þriðjudagur, 20. maí 2008

Eurovision á sænsku

Ég hef saknað norrænu umræðuþáttanna um Eurovision óumræðilega. Íslensku þættirnir fullnægðu ekki þörfum mínum fyrir vitsmunalega umræðu um keppnina. En þetta bjargaðist allt í gær - gleði mín var ómæld þegar ég uppgötvaði að á heimasíðu sænska ríkissjónvarpsins er hægt að horfa á þættina sem þar voru gerðir - og þeir eru eiginlega alveg eins og gömlu samnorrænu þættirnir nema núna eru það nokkrir Svíar sem spjalla saman - og líka Thomas Lundin. (Hér er fyrsti þátturinn og hinir þrír eru þarna á sama svæði.)

Ég held með belgíska laginu í kvöld. Mér finnst það skemmtilega krúttlegt.

P.S. kl. 20.22: Af lögunum sem keppa í kvöld finnst mér lögin frá Írlandi, Bosníu-Hersegóvínu og Finnlandi líka skemmtileg. Afgangurinn er mis-skelfilegur.