þriðjudagur, 29. apríl 2003

Einhver hefur verið að leita að „síld undir sæng“ og hefur í því samhengi lent hér inn á síðunni. Aðrar niðurstöður af leitinni (sjá hér) vísa m.a. á síðu Hjörleifs Guttormssonar, Múrinn og Hallfreðar sögu vandræðaskálds! Merkilegt.
Nú er kennslunni að ljúka og síðustu handtökin eru ótrúlega mörg. Var að klára að fara yfir nokkra tugi heimildaritgerða öðru sinni – krakkarnir voru látnir lagfæra ritgerðirnar eftir fyrra skiptið og skila aftur. En ég losna endanlega við ritgerðabunkann á morgun, sem betur fer! Þá fæ ég stafla af heimaverkefnum (í allra síðasta sinn) og þarf að fara yfir þau fyrir miðvikudaginn því þá er síðasti kennsludagur.

Vildi að ég væri búin að halda því saman alla önnina hvað ég er búin að eyða mörgum klukkutímum í að fara yfir verkefni og fleiri verkefni og nokkur verkefni í viðbót og ritgerðir og ennþá fleiri verkefni og ritgerðirnar aftur ... Þetta er auðvitað bilun!

föstudagur, 25. apríl 2003

Vill einhver útskýra fyrir mér hvort þetta er góð eða vond niðurstaða – eða ætti ég frekar að spyrja hvort hún sé vond, verri eða verst?! Hef aldrei horft á Leiðarljós (alveg satt – veit að þetta er alvarlegur þekkingarskortur).

HarleyGuiding
Harley Cooper: Thu ert uppreisnarseggur og
villingur! Skyrd eftir Harley Davidson
motorhjli, fylgir engum reglum og gerir thad
sem thu villt. Thin veika hlid eru karlmenn,
thu hefur gifst nokkrum sinnum vegna astar, en
thad hefur aldrei gengid upp. Thu ert hins
vegar mjog skotin i nuverandi kaerasta thinum,
hann er logga alveg eins og thu. Vonandi bara
ad hann fai aftur tilfinningu i lappirnar eftir
sprenginguna...


Hvada Leidarljos karakter ertu?
brought to you by Quizilla
Tíhí – á forsíðu Múrsins segir um menningargrein dagsins að bíórýnir Múrsins sé farinn að sækja sexsýningar! Einhvern veginn geri ég fastlega ráð fyrir að tvíræðnin sé ekki óviljandi.
Er að velta fyrir mér hvort ég eigi að fara á bókaþingið núna á eftir – er ekki alveg ákveðin; mér finnst óþarflega margir hagfræðingar o.þ.h. á dagskránni.

fimmtudagur, 24. apríl 2003

þriðjudagur, 22. apríl 2003

Stundum er ég óstundvís, sem er ekki nógu gott. Reyndar er ég yfirleitt ákaflega stundvís þegar ég á að mæta á fundi og ýmislegt þess háttar – líka þegar ég þarf nauðsynlega að vera komin í vinnu á ákveðnum tíma – en síðan í menntaskóla hefur gjörvöll skólaganga mín mjög einkennst af skorti á stundvísi, einkum fyrst á morgnana. Það væri þó auðveldara að lifa með þessu vandamáli ef ég væri óstundvís á sama veg og Una vinkona mín núna áðan. Við höfðum ákveðið að fara saman út að ganga og mæltum okkur mót kl. korter yfir átta. Eftir að við höfðum ákveðið þetta hélt ég áfram að vinna um stund, en ætlaði svo að fara að fá mér eitthvað að borða. Þá hringdi síminn. Í símanum var Una. Samtalið var svohljóðandi:
Una: „Ég er komin á staðinn ...“
Ég: „Ó ...“
Una: „Já ...“
Ég: „En ætluðum við ekki að hittast korter yfir átta?“
Una: „Jú, er klukkan það ekki?“
Ég: „Ja, mín er korter yfir sjö.“
Una: „Ó ...“

Una virðist vera á sumartíma. Kannski ég ætti að reyna að taka mér hana til fyrirmyndar.

mánudagur, 21. apríl 2003

Æ, hvað ég nenni ekki að vinna. Af hverju er svona seinlegt að fara yfir ritgerðir? Jæja, það þýðir svo sem ekki að orðlengja um það, best að halda áfram svo ég verði einhvern tíma búin.

sunnudagur, 20. apríl 2003

„Eigi leyna augu ef ann kona manni“ – stóð í páskaegginu mínu. Ætti ég að reyna að finna einhvern til að vera skotin í svo að þetta rætist á sjálfri mér? Ja, allavega ekki í dag. Vinnan kallar.

laugardagur, 19. apríl 2003

Almáttugur, je minn eini – ég kveikti á sjónvarpinu til að athuga hvort Harry Potter væri að byrja en hefði svo sannarlega frestað því um nokkrar mínútur ef mig hefði órað fyrir því sem beið mín. Ekki nóg með að þátturinn hans Gísla Marteins væri ekki búinn – nógu slæmt eitt og sér – en þar að auki var Halldór Ásgrímsson að syngja. Eru engin takmörk fyrir þeim hörmungum sem látnar eru dynja á landslýð undir dulnefninu íslensk dagskrárgerð?

Harry Potter I hef ég annars séð tvisvar – í síðara skiptið með frönsku tali. Ég kann ekki frönsku. En þetta var nokkuð lærdómsríkt, t.d. komst ég að því að baguette er ekki bara ákveðin gerð af brauði heldur líka töfrasproti!

föstudagur, 18. apríl 2003

Þannan dag fyrir allmörgum árum (tuttugu eða meira – almáttugur hvað tíminn gufar upp) vorum við Þorgerður frænka mín hindraðar í að krossfesta Sigga bróður minn. Hann hefur sennilega verið á bilinu þriggja til fimm ára þegar þetta var – og var ekkert ósáttur við yfirvofandi krossfestingu.Við vissum sko alveg út á hvað dagurinn gekk. En fullorðið fólk er alltaf með einhverja meinbægni og leyfði okkur ekki að hagnýta kristindómsþekkinguna.
Ansi eru þetta lagleg strik sem ég er búin að föndra milli bloggfærslnanna (þetta orð er skelfilegt í eignarfalli, ætla samt ekki að umorða).
Um daginn bloggaði Stefán um vita og ýmsar „góðar“ ástæður til að hafa áhuga á þeim – en gleymdi alveg möguleikanum á að rannsaka vita sem fallísk tákn. Ekki að ég viti hvernig ætti að útfæra það dæmi. En það er bara síðari tíma vandamál.
Veðrið í Mývatnssveit var ofboðslega gott þegar ég var þar um daginn – ótrúlega mikið vor – en það var greinilega bara væg útgáfa af því sem koma skyldi, því áðan heyrði ég í ömmu og þá var hitinn í sveitinni kominn upp í 17 stig! Hvað er eiginlega að gerast?
Niðurstaðan af vangaveltunum um það hvað gera skyldi í gær varð eftirfarandi: Fór og sótti próförk sem ég á að fara að lesa. Flokkast það ekki undir vinnu að sækja próförkina? (Svo mér finnist ég hafa unnið eitthvað í gær.) Svo fór ég að slæpast. Og dundaði mér og drollaði og hangsaði og gaufaði og slóraði og slæptist langt fram eftir kvöldi. En nú er ég sest við skrifborðið og ætla að vera dugleg að vinna. Er dagurinn í dag ekki sérstaklega langur? Hlýt ég ekki að koma óendanlega miklu í verk?

fimmtudagur, 17. apríl 2003

Nú er blogspot endanlega að tapa sér. Ég ætlaði að laga færsluna fyrir neðan þar sem ég virðist hafa klúðrað einhverju fáránlegu táknadóti í henni, en undarlegustu hlutir gerast og mér er ekki hleypt inn í þessa færslu til að laga hana. Set hana aftur hérna inn til bráðabirgða, svo kemur í ljós hvort mér tekst að laga hitt einhvern tíma seinna:

-----

Jæja, loksins er ég upprisin í bloggheimum eftir alltof langan bloggdauða – ekki í fyrsta skipti. Kannski hefði ég átt að geyma upprisuna fram á páskadag í þetta skipti? En ég gæti auðvitað feikað bloggkrossfestingu á morgun og risið enn og aftur upp á páskadag. Eða eitthvað.

Ætli ég þurfi ekki að gefa einhverjar skýringar á fjarvistinni. Sko: Fyrst datt ég út í smátíma því það var svo óheyrilega mikið að gera – og ég er ekki sítengd netinu (því miður). Síðan eipaði síminn hjá mér gjörsamlega (og nettengingin með) – hann var meira og minna dauður í nokkra daga – samt ekki alltaf, þetta var óheyrilega skrýtið. Á endanum kom kom ég mér til að hringja í bilanir. (En írónískt: Hvað gerir maður þegar síminn bilar? Jú, maður hringir!) En þá var síminn í lagi og maðurinn sem ég talaði við hafði ekki hugmynd um hvað hafði verið að.

Þegar öllu þessu var lokið var liðinn ansi langur tími – og þegar maður er fallinn í bloggdá getur verið ótrúlega erfitt að lifna við. En ég var með afskaplega gott plan. Það var nefnilega farið að líða að því að ég brygði mér í foreldrahús norður á Akureyri og þar er netið sítengt. Þannig að ég hugsaði með mér að það yrði bara að hafa það þótt ég bloggaði ekkert um stund, ég yrði þeim mun duglegri þegar norður væri komið.

