miðvikudagur, 13. júlí 2005

Ég hélt að fólkið í bekknum mínum væri nokkuð eðlilegt (þótt sumt eigi reyndar í ótrúlegustu vandræðum með að læra einföldustu sagnbeygingar). En í pásunni í morgun fóru hollenska konan og sæti Belginn að ræða andleg málefni - og skiptast á reynslusögum um "out of body experience". Sú hollenska hafði séð ljós og heyrt fuglasöng, Belginn hafði verið bleikur og séð sjálfan sig springa í loft upp. Ég einbeitti mér mjög að cappuccinoinu mínu og velti fyrir mér hvort ég hefði lent á hæli fyrir fólk sem hefði farið yfir um á LSD.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli