föstudagur, 11. nóvember 2005

Það eru ýmsir spurningaleikir í gangi núna. Stebbi er með spurningaleik fyrir orkusögunörda á síðunni sinni en þar sem ég er ekki svoleiðis nörd hef ég hunsað leikinn fullkomlega. Ég er mun hlynntari stórskemmtilegum spurningaleik Viktors Arnars. Spurningarnar eru reyndar margar suddalega erfiðar en í gær kom loksins spurning sem hentaði mér.

miðvikudagur, 9. nóvember 2005

Jeminneini:


You Are a Bloody Mary


You're a fairly serious drinker,
who's experimented a lot with different drinks.
You're a drunk, but a stable drunk.
You don't ever let your drinking get out of control.

Ekki svo ógurlega kvenleg:




Your Brain is 33.33% Female, 66.67% Male

You have a total boy brain. Logical and detailed, you tend to look at the facts. And while your emotions do sway you sometimes... You never like to get feelings too involved

Gleymdi að nefna eitt áðan: Innflytjendur virðast áberandi þema í glæpasögum ársins. Í þeim tveimur bókum sem ég er búin að lesa er vel farið með efnið. Ég er orðin spennt að skoða þetta í öðrum bókum og spekúlera meira í þessu.
Það gengur á með skemmtilegum atburðum þessa dagana. Ég fór t.d. á Woyzeck á laugardaginn og stóð oft og mikið á öndinni, ýmist af skelfingu eða hrifningu. Mögnuð sýning. Mig langar aftur.

Ég hoppaði næstum um ganga (a.m.k. huglægt) af fögnuði í gær þegar ég frétti að Arnaldur hefði fengið gullrýtinginn. Það átti hann svo sannarlega skilið.

Ég er búin að lesa nýju bókina hans, Vetrarborgina, og líka Aftureldingu eftir Viktor Arnar, báðar mér til mikillar ánægju og hlakka til að halda áfram með glæpasagnaflóðið. Annars ætla ég ekkert að upplýsa hér hvað mér finnst um glæpasögur ársins - en þið komist kannski að því ef þið lesið TMM á næsta ári.

miðvikudagur, 2. nóvember 2005

Hér er ég, hér er ég ... Hress og kát eftir frábæra ferð til Tallinn um helgina sem var nákvæmlega það sem ég þurfti eftir drjúga vinnutörn undanfarið. Nú er ég eiginlega búin að ákveða að gerast mjög selektíf á aukavinnu og hætta að taka að mér viðamikinn yfirlestur. Héðan í frá verð ég mögulega til viðtals um snyrtilegar síðuprófarkir eða yfirlestur á einhverju sérlega skemmtilegu (í styttri kantinum), en ekki risavaxin verkefni (þ.e. yfirlestur) - nema þá kannski fyrir góða vini, eða ef aðrar sérstakar ástæður eru fyrir hendi, eða ... Jæja, það kemur í ljós hvernig mér gengur að standa við þetta. En prinsippið er ágætt - held ég. Alveg óþarfi að vera heiladauð af óhóflegri vinnu, með svefninn í fokki o.s.frv. Er þetta ekki nokkuð gott plan?

En allavega: Tallinn var æði (útlista kannski nánar síðar). Mæli tvímælalaust með borginni. Mig langar að fara þangað aftur og ferðast þá líka eitthvað um landið.

Önnur mál: Ýmislegt ánægjulegt hefur gerst í netheimum síðustu vikur. Uppáhalds íslensku tímaritin mín, Tímarit Máls og menningar og Gestgjafinn, hafa opnað heimasíður sem er fagnaðarefni. Best af öllu er þó að tvær manneskjur sem eru mjög ofarlega á lista yfir uppáhalds fólkið mitt eru byrjaðar að blogga: Arna frænka mín og Kári bróðir minn. Kári er á interrail um Austur-Evrópu og ferðasagan hans er alls ekki leiðinleg.