Planið klúðraðist. Nettengingin í Suðurbyggðinni reyndist dáin þegar þangað var komið. Þá kom að plani B: fara á
Amtsbókasafnið og komast á netið þar. En alltaf þegar ég reyndi héngu einhver börn í öllum tiltækum tölvum. Þannig að þessi góðu áform mín runnu gjörsamlega út í sandinn. En þar með var hörmungum mínum ekki lokið því það gekk ekki svo glatt að komast suður aftur. Ég ætlaði í gær eða fyrradag en helv… okurfargjöldin hjá
andsk… flugfélaginu héldu mér í gíslingu þangað til í dag.

En ég lét það sko verða eitt af fyrstu verkum mínum að setjast við tölvuna. Eftir að ég var búin að vökva kryddjurtirnar og salatið og tómatplönturnar og það allt sem ég reyndi að sá fyrir nokkru síðan, að því er virðist með ágætis árangi, þetta dafnar ágætlega í eldhúsglugganum hjá mér – a.m.k. enn sem komið er. Var hrædd um að þetta yrði allt skrælnað og ómögulegt þegar ég kæmi aftur, en jurtirnar virðast hafa lifað fjarveruna af – og rósmarínið er meira að segja farið að gægjast upp úr moldinni. Ég sem var farin að halda að það væri steindautt, allt hitt var farið að spretta svo ágætlega en rósmarínið lét ekki sjá sig. En það er greinilega lengi von á einum.

Jæja, það er spurning hvað ég á að gera núna. Möguleikarnir eru m.a.: 1) þurrka af, skúra o.þ.h., 2) vinna, t.d. lesa prófarkir eða fara yfir ritgerðir eða heimaverkefni o.fl., 3) slá þessu öllu upp í kæruleysi og fara niður í bæ að fá mér gott kaffi og slæpast.

Hmmm, erfitt val.
Þá er ég upprisin í bloggheimum eftir alltof langan bloggdauða – ekki í fyrsta skipti. Kannski hefði ég átt að geyma upprisuna fram á páskadag í þetta skipti? En ég gæti auðvitað feikað bloggkrossfestingu á morgun og risið enn og aftur upp á páskadag. Eða eitthvað.

Ætli ég þurfi ekki að gefa einhverjar skýringar á fjarvistinni. Sko: Fyrst datt ég út í smátíma því það var svo óheyrilega mikið að gera – og ég er ekki sítengd netinu (því miður). Síðan eipaði síminn hjá mér gjörsamlega (og nettengingin með) – hann var meira og minna dauður í nokkra daga – samt ekki alltaf, þetta var óheyrilega skrýtið. Á endanum kom kom ég mér til að hringja í bilanir. (En írónískt: Hvað gerir maður þegar síminn bilar? Jú, maður hringir!) En þá var síminn í lagi og maðurinn sem ég talaði við hafði ekki hugmynd um hvað hafði verið að.

Þegar öllu þessu var lokið var liðinn ansi langur tími – og þegar maður er einu sinni fallinn í bloggdá getur verið ótrúlega erfitt að lifna við. En ég var með afskaplega gott plan. Það var nefnilega farið að líða að því að ég brygði mér norður á Akureyri að heimsækja foreldrahúsin og þar er netið sítengt. Þannig að ég hugsaði með mér að það yrði bara að hafa það þótt ég bloggaði ekkert um stund, ég yrði þeim mun duglegri þegar norður væri komið.

Planið klúðraðist. Nettengingin í Suðurbyggðinni reyndist dáin þegar þangað var komið. Þá kom að plani B: fara á Amtsbókasafnið og komast á netið þar. En alltaf þegar ég reyndi héngu einhver börn í öllum tiltækum tölvum. Þannig að þessi góðu áform mín runnu gjörsamlega út í sandinn. Þar með var hörmungum mínum ekki lokið, því það gekk ekki heldur svo glatt að komast suður aftur. Ég ætlaði í gær eða fyrradag en helv… okurfargjöldin hjá andsk... Þórdísar hreinlega öllu sem í því stóð. En það var einmitt í því kommentakerfi sem umræðurnar áttu sér stað (eftir fyrrnefnda útþurrkun, en maður veit aldrei hvenær svoleiðis getur gerst aftur). Þessar umræður voru mjög skemmtilegar og gagnlegar – því miður datt ég út úr þeim, því nettengingin hjá mér fór í klessu – en ég væri meira en til í að halda áfram við gott tækifæri.

En allavega: Umræðurnar kviknuðu út frá þessari færslu, þar sem Þórdís sagði m.a. að sér sýndist ný bók Braga Ólafssonar vera „e.k. endurminningablogg“, sem og bók Halldóru Thoroddsen, 90 sýni úr minni mínu. Og Þórdís sagði líka:

„… það virðist vera farið að gefa út meira af styttri textum sem eru í anda bloggsins. Stuttir textar í endurminningastíl, eitthvað satt og annað logið einsog gengur. Kannski ætti maður að kalla það heimatilbúnar minningar þar sem lögmál textans ræður meira en eitthvað sem endilega er satt eða logið. Auðvitað er þetta heimskulega sagt því ekki eru "löggildar" ævisögur neitt nema hagræddur sannleikur. […] Mér finnst margt blogg er miklu áhugaverðara en sumt það sem prentað er og kostar peninga. Ég skil vel ef bókaútgefendur eru uggandi um sinn hag og grunar að þessar stuttu endurminningabækur séu svar við bloggáhuga fólks. Spennandi að sjá þróunina í framtíðinni.“

Umræðurnar úr kommentakerfinu fara síðan hér á eftir. Föndra kannski við uppsetninguna seinna, athuga fyrst hvernig þetta kemur út.

--------

Og þar með er komin réttlæting fyrir námskeiðinu hans Matthíasar...
Þór | 03.27.03 - 7:50 am | #

--------

Yess, ég held að hann ætli að fara aftur í aldir og skoða blogg fortíðar!
Þórdís | 03.27.03 - 7:51 am | #

--------

Ég hef svolítið verið að spekúlera hvort það sé hægt að finna bloggforminu einhvern stað í bókum en hef töluverðar efasemdir um það. Kveikjan að þeim hugleiðingum var auðvitað merkimiðinn "bloggbók" sem festist af einhverjum undarlegum ástæðum við Vaknað í Brussel, þótt sú bók eigi nákvæmlega ekkert skylt við blogg.

En hvernig gæti bloggformið komið fram í bókum? Ég held að það væri ekki nóg að vera með brotakennda frásögn eins og í 90 sýnum Halldóru Thoroddsen eða Albúmi e. Guðrúnu Evu. Í þeim bókum er of margt ólíkt blogginu í grundvallaratriðum - t.d. er tímasjónarhornið í báðum bókum það sama allt í gegn en í blogginu er það breytilegt (alltaf í núi hverrar færslu). Fyrir utan það hvað linkarnir eru mikið grundvallaratriði í blogginu - og þá er í raun ómögulegt að flytja yfir á pappír.

En ætli það sé ekki best að hætta að hugsa upphátt um þetta í bili. Gæti skrifað langt mál í viðbót - en ætli það sé ekki betra að ég bloggi um málið einhvern tíma við tækifæri.

Anonymous | 03.27.03 - 8:42 am | #

--------

Æ - þetta var ég. Gleymi því alltaf að tölvurnar í tölvuverum háskólans muna ekki hvað maður heitir.
Erna E. | 03.27.03 - 8:43 am | #

--------

Góður punktur með tímafaktorinn. Hinsvegar held ég að það verði aldrei reynt að finna eða búa til eitthvað sem heitir bloggbókmenntir og auglýsingaskrum Kristjáns á hvergi heima í þeirri umræðu.

Þessi brotakenndi sjálfhverfi frásagnastíll er hinsvegar eitthvað sem fyrr eða síðar ratar inn í bókmenntirnar og hefur örugglega gert það fyrir löngu síðan. Áhrif bloggsins munu samt alltaf vera einhver ef rithöfundar eru og verða í einhverjum tengslum við "núið".

Það er ekkert æskilegt eða nauðsynlegt, mjög líklegt samt.

Þór | 03.27.03 - 9:28 am | #

--------

Ja - sú spurning hlýtur samt að vakna hvort það væri hægt að skrifa bók í bloggformi - alveg eins og hægt er að skrifa t.d. bréfaskáldsögu eða gamaldags dagbókarsögu.

En þá yrði að spyrja í leiðinni hvað eigi að nota til viðmiðunar, hvað það sé sem einkennir bloggið sérstaklega og aðgreinir það frá annars konar skrifum. Brotakenndi og sjálfhverfi frásagnarstíllinn hefur auðvitað lengi verið til í bókmenntunum. Þar þarf ekkert blogg til.

Ef maður ætlaði að leita að mögulegum áhrifum frá blogginu eða annars konar netskrifum í bókmenntatexta, þá gæti það samt tæplega orðið annars staðar en í sambandi við einhvers konar formvitund. En eins og ég nefndi áðan, þá flækja linkarnir málið dálítið mikið og samræðufaktorinn sem verður til út frá þeim. Linkarnir eru eiginlega órjúfanlegur hluti af blogginu, en þeir eru svo bundnir netforminu og ég sé ekki fyrir mér að þeim væri hægt að koma til skila á pappír á trúverðugan hátt.

Erna E. | 03.27.03 - 9:46 am | #

--------

Hvða er svona merkilegt við ,,blogg"? Ég verð að viðurkenna að ég á erfitt með að sjá það.

Hafa verið gefnar út ,,spjallrásabókmenntir"? Ekki svo ég hafi rekist á, en ég les auðvitað ekki allt sem er gefið út. Samt eru spjallrásir miklu eldri en blogg.

Eða ,,tölvupóstbókmenntir"? Ekki man ég heldur eftir neinu slíku, (ekki tala um bíómyndir...) og tölvupósturinn er rúmlega 30 ára.

Haldiði að það geti ekki verið að sjálfhverfa formsins byrgi ykkur svolítið sín?

Þeir sem hafa áhuga á bókmenntum munu aldrei láta sér nægja að lesa bara ,,blogg", fæstir lesa bara smásögur, og ,,blogg" er auðvitað enn knappara. Auk þess sem flest það sem er skrifað er algjört rusl. (Ekki taka þetta til ykkar.)

Svo sé ég reyndar ekki hvernig meintar ,,blogg"-bókmenntir (þ.e.a.s. í bókarformi) eiga að geta verið öðruvísi dagbókar-bókmenntir. Athugasemdirkerfið, segirðu. Nei það er ekki rétt, það eru ekkert öll ,,blogg" með athugasemdum, auk þess sem ,,blogg" + athugasemdir er nú farið að nálgast það mikið að vera spjallrás.

Þótt það komi þessu máli bara óbeint við þá finnst mér ,,blogg" vera ljótasta enskusletta sem ég hef séð ennþá.

beggi dot com | 03.27.03 - 5:39 pm | #

--------

En er einhver ástæða til að skrifa bloggbækur, nema þá sem stílæfingu, tilraun til að kanna hvort það sé hægt? Mér finnst blogg og bók vera eins og austur og vestur og eiga í rauninni afar lítið sameiginlegt. Auðvitað væri hægt að skrifa skáldsögu í bloggstíl en hún yrði ekki blogg. Og alveg óvíst að hún mundi virka vegna þess að sennilega mundi vanta þetta mátulega kæruleysi sem er svo skemmtilegt við flest alminleg blogg.

Það breytir því ekki að mig dreymir um að skrifa matreiðslubók í bloggformi.

Nanna | 03.27.03 - 6:07 pm | #

--------

Nú er Beggi eitthvað að misskilja mig. Tilfellið er nefnilega ekki að mér finnist bloggið óheyrilega merkilegt - þvert á móti finnst mér stundum bera á tilhneigingu til að ofmeta það eins og ýmsar aðrar nýjungar sem tengjast tölvum. Ég hristi oftast höfuðið með sjálfri mér þegar ég heyri hástemmdar yfirlýsingar um það að ný textavitund sé að verða til á netinu, eða eitthvað þess háttar.

Hins vegar erum við hér með nýja boðskiptategund í rituðu máli og það er ekki óeðlilegt að velta fyrir sér hvort aðrar gerðir af rituðu máli eigi eftir að NOTA sér hana eitthvað - og þá um leið hvort þær GETI notað sér hana.

Vangaveltur af því tagi þurfa engan veginn að þýða að maður haldi að bloggið eigi eftir að breyta bókmenntunum í heild á nokkurn hátt. En í bókmenntum er iðulega verið að gera tilraunir með form, og það liggur beint við að spyrja hvort bloggið sé form sem væri hægt að nota í slíkum tilraunum.

(Smá innskot: Einhvern tíma heyrði ég að Hvíti skugginn eftir Þórunni Valdimarsdóttur sé í formi tölvubréfa. (Á eftir að lesa hana sjálf.) Ef það er rétt er komin bók á íslensku sem notar sér það form.)

Nanna spyr hvort það sé nokkur ástæða til að skrifa bloggbók nema sem formtilraun. Nei, ég held að það væri svo sem engin ástæða til þess. En er nokkur sérstök ástæða til að skrifa t.d. bréfaskáldsögu? Eða krimma? Nema bara sú að bækur í hvaða formi sem er eru skemmtilegar ef vel er á haldið!

Ég er alveg sammála því að "bloggbók" yrði aldrei blogg - en dagbókarsaga er heldur ekki dagbók. Skáldsögur sem nota sér önnur form eru auðvitað alltaf að feika þau.

En það er gaman að ræða þetta mál, og eiginlega eru þetta svo viðamiklar umræður að kommentakerfið er dálítið þröngt fyrir þær. Þór, Beggi og Nanna - væruð þið sátt við að ég kóperaði þessar umræður yfir á bloggsíðuna mína einhvern næstu daga? Þið getið sent mér tölvupóst um málið á ernae@hi.is.

P.S. Nanna, hugmyndin um matreiðslubók´i bloggformi er æðisleg!!!

