Flugid mitt for a serlega ogudlegum tima i morgun - th.e. klukkan 7.00 og thar sem mer tokst ad dunda mer otrulega lengi fram eftir vid alls konar fragang (ekki ad pakka, eg var eldsnogg ad thvi) kom ad thvi a endanum ad mer thotti ekki taka thvi ad fara ad sofa. Sennilega er thad thess vegna sem sumt hefur gengid misvel hja mer i dag. T.d. uppgotvadi eg allt i einu i flugstodinni i morgun ad eg var buin ad tyna brottfararspjaldinu minu (og thad er mjog olikt mer, venjulega passa eg hrikalega vel upp a svona dot). Eg var ad rifa allt upp ur handtoskunni minni thegar nafnid mitt var kallad upp og einhver hafdi fundid spjaldid. Mer tokst sem betur fer ad sofa dalitid i flugvelinni. Samt er eg buin ad vera nogu utan vid mig i dag, t.d. hef eg ekki verid med augun nogu opin fyrir ollum hjolunum her i Berlin. Er nokkrum sinnum naestum buin ad lata hjola mig nidur. Sennilega er vissara ad vera betur vakandi thegar eg kem til Napoli ef mig langar ekki ad drepast snarlega i umferdarslysi.
Thad var sennilega lika vegna svefnleysis sem eg var nogu heimsk til ad spyrja konu i bladasolu a lestarstodinni a Schönefeld-flugvelli i morgun 1) hvort hun seldi farmida, 2) hvort hun gaeti skipt i smapeninga fyrir mig (thegar hun var buin ad neita thvi ad hun seldi farmida og benti mer a sjalfsalann rett hja sem eg var buin ad profa en gat ekki notad thar sem eg atti ekkert evru-klink). Konan var eins og skripamynd af ovinsamlegri afgreidslukonu - baedi nefmaelt og samanbitin, og eg laet mer ekki detta i hug ad lysa utliti hennar thvi thad yrdi bara klisjukennt og andstyggilegt.
En eg komst a endanum a gististadinn sem mer list afar vel a og thegar eg var buin ad fa mer ad borda og svolitid kaffi a eftir for landid alveg ad risa. Solin braust meira ad segja fram ur skyjunum um sama leyti - annars er ansi haustlegt herna i dag. En thad a abyggilega eftir ad vera allt annad a Italiu.
Eg er bara buin ad rolta um i rolegheitum i dag - hef thvaelst um Mitte, Kreuzberg og Prenzlauer Berg, hangid a kaffihusum og lesid dagblod. Mig langadi i bio (ymislegt spennandi i bio herna, annad en a Islandi) en vissi ad thad vaeru engar likur a ad mer taekist ad halda mer vakandi thannig ad eg let thad vera. Stefni ad bioferd a morgun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli