húsavík. Það álit er reyndar ekki óalgengt meðal Þingeyinga enda ýmis tilefni til.
Fyrir allmörgum árum var Brynja frænka mín mikið að velta fyrir sér dauðanum, hversu gamalt fólk þyrfti að vera til að deyja og þar fram eftir götunum. Þetta var að haustlagi þannig að um þessar mundir var verið að flytja lömbin út á Húsavík til slátrunar. Henni fannst sjálfgefið að fleiri ættu eftir að leggja leið sína þangað og bar fram spurninguna: „Amma, hvenær ferð þú á sláturhúsið?“
Þetta var reyndar sérlega fyndið því að sjúkrahúsið á Húsavík, þar sem Þingeyingar enda ósjaldan ævidaga sína, hefur á köflum mátt teljast eins konar sláturhús. Einu sinni þurfti frænka mín að leggjast þar inn og var sett í botnlangaskurð. Það var frumleg lækningaaðferð — síðar kom nefnilega í ljós að hún var með lungnabólgu!
Fyrir allmörgum árum var Brynja frænka mín mikið að velta fyrir sér dauðanum, hversu gamalt fólk þyrfti að vera til að deyja og þar fram eftir götunum. Þetta var að haustlagi þannig að um þessar mundir var verið að flytja lömbin út á Húsavík til slátrunar. Henni fannst sjálfgefið að fleiri ættu eftir að leggja leið sína þangað og bar fram spurninguna: „Amma, hvenær ferð þú á sláturhúsið?“
Þetta var reyndar sérlega fyndið því að sjúkrahúsið á Húsavík, þar sem Þingeyingar enda ósjaldan ævidaga sína, hefur á köflum mátt teljast eins konar sláturhús. Einu sinni þurfti frænka mín að leggjast þar inn og var sett í botnlangaskurð. Það var frumleg lækningaaðferð — síðar kom nefnilega í ljós að hún var með lungnabólgu!
þriðjudagur, 6. ágúst 2002
sunnudagur, 4. ágúst 2002
„Mér finnst rigningin góð ...“ Ekki síst þegar ég heyri hana bylja á húsinu og get verið inni í rólegheitum. Þegar maður býr uppi í risi í bárujárnsklæddu timburhúsi eins og ég og rúmið manns er undir súð sem rigningin dynjur kröftuglega á er ógurlega gott að halda sig undir sæng. Færa sig í mesta lagi fram í sófa eins og ég gerði langt fram eftir degi í dag. Svo dreif ég mig reyndar á fætur og fór í langan, langan göngutúr. Það rigndi svo mikið að göturnar breyttust í lækjarfarvegi og ég hefði orðið holdvot inn að beini ef það hefði ekki rifjast upp fyrir mér áður en ég lagði af stað að ég á fína, rauða regnhlíf. Ef ég ætti líka stígvél hefði ég hoppað í pollunum.
En nú er ég komin heim aftur og ætla að fara að elda mér eitthvað gott og halda svo áfram að liggja í leti. Því miður virðist sjónvarpið mitt aftur vera að tapa sér þannig að mér virðist ætla að ganga illa að horfa á allar myndirnar um geðveiku konurnar sem ég var búin að taka á vídeó. Kannski ég dragi fram bækur um sama efni í staðinn?
En nú er ég komin heim aftur og ætla að fara að elda mér eitthvað gott og halda svo áfram að liggja í leti. Því miður virðist sjónvarpið mitt aftur vera að tapa sér þannig að mér virðist ætla að ganga illa að horfa á allar myndirnar um geðveiku konurnar sem ég var búin að taka á vídeó. Kannski ég dragi fram bækur um sama efni í staðinn?
laugardagur, 3. ágúst 2002
Var að koma af bæjarrölti í rigningunni sem var ósköp notalegt, fór fyrst á eitt kaffihús, svo á annað, gekk síðan um og gerði nokkrar tilraunir til að fara á eitt kaffihús í viðbót. Þær tvær fyrstu mistókust þar sem viðkomandi kaffihús voru bæði lokuð en sú þriðja tókst. Ætlaði samt að vera pínu aðhaldssöm og ekki fá mér að borða úti, en lét freistast á þessu þriðja kaffihúsi, Húsi málarans, til að fá mér fisk dagsins, sem reyndist vera grillaður lax, sinnepssmurður með saffranhrísgrjónum og guðdómlegri sítrónusósu. (Hvað eru mörg s í því?!) Óheyrilega gott og kostaði bara 990 kr. Mjög ánægð með svona.
Á bæjarröltinu kom ég líka við í Eymundsson þar sem ég freistaðist líka til að eyða peningum og keypti tvo geisladiska á 2 fyrir 1000 kr. tilboði, Arena með Duran Duran og Blondie – the essential collection sem stendur þó ekki alveg undir nafni, Heart of Glass er til dæmis ekki með, en er samt skemmtilegur diskur. Gaman. Reyndar á ég Arena á gamaldags vínylplötu, en sú sorglega staðreynd að ég á ekki plötuspilara hefur komið í veg fyrir að ég hafi getað hlustað á hana býsna lengi. Sem er mikil synd.
Arena hefur meðal annars það sögulega gildi í lífi mínu að vera fyrsta platan sem ég keypti mér sjálf. Það gerðist í Vöruhúsi KEA þegar ég var svona tíu ára og ég greiddi fyrir með inneignarnótu sem ég hafði fengið fyrir að vera eitt af þrjátíu börnum í bráðskemmtilegri auglýsingu fyrir KEA-hangikjöt! Reyndar minnir mig að inneignarnótan hafi ekki dugað alveg fyrir plötunni þannig að einhverju fé þurfti að bæta við svo hún gæti komist í eigu mína en það er önnur saga. Þetta var á þeim tímum þegar stríðið milli aðdáenda Wham og Duran Duran stóð sem hæst með lesendabréfum í dagblöðum og ég veit ekki hverju. Eins og skarpir lesendur eru sennilega þegar búnir að geta sér til hélt ég með Duran Duran. Orðalagið „að halda með“ í þessu samhengi er auðvitað ótrúlega fyndið en það var vægast sagt útbreitt á þessum tíma. Spurningin „hvort heldurðu með Wham eða Duran Duran“ heyrðist stöðugt á skólalóðum úti um allt land. Einhver þriðji (eða fjórði eða fimmti) valkostur taldist ekki vera til.
Þetta voru án efa athyglisverðir og undarlegir tímar þótt maður vissi það ekki þá. Svoleiðis uppgötvast sennilega aldrei fyrr en eftir á. Og ótrúlegustu hlutir hafa breyst. Vöruhús KEA er til dæmis ekki lengur til! Allt er í heiminum hverfult!
Á bæjarröltinu kom ég líka við í Eymundsson þar sem ég freistaðist líka til að eyða peningum og keypti tvo geisladiska á 2 fyrir 1000 kr. tilboði, Arena með Duran Duran og Blondie – the essential collection sem stendur þó ekki alveg undir nafni, Heart of Glass er til dæmis ekki með, en er samt skemmtilegur diskur. Gaman. Reyndar á ég Arena á gamaldags vínylplötu, en sú sorglega staðreynd að ég á ekki plötuspilara hefur komið í veg fyrir að ég hafi getað hlustað á hana býsna lengi. Sem er mikil synd.
Arena hefur meðal annars það sögulega gildi í lífi mínu að vera fyrsta platan sem ég keypti mér sjálf. Það gerðist í Vöruhúsi KEA þegar ég var svona tíu ára og ég greiddi fyrir með inneignarnótu sem ég hafði fengið fyrir að vera eitt af þrjátíu börnum í bráðskemmtilegri auglýsingu fyrir KEA-hangikjöt! Reyndar minnir mig að inneignarnótan hafi ekki dugað alveg fyrir plötunni þannig að einhverju fé þurfti að bæta við svo hún gæti komist í eigu mína en það er önnur saga. Þetta var á þeim tímum þegar stríðið milli aðdáenda Wham og Duran Duran stóð sem hæst með lesendabréfum í dagblöðum og ég veit ekki hverju. Eins og skarpir lesendur eru sennilega þegar búnir að geta sér til hélt ég með Duran Duran. Orðalagið „að halda með“ í þessu samhengi er auðvitað ótrúlega fyndið en það var vægast sagt útbreitt á þessum tíma. Spurningin „hvort heldurðu með Wham eða Duran Duran“ heyrðist stöðugt á skólalóðum úti um allt land. Einhver þriðji (eða fjórði eða fimmti) valkostur taldist ekki vera til.
Þetta voru án efa athyglisverðir og undarlegir tímar þótt maður vissi það ekki þá. Svoleiðis uppgötvast sennilega aldrei fyrr en eftir á. Og ótrúlegustu hlutir hafa breyst. Vöruhús KEA er til dæmis ekki lengur til! Allt er í heiminum hverfult!
föstudagur, 2. ágúst 2002
Var að gera frábæra uppgötvun: Tvær af uppáhalds bókarpersónunum mínum eru vægast sagt andlega skyldar. Bridget Jones er í rauninni Þórbergur Þórðarson endurholdgaður! Bæði í eilífri leit að lífsspeki (Þórbergur hefði heldur betur verið á kafi í sjálfshjálparbókum eins og Bridget ef þær hefðu verið komnar til sögunnar á yngri árum hans), reglulega á tauginni yfir því að þegar einhver hafi sagt eða gert eitthvað meini hann í rauninni eitthvað annað, að þeirri tilhneigingu ógleymdri að ætla stöðugt að bæta sig á allan hátt og gera endalausa lista yfir plön sín í því skyni.
fimmtudagur, 1. ágúst 2002
Gaaaaahhhh!!! HVAÐ ER AÐ SJÓNVARPINU MÍNU??? Á skjánum sést aðra stundina það sem er verið að senda út (gott) en hina stundina verður skjárinn hvítur með mjóum hvítum línum (öðruvísi hvítum en afg. af skjánum) þversum (alls ekki gott). Hins vegar heyrist hljóðið allan tímann. Sem þýðir að þessa stundina er ég einkum að hlusta á Sex and the City.
Ef einhver veit hvernig á þessu stendur og vill miðla af visku sinni má það gjarnan.
Ef einhver veit hvernig á þessu stendur og vill miðla af visku sinni má það gjarnan.
miðvikudagur, 31. júlí 2002
Úff, það er óheyrilega langt liðið á daginn og ég er ekki enn farin að blogga. Ég var meira að segja bara rétt að lesa Múrinn, sem er venjulega eitt af fyrstu morgunverkunum. Segir kannski sitthvað um vinnudaginn. Alveg nóg að gera. Og ég sem ætlaði að blogga vel og rækilega um landafræði og málvenjur í tilefni af kattaslagnum (sennu Svanhildar og Viðars) — en það verður enn um sinn að bíða betri tíma.
þriðjudagur, 30. júlí 2002
Gott að sjá að Hilma er orðin frísk aftur. Hennar var sárt saknað í bloggheimum þar sem hún er með skemmtilegri bloggurum, en nú er veikindaleyfinu vonandi lokið.
Jæja, óskaplega er ég búin að vera léleg í blogginu síðustu daga. Svona er það þegar atburðirnir safnast upp hjá manni; hörmungar föstudagsins, skemmtilegheit laugardagsins og svo framvegis. Best að koma sér að efninu:
Á föstudaginn hugsaði ég með mér að sennilega væri kominn tími til að hætta að sofa á verstu dýnu í heimi og brá mér í Rúmfatalagerinn til að kanna hvað væri hægt að fá þar. Tvær dýnur komu til greina en ég ákvað að hugsa mig aðeins um. Mjög fljótlega eftir að ég kom aftur í vinnuna ákvað ég að vandræðast ekkert yfir þessu lengur heldur kaupa einfaldlega dýrari dýnuna og var svo ánægð með þá ákvörðun að ég dreif mig samstundis aftur í búðina. Ég var farin að sjá það í hillingum að geta farið að sofa á einhverju skikkanlegu. Kannski gæti ég hætt að leika prinsessuna á bauninni, þyrfti ekki lengur að hlaða undir mig sængum til að reyna að lifa nóttina af. Kannski myndi ég einhvern tíma vakna úthvíld til tilbreytingar. Kannski færi ég að sofa sjaldnar yfir mig. Og ef til vill yrði líf mitt að öllu leyti dásamlegt upp frá þessu.
Ég gekk glaðbeitt inn í búðina og fann þar indælan afgreiðslupilt sem vildi allt fyrir mig gera, en hann gat ekki breytt þeirri óumflýjanlegu staðreynd að dýnan var búin í þeirri stærð sem ég vildi. Hann hringdi út um allt til að athuga hvort einhvers staðar leyndist eitt stykki, en allt kom fyrir ekki.
Ég hélt sár og svekkt í vinnuna aftur og þegar vinnudeginum lauk var fjarri því að ég væri orðin hið minnsta sátt við tilveruna aftur. Auk þess var ég dauðþreytt, en sá ekki fram á að eiga eftir að hvílast almennilega á næstunni (þar sem ég þyrfti að halda áfram að sofa á dýnu sem var næstum því verri en ekkert). Lífið var ömurlegt!
Það var kominn tími til að grípa til örþrifaráða. Nú yrði ég að kanna sannleiksgildi þeirrar hugmyndar sem sumir sjónvarpsþættir breiða út: að það sé allra meina bót að kaupa sér skó.
Skókaupin gengu mun betur en fyrri tilraunin til að eyða peningum. Áður en langt var um liðið var ég búin að festa kaup á þrennum skóm! Samt leið mér ekkert betur.
Síðan þetta gerðist hefur Una vinkona mín reyndar bent mér á að sennilega hafi ég bara ekki keypt nógu dýra skó. Það að kaupa þrenna skó fyrir lægra verð samtals en eitt par undir venjulegum kringumstæðum geti tæplega dugað. Frekari rannsókna á sálrænum áhrifum skókaupa er því augljóslega þörf.
Jæja, þótt helgin byrjaði svona héldu hörmungarnar blessunarlega ekki áfram. Laugardagurinn var mun skemmtilegri, því um kvöldið hitti ég Svansý og Palla á kaffihúsi. Þeim tíma var vel varið.. Svansý var reyndar rúmum klukkutíma of sein (!!!) en við Palli borðuðum bara í rólegheitum, ágætis nautakjöt. Það er að verða síðasti sjens í bili fyrir Palla að neyta svoleiðis fæðu því hann er að fara til langdvalar í helsta heimaland gin- og klaufaveiki og kúariðu. Palli er ekki enn byrjaður að blogga þótt langt sé síðan hann lofaði bót og betrun í þeim efnum. Vona að úr þessu fari að rætast.
Jæja, við sátum á Vegamótum alllengi og skemmtum okkur hið besta þangað til leiðinleg tónlist sem var þar að auki of hátt stillt fældi okkur burtu (einum of algengt vandamál). Við gengum af stað án takmarks og tilgangs, könnuðum í fyrstu Kaupfélagið en vorum snögg að komast að þeirri niðurstöðu að þar væri leiðinlegt. Þá varð ferðin ævintýralegri, því Svansý vildi endilega kynna okkur fyrir Club Diablo. Við Palli þóttumst vita að það væri einkennilegur staður og leist ekki meir en svo á hugmyndina, en féllumst þó á að líta þarna inn fyrir dyr á leiðinni en taka svo stefnuna á Vídalín og athuga hvort þar væri eitthvað gaman. Club Diablo var vissulega einkennilegur staður, mjög einkennilegur, en á nokkuð skemmtilegan hátt. Við Palli urðum mjög fljótlega mun sáttari við þá hugmynd að dvelja þar en við höfðum verið áður, en héldum okkur þó við fyrra plan. Á Vídalín stoppuðum við allnokkurn tíma, en … æ, ég veit ekki hvað það var, kannski vorum við ekki nógu drukkin eða eitthvað. Alla vega fannst mér ekkert sérlega skemmtilegt þar. Þannig að við héldum aftur á Diablo og létum það ekkert á okkur fá þótt við hækkuðum meðalaldurinn greinilega meira en góðu hófi gegnir, heldur skemmtum okkur hið besta.
Það var gott að geta sofið út á sunnudaginn, þótt það hefði verið mun betra í skikkanlegu rúmi, en það verður ekki á allt kosið. Sá dagur leið síðan í tíðindalausum rólegheitum, ég hitti Unu og Svanný (sem er ekki sama manneskjan og Svansý) á kaffihúsi. Gott og gaman. Svo rann mánudagurinn upp og enn ein vinnuvikan hófst. Og ég þarf að halda áfram að sofa á verstu dýnu í heimi enn um sinn.
Á föstudaginn hugsaði ég með mér að sennilega væri kominn tími til að hætta að sofa á verstu dýnu í heimi og brá mér í Rúmfatalagerinn til að kanna hvað væri hægt að fá þar. Tvær dýnur komu til greina en ég ákvað að hugsa mig aðeins um. Mjög fljótlega eftir að ég kom aftur í vinnuna ákvað ég að vandræðast ekkert yfir þessu lengur heldur kaupa einfaldlega dýrari dýnuna og var svo ánægð með þá ákvörðun að ég dreif mig samstundis aftur í búðina. Ég var farin að sjá það í hillingum að geta farið að sofa á einhverju skikkanlegu. Kannski gæti ég hætt að leika prinsessuna á bauninni, þyrfti ekki lengur að hlaða undir mig sængum til að reyna að lifa nóttina af. Kannski myndi ég einhvern tíma vakna úthvíld til tilbreytingar. Kannski færi ég að sofa sjaldnar yfir mig. Og ef til vill yrði líf mitt að öllu leyti dásamlegt upp frá þessu.
Ég gekk glaðbeitt inn í búðina og fann þar indælan afgreiðslupilt sem vildi allt fyrir mig gera, en hann gat ekki breytt þeirri óumflýjanlegu staðreynd að dýnan var búin í þeirri stærð sem ég vildi. Hann hringdi út um allt til að athuga hvort einhvers staðar leyndist eitt stykki, en allt kom fyrir ekki.
Ég hélt sár og svekkt í vinnuna aftur og þegar vinnudeginum lauk var fjarri því að ég væri orðin hið minnsta sátt við tilveruna aftur. Auk þess var ég dauðþreytt, en sá ekki fram á að eiga eftir að hvílast almennilega á næstunni (þar sem ég þyrfti að halda áfram að sofa á dýnu sem var næstum því verri en ekkert). Lífið var ömurlegt!
Það var kominn tími til að grípa til örþrifaráða. Nú yrði ég að kanna sannleiksgildi þeirrar hugmyndar sem sumir sjónvarpsþættir breiða út: að það sé allra meina bót að kaupa sér skó.
Skókaupin gengu mun betur en fyrri tilraunin til að eyða peningum. Áður en langt var um liðið var ég búin að festa kaup á þrennum skóm! Samt leið mér ekkert betur.
Síðan þetta gerðist hefur Una vinkona mín reyndar bent mér á að sennilega hafi ég bara ekki keypt nógu dýra skó. Það að kaupa þrenna skó fyrir lægra verð samtals en eitt par undir venjulegum kringumstæðum geti tæplega dugað. Frekari rannsókna á sálrænum áhrifum skókaupa er því augljóslega þörf.
Jæja, þótt helgin byrjaði svona héldu hörmungarnar blessunarlega ekki áfram. Laugardagurinn var mun skemmtilegri, því um kvöldið hitti ég Svansý og Palla á kaffihúsi. Þeim tíma var vel varið.. Svansý var reyndar rúmum klukkutíma of sein (!!!) en við Palli borðuðum bara í rólegheitum, ágætis nautakjöt. Það er að verða síðasti sjens í bili fyrir Palla að neyta svoleiðis fæðu því hann er að fara til langdvalar í helsta heimaland gin- og klaufaveiki og kúariðu. Palli er ekki enn byrjaður að blogga þótt langt sé síðan hann lofaði bót og betrun í þeim efnum. Vona að úr þessu fari að rætast.
Jæja, við sátum á Vegamótum alllengi og skemmtum okkur hið besta þangað til leiðinleg tónlist sem var þar að auki of hátt stillt fældi okkur burtu (einum of algengt vandamál). Við gengum af stað án takmarks og tilgangs, könnuðum í fyrstu Kaupfélagið en vorum snögg að komast að þeirri niðurstöðu að þar væri leiðinlegt. Þá varð ferðin ævintýralegri, því Svansý vildi endilega kynna okkur fyrir Club Diablo. Við Palli þóttumst vita að það væri einkennilegur staður og leist ekki meir en svo á hugmyndina, en féllumst þó á að líta þarna inn fyrir dyr á leiðinni en taka svo stefnuna á Vídalín og athuga hvort þar væri eitthvað gaman. Club Diablo var vissulega einkennilegur staður, mjög einkennilegur, en á nokkuð skemmtilegan hátt. Við Palli urðum mjög fljótlega mun sáttari við þá hugmynd að dvelja þar en við höfðum verið áður, en héldum okkur þó við fyrra plan. Á Vídalín stoppuðum við allnokkurn tíma, en … æ, ég veit ekki hvað það var, kannski vorum við ekki nógu drukkin eða eitthvað. Alla vega fannst mér ekkert sérlega skemmtilegt þar. Þannig að við héldum aftur á Diablo og létum það ekkert á okkur fá þótt við hækkuðum meðalaldurinn greinilega meira en góðu hófi gegnir, heldur skemmtum okkur hið besta.
Það var gott að geta sofið út á sunnudaginn, þótt það hefði verið mun betra í skikkanlegu rúmi, en það verður ekki á allt kosið. Sá dagur leið síðan í tíðindalausum rólegheitum, ég hitti Unu og Svanný (sem er ekki sama manneskjan og Svansý) á kaffihúsi. Gott og gaman. Svo rann mánudagurinn upp og enn ein vinnuvikan hófst. Og ég þarf að halda áfram að sofa á verstu dýnu í heimi enn um sinn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)