P.P.S. Beggi, mér finnst "blogg" frábært íslenskt orð, sbr. bloggfærslu mína frá 9. okt:
http://ernae.blogspot.com/2002_10_01_ernae_archive.html#82764578

Erna E. | 03.27.03 - 7:03 pm | #

--------

Mér finnst út af fyrir sig munur á skáldsögu í bloggformi annars vegar og í dagbókar- eða sendibréfaformi hins vegar. Þegar rithöfundur setur bók upp eins og sendibréfasafn, þá er hann að taka tjáningarform sem er í eðli sínu ætlað einum lesanda (eða fáum) og breyta því í almenningseign. Sendibréf eða dagbók er ekki hægt að nota til að koma pælingum sínum á framfæri við víðari hóp nema breyta því í eitthvað annað en það er upphaflega. Bloggið er allt annað, það er ekki bara tjáningarform, heldur líka birtingarform og það þarf ekki að breyta því til að koma því á framfæri - ég er kannski ekki alveg að koma þessari pælingu á framfæri sjálf núna, er aldrei upp á mitt besta árla morguns - en mér finnst allavega vera töluverður munur þarna á.
Nanna | 03.28.03 - 4:01 am | #

--------

Spurningin gæti líka verið hvort bloggið endurspegli á einhvern hátt eitthvað ástand. Eða hvort að samtíminn komi einhvernvegin fram í blogginu. Ef svo er og ef að bloggið á eftir að vera eins viðamikið fyrirbæri og það stefnir í að vera þá efast ég ekki um að hægt verði að greina einhver bloggtextatengsl eða bloggáhrif á einhver einstök bókmenntaverk. Þó er alltaf auðvelt að ofmeta tískufyrirbrigði og bloggið gæti allt eins lognast út af á nokkrum mánuðum.
Þór | 03.28.03 - 9:25 am | #

--------

Mjög spennandi punktur, Nanna, þetta með tjáningarform/birtingarform. En lendir maður samt ekki fljótt í ógöngum við að skilja skýrt þarna á milli? Ég hef t.d. stundum skilgreint bloggið mitt (a.m.k. í huganum, man ekki hvort ég hef bloggað um það) sem eins konar opið bréf til vina minna - sem væri þá contradictio in termis eða hvað?

Og er hægt að gera skýran greinarmun á textum eftir því hvort þeir eru ætlaðir einum lesanda eða mörgum? Eða engum?

Ekki það að ég sé viss - ég hef aldrei spekúlerað í nákvæmlega þessu áður - er að reyna að komast að því hvað mér finnst núna um leið og ég skrifa.

En svo ég skýri aðeins þetta síðasta - um "engan lesanda": Ég hef t.d. aldrei getað skrifað hefðbundna einkadagbók - m.a. af því að þegar ég hef reynt hef ég alltaf lent í vandræðum með "innbyggða lesandann" í dæminu! Þetta þarfnast kannski ennþá nánari útskýringa en ég sleppi þeim að mestu í bili. - En allavega: Þegar texti er skrifaður, er þá einhvern tíma hægt að komast með öllu undan hugmyndinni um lesanda? Jafnvel þótt maður ætlist ekki til þess eða geri ráð fyrir því að neinn lesi textann í raun. Og hefur þessi hugmynd um lesandann ekki einhver áhrif á textann - hvort sem lesandinn er til í raun eða ekki, eða er einn eða margir?

Þetta er sennilega óttalega ruglingslegt hjá mér, en ég hef ekki tíma til að reyna að koma betri reiðu á hugsanirnar í bili - er að verða of sein í bíó - ætla að sjá Adaptation, sem mér skilst að snúist einmitt um erfiðleikana við að flytja verk af einum miðli yfir á annan. Frekar viðeigandi þegar maður er í þessum umræðum miðjum!

Erna E. | 03.28.03 - 4:58 pm | #

--------

Ég hef þvert á móti litið á bloggið mitt sem opið bréf handa öllum og engum - það er að segja öllum sem vilja lesa en engum sérstökum. Auðvitað eru einstakar færslur skrifaðar með ákveðinn lesendahóp í huga en yfirleitt vil ég í rauninni ekki vita allt of mikið um hverjir eru að lesa. Það er fyrir mér hluti af því sem gerir blogg spennandi.
Ég sé viss líkindi með bloggi og beinni útsendingu í sjónvarpi eða útvarpi. Mér finnst miklu þægilegra að vera í beinni útsendingu en upptöku, ég hef reynslu af hvorutveggja. Það sem maður segir er farið í loftið og þýðir ekkert að vera að stressa sig á því.
Ég held að grundvöllurinn fyrir því að þetta gangi upp - bæði blogg og bein útsending - sé einmitt að vera hóflega meðvitaður um lesandann/
áhorfandann; gleyma aldrei tilvist hans alveg en láta þá vitneskju ekki hafa of mikil áhrif á sig.

Nanna | 03.28.03 - 7:41 pm | #

--------

Argggg. Ritgerðin mín týndist. Ég reyni að hugsa upp nýja. Gruml
beggi dot com | 03.29.03 - 5:14 am | #

--------

Ef það er rétt að bréf séu ætluð einum lesanda er þá ekki ,,opið bréf" contradictio in termis, svona almennt séð?

