fimmtudagur, 29. desember 2005

Sennilega er best ad eg lati adeins i mer heyra - svo akvedin manneskja haetti kannski ad senda mer sms a ymsum timum solarhringsins med fyrirskipunum um ad blogga. ;) Hef thad hrikalega gott enda er London frekar hentug borg til ad njota lifsins. Er buin ad gera minna af thvi ad kanna okunna stigu en eg aetladi mer, en hef nu samt dalitid gert af thvi, for t.d. i gonguferd um Hampstead i gaer sem var afar indaelt. Er lika buin ad gera minna af thvi ad skoda sofn en eg aetladi, en er tho buin ad skoda valda parta af British Museum og National Gallery, og megnid af National Portrait Gallery. Hef hins vegar verid bysna dugleg vid ad kanna veitingastadi og kaffihus af ymsum gerdum og hef fengid margt gott; t.d. for eg a The Cinnamon Club a adfangadagskvold og fekk thar einhvern besta mat sem eg hef nokkurn tima bordad. I kvold a eg svo pantad bord a einum af stodunum sem Nanna hefur maelt med: Vasco and Piero's Pavilion. Gef kannski skyrslu um fleiri veitingastadi seinna.

Orstutt leikhusskyrsla: Leiksyningin um indverska brudkaupid sem eg sa i Riverside Studios a adfangadag var mjog skemmtilegt, Hnotubrjoturinn hja Konunglega ballettinum var flottur - og operuhusid er svo fallegt, serstaklega blomasalurinn svokalladi (Floral Hall), ad thad vaeri thess virdi ad fara a syningu thar, bara til ad skoda husid, og As you desire me e. Pirandello sem eg sa i gaer var mjog fint: Kristin Scott-Thomas var serlega god.

Eg er ekki buin ad kaupa nema fjorar baekur. En su tala a tvimaelalaust eftir ad breytast.

Buin ad rolta i rolegheitum um Notting Hill i dag og kaupa slatta af fotum i indversku uppahaldsbudunum minum. Aetladi helst ad fara a annad uppahaldssvaedi lika i dag, Camden Town, en timinn hljop audvitad fra mer. Kom reyndar vid i Camden Town a leidinni fra Hampstead i gaer, en bara orstutt. Tharf naudsynlega ad finna mer godan tima til ad thvaelast um thar. Nuna adan haetti eg mer hins vegar inn a Oxford-straeti i einhverju hugsunarleysi og hefdi betur latid thad ogert. Gatan er nogu leidinleg thegar thar er rolegt en a haannatima er hun obaerileg. En allt annad sem eg er buin ad gera hefur verid baedi gott og skemmtilegt.

Jaeja, hef ekki tima til ad blogga meira i bili, nanari upplysingagjof verdur ad bida betri tima.

föstudagur, 23. desember 2005

Æ, ég var að uppgötva að ég á eftir að gera við fóðrið í kápunni minni. Annars er ég eiginlega tilbúin. Búin að pakka, á bara eftir að vaska svolítið upp og rimpa þetta blessaða fóður saman. Svo ætti ég kannski að reyna að sofna, bara ca fjórir og hálfur tími þangað til ég þarf að fara á fætur. Þetta morgunflug er annars á svo óguðlegum tíma að það tekur því varla að fara að sofa.

fimmtudagur, 22. desember 2005

Ég er hvorki eins heiladauð og í desember í fyrra og hittiðfyrra. Hins vegar er ýmislegt annað líkt með þessum mánuðum, t.d. að jólaundirbúningur er í lágmarki. Skrifa t.d. ekki eitt einasta jólakort. Sendi bara hugskeyti. Hins vegar er ég búin að prenta út Lundúnagreinina hennar Nönnu og lesa hana upp til agna (ekki í fyrsta skipti), og ég er líka búin að eyða heilmiklum tíma í að skoða ýmsar skemmtilegar síður um London, m.a. um veitingastaði (t.d. þessa og þessa og þessa og þessa). Og panta borð á nokkrum stöðum. Og kynna mér vandlega hvenær ýmis söfn eru opin. Og fleira og fleira.

Ég er hins vegar ekki farin að pakka niður en það geri ég hvort eð er aldrei fyrr en í fyrsta lagi um miðnætti - alveg sama þótt það séu bara örfáir klukkutímar þangað til ég þarf að fara af stað. En ég hef aldrei skilið hvað sumt fólk gerir óskaplegt mál úr því að henda nokkrum fataræflum og tannbursta og kannski einstaka öðrum hlutum niður í ferðatösku.

Trúi því varla að ég sé að fara út í fyrramálið - mér finnst desember rétt vera byrjaður. En mikið hlakka ég til. Blogga kannski frá London, kannski ekki.

Gleðileg jól.

fimmtudagur, 15. desember 2005

Hvort er það misskilin velvild eða hugmyndaskortur sem veldur öllum þessum greinum um jólastress í dagblöðunum? Get ekki ímyndað mér að þetta hafi nokkrar afleiðingar nema auka á jólastress eða starta því hjá fólki sem á annað borð hefur tendensa til þess. Bjánalegast fannst mér þegar grein birtist í nóvember undir fyrirsögninni "tíu ráð til að draga úr jólastressi". Þegar greinin var lesin kom í ljós að málið snerist ekki á nokkurn hátt um að draga úr stressi, heldur átti að breyta jólastressi í nóvemberstress. Gera allt svo snemma sem "þyrfti" að gera. Önnur og jafnslæm tegund eru greinar sem þykjast senda þau skilaboð að himinn og jörð farist ekki þótt fólk sé afslappað - en eru í raun dulbúin ítrekun á alls konar kvöðum. Tilbúið dæmi: "Þú þarft ekki að bara tíu smákökusortir - það er alveg nóg að baka bara tvær." Þar með er fólki bent á að það "þurfi" nú að baka eitthvað af smákökum. Ég hef ekkert á móti smákökubakstri eða öðru svona stússi. Mér finnst alveg gaman að baka smákökur, búa til konfekt, föndra o.fl. En stundum langar mig að nota tímann í eitthvað allt annað. Og ég þoli allavega ekki kvaðir. Algjör skuldbindingafæla.

miðvikudagur, 14. desember 2005

Núna er víst bjartasti tími dagsins. Samt er ekki bjartara en svo að það er kveikt á ljósastaurunum. Þó er aðeins minna lágskýjað í dag en síðustu daga þannig að ástandið er ofurlítið skárra - en það vantar samt nauðsynlega snjó til að bjarta birtumálunum.

En bráðum kemst ég úr landi um stundarsakir og það verður gott. Ég ákvað nefnilega fyrir dálitlu síðan að taka til minna ráða út af skorti á jólafríi og búa það til sjálf. Blessunarlega á ég nokkra sumarfrísdaga eftir og ég ákvað að þetta væri rétti tíminn til að nota þá. Og þegar sú ákvörðun hafði verið tekin lá beint við að nota tækifærið og flýja land. Palli og Roland eru svo elskulegir að lána mér íbúðina sína í London - og til þeirrar afbragðsborgar ætla ég semsagt að halda á Þorláksmessu og vera fram yfir áramót. Væri sennilega dauð úr tilhlökkun ef ég hefði haft tíma til að hugsa um þetta upp á síðkastið. Hef samt náð að skipuleggja svolítið þrátt fyrir tímaskort og er búin að kaupa þrjá miða í leikhús o.þ.h.; seinnipartinn á aðfangadag ætla ég á leiksýningu um katótískt indverskt brúðkaup með viðeigandi tónlist og dansi í Riverside Studios í Hammersmith (íbúðin sem ég verð í er rétt hjá - mjög heppilegt); á annan í jólum ætla ég að sjá Hnotubrjótinn hjá Konunglega ballettinum og tveimur dögum eftir það ætla ég á leikritið As you desire me eftir Pirandello. Svo geri ég fastlega ráð fyrir að finna mér ýmislegt fleira skemmtilegt að gera. Get ekki beðið eftir að komast af stað.

mánudagur, 12. desember 2005

Að gefnu tilefni skal tekið fram að ég er EKKI komin í jólafrí. Hlé á þingfundum þýðir ekki að starfsemi þingsins liggi niðri og við skrifstofublækurnar eigum ekkert meira frí en annað lið þeirrar tegundar á öðrum vinnustöðum - sem þýðir að það er næstum ekkert frí í ár. Af hverju eru ekki sjálfkrafa aukafrídagar þegar jólin lenda svona asnalega á helgi?

En sem betur fer er rólegra núna en í síðustu viku þegar ég bjó ég eiginlega í vinnunni. Tókst þó blessunarlega að skreppa á langar magadansæfingar öðru hverju - því við vorum að sýna á jólagleði Kramhússins á laugardaginn. Stórfín mynd af hluta hópsins í Mogganum í dag (sem betur fer er ég einhvers staðar utan rammans).

fimmtudagur, 8. desember 2005

Fimmaurabrandari dagsins:
Það er svo mikið stuð á Alþingi að rafmagnstaflan brann yfir.

föstudagur, 2. desember 2005

Stundum þegar ég er kvefuð held ég að ég sé líka heimsk, því þegar manni líður eins og hausinn sé fullur af bómull hlýtur að þrengja að heilanum. Svona er ástandið í dag - en rétt áðan kom í ljós að heimskan var ekki ímynduð. Reyndar þarf ég ekki að vera kvefuð til að vera meðvitundarlaus þegar ég klæði mig á morgnana (eins og sumt fólk sem hefur umgengist mig veit vel) en oftast uppgötva ég klúðrið samt fyrir hádegi. Nú er klukkan hins vegar farin að ganga sex og ég er nýbúin að taka eftir lykkjufallinu niðri á kálfa sem kom síðast þegar ég var í þessum sokkabuxum. Ef ég hefði verið í síðu pilsi væri þetta ekki vandamál og þess vegna lakkaði ég bara lykkjufallið á sínum tíma og henti sokkabuxunum ekki (enda nýtin stúlka) - en pilsið mitt í dag nær varla niður á mitt læri þannig að lykkjufallið var svolítið áberandi. Ætli vinnufélagarnir hafi haldið að ég væri að reyna að starta nýju trendi og þess vegna ekki sagt neitt? Ég dreif mig svo út í apótek að kaupa nýjar sokkabuxur en að sjálfsögðu tókst mér að rífa þær um leið og ég klæddi mig í þær. Bjáni. Eins gott að kápan mín er ökklasíð og að það er myrkur í leikhúsi (ákvað að drífa mig á Frelsi, þrátt fyrir kvefið; sem betur fer er ég hvorki með hósta né nefrennsli að ráði (bara fullan haus af bómull) þannig að það ættu ekki að verða mikil læti í mér).

föstudagur, 11. nóvember 2005

Það eru ýmsir spurningaleikir í gangi núna. Stebbi er með spurningaleik fyrir orkusögunörda á síðunni sinni en þar sem ég er ekki svoleiðis nörd hef ég hunsað leikinn fullkomlega. Ég er mun hlynntari stórskemmtilegum spurningaleik Viktors Arnars. Spurningarnar eru reyndar margar suddalega erfiðar en í gær kom loksins spurning sem hentaði mér.

miðvikudagur, 9. nóvember 2005

Jeminneini:


You Are a Bloody Mary


You're a fairly serious drinker,
who's experimented a lot with different drinks.
You're a drunk, but a stable drunk.
You don't ever let your drinking get out of control.

Ekki svo ógurlega kvenleg:
Your Brain is 33.33% Female, 66.67% Male

You have a total boy brain. Logical and detailed, you tend to look at the facts. And while your emotions do sway you sometimes... You never like to get feelings too involved

Gleymdi að nefna eitt áðan: Innflytjendur virðast áberandi þema í glæpasögum ársins. Í þeim tveimur bókum sem ég er búin að lesa er vel farið með efnið. Ég er orðin spennt að skoða þetta í öðrum bókum og spekúlera meira í þessu.
Það gengur á með skemmtilegum atburðum þessa dagana. Ég fór t.d. á Woyzeck á laugardaginn og stóð oft og mikið á öndinni, ýmist af skelfingu eða hrifningu. Mögnuð sýning. Mig langar aftur.

Ég hoppaði næstum um ganga (a.m.k. huglægt) af fögnuði í gær þegar ég frétti að Arnaldur hefði fengið gullrýtinginn. Það átti hann svo sannarlega skilið.

Ég er búin að lesa nýju bókina hans, Vetrarborgina, og líka Aftureldingu eftir Viktor Arnar, báðar mér til mikillar ánægju og hlakka til að halda áfram með glæpasagnaflóðið. Annars ætla ég ekkert að upplýsa hér hvað mér finnst um glæpasögur ársins - en þið komist kannski að því ef þið lesið TMM á næsta ári.

miðvikudagur, 2. nóvember 2005

Hér er ég, hér er ég ... Hress og kát eftir frábæra ferð til Tallinn um helgina sem var nákvæmlega það sem ég þurfti eftir drjúga vinnutörn undanfarið. Nú er ég eiginlega búin að ákveða að gerast mjög selektíf á aukavinnu og hætta að taka að mér viðamikinn yfirlestur. Héðan í frá verð ég mögulega til viðtals um snyrtilegar síðuprófarkir eða yfirlestur á einhverju sérlega skemmtilegu (í styttri kantinum), en ekki risavaxin verkefni (þ.e. yfirlestur) - nema þá kannski fyrir góða vini, eða ef aðrar sérstakar ástæður eru fyrir hendi, eða ... Jæja, það kemur í ljós hvernig mér gengur að standa við þetta. En prinsippið er ágætt - held ég. Alveg óþarfi að vera heiladauð af óhóflegri vinnu, með svefninn í fokki o.s.frv. Er þetta ekki nokkuð gott plan?

En allavega: Tallinn var æði (útlista kannski nánar síðar). Mæli tvímælalaust með borginni. Mig langar að fara þangað aftur og ferðast þá líka eitthvað um landið.

Önnur mál: Ýmislegt ánægjulegt hefur gerst í netheimum síðustu vikur. Uppáhalds íslensku tímaritin mín, Tímarit Máls og menningar og Gestgjafinn, hafa opnað heimasíður sem er fagnaðarefni. Best af öllu er þó að tvær manneskjur sem eru mjög ofarlega á lista yfir uppáhalds fólkið mitt eru byrjaðar að blogga: Arna frænka mín og Kári bróðir minn. Kári er á interrail um Austur-Evrópu og ferðasagan hans er alls ekki leiðinleg.

miðvikudagur, 19. október 2005

Leitin að íslenska þarfanautinu er snilldarhugmynd og Gísli Einarsson var brjálæðislega fyndinn í fyrsta hlutanum í gær. Vona að það sé ekki lygi að þetta hafi verið fyrsti hluti af fjórum.

mánudagur, 17. október 2005

Palli var einn í heiminum - nútímaútgáfan:

"None of your contacts are online."

föstudagur, 14. október 2005

Á Mýrargötu er verið að selja gamlan lager frá Þorsteini Bergmann. Ég var glöð þegar ég frétti það, því þetta er ein af uppáhaldsbúðunum mínum, og enn glaðari eftir að ég er búin að fara þangað. Keypti ótrúlegustu hluti, suma hagnýta og aðra ekki svo hagnýta en þeim mun skemmtilegri. Ég var næstum búin að kaupa skelfilega baðvog, bara vegna þess hvað hún var ljót (gyllt umhverfis talnaskífuna og blár feldur undir fæturna) en tókst þó að hemja mig, enda fann ég nóg annað dásamlegt. Þetta er það merkilegasta:
 • form til að sjóða egg í svo það líti út eins og blóm,
 • nestistaska úr bláu plasti með nestisboxi, tveimur hitabrúsum, og lítilli flösku (sem er trúlega fyrir mjólk eða áfengi, eftir því hvort manni finnst betra út í kaffið),
 • tveggja hæða kökudiskur úr plasti með villtu blómamunstri (þó í dempuðum litum) - hann er mjög fallega ljótur,
 • ferðasnyrtiveski með skærum, naglaþjöl, spegli, plokkara, tannburstahylki, sápuhylki, naglabursta, fatabursta, skójárni og tveimur apparötum sem gætu bæði verið ætluð til að vesenast í naglaböndum, en annað gæti líka hæglega verið eyrnaskefill,
 • lítill grillofn, fullkominn fyrir ostabrauð (og jafnvel crème brûlée) - ætla rétt að vona að ég fái snúru í hann.
Það er víst opið á föstudögum og laugardögum. Ég ætla aftur.

mánudagur, 10. október 2005

Stormasamasta gönguleiðin í Reykjavíkurþorpi hlýtur að vera heiman frá mér og í vinnuna.

laugardagur, 8. október 2005

Laugardagskvöld - og ég sit heima hjá mér við vinnu. Kannski ætti ég bráðum að hætta að taka að mér aukaverkefni.

fimmtudagur, 6. október 2005

Tómarúmið sem skapaðist í lífi mínu þegar bókmenntahátíðinni lauk hefur verið fyllt með vinnu. Nú er víst komin kvikmyndahátíð en ég er ekkert farin að komast á hana enn. Hugga mig við það að ég sá tvær af hátíðarmyndunum í Danmörku/Þýskalandi í fyrra: danska pólitíska þrillerinn Kongekabale, og þýsk-tyrknesku myndina Gegen die Wand. Get mælt með báðum (ef einhverjar sýningar eru eftir). Hef samt smá áhyggjur af því að íslenska hléið eyðileggi Kóngakapal: það er svo flott stígandi í myndinni sem hléið gæti farið illa með.

Ég verð að fara að komast eitthvað í bíó núna. En hvernig er það, er þessi hátíð ekki að klárast? Ætli mér mistakist alveg að sjá eitthvað?

miðvikudagur, 21. september 2005

Að móttekinni kvörtun klukka ég líka Hildi Eddu frænku mína. Og líka Sverri - ég er handviss um að yfirlýsingin um að hann myndi hunsa leikinn hafi verið sprottin af biturð yfir að hafa ekki enn verið klukkaður.
Flókið sjónvarpskvöld er framundan: Bráðavaktin og America's Next Top Model á sama tíma. Ég er búin að stilla vídeótækið.

mánudagur, 19. september 2005

Parísardaman klukkaði mig. Ætli það sé ekki best að hlýða - hér eru semsagt fimm staðreyndir um sjálfa mig og rúmlega það:
 1. Ég lærði á þverflautu frá átta ára aldri til tvítugs og var farin að æfa fyrir áttunda stigið þegar ég hætti. Næstu árin á eftir spilaði ég dálítið, en nú hef ég ekki snert flautuna í fimm ár eða þar um bil. Ég sakna þess. Fresta því samt alltaf að opna flautukassann aftur - veit ekki af hverju. Kannski er ég hrædd um að kunna ekki lengur neitt. Eða eitthvað.

 2. Ég hef aldrei komið út fyrir Evrópu og finnst það mikil fötlun. Evrópa er svo agnar-pínulítil, þannig að heimsmyndin er augljóslega alltof þröng. Stefni að því að gera eitthvað í málinu. Mig langar líka að læra fleiri tungumál (og að læra þau mál betur sem ég kann eitthvað í núna).

 3. Ég fékk gleraugu á 25. ári. Augnlæknirinn sem mældi í mér sjónina var svo forviða á því að ég hefði komist af gleraugnalaus fram að þessu að hann spurði ítrekað hvort ég hefði virkilega aldrei verið með gleraugu. Þegar ég var búin að svara því neitandi í þriðja eða fjórða skipti spurði hann skelfingu lostinn: "Keyrirðu bíl?" - "Jaaaaá," svaraði ég, og bætti svo við í huggunartón: "en ofsalega sjaldan ..." Honum virtist ekkert létta við þetta.

 4. Ég var afar stilltur og prúður unglingur - held ég allavega. Unglingauppreisnin fólst sennilega helst í því að skrifa stærðfræði- og eðlisfræðiformúlur á piparkökurnar ein jólin - og þá skar ég líka út jöfnuna E=mc2 í laufabrauðsköku og teiknaði arkímedesarspíral (minnir að fyrirbærið heiti það) á eina tegundina af konfektmolunum sem ég gerði (það síðastnefnda varð reyndar að hefð). Foreldrum mínum fannst ég mjög skrýtin og þau héldu að þetta lýsti ískyggilegri rúðustrikun. Þau þekktu afganginn af eðlisfræðibrautarbekknum mínum greinilega ekki nógu vel (strax eftir stúdentspróf sá ég að mér og sagði skilið við raungreinarnar; mér finnst stærðfræði samt ennþá skemmtileg).

 5. Ég næ ekki með tungunni upp í nef. Augljóslega engin skáldataug í mér. Enda háir mér hvað ég er lítið lygin.
Jamm og já, þannig var nú það. Ég slít oft keðjur (sjötta staðreyndin?) en ætla ekki að gera það í þetta skiptið. Klukka Þórdísi, Steinunni Þóru, Ármann, Þórunni Hrefnu og Hildigunni K.

fimmtudagur, 15. september 2005

Er heilbrigt að geta ekki séð texta í friði? Þá á ég ekki við þörf mína fyrir að krota allt út með rauðu (sem er vissulega knýjandi), heldur hreinlega að geta ekki haft texta nálægt mér án þess að lesa hann.

Einu sinni sá ég danska mynd í bíó í Frakklandi (ekki talsetta heldur textaða). Ég kann ekki frönsku. Samt las ég textann.

Á listasöfnum þarf ég stundum að beita mig hörðu til að horfa á verkin sjálf og lesa ekki bara nafnið á þeim.

Ég er sem sagt illa haldin af einhvers konar textamaníu og hún kemur einnig fram í því að í upplestrunum á bókmenntahátíðinni - þar sem íslenskri þýðingu er varpað á tjald þegar erlendu höfundarnir lesa - er engin leið að ég geti sleppt því að lesa textann þótt stundum sé lesið á máli sem ég skil. Sumar þýðingarnar eru góðar. Aðrar ekki. Alls ekki.

Ég hef áður nefnt efasemdir um þýðinguna á Dauðanum og mörgæsinni eftir Andrej Kúrkov og pirringurinn jókst mjög á upplestrinum í gær. Setningar á borð við "okkur vantar hæfileikaríkan höfund minningargreina" eru ekki að gera sig. (Aftur á móti var mjög gaman að Kúrkov sjálfum og tónlistaratriðið í dagskrárlok var dásamlega súrrealískt.)

Þýðingin á Hanan al-Shaykh sýndist mér almennt ágæt - en það var frekar fyndið hvernig hræðsla við erlend orð birtist þarna á tvenns konar hátt. Í upplestrinum kom bæði fyrir tabbouleh og húmmus. Í þýðingunni varð þetta tabbouleh-salat og kjúklingabaunamauk! Í fyrra skiptið skáletur til að það sé örugglega nógu skýrt að þarna sé hættuleg útlenska á ferðinni og íslensku orði síðan hnýtt aftan við til að milda áhrifin. (Ég veit alveg að þessi meðferð á útlenskum orðum er ekki bundin við Ísland en mér finnst hún samt óþarfi.) Í seinna skiptið hefur greinilega þótt vissara að hafa nógu margsamsett orð sem enginn myndi nokkurn tíma láta sér um munn fara.

Þýðingin á Hornby í fyrrakvöld var ekki heldur góð, t.d. var hún marflöt og munurinn á málsniði persóna máðist gjörsamlega út, en svo voru líka furðulegar villur í henni. Í upplestrinum kom t.d. fyrir setningin "she didn't carry any weight" (eða eitthvað mjög svipað) sem í samhenginu sem hún stóð í þýddi frekar augljóslega 'hún var ekki þétt á velli' / 'hún var algjört strá' (eða eitthvað í þá veru). Í þýðingunni stóð hins vegar "hún hafði ekkert með sér til að þyngja sig" (skráð eftir minni og orðalagið er kannski ekki nákvæmt, en þetta var innihaldið). Frekar pínlegt. Villa af því tagi sem oft sést í bíóþýðingum sem eru bara unnar eftir handriti.

Þetta var dagskrárliðurinn 'prófarkalesari fer á bókmenntahátíð'. Lifið heil.

miðvikudagur, 14. september 2005

Áhugi minn á að lesa meira eftir Karen Duve jókst ekki við að heyra talað við hana í gær, og upplesturinn í gærkvöld dugði ekki heldur til þess, enda var skáldsögubúturinn sem hún las greinilega unninn upp úr einni smásögunni sem ég las um daginn þannig að þetta var frekar vonlaust tilfelli hvað mig varðar.

Upplestur Þórunnar Valdimarsdóttur var hins vegar mjög ... hmmm ... eftirminnilegur - og það var sérstaklega gaman að fylgjast með Nick Hornby á meðan.

Það var síðan frábært að hlusta á Hornby lesa. Mér finnst nýjasta bókin hans ágæt - ekki eins góð og High Fidelity eða About a Boy, en fín samt. Það að láta bókina byrja á því að fjórar manneskjur í sjálfsvígshugleiðingum þvælast hver fyrir annarri er býsna sniðug aðferð til að tefla saman gerólíkum persónum. Hornby tekst ágætlega í bókinni að búa til rödd fyrir hverja persónu, og það skilaði sér vel í upplestrinum.

Því miður las Mehmed Uzun ekki á kúrdísku heldur á sænsku. Ég hefði svo gjarnan viljað fá að heyra hvernig kúrdískan hljómar.

þriðjudagur, 13. september 2005

Ég á enn eftir að lesa Stríðsmenn Salamis en er orðin verulega spennt, a.m.k. var höfundurinn (Javier Cercas) óheyrilega skemmtilegur í hádegisspjallinu í Norræna húsinu áðan og það var líka verulega gaman að hlusta á hann lesa upp í fyrrakvöld. Uppáhald nr. 2 af þeim sem ég er búin að heyra í. (Margaret Atwood er nr. 1.) James Meek vakti hins vegar engan sérstakan áhuga hjá mér.

Upplesturinn í gærkvöld var ágætur, Finninn (Kari Hotakainen) var mjög fyndinn og ég hlakka til að lesa bókina hans sem var verið að þýða (Skotgrafarveg), fuglabókin eftir Graeme Gibson virkar alveg áhugaverð, Eric-Emanuel Schmitt var afskaplega krúttlegur og gaman að hlusta á hann lesa, en Annie Proulx ætlaði hins vegar að drepa mig úr leiðindum. Ég hafði ekkert gaman af Skipafréttum þegar ég las þær á sínum tíma en vonaðist til að það breyttist við að heyra lesið úr þeim; stundum lifna bækur við í upplestri. Þær vonir rættust ekki. Mér fannst bókin jafn leiðinleg eftir sem áður og hún las hroooooðalega langan kafla.

Nú er ég að reyna að ákveða hvort ég á að drífa mig af stað að hlusta á spjallið við Þjóðverjana klukkan þrjú. Byrjaði á Helden wie wir eftir Thomas Brussig seint í gærkvöld en er bara búin með einn kafla, sem var svosem ágætur, en smásögurnar sem ég las um daginn eftir Karen Duve voru óbærilega leiðinlegar. Spurning hvort þetta verður áhugaverðara ef ég heyri spjallað við hana? Eða ekki?

mánudagur, 12. september 2005

Frænka mín horfði áðan forviða á kynningarefnið frá bókmenntahátíðinni þar sem rithöfundarnir eru í stafrófsröð með þeirri undantekningu að Paul Auster er á undan Margaret Atwood. Hún velti fyrir sér hvort reglan væri að At- sé á undan Au- í stafrófinu NEMA um sé að ræða karlkyns rithöfund, þá skuli hann vera fyrstur?

Atwood var annars frábær í hádegisspjallinu, bæði klár og fyndin, hún var líka æði á upplestrinum í gærkvöld, og eina bókin sem ég er búin að lesa eftir hana (The Handmaid's Tale) reyndist hreinasta afbragð. Það er alveg á hreinu að ég ætla að lesa meira eftir hana.

fimmtudagur, 8. september 2005

Ég ákvað að lesa What I Loved e. Siri Hustvedt til enda þrátt fyrir allt og kláraði í gærkvöld en hún skánaði ekkert. Ef marka má umsagnir á bresku Amazon finnst fólki bókin annaðhvort æðisleg eða ömurleg og ég er tvímælalaust í síðari hópnum. En nú ég er byrjuð á The Handmaid's Tale e. Margaret Atwood og líst vel á - og næst á listanum er Maskeblomstfamilien e. Lars Saabye Christensen sem ég hlakka mikið til að lesa - a.m.k. var Hálfbróðirinn frábær og leikritið Appelsinene på Fagerborg sem ég sá í Osló í fyrra var líka stórgott. Þannig að betri (lestrar)tímar eru vonandi framundan,

þriðjudagur, 6. september 2005

Mér hættir til að gera hlutina annaðhvort strax eða seint. Þetta kemur fram á undarlegasta hátt, t.d. í sambandi við lestur á bókum sem ég eignast. Oftast les ég bækurnar strax eða því sem næst, en ef það gerist ekki einhverra hluta vegna (t.d. þegar ég kaupi margar bækur í einu) líður oft óratími þangað til ég snerti þær. Þær fara einfaldlega í flokkinn "bækur sem ég ætla að lesa einhvern tíma við tækifæri", þ.e. seinna.

Þegar mig vantar eitthvað að lesa fer ég á bókasafnið eða út í bókabúð og kaupi nýja bók; það hvarflar ekki að mér að snerta ólesnu bækurnar sem ég á. En svo er átak öðru hverju til að grynnka á uppsafnaða bunkanum. Og þegar ég sá listann yfir erlenda höfunda sem eru að koma á bókmenntahátíðina var deginum ljósara að slíkt átak væri orðið verulega brýnt. Ég hef lesið næstum allt eftir tvö af höfundunum á hátíðinni (Hanne-Vibeke Holst og Nick Hornby), einstaka bók eftir fjóra höfunda í viðbót - og svo kom í ljós að ég hefði einhvern tíma keypt bækur eftir ískyggilega marga höfunda sem eru að koma á hátíðina án þess að hafa síðan lesið þær. Dró þessar bækur fram úr hillunum og bjó til bunka á borðinu. Þær reyndust vera níu. NÍU!

Þannig að nú er átak í gangi. Verst hvað það byrjar illa. Mér sýnist reyndar að Dauðinn og mörgæsin e. Andrej Kúrkov sé skemmtileg en ég varð að leggja hana til hliðar því ég rakst á alltof margar pirrandi klúðurslegar setningar í þýðingunni (sem geta ekki hafa verið viljandi klúðurslegar, svoleiðis virkar öðruvísi). Stefni samt að því að opna bókina aftur og lesa hratt. Nógu hratt til að ná plottinu en missa vonandi af klúðrinu.

Ég er rúmlega hálfnuð með What I Loved e. Siri Hustvedt (keypt fyrir tæpum tveimur árum) en hún er ekki enn farin að vekja nokkurn einasta áhuga minn. Er að reyna að ákveða hvort ég eigi að þræla mér gegnum afganginn eða hætta bara við. (En ég gefst næstum aldrei upp á bókum, held oftast í vonina til síðustu blaðsíðu. Stundum er ég bjartsýn.)

Svo er ég búin að lesa þrjár smásögur í Keine Ahnung e. Karen Duve (keypt fyrir rúmum fimm árum. Fimm!). Þær voru allar hundleiðinlegar.

Þetta lofar ekki nógu góðu. Bind samt enn heilmiklar vonir við nokkrar bækur í bunkanum. Jákvæð og bjartsýn.
Jeminneini. Var að uppgötva að það eru orðin tíu ár síðan ég flutti suður. Tíu ár! Áratugur! Tíminn líður fáránlega hratt.

mánudagur, 5. september 2005

Ég fór út og gáði í tunnuna til að leita af mér allan grun. Og hvað skyldi nú hafa verið þar? Ójú, umræddur ruslapoki. Gúbbífiskaminnið hefur greinilega tekið öll völd. Ég furðaði mig á því um daginn hvað væri langt síðan ég hefði óvart reynt að slá persónulegt met í utanviðmigheitum (t.d. mætt í ranghverfum fötum í vinnuna) en ég er greinilega komin aftur í ágætis form að þessu leyti.
Ráðgáta kvöldsins er dularfulla ruslapokahvarfið. Rétt áðan var ég á leiðinni út með ruslið en fór að gera eitthvað annað - og nú finn ég ekki ruslapokann. Hvernig er hægt að týna ruslapoka í íbúð sem er ekki stærri en mín (og ekki einu sinni brjálæðislega ósnyrtileg)? Hvað ætli líði langur tími þangað til ég renn á lyktina?

laugardagur, 3. september 2005

Ég var að uppgötva að ég er algjörlega að tapa mér í stuðlun. Og bara með bókstafnum B. Um daginn skilaði ég af mér ritdómi undir fyrirsögninni "Bisness og blóðhefnd" og nú er ég - mjög fljótlega, vonandi - að fara að skila ritgerðinni "Baksviðs í bókmenntasögunni". Bé bé bé bé. Alveg óvart. Er þetta ekki einhvers konar bilun?

föstudagur, 2. september 2005

Oft er líka athyglisvert að sjá hvaða galla menn finna á verkum upp úr fornsögum. Ó.D. (ætli það sé Ólafur Davíðsson?) skrifaði í Norðurland árið 1903 um leikritið Gísla Súrsson eftir Beatrice Helen Barmby (Matthías Jochumsson þýddi), og honum finnst að þar sé ...
"...drepið alt of víða á kossa, því að þótt getið sé um það víða í sögunum, að menn hafi minzt hvor við annan, þá liggur kossaflens og kossahjal svo fjarri hugsunarhætti Íslendinga í fornöld, að lítið ætti að bera á slíku þar, sem forn-Íslendingum er lýst." (Norðurland, 1. ágúst 1903.)
Sú var tíðin að menn voru ófeimnir við stóru orðin. Árið 1890 var Matthías Jochumsson ekki himinlifandi yfir ritdómi Gests Pálssonar um leikverkið Helgi hinn magri og svaraði m.a. með þessum orðum:
"Við og við er eins og Gestur hafi ætlað að villast á réttari leið, en því fer miður. G. er og verður Gestur blindi með bjálka í báðum augum, og allur hans ritdómur er eintóm glitábreiða (G. ritar smellið) gegnum ofin heimsku og hroka. Það lakasta er samt að dómur þessi er undirniðri illgjarn - svo illgjarn, að það er ólíkt Gesti, sem í raun og veru er meinlaus maður; mér liggur við að segja að einhver Axla-Björn hafi hrætt hann eða keypt til að gjöra þessa glópsku." (Lýður, 23. júlí 1890.)
Ég hef eignast nýja uppáhaldsvefsíðu. Tímarit.is er dásamleg uppfinning.

fimmtudagur, 1. september 2005

Hlýtur september ekki að verða frábær fyrst ágúst var svona ömurlegur? Ég er bjartsýn í dag; sólin skín og fuglarnir syngja ábyggilega einhvers staðar þarna úti. Og ég er hætt að vera heiladauð, allavega í bili.

miðvikudagur, 31. ágúst 2005

Mér finnst best að skrifa ritgerðir á nóttunni (svo framarlega sem ég þarf ekki að komast á bókasafn). En það er ekki alveg nógu hentugt að þurfa að mæta í vinnu að morgni. Ætli mér takist einhvern tíma að kljúfa persónuleikann til fulls og búa til morgunhresst aukasjálf?

mánudagur, 29. ágúst 2005

Nú er ég glöð - komin með þráðlaust adsl heima - og ég setti það upp alein.

miðvikudagur, 24. ágúst 2005

Hvað er þetta eiginlega með veðrið? Hver leyfði október í ágúst?

þriðjudagur, 16. ágúst 2005

Hmmm, hvort ætti ég frekar að bjarga heiminum eða eyða honum?

föstudagur, 12. ágúst 2005

Mér finnst nýja strætókerfið stórfínt. Mér er meira að segja alveg sama þótt það sé pínulítið óhentugra fyrir mig að taka strætó beint í vinnuna en áður því það er miklu fljótlegra og þægilegra að komast allt annað. (Ég þarf hvort eð er ekkert endilega að taka strætó í vinnuna, það er ágætt að ganga þangað). Þegar ég ber saman ferðir á alla gömlu vinnustaðina mína - sem eru úti um allan bæ - í gamla og nýja kerfinu, þá er nýja kerfið alltaf betra og oftast miklu betra. Það var alveg kominn tími til að stokka þetta upp og mér blöskrar alveg hvernig blöðin hafa látið eins og þetta sé allt ómögulegt og katastrófískt.

Þetta var jákvæði punktur vikunnar - sko, ég er ekkert í fýlu yfir öllu.

þriðjudagur, 9. ágúst 2005

Það þarf mjög lítið til að pirra mig þessa dagana. Gærdagurinn tók mjög á því þá var ekki þverfótað fyrir fólki með áráttuhegðun (eða kannski tók ég bara sérstaklega vel eftir þessu fólki þar sem pirringsþröskuldurinn var svona lágur). Fékk mér kaffi á Segafredo eftir hádegismatinn og var búin að hafa það afar notalegt um stund þegar gamalt fólk settist við hliðina á mér. Maðurinn settist bara eðlilega. Og drakk svo kaffið sitt rólega og eðlilega þegar það kom. Konan var aftur á móti af þeirri tegund sem getur aldrei gert neitt öðruvísi en að vesenast. Hún vesenaðist ógurlega við að koma sér fyrir við borðið og tókst að vesenast gríðarlega við að drekka kaffið sitt. Ég missti alveg einbeitinguna og klúðraði gjörsamlega Su Doku þrautinni sem ég var að leysa (já, ég er dottin á kaf í Su Doku). Lítil börn með æðiber í rassinum geta alveg verið pirrandi en gamalt fólk með æðiber í rassinum er ennþá verra.

Seinnipartinn beið ég eftir strætó í Lækjargötunni. Á stoppistöðinni var fleira fólk sem var alveg laust við að draga nokkra athygli að sér - nema einn maður sem gekk fram og til baka. Og fram og til baka. Og fram og til baka. Níu skref í aðra áttina, níu skref í hina áttina, snú, níu skref, snú, níu skref, snú, níu skref ... Ég var að því komin að ærast en sem betur fer kom strætóinn minn áður en ég eipaði algjörlega. Og blessunarlega var níu skrefa maðurinn að bíða eftir öðrum strætó.

Enn seinna um daginn sat ég á kaffihúsi (aftur). Á næsta borði var maður sem fiktaði stanslaust við kveikjarann sinn. Ég óskaði þess heitt að það myndi kvikna í fingrunum á honum en ég er greinilega ekki nógu bænheit.

Síðasta kaffihúsaferð dagsins varð mér hins vegar til svolítillar skemmtunar (sem blandaðist samt líka votti af fávitahrolli). Þegar ég var búin að sitja yfir ágætis glasi af rauðvíni um stund (og leysa nokkrar Su Doku gátur) settist par á næsta borð. Ég komst ekki hjá því að heyra megnið af samræðunum sem voru eins og upp úr illa skrifuðu og klisjukenndu leikriti um yfirborðsmennsku. Það lá við að ég tæki glósur.

mánudagur, 8. ágúst 2005

Ég hélt að ágúst væri bara nýbyrjaður. Ég hélt líka að í ágústbyrjun ætti að vera sumar. Af hverju er þá haust í Reykjavík í dag?

fimmtudagur, 4. ágúst 2005

Fjórði dagur eftir heimkomu og ástar-haturs-sambandið við þetta land er ennþá afgerandi hatursmegin.

Ég ætlaði að lífga upp á tilveruna með því að lesa nýja Bridget-pistilinn í Independent, en þegar ég reyndi að kaupa aðgang fór allt í hönk. Þurfti að skrá inn helling af upplýsingum, og skrifaði heimilisfangið mitt fyrst með 'th' í staðinn fyrir 'þ'. Þá tilkynnti síðan öryggisvandamál; þetta virtist ekki stemma við kortaupplýsingarnar. Mér fannst ágætis tilhugsun að tékkið væri svona öflugt, en þegar ég skrifa heimilisfangið upp á íslensku fæ ég villumeldingu og er sagt að heimilisfangið þurfi að vera lengra en fjórir bókstafir. Síðan hvenær eru minna en fjórir bókstafir í "Þjórsárgata 1"? Ég er búin að senda fyrirtækinu sem sér um þetta tölvupóst og reyna að segja þeim kurteislega að síðan þeirra kunni ekki að telja og ætla rétt að vona að þetta reddist. Ég vil fá Bridget!

Það eina jákvæða við daginn er fiskurinn sem ég borðaði í Ostabúðinni í hádeginu. Hann var mjög góður.

þriðjudagur, 2. ágúst 2005

Aldrei þessu vant var hvorki rok né rigning á Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöldið. En Reykjavík er grá og leiðinleg (breytir engu þótt sólin skíni lítillega núna) og Ísland er almennt óþolandi.

föstudagur, 29. júlí 2005

Tungumalastodvarnar i heilanum i mer eru i klessu. Fyrstu tvaer vikurnar gekk mer baerilega ad tala donsku vid Danina i skolanum og thysku vid thyskumaelandi folkid a svaedinu. Thott stundum vaeri sma ruglingur med ord eins og ja/nei thegar thurfti ad skipta hratt a milli thessara mala og itolskunnar gekk thetta ekkert illa. I 3. vikunni taladi eg eiginlega enga donsku eda thysku. En nu i 4. vikunni foru undarlegir hlutir ad gerast. A manudagsmorguninn vaknadi eg hugsandi a thysku. Og a kaffihusi seinnipartinn thann dag var eg naestum buin ad panta a thysku. Nadi sem betur fer ad kippa i hnakkadrambid a mer a sidustu stundu. Serlega skrytid thar sem eg hafdi einmitt ekki verid ad tala thysku dagana a undan. Daginn eftir aetladi eg hins vegar ad fara ad avarpa Svisslending i hopnum minum a thysku en haetti vid thegar eg fann ad thad var mjog djupt a thyskunni thennan daginn. I gaerkvold taladi eg hins vegar dalitla thysku - med theim afleidingum ad italskan min var verulega stird thad sem eftir var kvoldsins.

