miðvikudagur, 30. ágúst 2006

I straeto i dag sa eg konu sem dro hvert aslattarhljodfaerid af odru upp ur toskunni sinni og bankadi i thau, eins og til ad athuga hvort thau virkudu ekki enn. Og nalaegt mer i nedanjardarlest var madur med otrulega morg got ut um allt i odru eyranu. Mig langadi ad telja thau en kunni ekki vid ad stara eins mikid a manninn og thurft hefdi til thess. Svona eru almenningssamgongur gagnlegar vid ad syna manni alls konar folk. Og mannlifid her i Berlin er frabaerlega fjolbreytt.

Rolegur dagur, annars, svaf ut i morgun sem var ekki slaemt, thvaeldist svo um annan part af Kreuzberg en i gaer, kannadi kaffihus, skodadi gydingasafnid, for aftur a kaffihus, rolti adeins um Kurfürstendamm og nagrenni, kannadi fleiri kaffihus, sa mer til mikillar gledi ad blomabudin vid Bahnhof Zoo selur enn dokkblaar rosir med glimmeri (eins og hun hefur alltaf gert thegar eg hef verid i Berlin), kannadi enn fleiri kaffihus, for i eitt uppahaldsbioid mitt (Hackesche Höfe) og sa Volver, nyju Almodovar-myndina. Hafdi reyndar ihugad ad fara a thyska mynd sem var synd i bioinu en hafdi thegar til kom ekki nogu mikinn ahuga a ad horfa a mynd um astaraevintyri kvenkyns svinabonda og manns sem var farveikur krabbameinssjuklingur. Almodovar klikkadi ekki - flott mynd og dasamlega skemmtilega galin.

P.S. Eg er buin ad vera mun betur vakandi en gaer, a.m.k. gekk eg aldrei i veg fyrir reidhjol a fullri ferd i dag.

þriðjudagur, 29. ágúst 2006

Mer lidur alltaf eins og heima hja mer her i Berlin, alveg sidan eg kom fyrst til borgarinnar 17 ara gomul (arid 1992) og kolfell fyrir henni a stundinni (thetta var lika fyrsta storborgin sem eg kom til). Ath., mer lidur ekki eins og heima hja mer i theim skilningi ad Berlin minni mig a heimaslodirnar, heldur finnst mer alltaf eins og mer hafi loksins verid plantad i kjorlendi. Reyndar hefur stodum thar sem mer lidur thannig smafjolgad en their eiga thad sameiginlegt ad vera storborgir, annad en thykjustuborgin Reykjavik. Hvernig datt mer eiginlega i hug ad mennta mig i islensku eins og mer finnst Island oft otholandi? (Fyrirvari: eg er samt medvitud um ad thad var samt ekki alveg ut i loftid - samband mitt vid Island er abyggilega skolabokardaemi um astar-haturs-samband.)
Thad er ekki eins djupt a thyskunni og eg ottadist, thratt fyrir ad eg hafi saralitid talad hana sidustu arin og ekki heldur lesid mikid af viti a malinu. Sennilega hjalpar toluvert til ad eg datt a kaf i thyska fjolmidla a netinu kringum HM i sumar.
Flugid mitt for a serlega ogudlegum tima i morgun - th.e. klukkan 7.00 og thar sem mer tokst ad dunda mer otrulega lengi fram eftir vid alls konar fragang (ekki ad pakka, eg var eldsnogg ad thvi) kom ad thvi a endanum ad mer thotti ekki taka thvi ad fara ad sofa. Sennilega er thad thess vegna sem sumt hefur gengid misvel hja mer i dag. T.d. uppgotvadi eg allt i einu i flugstodinni i morgun ad eg var buin ad tyna brottfararspjaldinu minu (og thad er mjog olikt mer, venjulega passa eg hrikalega vel upp a svona dot). Eg var ad rifa allt upp ur handtoskunni minni thegar nafnid mitt var kallad upp og einhver hafdi fundid spjaldid. Mer tokst sem betur fer ad sofa dalitid i flugvelinni. Samt er eg buin ad vera nogu utan vid mig i dag, t.d. hef eg ekki verid med augun nogu opin fyrir ollum hjolunum her i Berlin. Er nokkrum sinnum naestum buin ad lata hjola mig nidur. Sennilega er vissara ad vera betur vakandi thegar eg kem til Napoli ef mig langar ekki ad drepast snarlega i umferdarslysi.

Thad var sennilega lika vegna svefnleysis sem eg var nogu heimsk til ad spyrja konu i bladasolu a lestarstodinni a Schönefeld-flugvelli i morgun 1) hvort hun seldi farmida, 2) hvort hun gaeti skipt i smapeninga fyrir mig (thegar hun var buin ad neita thvi ad hun seldi farmida og benti mer a sjalfsalann rett hja sem eg var buin ad profa en gat ekki notad thar sem eg atti ekkert evru-klink). Konan var eins og skripamynd af ovinsamlegri afgreidslukonu - baedi nefmaelt og samanbitin, og eg laet mer ekki detta i hug ad lysa utliti hennar thvi thad yrdi bara klisjukennt og andstyggilegt.

En eg komst a endanum a gististadinn sem mer list afar vel a og thegar eg var buin ad fa mer ad borda og svolitid kaffi a eftir for landid alveg ad risa. Solin braust meira ad segja fram ur skyjunum um sama leyti - annars er ansi haustlegt herna i dag. En thad a abyggilega eftir ad vera allt annad a Italiu.

Eg er bara buin ad rolta um i rolegheitum i dag - hef thvaelst um Mitte, Kreuzberg og Prenzlauer Berg, hangid a kaffihusum og lesid dagblod. Mig langadi i bio (ymislegt spennandi i bio herna, annad en a Islandi) en vissi ad thad vaeru engar likur a ad mer taekist ad halda mer vakandi thannig ad eg let thad vera. Stefni ad bioferd a morgun.

miðvikudagur, 23. ágúst 2006

Gönguskórnir fundust ekki en um daginn eignaðist ég loksins aftur gúmmískó, mér til mikillar gleði, eftir að hafa verið án þessa grundvallarskófatnaðar í fjölmörg ár. Gúmmískór virka vel í göngum og helgin var frábær. Ég er sólbrunnin á bakinu, rispuð á löppunum eftir víðinn í Sellöndum, með heilmarga marbletti á lærunum eftir að draga sundur féð og enn með agnarlitla strengi í utanverðum kálfunum (undarlegur staður) eftir þúfnahlaup - en afskaplega sæl og ánægð. Allt gekk vel - eiginlega ótrúlega vel. Ef ég væri rolla hefði ég ekki viljað láta smala mér þessa daga því það var brakandi sól og steikjandi hiti þannig að við þurfum að fara mjög hægt til að sprengja ekki féð en skemmtileg aukaverkun af því var hversu mikill tími gafst til að njóta náttúrunnar. Nokkrar gangnamyndir komnar inn á flickr-síðuna mína, kannski bætast fleiri við seinna.

Gúmmískór

föstudagur, 18. ágúst 2006

Hvar eru gönguskórnir mínir? Hvernig er hægt að týna einhverju í íbúð sem er rétt rúmir 50 fermetrar?

fimmtudagur, 17. ágúst 2006

Ég gæti næstum gefið út dánarvottorð fyrir þetta blessað blogg - en þá myndu hlutirnir örugglega snúast upp í andhverfu sína og ég færi að blogga stanslaust. Þannig að ég sleppi öllum yfirlýsingum, það kemur bara í ljós hvort og/eða hvenær þessi bloggsíða lognast alveg út af. Ég á allavega ekki eftir að blogga núna um helgina því ég verð fyrir norðan í göngum (óvenju snemma í ár). Blessað lambakjötið.

Annars er ég búin að vera agalega dugleg að sortera myndirnar mínar og nú eru myndir úr Vestfjarðaferðinni í júní komnar inn á flickr-síðuna mína og líka slatti af myndum frá Grænavatni og úr frábæru ferðalagi í Borgarfjörð eystri. Tónleikarnir með Belle and Sebastian voru hápunktur sumarsins, ef ekki ársins - að minnsta kosti. Í tilefni af því er hér mynd af Stuart Murdoch á tónleikunum í Bræðslunni í Bakkagerði:

Stuart Murdoch