Ég er alveg sammála Ernu um að er erfitt gera skýran greinarmun á því hvort texti ætlaður einum lesanda eða mörgum. Hinsvegar er ég ekki alveg sammála því sem hún segir, ef ég skil hana rétt, að hefðbundin dagbók sé ætluð ,,engum" lesanda. Ég lít á það þannig að dagbók sé eiginlega ætluð mörgum lesendum, sem reyndar eru allir sama persónan. Það er að segja ritandinn síðar, framtíðin er jú annað land, ekki satt? Ekki er ég sami maður og ég var fyrir tíu árum.

Ég er aftur alveg ósammála Nönnu um það að það séu líkindi með beinni útsendingu í sjónvarpi og ,,bloggi". Ég ætla að nefna tvö dæmi sem sýna fram á hið gagnstæða, þótt eitt sé auðvitað nægjanlegt til að afsanna kenningar (Maður er nú ekki í raunvísindanámi fyrir ekki neitt?).

1. Bein útsending: Það sem er sagt eða gert er farið í loftið og verður ekki aftur tekið.

1. Blogg: Hægt er að breyta og laga það sem komið er á netið.

2. Bein útsending: Það sem er sent út er farið og ef ,,neytandinn" er ekki til að horfa á það á þeirri stundu sér hann það ekki.

2. Blogg: Það sem stendur á netinu, verður þar þangað til því verður eytt eða breytt, ,,neytandinn" getur nálgast það þegar honum hentar.

Seinna atriðið sýnir í sjálfu sér mun á ljósvakamiðlum og netinu, ekki endilega bara beinni útsendingu. ,,Ljósvakinn" hefur ekkert minni, ef ,,neytandinn" er ekki að horfa/hlusta þegar útsending á sér stað, þá sér hann heyrir ekki efnið. (Ekki tala um upptökutæki, það er útúrsnúningur.)

Fyrra atriðið sýnir aftur þann grundvallarmun sem er á beinum útsendingum og netskrifum, á netinu getur ritandinn altaf farið og lagfært, stafsetningarvillur, eða staðreyndavillur sem honum hafa orðið á, jafnvel fjarlægt eitthvað sem hann hefur ritað í stundarbrjálæði. Auk þess, Nanna, ekki einu sinni reyna að halda því fram að þú lesir ekki yfir textann þinn áður en þú setur hann á netið, hvar er beina útsendingin í því?

Fyrir nú utan að ég sé ekki hvað þessi sjónvarpsumræða passar inn í þessa meintu bókmenntaumræðu, nema Nanna hafi þurft að koma því að, að hún hefur komið fram í sjónvarpi

Svo ég haldi nú aðeins áfram að skjóta á Nönnu, hún spyr hvort nokkur ástæða sé til að skrifa ,,bloggbækur" nema sem stílæfingu. Þá hlýt ég að spyrja, er nokkur ástæða til að skrifa matreiðslubækur nema til að græða peninga?

Ég held að ,,blogg" sé a.m.k. að hluta til tískufyrirbrigði. Reyndar byrja margir á þessu blaðri til þess að láta, hugsanlega fjarstadda, ættingja og vini vita að þeir séu á lífi. Aðrir líta á ,,blogg" sem rafræna dagbók, og virðast reyndar sumir ekki gera sér almennilega grein fyrir að hver sem er getur lesið hana, sem þeir halda að þeir nenni eitthvað frekar að skrifa í heldur en eina úr pappír. Ansi margir gugna á þessu þegar frá líður, þið hafið væntanlega tekið eftir að ýmsir sem voru mjög iðnir við kolann fyrir nokkrum mánuðum eru nú hættir, t.d. Beta. Aðrir hafa lýst yfir krísu, t.d. Svanhlidur, enn aðrir skrifa mest lítið, Erna?.

Ekki ætla ég samt að vera maðurinn sem lýsir því yfir opninberlega að ,,blogg" deyi út fljótlega, ég er ekki nógu merkilegur pappír til þess að sé neitt gaman að geta klínt því á mig.

Erna, vonandi var gaman í bíó.

beggi dot com | 03.29.03 - 5:56 am | #

--------

Mikið vildi ég að maður græddi peninga á að skrifa matreiðslubækur. Þá væri ég ekki hér.

Sjónvarpslíkingin (og ég sagði ,,viss líkindi", átti alls ekki við að þetta væri alls kostar sambærilegt) var kannski ekki vel ígrunduð en ég er búin að vinna mjög lengi í hefðbundinni bóka- og tímaritaútgáfu og það er eiginlega í ljósi þess sem ég segi þetta. Það er þetta instant fjarsamband við lesandann/áhorfandann. Ég veit að blogglesandinn sér það sem ég skrifa kannski ekki fyrr en löngu seinna, en það er eitthvað sem ég veit ekki af. Þetta er farið frá mér.