Jakvaeda hlidin er ad thetta hlytur ad vera merki um framfarir i itolskunni. Er thad ekki annars? Fyrst hun er virkilega ad fikta vid somu heilasellur og hin tungumalin hlytur eitthvad ad vera ad gerast. Og thad er audvitad enn eitt merki um ad eg aetti ekkert ad fara heim nuna.
Faest limoncello i rikinu a Islandi?
Eftir miklar samanburdarrannsoknir hef eg komist ad theirri nidurstodu ad besta panna cotta i Bologna faist a vinbarnum i Sala Borsa.

Nu vantar mig annan manud til ad leggjast i rannsoknir a tiramisù.

Sala Borsa er annars snilldarstadur. Eins og nafnid gefur til kynna var einu sinni kaupholl tharna, en nu hysir byggingin stort bokasafn, stora bokabud, kaffihus vinbar og veitingastad. Thetta finnst mer god skipti.

Enn er ekki fengin nidurstada um bestu isbud borgarinnar, thratt fyrir itarlegar rannsoknir. En ein theirra bestu er tvimaelalaust i gotunni minni, og onnur i somu gotu og skolinn minn.

fimmtudagur, 28. júlí 2005

Komin med adskilnadarkvida gagnvart Bologna. Af hverju tekur allt gott enda um sidir?

miðvikudagur, 27. júlí 2005

I gaer sannadist enn og aftur nytsemi thess ad vera alltaf med bok i toskunni. Tok skyndiakvordun um ad drifa mig til Florens eftir skola. Hugsadi mer adallega ad rolta um borgina og efadist um ad eg nennti nokkud ad standa i bidrodum. Audvitad for samt svo ad mig langadi nogu mikid i Uffizi-safnid til ad standa i rodinni, jafnvel thott thad taeki tvo tima. En bidradir eru ekkert mal ef madur er med bok og getur stadid i skugga - og thad var haegt i gaer. Thad helsta sem pirradi mig var konan fyrir aftan mig, sem fann hja ser hvot til ad raula odru hverju med musikinni sem var verid ad spila i nagrenninu.

Tveggja tima rodin var alveg thess virdi thegar inn var komid. Thad er alveg astaeda fyrir vinsaeldum safnsins. (Abending til folks sem skipuleggur safnaferdir med adeins lengri fyrirvara: Thad er haegt ad panta mida fyrirfram i helstu sofnin, tha a akvednum tima, ymist i sima eda a netinu. Mjog snidugt, virkadi bara ekki fyrir mig i gaer.)

Nu, eftir safnaferdina var komid ad upphaflega planinu, th.e. ad ganga bara um og thad var lika mjog indaelt.

Heimferdin gekk svolitid brosulega. Lestin var 20 minutum of sein til Florens, thegar madur var kominn i hana var tilkynnt 20 min. tof til vidbotar, og fljotlega eftir ad hun loksins for af stad var stoppad a stod urleidis, og tilkynnt enn ein 20 min. tof. Eg var farin ad sja fram a ad komast ekki heim fyrr en undir morgun en sem betur fer urdu tafirnar ekki fleiri. Og thetta er eina seinkunin sem eg hef lent i her a Italiu sem hlytur ad vera agaetlega sloppid.

En nu fer ferdalogum ad verda lokid i bili. Stefni reyndar ad thvi ad skreppa til Parma, kannski eftir hadegi a fostudag, en annars aetla eg ad leggja mig fram um ad njota sidustu daganna her i Bologna. Og reyna kannski ad koma i verk einhverju af thvi sem eg a eftir. Thad er samt ekki eins og eg hafi ekkert gert. Skrytid ad thad sem eg hef gert her i Bologna hefur einhverra hluta vegna sidur ratad inn a bloggid en annad. En eg er buin ad skoda nokkur sofn, ymsar kirkjur, klifra uppi annan af turnunum tveimur, ganga upp ad San Luca, o.fl. o.fl. Auk thess audvitad ad ganga og ganga og ganga um goturnar, hanga og slaepast og njota lifsins.

En a morgun er prof - best ad eg drifi i ad fara yfir oreglulegu sagnirnar. Og thaer afturbeygdu lika, thaer baettust vid i gaer.

mánudagur, 25. júlí 2005

Eg er ad komast upp a lag med lykilinn ad ibudinni thar sem eg by. Skrain er su stifasta sem eg hef kynnst og eg er of baeld til ad frekjast til ad smyrja hana eda spyrja eigandann hvort aetlunin se ekki ad gera eitthvad i thessu. En aefingin skapar meistarann, eftir thriggja vikna aefingu nae eg thessu i thremur atrennum ef eg anda djupt og hreyfi hendina mjuklega, kem 1/3 af lyklinum inn i hvert skipti. Einn af fyrstu dogunum kludradi eg malunum hins vegar raekilega. Hefdbundinn brussugangur olli thvi ad allt i einu helt eg a halfum lykli. Hinn helmingurinn var i skranni. Thad var komid midnaetti og eg heyrdi ekkert hljod ad innan en hringdi dyrabjollunni ofurvarlega i von um ad husfreyjan vaeri ekki sofnud. Ekkert gerdist. Eg beid. Ekkert gerdist. Eg hringdi aftur, adeins lengur i thetta skiptist. Engin hreyfing. Eg beid. Arangurslaust. Velti taugaveiklud fyrir mer hvar eg gaeti sofid um nottina og virti fyrir mer stigaganginn i leit ad vaenlegum dyramottum. Akvad samt ad gera eina tilraun enn med dyrabjolluna. Hringdi afar akvedid i thetta skipti - og sja, kraftaverkid gerdist: dyrnar lukust upp og mer birtist nattsloppur med stirurnar i augunum. Konan virtist ekkert hissa thegar eg benti radvillt a kludrid og reyndi ad aula ut ur mer einhverjum afsokunum, heldur dro fram flisatong og plokkadi lykilbrotid ur skranni i svefnrofunum eins og hun vaeri thaulvon.
Trui thvi varla ad thetta se sidasta vikan. Fae hroll vid tilhugsunina um ad verda komin heim eftir viku. Bologna er lifleg, falleg og skemmtileg borg; mer finnst alls ekki timabaert ad fara ad kvedja hana.
Se a bloggsidum ad eg tharf ad laera a nytt straetoleidakerfi thegar eg kem heim. Vona ad framsetningunni a timatoflunum hafi verid breytt, thannig ad folk eigi sjens i ad atta sig a thvi hvenaer straeto kemur a stoppistodina sem thad er statt a, th.e. ad thad se ekki lengur aetlast til ad folk viti: 1) hvar thad er statt, 2) hver naesti vidmidunarpunktur i timatoflunni er, 3) hversu lengi straeto er thar a milli. Thad er svolitid threytandi ad fastur postur i thvi ad bida eftir straeto a sumrin se ad hugga radvillta turista a stoppistodinni.
Tepokablogg um helgina:

Her hafa verid vikulegir okeypis tonleikar i "samkomuhusinu" (Teatro communale) en eg er bara nybuin ad uppgotva tha, thannig ad eg dreif mig ekki fyrr en a fostudagskvoldid. Thad var indaelt thott alltof mikill timi faeri i ad hlusta a tilgerdarlegan leikara flytja einhvern texta med miklum tilthrifum sem var serstaklega pirrandi thar sem eg skildi varla ord af thvi sem hann sagdi. En musikin var falleg thegar hun fekk ad heyrast inn a milli.

A laugardaginn svaf eg ut i fyrsta skipti i manud. Otrulegt ad eg hafi enst svona lengi an thess ad fa almennilegan svefn, en svona er ad vera i London eina helgina, Feneyjum tha naestu, Rom tha thridju, og upptekin vid ad kynnast Bologna thess a milli. Hmmm, thegar eg hugsa mig um er svefni reyndar alveg fornandi fyrir svona atferli. En thad var samt oskop gott ad sofa thennan morgun. Eftir hadegi var svo ferd a vegum skolans upp i Appenninafjoll, gonguferd a morkum Emilia-Romagna og Toscana. Fallegt landslag, fin ferd.

A sunnudaginn dreif eg mig til Ravenna. Thar er hellingur af bysonsku mosaiki i kirkjum og grafhysum - mjog tilkomumikid. Sunnudagar eru hins vegar greinilega ekki bestu dagarnir til ad kynnast borginni ad odru leyti, thar sem allt var lokad nema kirkjurnar og sofnin, og fair voru a ferli nema turistar. Datt tho ofan a almenningsgard innan bysna magnadra virkisveggja (man ekki hversu morghundrud ara), og a barnum thar var svolitid af lokal-folki ad horfa a motorhjolakappakstur. Til ad drepa timann adur en lestin min for til baka tok eg straeto nidur a Adriahafsstrondina og gekk nokkur skref i sjonum. Oskop gott ad komast lauslega i snertingu vid sjo - en eg draepist abyggilega ur leidindum ef eg reyndi einhvern tima ad vera i frii a badstrond. Held ad thad se alveg a hreinu ad borgir henta mer best.

Skyrslu lokid. Jamm og ja. Nu aetla eg ad finna mer godan stad til ad lesa krimmann sem eg var ad kaupa mer. T.d. vid tjornina med gosbrunnunum i Giardini Margherita. Mmmm.

fimmtudagur, 21. júlí 2005

Hurra! Algengasta thatidin i itolsku, th.e. nulidin tid (passato prossimo), er ekkert mal. (Ekki bogga mig med hartogunum um skilgreiningar a tidum og horfum eda odrum malfraedihugtokum.) Vonast eftir aframhaldandi sagnastudi.
Eg aetla ekki ad reyna ad imynda mer hvada kynora bloggari daudans reynir ad fela med skrifum um sex kaffibolla.

miðvikudagur, 20. júlí 2005

Annar dagur i nyjum hop i skolanum. Sumt folkid i gamla hopnum er farid heim (aetladi aldrei ad vera nema tvaer vikur), afgangnum af hopnum var skipt upp, og svo hafa thrju ny baest vid. Thetta er allt annad lif - eg var i storhaettu med ad throa med mer alvarleg hegdunarvandamal, en held ad samnemendur minir (og kennararnir) losni vid thad nuna. A.m.k. i bili.

Eg er serlega glod yfir ad vera laus vid midaldra konurnar. Adur en einhver modgast er rett ad taka fram ad eg hef ekkert a moti midaldra konum per se - sem betur fer, vegna thess ad thad a vaentanlega fyrir mer ad liggja ad verda svoleidis. En thaer tvaer midaldra konur sem voru i hopnum, onnur hollensk og hin donsk, voru ekki alveg ad virka. Thad kom smamsaman i ljos ad su hollenska var frekar klikkud, thad var hun sem hafdi farid ut ur likamanum - og daginn adur en hun for lysti hun sjalfri ser sem "vidkvaemri". Tha thurfti ekki frekari vitnanna vid um ad vid vaerum ekki a somu bylgjulengd. Thad er ekkert ad thvi ad folk se vidkvaemt en aftur a moti er frekar ospennandi thegar folk lysir sjalfu ser a thennan hatt.

Veit ekkert hvort su danska er vidkvaem eda ekki, en hun var hins vegar otrulega tornaem. Sma daemi: I itolsku er afar einfold regla um forsetningarnar sem notadar eru baedi i samhenginu ad 'fara til borgar/lands' og 'vera i borg/landi'. Ekkert vesen med ad thurfa ad laera videigandi forsetningar fyrir hvert skipti, t.d. 'fara til Italiu', 'vera a Italiu', 'fara til Danmerkur', 'vera i Danmorku' ...
I itolsku er reglan einfaldlega: 'a + borg', 'in + land', alveg sama hvort farid er a stadinn eda dvalid thar. Ef thad eru undantekningar a thessu er a.m.k. ekki buid ad segja okkur fram theim. Thetta aettu flestir ad geta laert an mikillar fyrirhafnar. En ekki su danska. Thott thad vaeri hjakkad a thessu i heila viku var hun alltaf jafn skilningssljo og tom a svipinn thegar hun var leidrett. Eg thurfti ad beita mig mjog hordu til ad aepa ekki stundum a hana: "Tu sei stupida? Eh?" (Hluti af yfirvofandi hegdunarvandamalunum sem eg minntist um.)

En nu er buid ad stokka allt saman upp og hlutirnir farnir ad ganga hradar. Mer skilst meira ad segja ad a morgun forum vid loksins ad laera hina langthradu thatid.
Skrapp til Modena i gaer (thadan er balsamedikid) og gekk fyrir raelni inn a skrifstofu Modenatur til ad forvitnast um balsamedik-skodunarferdir. Helt ad thad vaeru kannski hopferdir a akvednum timum - en svo reyndist thetta mun heimilislegra; konan a skrifstofunni hringdi bara og spurdi hvort thad vaeri haegt ad taka a moti manneskju og gaf mer svo leidbeiningar um hvernig eg kaemist a stadinn i straeto. Og eg for til konu rett fyrir utan baeinn sem gerir "aceto balsamico tradizionale di Modena" (sem er ekki thad sama og "aceto balsamico di Modena") - og nu a eg baedi 12 og 25 ara ekta balsamedik. Mj. glod, en samt svolitid uggandi yfir mogulegum katastrofiskum ahrifum thess fyrir fjarhaginn i framtidinni ad vera buin ad kynnast alvoru balsamediki.
Thetta er skrytinn dagur. Sekunduvisirinn a urinu minu tekur fimm sekundna stokk, og thott klukkan se ekki nema ellefu er eg buin ad syngja hluta af itolsku lagi og dansa uppi a bordi. Madur laetur hafa sig ut i undarlegustu hluti i tungumalatimum.

mánudagur, 18. júlí 2005

Rom er yndisleg en ein helgi er alltof stuttur timi til ad kynnast borginni. Naest aetla eg helst ad vera a.m.k. viku.

Eg var bysna dugleg vid hefdbundin turistastorf, skodadi spaensku troppurnar (ollu vonbrigdum, en kirkjan fyrir ofan thaer var reyndar umkringd stillonsum sem spillir oneitanlega utlitinu), for ad Colosseo og Forum romanum (keypti ekki adgang i thetta skiptid, thad bidur thar til naest); held ad best se ad ganga ad Colosseo eda taka straeto thangad til ad sja thad fyrst ur fjarlaegd. Thegar madur kemur beint ut af nedanjardarlestarstodinni er alltof aberandi hvad thad er illa farid. En thad er samt tilkomumikid - og tvimaelalaust fjarskafallegt. Skodadi lika Peturskirkjuna (falleg), thad gekk bysna greitt ad komast thangad inn, thratt fyrir vopnaleit, en hins vegar beid eg hatt i klukkutima i rod eftir ad klifra upp i kupulinn. Thad var tho stutt bidrod midad vid sumar adrar; eg var i Peturskirkjunni a sunnudaginn - en a laugardaginn hafdi eg bedid taepa tvo tima i rod fyrir utan Vatikan-sofnin. Sem betur fer var eg med bok i toskunni. Inni i sofnunum var sidan vida mikill trodningur og ogrynni af leidsogumonnum sem aeptu hver i kapp vid annan - thannig ad thegar komid var i Sixtinsku kappelluna undir lokin var eg ordin frekar luin og flytti mer ut eftir ad hafa virt hana lauslega fyrir mer. En i sofnunum var audvitad margt fallegt ad sja og eg er anaegd med ad hafa farid thangad thratt fyrir allt.

Bidradir, ja. A sunnudagsmorguninn stod eg naestum 1,5 klst i bidrod a lestarstodinni til ad koma farangrinum minum i geymslu. Eg hafdi akvedid ad fara med farangurinn thangad frekar en fa ad geyma hann a hotelinu, ef ske kynni ad eg yrdi taep a tima um kvoldid thegar eg thyrfti ad na lestinni, en thad var greinilega vanhugsad. Svosem logiskt ad thad se mikid ad gera i farangursgeymslunni a thessum tima, thvi allir fara audvitad af hotelunum a svipudum tima - en samt ... Einn og halfur timi! - Thad bjargadi malunum gjorsamlega ad eg hafi keypt nyju Harry Potter bokina daginn adur; lesturinn fekk timann i bidrodinni til ad lida mun hradar en ella. Eg las Harry Potter lika i bidrodinni i Peturskirkjunni. Man ekki hver afstada Vatikansins er til HP, en thad er vaentanlega a moti svona galdrakukli, thannig ad mer fannst thetta vel valinn stadur til ad lesa bokina. Seinna um daginn - thegar mer fannst eg buin ad vera nogu mikid theytispjald - fann eg mer indaelis almenningsgard og helt lestrinum afram. Thad eru mjog finir gardar i Rom. Klaradi bokina svo i lestinni um kvoldid.

Fyrirfram hafdi eg akvedid ad reyna ad ganga ekki fram af mer thessa helgina, heldur vera dugleg ad taka straeto og lestir - og eg helt mig vid planid ... stundum ... ekki alltaf ... alls ekki alltaf ... thad er nefnilega svo gaman ad ganga um Rom. Serstaklega a kvoldin, a fostudagskvoldid (thegar eg hafdi aetlad ad hafa mig haega og fara snemma ad sofa) gekk eg t.d. um Trastevere thar sem er otrulega mikill grodur (eins og reyndar mjog vida i borginni), for svo yfir ad Vatikaninu (Peturstorgid er ekkert serlega ljott ad kvoldlagi), og svo yfir i Centro storico thar sem eru torg uti um allt af ollum staerdum og gerdum og oteljandi gosbrunnar; eg er mjog hlynnt ollum thessum gosbrunnum i Rom. I svona umhverfi gleymist timinn audveldlega og haegur vandi ad rafa endalaust um.

föstudagur, 15. júlí 2005

Það eru bara þrír tímar í að lestin mín til Rómar leggi af stað. Ég ákvað semsagt að drífa mig um helgina. Hlakka til, hlakka til, hlakka til ...
Tengsl milli tungumála eru stundum skemmtilega á skjön. Ég mæti t.d. iðulega "in ritardo" í skólann (þ.e. of seint) sem vekur auðvitað upp óþægileg hugrenningatengsl við enska orðið "retard". Ónotaleg tilhugsun að vera (næstum því) 'svolítið á eftir'.
Það er rétt að taka fram að ég hef aldrei SÉÐ neinn drekka caffè
americano hérna, þannig ad hugmyndirnar sem fram hafa komið (sjá kommentin við næstu færslu f. neðan) um að ég hafi trúlega lent í bók e. Jasper Fforde eiga ábyggilega við rök að styðjast.

Ég þarf eiginlega að fara aftur í matreiðsluna í næstu viku til að athuga hvort þetta er bundið við þennan stað. Ef ég rekst þá á "the illegal bearnaise sauce market" þarf ekki frekar vitnanna við.

fimmtudagur, 14. júlí 2005

Eg fekk afall i fyrrakvold. Skolinn baud upp a matreidslu"namskeid" thar sem farid var heim til e-s kokks og eldad. Eg laerdi svosem ekkert en kvoldid var oskop skemmtilegt, fyrir utan thad ad eg hef sennilega aldrei fengid eins bitlausa hnifa i hendurnar. Their slogu meira ad segja hnifana hennar ommu Millu ut og tha er nu mikid sagt.

En thad var ekki thad versta. Vid vorum upplyst um thad thetta kvold ad a Italiu (a.m.k. i Bologna) vaeri komid i tisku ad drekka "caffè americano". Fyrir tiu arum hefdi talist bilun ad panta slikt a bar, en nu thaetti thad frekar smart. Er itolsk kaffimenning ad hrynja? Thetta hlytur ad vera til marks um ad heimurinn se virkilega a hverfanda hveli.

miðvikudagur, 13. júlí 2005

Ég hélt að fólkið í bekknum mínum væri nokkuð eðlilegt (þótt sumt eigi reyndar í ótrúlegustu vandræðum með að læra einföldustu sagnbeygingar). En í pásunni í morgun fóru hollenska konan og sæti Belginn að ræða andleg málefni - og skiptast á reynslusögum um "out of body experience". Sú hollenska hafði séð ljós og heyrt fuglasöng, Belginn hafði verið bleikur og séð sjálfan sig springa í loft upp. Ég einbeitti mér mjög að cappuccinoinu mínu og velti fyrir mér hvort ég hefði lent á hæli fyrir fólk sem hefði farið yfir um á LSD.
Þótt framsöguhattur í nútíð sé ágætur finnst mér alveg kominn tími til að læra fleiri myndir sagna.

þriðjudagur, 12. júlí 2005

Gotukortid er besti vinurinn i Feneyjum. Fyrirfram gerdi eg rad fyrir ad naudsynlegur hluti af Feneyjaferd vaeri ad villast en eg let mer duga ad verda stundum attavilt. Eiginlega finnst mer eg hafa svindlad med thvi ad villast ekki svakalega - en svona er ad vera kortafrik. Stundum dro eg upp kortid a a.m.k. minutu fresti.

Feneyjar eru oraunverulegar. Baedi oraunverulega fallegar - nu er eg buin ad sja med eigin augum ad thad er engin lygi - en lika oraunverulegar eins og thaer seu varla alvoru borg. A koflum eru thaer eins og risastor skemmtigardur fyrir turista, annars stadar eins og borg sem hefur verid yfirgefin fyrir morgum aratugum. Og ad hluta til er hun sambland af thessu tvennu. Ibuunum faekkar stodugt, turistunum fjolgar. En their halda sig flestir a somu gotunum. Otrulega vida i borginni er madur verid aleinn a ferli og tha virdist thvottur a snurum hangandi utan a husum eda milli husa helst leiktjold sem eiga ad studla ad theirri blekkingu ad madur se ekki einn i heiminum. Thangad til kona birtist ut ur einu husinu og fer ad sopa gangstettina. Nema hun se hluti af leikritinu ...?

En smam saman finnur madur lika venjulegri svaedi. Og stundum er otrulega stutt a milli. Vid Rialto-bruna eru bara turistar og turistabudir sem selja meira og minna sams konar dot. Nokkrum metrum fra er Rialto-matarmarkadurinn - fiskur og graenmeti i breidum - og thar er bara einstaka turisti a stangli en aftur a moti hellingur af Feneyjabuum ad kaupa i matinn.

Og hvad gerdi eg svo i Feneyjum? Eg gekk og gekk, skodadi otal kirkjur, og gekk og gekk og gekk, skodadi hertogahollina, gekk og gekk, skodadi listasafn akademiunnar, gekk og gekk, for upp i klukkuturninn a Markusartorginu, gekk og gekk, for til Murano (eyja, fraeg fyrir glerlist), gekk og gekk ...

Mundi eg ad segja ad eg gekk mikid? Hafi eg gengid mig upp ad hnjam i London um tharsidustu helgi og klarad megnid af laerunum sidustu viku i Bologna (mer finnst gaman ad ganga mikid um borgir til ad kynnast theim), tha for eg langleidina upp ad oxlum i Feneyjum. Eg var ordin frekar threytt, thannig ad a sunnudaginn for eg ad taka straetobatana mjog markvisst - reyndar med theim afleidingum ad eg fekk kroniska sjoridu. Hun entist mer inn i svefninn a sunnudagskvoldid.

Thad var svolitid skrytid ad sigla nidur Canal grande sem madur hefur sed svo oft a myndum. Mer fannst eg naestum vera James Bond og Tatiana Romanova i From Russa with Love - thott thau hafi verid a gondol en eg bara a prosaiskum straetobat, og eg hafi ekki heldur thurft ad varpa neinni filmu i kanalinn. Aftur a moti var eg daudhraedd um ad missa myndavelina mina i sikid - eg var naestum eins og japani, thvi hun var stodugt a lofti a koflum - en sem betur fer tokst mer ad halda nogu fast um hana.

En thetta var god ferd. Nu er eg ad reyna ad akveda hvort eg eigi ad fara til Romar um naestu helgi eda tharnaestu. Sennilega veitti mer ekki af thvi ad hvila mig um naestu helgi og taka thad rolega her i Bologna - en a moti kemur ad tharnaesta laugardag verdur e-r dagsferd a vegum skolans sem mig langar ad fara i, thannig ad naesta helgi myndi henta betur fyrir Romarferd. Uff, eg er i valkreppu.

föstudagur, 8. júlí 2005

Skolinn er frekar thaegilegur enn thvi vid hofum verid fram ad thessu i hlutum sem eg kannast vid. En alltaf baetist tho eitthvad vid, og stori munurinn er hvernig passif thekking er smam saman ad breytast i aktifa. En mig er farid ad langa mikid ad laera thatid. Og stundum er mjog bjanalegt ad geta ekki myndad alvoru setningu vegna thess ad mann vantar eitt einfalt grundvallarord, eins og i gaer thegar eg bad um upplysingar um lestir til Feneyja. Hafdi ekki hugmynd um hvada forsetningu eg aetti ad nota i samhenginu "upplysingar UM" thannig ad eg neyddist til ad tala i stikkordum. Er samt frekar anaegd med ad hafa tekist ad spyrja ad thessu (hversu ofullkomin sem spurningin var), og ekki sidur ad hafa skilid svorin. Venjulega fordast eg mannleg samskipti af thessu tagi eins og heitan eldinn (lika thott eg tali tungumalid), mer finnst oftast miklu thaegilegra ad skoda timatofluna sjalf og kaupa mida i sjalfsala. En nu er eg buin ad vera akvedin i ad aefa mig i itolsku, og thad thydir vist ad madur neydist til ad tala vid folk!

Allavega, mer tokst ad kaupa lestarmidann i gaer, og komast ad thvi hvenaer lestirnar faeru (vona eg!), og nu er mer ekkert ad vanbunadi ad skunda a lestarstodina. Bless i bili, farin i helgarferd til Feneyja.

miðvikudagur, 6. júlí 2005

Italskir serhljodar eru svo beittir ad eg hlyt bradum ad skera mig i munninum.
Nu er eg sodd og afskaplega sael. Er f.o.f. buin ad naerast a smarettum og pizzum fram ad thessu en eftir skolann i morgun var eg virkilega svong thannig ad eg akvad ad kominn vaeri timi til ad borda alvoru italska maltid, fjora retti og rumlega thad. Er nykomin af veitingastad thar sem eg fekk prosecco + blandadan forrettadisk + tortellini in brodo (th.e. i kjotsodi, lokalrettur) + naut m. rucola, porcini og parmigiano + sorbetto + kaffi & limoncello. Alls ekki slaemt. Engan veginn. Svo vann eg heimaverkefnin min milli retta og fekk adstod hja thjonustustulkunni vid thad sem thvaeldist fyrir mer og folkid a naesta bordi blandadist meira ad segja i malid um tima. Maeli tvimaelalaust med veitingastodum til heimanams.

Er ekki sidur hrifin af aperitivo-hefdinni sem felur i ser ad thegar madur faer ser drykk a bar eda osteriu eda thess hattar snemma kvolds (ca milli 18-20, lengur a sumum stodum) fylgja smarettir med. Aperitivo a tveimur stodum getur dugad langleidina sem kvoldmatur.

Thar ad auki a thad einstaklega vel vid mig ad koma vid a bar a morgnana til ad fa mer kaffi, eda cappuccino & cornetto eda eitthvad alika. Hefd sem er eins og snidin fyrir mig. Efast storlega um ad eg eigi nokkud ad fara aftur til Islands.

mánudagur, 4. júlí 2005

Smalina fra Bologna til ad lata vita af mer. Fyrsti skoladagurinn er ad baki og allt gengur vel. Kom svolitid luin hingad i gaer eftir ad hafa gengid mig upp ad hnjam og gert otalmargt skemmtilegt i London um helgina, auk thess audvitad ad vera a frabaerum Duran Duran tonleikum a fimmtudaginn. Er samt alveg a moti thvi hvad svidid i Egilsholl er lagt, thad vaeri mun skemmtilegra ad sja eitthvad an thess ad thurfa ad hafa mikid fyrir thvi thegar madur stendur aftarlega. Svo var folkid sem stod naest okkur Kotu otrulega baelt og virtist ekkert hafa gaman af thvi ad vera tharna fyrr en undir thad sidasta. En kannski brosti thad og dansadi inni i ser allan timann. Vid Kata letum thetta a.m.k. ekki aftra okkur fra thvi ad fa utras fyrir fognud okkar og gledi; hoppa og dansa og syngja med o.s.frv. Enda var adalatridid audvitad ad DD spiludu frabaerlega og eg var himinsael.

