miðvikudagur, 9. nóvember 2005

Það gengur á með skemmtilegum atburðum þessa dagana. Ég fór t.d. á Woyzeck á laugardaginn og stóð oft og mikið á öndinni, ýmist af skelfingu eða hrifningu. Mögnuð sýning. Mig langar aftur.

Ég hoppaði næstum um ganga (a.m.k. huglægt) af fögnuði í gær þegar ég frétti að Arnaldur hefði fengið gullrýtinginn. Það átti hann svo sannarlega skilið.

Ég er búin að lesa nýju bókina hans, Vetrarborgina, og líka Aftureldingu eftir Viktor Arnar, báðar mér til mikillar ánægju og hlakka til að halda áfram með glæpasagnaflóðið. Annars ætla ég ekkert að upplýsa hér hvað mér finnst um glæpasögur ársins - en þið komist kannski að því ef þið lesið TMM á næsta ári.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli