Síðustu daga hef ég reglulega efast um veruleikaskyn mitt. Öðru hverju hefur mér fundist ég stödd í hliðarheimi þar sem Baggalútur stjórnaði öllum fréttastofum og sú tilfinning ágerðist verulega í gær.
Það verður gott að komast úr landi um helgina, þótt það verði skammvinn sæla. Kannski ég reyni bara að týna flugmiðanum til baka.