Mer list vel a Bologna. Fyrstu eda onnur vidbrogd jodrudu reyndar vid agnar-pinulitinn vott af innilokunarkennd, enda gengur madur yfirleitt um sulnagong (samtals 42 km af theim her i baenum og verid ad reyna ad koma theim a heimsminjaskra Unesco) auk thess sem goturnar eru throngar og idulega hlykkjottar thannig ad madur ser sjaldnast langt fra ser. En thegar eg geng ad "heiman" fra mer og nidur a naesta gotuhorn se eg upp i haedirnar fyrir sunnan borgina sem eru afskaplega heillandi, og svo eru midaldathrengslin reyndar ad venjast bysna vel. Fljotlega rakst eg lika a dasamlega bokabud og thar med vard lifid aftur dasamlegt, alveg a stundinni. Mer skilst ad Italir lesi reyndar einstaklega litid, eda a.m.k. lesi otrulega margir Italir aldrei nokkurn tima nokkra einustu bok - en thad er ekki ad sja a bokautgafunni herna, hun er greinilega mjog oflug. Enn ein god astaeda til ad reyna ad laera malid saemilega. Keypti bok eftir Agothu Christie a itolsku (Agatha er mjog gagnleg i tungumalanami) og er meira ad segja farin ad lita adeins i hana. Tharf audvitad ad fletta odru hverju ordi upp i ordabok thannig ad lesturinn naer ekki einu sinni snigilshrada en thetta mjakast allavega. Kannski mer takist ad klara fyrsta kaflann i vikulokin. Held ad thad vaeri lika ovitlaust ad skoda barnadeildirnar i bokabudunum vel, thar aetti eg ad finna texta vid mitt haefi; kannski i tveggja ara deildinni?

Medan eg man: thad er vist best ad frida allt folkid sem ottadist ad eg draepist strax ur hita. Thaer ahyggjur voru astaedulausar; her er agaetlega hlytt en ekki um of, svona kringum 30°C og spad svipudu naestu daga. Svo eru sulnagongin svo agaetlega praktisk thvi thau skyla manni fyrir solinni (og regni lika thegar thar af kemur). Farin ut ad ganga.

fimmtudagur, 30. júní 2005

Ég fer í fríið, ég fer í fríið ... Búin að svara þeirri spurningu daglega í viku hvort ég sé byrjuð að pakka, en svarið er og verður nei þangað til seint í kvöld þar sem ég hef aldrei skilið af hverju maður ætti að eyða óratíma í málið. Hins vegar er ég næstum búin að gera íbúðina mína boðlega fyrir leigjendurna sem er töluvert afrek.

Ætlaði að útfæra þetta með krimmana nánar áður en ég færi en hef ekki haft tíma - æstur múgurinn sem hlýtur að bíða í ofvæni eftir greindarlegum athugasemdum verður bara að þrauka þangað til ég kem úr fríinu.

Veit ekkert hvort ég blogga frá Ítalíu, það kemur bara í ljós.

föstudagur, 24. júní 2005

Ég hef óbeit á mörgum svokölluðum "menningarlegum" glæpasögum. Vil aftur á móti sem mest af ómenningarlegum krimmum. Meira um málið síðar.

fimmtudagur, 23. júní 2005

Meðmæli mánaðarins: Bloggráð Tótu pönk.

miðvikudagur, 22. júní 2005

Hah! Ég er ekkert smá stolt af sjálfri mér. Ég var að hringja í konuna sem ég á að búa hjá í Bologna til að láta vita hvenær ég kæmi. Til öryggis var ég búin að dunda mér við að komast að því hvernig nauðsynlegar upplýsingar ættu að hljóma á ítölsku - ef ske kynni að konan talaði ekki ensku. Og fyrst ég var búin að hafa fyrir þessu fannst mér ómögulegt annað en láta á það reyna hvort ég gæti gert mig skiljanlega, þannig að ég ákvað að athuga hversu langt ég kæmist inn í samtalið á ítölskunni einni saman. Og konan virtist alveg skilja mig; samtalið gekk bara býsna vel meðan það var enn að mestu eintal. Svo kom að því að konan fór að segja eitthvað flóknara en eða bene eða perfetto. Þá varð málið töluvert snúnara og hentugt að skipta yfir í ensku. En ég komst allavega langleiðina yfir þennan þröskuld, sem mér finnst verulega ásættanlegt, ekki síst fyrir símafælna manneskju.
Það er gaman í skemmtilegum veislum. Ein slík var á fimmtudaginn (mér tókst að kaupa utan á mig föt án harmkvæla!) og önnur, sem lofar góðu, er á dagskrá á laugardaginn. Ég hlakka til.

Í næstu viku fer ég á Duran Duran tónleika. Var lengi tvístígandi um hvort ég ætti að fara - fannst spurning hvort þetta væri tuttugu árum of seint - en komst svo að því að ég gæti ekki annað en farið. Ég hlakka til.

Daginn eftir fer ég svo í mánaðar sumarfrí - og er svo upptekin af þessu blessunarlega yfirvofandi fríi að ég nenni varla nokkru öðru. Eftir níu daga verð ég í London, eftir ellefu daga verð ég komin til Bologna og eftir tólf daga verð ég sest á skólabekk þar. Ég hlakka hrikalega til.

Vonandi er ekki hægt að deyja úr tilhlökkun, annars er hætt við að það verði brátt um mig.

fimmtudagur, 16. júní 2005

Hörmungasaga er yfirvofandi. Mig vantar sparilegan efripart við pilsið sem mér tókst á endanum (eftir mikil harmkvæli) að kaupa um daginn - og mig vantar hann fyrir kvöldið þannig að ég er að reyna að herða mig upp í aðra Kringluferð. Dauði og djöfull.

þriðjudagur, 14. júní 2005

Fann fyrstu seríuna af Já ráðherra á bókasafninu og er búin að skemmta mér mjög við að horfa. Snilldarlegir þættir sem ættu að vera skylduefni hjá öllum sem vinna við opinbera stjórnsýslu - eiginlega ættu þeir að fylgja með ráðningarsamningnum.

Hér er ein af ótalmörgum góðum tilvitnunum í einn af bestu þáttunum:
Jim Hacker: "When you give your evidence to the Think Tank, are you going to support my view that the Civil Service is over manned and feather-bedded, or not? Yes or no? Straight answer."

Sir Humphrey: "Well Minister, if you ask me for a straight answer, then I shall say that, as far as we can see, looking at it by and large, taking one thing with another in terms of the average of departments, then in the final analysis it is probably true to say, that at the end of the day, in general terms, you would probably find that, not to put too fine a point on it, there probably wasn't very much in it one way or the other. As far as one can see, at this stage."

mánudagur, 13. júní 2005

Föndurhornið:
Spurt var hvernig maður klæði sig eins og þorskastríð.

Svar: Möguleikarnir eru án efa óþrjótandi en hér er einn þeirra:
 • Takið ykkur í hönd skæri og karton í lit/litum að eigin vali.
 • Klippið út eitthvað sem líkist fiskum mátulega mikið.
 • Nælið fiskana á fötin sem þið hyggist klæðast (t.d. stuttan svartan kjól).
 • Farið í kjólinn.
 • Farið einnig í netsokkabuxur. Þær eru augljóslega troll.
 • Hengið skæri utan á ykkur (t.d. í band um hálsinn). Þau eru auðvitað togvíraklippur.
Flóknara er það nú ekki.

þriðjudagur, 7. júní 2005

Mér finnst þetta mjög eðlilegt:
You Are 35% Normal
(Occasionally Normal)


You sure do march to your own beat...
But you're so weird, people wonder if it's a beat at all
You think on a totally different wavelength
And it's often a chore to get people to understand you

Það var gott og gaman að komast norður, og fermingarbarnið var til fyrirmyndar. Ferðin var reyndar sérlega eftirminnileg því fermingarmessan í Skútustaðakirkju var vægast sagt söguleg af ýmsum ástæðum sem ekki verða útlistaðar hér nema fyndnasti parturinn: mismæli prestsins þegar hann reyndi að útskýra hvernig altarisgangan færi fram og sagðist myndu vera með 'niðurdýfingarskírn'. Ég átti mjög erfitt með mig fyrir niðurbældu flissi.

En fyrst ég nefni altarisgöngu má nefna að það er ekki venja að margir aðrir fari til altaris í kirkjunni en þeir sem beinlínis neyðast til að fara með fermingarbörnunum og það finnst mér góð hefð. Mývetningum finnst ógeðsleg tilhugsun að éta mannshold og drekka blóð.

föstudagur, 3. júní 2005

Þórdís er nýbúin að blogga um hörmungar Kringlunnar. Reynsluheimur minn er svipaður. Ég forðast verslunarmiðstöðvar líka eins og heitan eldinn en þurfti að fara í Kringluna í dag með hörmulegum afleiðingum. Ég var orðin málstola af ringlun á endanum. Var næstum búin að ljúga því að afgreiðslustúlku (eftir langt hik þar sem ég mundi ekki orðið) að ég hefði brotið handfang, en tókst á endanum (eftir áframhaldandi hik) að koma orðinu 'herðatré' út úr mér. Eini kosturinn við þessa leiðindaferð er að mér tókst á endanum að kaupa mér fallegt pils (eftir að hafa mátað skrilljón misskelfilegar flíkur). Það kostaði helling af peningum en mér er alveg sama.

Það hjálpaði ekki til að ég var vönkuð af hitamollu eftir að hafa reynt að vera á skrifstofunni minni mestallan daginn. Það annars ágæta herbergi telur sig vera í hitabeltinu þegar sólin skín.

Þar að auki (þetta var erfiður dagur) var ég geispandi eftir að hafa vaknað snemma til að mæta í útvarpsviðtal á Talstöðinni um bækur Snjólaugar Bragadóttur (endurtekið klukkan eitt í nótt ef einhver hefur áhuga). Ég hef lengi ætlað að skrifa um þær, safnaði að mér ýmsum gögnum fyrir þónokkru síðan og fékk mikinn fiðring í fingurna við að fletta þeim þegar ég var að undirbúa mig. Vonandi rekur þetta mig af stað að gera eitthvað í málinu.

En nú er ég komin norður á Akureyri og alveg að leggja af stað austur í Mývatnssveit. Hrólfur frændi minn fermist á morgun - það er meira hvað allir eru að verða gamlir.
Ég veit ekki hvort það er sæluvíman yfir nýju tölvunni eða eitthvað annað sem hefur valdið því að ég hef alveg gleymt að blogga upp á síðkastið. Ég missti meira að segja af þriggja ára bloggafmælinu mínu 28. maí.

Hef verið frekar upptekin við að tækninördast, bæði í nýju tölvunni, og í tengslum við nýja símann sem fjölskyldan gaf ömmu í afmælisgjöf og var fyrir misskilning keyptur læstur. En það reddaðist.

Stundum ræð ég ekki við mig af fögnuði yfir því hvað netið er æðislegt.

Annars er ég sígeispandi eftir að hafa af óviðráðanlegum utanaðkomandi ástæðum þurft að vakna fyrir allar aldir í morgun og vera þar að auki ekki búin að ná upp svefni eftir ævintýralega öflugt félagslíf um síðustu helgi. Í frábæru vinnupartíi á föstudagskvöldið eignaðist ég nýja skó og á rölti mínu heim undir morgun (úthald skjaladeildar var umtalsvert að vanda) lék ég mér við kött í garðinum við Listasafn Einars Jónssonar og skoðaði vandlega nýju göngubrúna yfir Hringbraut. Og svo var ég í æðislegu fertugsafmæli á laugardagskvöldið þar sem fólki hafði verið úthlutað ári á æviskeiði afmælisbarnsins til að hafa í huga við klæðaburð eða annað. Ég klæddi mig sem þorskastríð. Jamm og já.

þriðjudagur, 24. maí 2005

Húrra! Það er ekkert smá gaman að ganga inn í búð, benda og segja "ég ætla að fá svona tölvu", borga og ganga út með nýju græjuna. Þetta gerði ég einmitt í dag. Nú þarf ég bara að fara að gera eitthvað í netmálunum heima hjá mér.

föstudagur, 20. maí 2005

Ísraelska söngkonan og sú rúmenska voru í harðri samkeppni um hvor kæmist nær því að missa brjóstin upp úr hálsmálinu í gær. Það verður spennandi að sjá hvernig sú keppni þróast í úrslitunum.

Uppáhaldslögin mín komust áfram (Noregur, Ungverjaland, Sviss, Moldóva, Króatía) þannig að ég er býsna sátt. Mér finnst svosem óskiljanlegt af hverju Makedóníu og Ísrael gekk vel en það væri ekkert gaman ef manni væri aldrei komið á óvart. Og þótt ég hafi búist við því fyrirfram (eins og 99% Íslendinga) að Selma rúllaði þessu upp var ég ekkert hissa eftir keppnina sjálfa, því þótt lagið væri alveg þokkalegt og þær stæðu sig ágætlega fannst mér bæði atriðið og lagið verða frekar flatt í sjónvarpinu, þetta skar sig ekki úr að nokkru leyti og var afar laust við að vera eftirminnilegt.

Ég gef lítið fyrir kenningarnar um þessa furðulegu og/eða skelfilegu Austur-Evrópu sem hafi einhvern annan tónlistarsmekk en "við" og kjósi "okkur" ekki þess vegna. Það er t.d. ekki beinlínis eins og íslenska lagið hafi haft einhver sérstök vesturevrópsk eða norræn sérkenni. Og mér finnst ekkert skrýtið að hlutfallslega fleiri austurevrópulönd hafi komist áfram - þau voru bara almennt með betri lög (og Makedónía er þá undantekningin sem sannar regluna).

fimmtudagur, 19. maí 2005

Uppáhaldssjónvarpsþættirnir mínir síðustu vikur hafa að sjálfsögðu verið norrænu Júróvisjónþættirnir. Vitsmunalegt spjall (reyndar misvitsmunalegt í þessu tilfelli) um léttvæg málefni á norsku, dönsku, sænsku og finnlandssænsku er bara æðislegt.

Ég hef samt saknað rauðu, gulu og grænu hnappanna frá í fyrra og finnst synd að settið hafi verið gert smartara. Þetta var svo fallega hallærislegt í fyrra. Hef líka saknað sænsku konunnar frá því í fyrra, hún var svo ágætlega skelegg, allt annað en þessi leiðinlega Charlotte sem er upptekin af tvennu, annars vegar sjálfri sér, hins vegar því hvort lögin "pössuðu" í keppnina. Það minnti reyndar mjög á umræðurnar í Þýskalandi árið 2000 þegar lagið sem vann undankeppni var bara dár og spé í staðinn fyrir að vera "Schlager" og Schlager-mafían í landinu varð brjáluð. (Ég skrifaði fræðslupistil um málið fyrir Stúdentablaðið veturinn á eftir, kannski ég ætti að draga hann fram.)
Finnlandssvíinn er annars uppáhaldspersónan mín í þessum þáttum, hann er frábær og fötin hans líka!

Það eina sem dregur úr sorginni yfir að þættirnir skuli vera búnir er að það skuli vera komið að keppninni sjálfri. Mér finnst norska glysrokkið fullkomin snilld og held líka mikið upp á lögin frá Sviss, Ungverjalandi og Moldóvu. Króatíska lagið finnst mér flott og það pólska líka (jamm, ég fíla þjóðlagatónlist og þjóðlagapopp/-rokk).

Ég er ekkert sérlega hrifin af austurríska laginu en það fær samt stóran plús fyrir jóðlið.

Söngkonan frá Andorra geiflaði sig svo hroðalega í myndbandinu að lagið varð sjálfkrafa hörmulegt. Var hins vegar að hlusta án þess að horfa um leið og lagið skánaði til muna við það. Plús fyrir að syngja á katalónsku.

Vore nordiske venner standa sig afar misvel. Norska lagið er auðvitað æði eins og ég er búin að segja en það finnska heillar mig ekki (þótt lagið sé ekkert endilega beinlínis vont) og mér fannst danska lagið líka slappt þegar ég heyrði það fyrst en kannski venst það sæmilega. (Og þótt ég ætli ekki að blogga um lögin sem eru ekki í undankeppninni get ég ekki látið hjá líða að nefna í þessu samhengi hvað sænska lagið er misheppnað.)

Litháíska og eistneska lagið eru óspennandi og þótt það lettneska sé svosem sætt er það óhóflega vemmilegt.

Búlgarska myndbandið var eitt af mörgum sem minnti óhóflega á íslenskar leiksýningar út af öllu vatnssullinu. Kannski er lagið skárra en mér fannst í fyrstu, þrátt fyrir hina glötuðu alrímsklifun Lorraine in the rain. Ég er allavega búin að fá það rækilega á heilann - en reyndar eru það ekki endilega meðmæli.

Slóvenía sullaði líka í vatni. Æi.

Leiðinleg lög sem óþarft er að eyða fleiri orðum á, sum meira að segja ýmist hundleiðinleg eða skelfileg nema hvort tveggja sé: Hvíta-Rússland, Ísrael, Rúmenía, Mónakó, Portúgal, Belgía, Makedónía.

Ég ætla rétt að vona að hollenska Whitney Houston eftirherman komist ekki áfram. Hún fær hallærisverðlaun ársins.

Svo er spurning hvort írsku sifjaspellin verða Albanía þessa árs. Eins og allir hljóta að muna var Albanía með skelfilegasta myndband sem sést hefur í fyrra og maður gerði fyrirfram ráð fyrir núll stigum á línuna, nema kannski einstaka samúðaratkvæðum. Svo rúllaði stelpan þessu upp á sviðinu og maður komst að því að lagið var fínt.
Held samt að írska lagið sé of glatað til að það sama gerist. Bíð spennt að sjá hvort það verður riverdance á sviðinu eins og í vídeóinu. Það jók gildið umtalsvert - þ.e. súrrelíska gildið.

mánudagur, 16. maí 2005

Vildi að ég væri í alvöru borg en ekki þykjustu borg. Reykjavík er smábær með mikilmennskubrjálæði.
Ég á frí í dag - húrra - því í gær tókst mér loksins að skila af mér verkefni sem hafði dregist óþarflega lengi. Þannig að ég á semsagt frí. Eini gallinn að ég hef ekki hugmynd um hvað ég á af mér að gera. Auðvitað veit ég um ótalmargt sem ég gæti gert, t.d. þrifið, en það er ekki sjens að ég nenni því. Það er ábyggilega hægt að deyja úr leti.

föstudagur, 13. maí 2005

Og enn versnar það. Meðaleinkunnin í bókmenntagetrauninni heldur áfram að lækka og er orðin 35,2 (þegar 42 hafa tekið prófið).
Þar að auki er ísskápurinn minn dáinn. Ég nenni ekki svoleiðis veseni.

fimmtudagur, 12. maí 2005

Ekki batnar það. Meðaleinkunnin í bókmenntagetrauninni er komin niður í 36,7 (þegar 33 hafa tekið prófið). Örfáum, þar á meðal móður minni, hefur þó tekist að nýta sér þetta próf til að bæta fyrir hraklega frammistöðu í fyrra prófinu og hafa náð á samanlögðu - sem er tvímælalaust örlítill léttir, þrátt fyrir allt.

miðvikudagur, 11. maí 2005

Fólk veldur mér vonbrigðum og það unnvörpum. Meðaleinkunnin í bókmenntaprófinu var lengi framan af ívið hærri en í prófinu um mig en nú hefur dæmið snúist við. Tölurnar eru svohljóðandi:
Þekkirðu Ernu?: Meðaleinkunn 39,2 (þegar 52 hafa tekið prófið).
Bókmenntagetraunin: Meðaleinkunn 37,8 (þegar 23 hafa tekið prófið).

Ég er miður mín yfir þessari almennu vanþekkingu.
Jæja, þá er það bókmenntagetraunin. (Höndum núið saman og glott djöfullega.) Sumar spurningarnar eru kannski ekki þær léttustu en aðrar eiga að liggja nokkuð ljósar fyrir.
Gjörið svo vel:
Úr hvaða bók?

þriðjudagur, 10. maí 2005

Ég hef ekki orðið vör við nógu mikla iðrun og yfirbót hjá öllum þeim svokölluðu vinum mínum sem hafa kolfallið á prófinu. Á tímabili var ég að því komin að viðurkenna að kannski væru sumar spurningarnar erfiðar - en fyrst komin eru tvö dæmi um 80 stig og önnur tvö um 70 stig hef ég ákveðið að það sé ekkert að þessu prófi. Í ljósi heildarútkomunnar hef ég þó ákveðið að telja 50 stig viðunandi árangur þótt það sé alveg á mörkunum. Aðrir eiga sjens á að komast aftur í náðina með almennilegri frammistöðu í bókmenntagetraun sem kemur seinna í vikunni (auðvitað verð ég að herma eftir Þórdísi og Tótu pönk og búa til svoleiðis próf).

mánudagur, 9. maí 2005

Óskaplega er fólk í miklum vandræðum með prófið mitt. Meðalskorið er undir 40 stigum og ótrúlega fólk hefur klikkað svakalega. Frænka mín sem bjó yfir umtalsverðum innherjaupplýsingum fékk ekki nema 70 stig, ákveðin vinkona mín sem hefði átt að geta fengið 80-100 stig náði ekki nema 50 stigum (nefni engin nöfn en fyrstu fimm stafirnir eru Svanh), og meira að segja bróðir minn fékk bara 50 stig. Hann stendur sig þó vel miðað við kyn. Aðrir karlmenn hafa ekki fengið nema 20-30 stig. Bráðabirgðaniðurstaðan af prófinu er því augljós: Karlmenn skilja mig greinilega ekki.
Ætli ég fylgi ekki straumnum og geri próf um sjálfa mig. Reyndar gerði ég svona próf fyrir löngu en það var bara fyrir útvalda.

En hér er semsagt getraunin:
Þekkirðu Ernu?


Svo má sjá hérna hvernig fólk hefur staðið sig.

þriðjudagur, 3. maí 2005

Af hverju í ósköpunum er ég með 'Ein bißchen Frieden' á heilanum? Þetta er næstum verra en 'Pósturinn Páll'.

mánudagur, 2. maí 2005

Ég er ekki endurnærð eftir helgina, enda meira en nóg að gera. Framan af gekk á með stöðugum skemmtilegheitum - fyrst var það hin stórfína doktorsvörn Sverris og frábær veisla að henni lokinni, mikið stuð og gleði. Það er svo merkilega gaman að skemmta sér með skemmtilegu fólki. Kvöldið eftir var svo veisla hjá Hugrúnu af góðu tilefni, þannig að skemmtanadagsverkin (eða -kvöldverkin eða -næsturverkin) urðu býsna drjúg.

Ég skrópaði bæði í morgunkaffi SHA og kröfugöngunni í gær. Þurfti að sinna uppsöfnuðum verkefni því ég er búin að vera með milljón skrilljón hluti á bakinu sem er algjörlega óþolandi. Stórhættulegt að hafa komist á bragðið með að eiga öðru hverju frí á kvöldin og um helgar - það er greinilega ávanabindandi og eykur manni leti.

miðvikudagur, 27. apríl 2005

Mig er búið að langa í fjallgöngu í a.m.k. viku. Verð að fara að gera eitthvað í þessu.

þriðjudagur, 26. apríl 2005

Og ein bíóferð í viðbót:

Mótorhjóladagbækurnar (Diarios de motocicleta): uppáhaldsmyndin mín af þeim sem ég er búin að sjá á hátíðinni. Afar ljúf en felur jafnframt í sér mörg umhugsunarefni. Sjaldgæft að þetta tvennt fari saman, hvað þá svona vel. Sem betur fer er aldrei barið í málmgjöll til að segja fólki hvenær það á að hugsa, allt er þetta frekar lágstemmt, maður er aldrei mataður með teskeið á útskýringum og túlkunum og þeim troðið ofan í kokið. Það bjargar t.d. sundinu yfir ána sem hefði getað verið skelfilega banalt tákn en var bara frekar krúttlegt.

Gaman hvernig myndinni tekst að vera margt í einu: sæt og notaleg mynd um skemmtilega vini á ferðalagi, saga um hversu margt það er sem mótar fólk o.fl. Svo er fegurð aðalleikarans auðvitað ótvíræður kostur.
Enn meira bíó:

Vera Drake var mjög góð að mörgu leyti, leikurinn, umhverfið, samfélagshliðin o.fl. Persónurnar voru hins vegar of flatar og einfaldar fyrir minn smekk. Í öðrum Mike Leigh myndum sem ég hef séð hefur verið dregið vel fram hvernig einfeldningslegar persónur eru ekkert síður flóknar og sympatískar en annað fólk - en ekki alveg eins í þessari og mér fannst það mikil synd, sérstaklega hvað varðaði Veru sjálfa. Ég geri t.d. ráð fyrir að erfiðleikar hennar við að tjá sig um gjörðir sínar og skilgreina þær eigi að sýna hvað lífsviðhorf hennar hefur verið einfalt: hjálpsemin er upphaf og endir alls, hún setur hlutina ekki í víðara samhengi - en þessi ofuráhersla á hið einfeldningslega truflaði mig; mér fannst hún gera spurninguna um hvort Vera gerði rétt eða rangt of veigamikla og draga úr gagnrýninni á ólíka möguleika ríkra og fátækra sem þó er veigamikill hluti af myndinni og vel sett fram að mörgu leyti (kaflinn um ríku stelpuna var t.d. mjög snyrtilegur).
Meira bíó:

Slæm menntun (La mala educación) var eiginlega allt öðru vísi en ég bjóst við (ég hélt að hún gerðist aðallega í heimavistarskólanum) - en ekki síðri fyrir það. Alls ekki. Mögnuð mynd og margföld í roðinu.
Það er kominn tími til að halda áfram að blogga um bíóferðir:

Melinda & Melinda fannst mér mjög góð. Fyndið hvernig Woody Allen er að sumu leyti að kommenta á eigin höfundarverk; hann hefur svo oft leikið sér að mörkunum milli hins kómíska og tragíska og nú tekur hann þau konkret fyrir sem umfjöllunarefni. Ég var hæstánægð með útkomuna. Í sumum dómum hefur verið kvartað mikið yfir því að kómedían sé ekki nógu kómísk og tragedían ekki nógu tragísk - en mér fannst það einmitt kostur og undirstrika hvað það getur verið stutt á milli. Mörg samtölin í kómedíska hlutanum hefðu t.d. getað verið tragísk ef þau hefðu verið leikin á annan hátt og öfugt.

Sem betur fer tókst mér að komast á aðra af tveimur sýningum í Regnboganum þannig að ég losnaði við að gera mér ferð í fjarlægt sveitarfélag.

fimmtudagur, 21. apríl 2005

föstudagur, 15. apríl 2005

Meira af þemadögum. Og kannski ég byrji á byrjuninni núna. Á mánudaginn var svokallað "launaþema" í tilefni af nýgerðum kjarasamningum. Þar reyndi á sköpunargáfuna. Sumir létu peningaseðil standa upp úr vasa - einkum dollara, þeir eru svo ódýrir núna. Ein af uppáhaldsfrænkum mínum var með hálsmen úr tölum - reyndar tölum eins og á flíkum en hafa ber í huga að orðið er margrætt (tölur = upphæðir). Ég prentaði út nýgerðan kjarasamning, límdi saman blöðin, braut þau saman á langveginn og heftaði um mittið þannig að til yrði belti (sem mátti t.d. túlka sem sultaról).

Þriðjudagurinn var gulur. Ég hef stundum átt gular sokkabuxur en ekki núna og ég átti ekkert annað gult. Hugleiddi að klína á mig post-it-miðum og ganga um með sítrónur í poka. Af því varð þó ekki heldur fór ég í Skarthúsið og fann gula eyrnalokka, gula spennu og lítinn gulan klút. Svo gekk ég yfir í Tiger og var svo heppin að rekast á gult naglalakk sem toppaði dæmið alveg. Og gulan+appelsínugulan poka - eða pokatösku - eða eitthvað svoleiðis.

Ég var búin að segja frá rauða miðvikudeginum og græna þriðjudeginum og þeir þarfnast ekki nánari skýringa. Í dag var þemað höfuðföt. Ég átti engan hatt - en eftir allt eipið fyrr í vikunni þurfti ég hvort eð er að tapa mér endanlega þannig að ég fór að föndra. Fékk reyndar aðeins of margar hugmyndir en hin ágæta fyrrnefnda frænka benti mér á að ég gæti sameinað tvær þeirra:
 1. Málmrauð vírlengja með stjörnum (keypt sem jólaskraut) gat augljóslega verið geislabaugur fallna engilsins - orðinn svolítið tætingslegur og kominn með holdlega rauða slikju.
 2. Kóróna úr svörtu kartoni með álímdum silfurlitum stjörnum og ljósasería að auki (blikandi stjörnur) var hins vegar höfuðbúnaður næturdrottningarinnar.
Þetta mátti augljóslega sameina á þann hátt að fallni engillinn (sem vantaði auðvitað vinnu) væri að reyna fyrir sér sem næturdrottning.

fimmtudagur, 14. apríl 2005

Ég er búin að sjá, ja ... tvær myndir og tvær að hluta á kvikmyndahátíðinni. Eru það ekki samtals þrjár?

Der Untergang er löng. Og býsna langdregin á köflum, sérstaklega framan af. Á ákveðnum tímapunkti hélt ég að myndin væri að klárast en þá kom hlé. Hún er líka töluvert reikul, menn virðast t.d. hafa verið í vandræðum með að ákveða sig hvort ritarinn ætti að vera aðalpersónan eða ekki. En það er margt gott í myndinni og síðasti hlutinn heldur manni við efnið. Það var þess virði að sitja áfram eftir hlé; ég var allavega býsna ánægð með myndina þegar ég kom út. - En mér fannst merkilegt að ég hef sennilega aldrei verið á bíómynd þar sem eins fáar konur voru hlutfallslega meðal áhorfenda.

Shi mian mai fu - eða Fljúgandi rýtingarnir eða Fyrirsát úr tíu áttum (sem Sverrir bendir á að sé í raun merking titilsins) - er melódrama í tíunda veldi. En svakalega flott.

Ég fór á ítölsku myndina Non ti muovere þótt mér fyndist lýsingin afar óspennandi - en mig langaði að hlusta á ítölskuna til að hita upp fyrir sumarið. Því miður leiddist mér svo fyrsta hálftímann að ég færði mig yfir í annan sal í bíóinu. Þar var verið að sýna Sódómu Reykjavík. Allt annað líf.
Mér tókst að vera kosin rauðasti starfsmaðurinn í gær. Í dag er grænn dagur og ég er aðeins afslappaðri en er þó með grænt naglalakk og grænan augnskugga, í grænum bol, grænu pilsi, grænum sokkabuxum og grænum skóm, með grænt sjal, grænt armband, græna eyrnalokka og grænt dót í hárinu, taskan mín er græn að hluta og ég skrifa auðvitað með grænu. (Er að íhuga að verða líka græn af öfund út í frænku mína sem er líka í alls konar grænum fötum og með grænt skart en þar að auki með græna hanska, græna alpahúfu og í grænni kápu.)

miðvikudagur, 13. apríl 2005

Það eru þemadagar alla vikuna í vinnunni til upphitunar fyrir skrall á föstudaginn. Í dag er rautt þema sem ég tek mjög hátíðlega. Ég er í rauðu pilsi, rauðri blússu, rauðum sokkabuxum, rauðum nærfötum, með rauða slæðu sem er fest með rauðri nælu, með rautt hálsmen, tvö rauð armbönd, rauða eyrnalokka, rauða spennu og rauðan prjón í hárinu, rautt naglalakk, rauðan varalit (nánar tiltekið rauðan varablýant, rauðan varalit (annan af tveimur sem ég hef meðferðis) og rautt gloss yfir), í rauðum skóm og með tvenna til skiptanna, og með rauða regnhlíf til taks. Í rauðu handtöskunni minni er bók úr rauðu seríunni. Og að sjálfsögðu skrifa ég bara með rauðu í dag. Já, og svo var ég að borða jarðarber.

þriðjudagur, 29. mars 2005

Ég er hrikaleg sullukolla. Ef ekki hefði viljað svo heppilega til að ég var fyrir ótrúlega tilviljun með aukapils í vinnunni væri ég í vondum málum núna. Eða a.m.k. klístruð eða holdvot nema hvort tveggja væri. Stundum efast ég stórlega um að það sé í lagi með mig.

sunnudagur, 27. mars 2005

Gott að það er einn dagur eftir af páskafríinu. Þá er enn sjens að koma í verk einhverjum af þeim skrilljón hlutum sem ég ætlaði (og þurfti) að gera. Annars er búið að vera ósköp gott að slaka svolítið á (fyrir utan leiðinda andvökurnar sem voru alls ekki slakandi).

Það eina sem hefur ennþá komist í verk - fyrir utan skemmtilegt matarboð á föstudagskvöldið - eru fullkomlega ófyrirséð verkefni, bæði símvirkjun og pípulagnir. Símaföndrið gekk prýðilega og pípulagnirnar svo sem líka þótt þær skiluðu ekki tilætluðum árangri; ég skrúfaði allt sundur inni í vaskaskáp til þess eins að komast að því að stíflan er einhvers staðar neðar. Er búin að fá upplýsingar um ofur-stíflueyði og kanna málið strax eftir páska. Samt fullmikið að geyma óhreina leirtauið úr matarboðinu á föstudagskvöldið þangað til vaskurinn kemst aftur í gangið. Trúlega best að vesenast eitthvað með vaskafat á eftir.
Góður málsháttur í páskaegginu mínu: "Betra er autt rúm en illa skipað." Þetta eru sko orð að sönnu.

Dottaði aðeins þegar klukkan fór að nálgast níu og svaf mjög stopult fram undir klukkan eitt. Betra en ekkert. Samt ekki nógu gott.
Ég er búin að vera andvaka í alla nótt. Þreytandi. Nei, pirrandi - alls ekki þreytandi nema þá á kolvitlausan hátt. Mikið væri samt gott ef andvakan hefði verið nógu þreytandi til að svæfa mig.

Það steiktasta er samt að ég horfði á Lost in Translation í gærkvöld. Er ekki fulllangt gengið að láta andvökur persóna í bíómynd smitast yfir á sjálfa sig? Sennilega má ég þakka fyrir að hafa ekki misst minnið við að horfa á Bourne Supremacy um daginn.

Þetta er fallegur morgunn - liggur við að ég fari út að spássera. Nenni því samt varla. Sennilega held ég frekar áfram að reyna að sofna.

Gleðilega páska, annars.

miðvikudagur, 23. mars 2005

Lesið pistil Hildigunnar: Ef trúfélög væru stjórnmálaflokkar.
Það heyrir til undantekninga að mig dreymi (þ.e. að ég muni eftir því) en síðustu nætur hefur mig dreymt meira en mörg síðustu ár samtals. Skil ekkert í þessum ósköpum. Sumir draumarnir eru reyndar augljóslega vinnutengdir; draumurinn sem byggist á hvítum fleti með svörtu mynstri (stökkbreyttu letri?) sem hluti er svo skorinn út úr tengist frekar augljóslega öllu fylgiskjalaföndrinu.

Veit hins vegar ekki alveg með drauminn þar sem ég er ásamt einhverjum á flótta undan morðóðum brjálæðingum sem reyna að komast yfir dýrgrip sem við gætum eins og sjáaldurs auga okkar. Kannski er dýrgripurinn íslensk tunga og morðóðu brjálæðingarnir málsóðar. Hmmm...

þriðjudagur, 22. mars 2005

Ja hérna. Nú er rýnirinn búinn að eyða nokkrum orðum á mig - einkum bloggletina - og ég búin að játa sekt mína á kommentakerfinu þar. Annars finnst mér bloggið mitt miklu frekar vera "stundum blogg" en "einu sinni var blogg" eins og rýnirinn heldur fram og breyti því titlinum til samræmis við það.

Reyndar er þessi svokallaða gagnrýni alls ekki nógu víðtæk - þarna er t.d. ekki eitt einasta orð um þá áráttu mína að tilkynna að "kannski" bloggi ég "bráðum" um eitthvert tiltekið efni án þess að það gerist nokkurn tíma. Eiginlega er þessi rýnir ekkert sérlega gagnrýnn. Sjálfsgagnrýnin mín er greinilega miklu öflugri! ;)

fimmtudagur, 17. mars 2005

Strætóhúsið við Lækjartorg er ótrúlega drungalegt. Mér finnst að það ætti að mála það rautt.

þriðjudagur, 15. mars 2005

miðvikudagur, 9. mars 2005

Bara pínulítið?
You Are a Little Scary

A Little Scary!
You've got a nice edge to you. Use it.

mánudagur, 7. mars 2005

"Hreyfiveiki um borð í skipum" - getur þetta verið eitthvað annað en sjóveiki? Af hverju fer fólk ekki alla leið fyrst það vill endilega flækja málin og talar um "hreyfiveiki í rými sjófara"? Það væri afskaplega nútímalegt. "Rými" virðast mjög í tísku.

miðvikudagur, 2. mars 2005

Þegar minnst er á bækur og hús finnst mér að það ætti að tala um Þórberg Þórðarson að lesa hús.

Þórdís hafði annars greinilega rétt fyrir sér um það að í viðkomandi þætti (sem er að ýmsu leyti fínn en stendur þó ekki fyllilega undir væntingum) sé fjölmiðlafólk undarlega hátt hlutfall af viðmælendunum. Skrýtið.

Tókuð þið eftir því í ANTM í kvöld þegar Tyra fór með eina af stöðluðu ræðunum sínum hvernig fyrirbærið sem gæti verið systir Frankensteins (þ.e. Janice Dickinson) hermdi eftir henni um leið? Konan er brjálæðislega fyndin.

mánudagur, 28. febrúar 2005

Kannski blogga ég bráðum topp-5-listann minn yfir íslenskar skáldsögur síðasta árs, segi jafnvel líka frá því hvaða bók mér fannst leiðinlegust (sleppi samt íslenskum skáldsögum í þeim flokki því ég þjáist af kurteisi (verð að fara að gera eitthvað í þessu)), og hugsanlega býsnast ég innan tíðar yfir fólki sem fyllist hneykslun yfir því að mér skuli ekki finnast tiltekin bók æðislega meiriháttar.

En reyndar blogga ég sjaldnast um hluti sem mér finnst skipta máli, þannig að kannski læt ég þetta bara vera. Af þessu verður allavega ekki í dag. Ég er frekar andlaus. Farin heim að sauma.

fimmtudagur, 24. febrúar 2005

Kaffiuppáhellingin í Útvarpi ótta fær meðmæli mánaðarins. Tvímælalaust.
Flókið sjónvarpskvöld í gær. Kom heim í miðjum Gettubeturþætti (með unaðslega sterkt nautakjötssalat af Krúa Thai, namminamm), horfði á þáttinn til enda, skipti þá yfir á Skjá 1 til að horfa á wannabe módelin skæla úr sér augun, skipti svo aftur yfir á ríkissjónvarpið til að horfa á Regnhlífarnar en tók afganginn af ANTM upp á meðan, horfði á hann að Regnhlífunum loknum, og síðan á fyrri hlutann af Gettu betur sem ég hafði einmitt tekið upp (þótt móðguninni yfir því að GB skuli hafa máð ER út úr dagskránni linni ekkert).

Endaði kvöldið samt á því að skipta yfir í bók og rifja upp Skugga-Baldur; las bókina þegar hún kom út og ætlaði strax að lesa hana aftur en kom því ekki í verk fyrr en þetta skemmtilega tilefni gafst í gær. Bókin er a.m.k. jafn góð og mig minnti.

miðvikudagur, 23. febrúar 2005

Ja hérna, er aftur að koma þoka? Þetta eru dularfullir dagar.
Engin Bráðavakt í kvöld, frekar en venjulega um þessar mundir. Fúlt. Ljósið í myrkrinu er að America's Next Top Model skuli vera byrjað aftur. Ákveðnar tegundir amerískrar lágmenningar eru bráðnauðsynlegar.

þriðjudagur, 22. febrúar 2005

Þegar ég bíð eftir strætó í námunda við heimili mitt sé ég vagninn hinum megin við flugvöllinn áður en hann kemur til mín. (Hér teljast ekki með öll skiptin þegar ég er sein og rétt næ vagninum á hlaupum.) En í morgun sá ég ekkert. Þokan var svo massíf að það var engin leið fyrir stóran skærgulan bíl að sjást í gegn. En ég heyrði í honum ...

mánudagur, 7. febrúar 2005

Eftir heilmikið eip á ýmsum kommentakerfum í dag sé ég mig eiginlega tilneydda að blogga svolítið. Ómögulegt að vera bara sníkjubloggari. Annars held ég að það sé fátt að frétta. Ég er komin með tveggja vikna reynslu af því að vera þrítug og það er bara harla gott þótt afmælispartíið hafi mun rólegra að þessu sinni en það hefur verið síðustu ár. Ætli hækkandi aldur minn komi fyrst og fremst fram í aukinni stillingu gesta? (Þetta var nú samt ósköp gaman.)

Þegar ég hugsa mig um er reyndar ýmislegt að frétta. Byrja á sorgarfréttunum um snilldarhundinn Lubba (hund foreldra minna) sem er ekki lengur þessa heims. Það var keyrt á hann um daginn þegar hann var með pabba í hesthúsunum, einu sinni sem oftar, og það er sko ekki sanngjarnt.

Gleðifréttir nr. eitt eru hins vegar þær að ég verð allan júlí í málaskóla í Bologna á Ítalíu og hlakka óendanlega til. Skráði mig um daginn og borgaði staðfestingargjald og fékk um hæl staðfestingu til baka og var strax úthlutað stað til að búa á og fékk meira að segja sent kort sem búið var að merkja staðinn inn á og líka gönguleiðina í skólann. Finnst þetta allt lofa góðu og hlakka óendanlega til.

Það er aftur á móti allsherjarskandall að Sjónvarpið skuli ekki hafa látið sér nægja að henda Bráðavaktinni út af dagskrá síðustu tvo miðvikudaga (fyrir heimskulegan handbolta og tónlistarverðlaunin) heldur ætli að ryðja henni út af dagskrá í sjö vikur í viðbót fyrir fjandans Gettu betur. Mjög undarlegt að slíta seríuna svona í sundur og afar súrt í broti fyrir forfallna aðdáendur eins og mig sem hafa ekki misst af þætti í tíu ár, þrátt fyrir allar lægðirnar sem þátturinn hefur tekið á þessum tíma (enda hefur hann oftast komist upp úr þeim).