Ég ætla reyndar að freista þess að halda því blákalt fram að ég lesi ekki yfir texta áður en ég sendi hann frá mér. Ég geri það yfirleitt ekki en þú þarft ekkert að trúa því. En það kemur fyrir að ég leiðrétti það sem ég er búin að skrifa ef ég rek augun í stafsetningarvillu eða klaufalegt orðalag. Held samt að ég hafi aldrei breytt neinu efnislega.

Ég var með póstlista (sem var, eins og mér var oft bent á, hálfgert blogg) í nokkur ár og ein af ástæðunum fyrir því að ég breytti um form og fór að blogga var einmitt sú að þar var sannarlega ,,bein útsending" á ferðinni og ég bölvaði því stundum að hafa ekki lesið yfir og geta ekki breytt þegar ég hafði sent frá mér einhverja fjandans vitleysu.

Nanna | 03.29.03 - 7:22 am | #

--------

Nú klikkaði minn heldur, ekki veit ég hvað Beta var yfirleitt að vilja upp á dekk þarna. Auðvitað er hún ekki hætt, fólk með jafn ríka athyglsiþörf hættir ekki að koma sér á framfæri.

Ég gæti hins vegar nefnt Esther, Helgu, Jafarinn ofl.

En að ,,beinu útsendingunum" hennar Nönnu. Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki þennan síðasta texta, fyrst segir þú að þú lesir ekki yfir það sem þú setur á netið. Svo segir þú að þú leiðréttir stafsetningar- og mállfarsvillur. Svo bætirðu um betur með því að segja að þú hafir fært þig frá póstlistanum yfir í bloggið af því póstlistanum gastu ekki leiðrétt hugsanlegar villur. Uh?

beggi dot com | 03.29.03 - 8:48 am | #

--------

Ég les textann sjaldnast yfir áður en ég sendi hann frá mér. Það er þegar hann er kominn á bloggsíðuna sem ég rek kannski augun í villurnar. Ég get leiðrétt þær þar ef ég vil; ég gat það ekki þegar ég notaði póstlistaformið því þá voru bréfin þegar farin út og komin inn í á fjórða hundrað pósthólf. OK?
Nanna | 03.29.03 - 1:38 pm | #

--------

beggi.
ég blogga ekki út af athyglisþörf. ég blogga því mér finnst gaman að skrifa og ég fann eftir 6 vikna pásu að ég hef bara gott af því að skrifa hlutina frá mér.

ég hætti hins vegar að vera með gestabók og kommentakerfi því ég þarf ekkert að vita hvað fólki finnst. mér líður bara vel í mínum babelsturni og skrifa frá mér allt sem rúna ritskoðari leyfir.

ég þjáist að ég held af minni athyglisþörf en margur bloggarinn og ef ég skrifa um sjálfa mig þá er það ekki narsismi eða mont...yfirleitt er það eftir að ég hef klúðrað einhverju eða upplifað eitthvað ægilega hressandi.

en ég er sammála, "fyrsta bloggbókin" var auglýsingatexti sem fór aðeins úr böndunum

kv.bets

beta | 03.29.03 - 7:38 pm | #

--------

Ég segi það verið ekki að ráðast á Betu. Maður á að vera kurteis í netheimum. T.d. er ég hættur að kalla unga sjálfstæðismenn fasista og er bara ánægður með það. Að sjálfsögðu er ég ennþá á þeirri skoðun að þeir séu upp til hópa fasistar en ég hef það bara fyrir mig.

En erum við að komast niður á eitthvað í þessari umræðu? Mér finnst hugmyndir Ernu vera athyglisverðar og kannski eru þær að krafsa sig í áttina að einhverju áþreifanlegu. Gaman gaman, eigum við að færa umræðuna eitthvað annað eða eigum við að halda áfram hérna hjá þórdísi (sem hefur greinilega ekkert um málið að segja).

Ég er sammála Begga með beinu útsendinguna hennar Nönnu. blogg verður seint talið "bein útsending" því að þó maður endur/ritskoði ekki eitthvað þá er möguleikinn samt til staðar og þar með er eðli hlutarins breytt.

Lesandinn er góður punktur og ég fattaði það allt í einu að ég gat aldrei haldið dagbók af nákvæmlega sömu ástæðu og Erna. Núna hef ég bloggað í ár og er still going strong.

Blogg er fyrst og fremst spenandi af því að við vitum ekki alveg á hvaða ferðalagi við erum á eins og Nanna minntist á. Í því felast alls konar möguleikar sem við höfum kannski ekki áttað okkur á. Enn fremur er blogg boðskiptalega algerlega ókannaður vegur sem fróðlegt er að ryðja með ykkur öllum. (smá drama í lokin, jamm)

Þór | 03.30.03 - 12:29 pm | #

--------

Ég bið Betu hér með afsökunar. Þetta var ekki illa meint. Heldur meira dólgasálfræði sem hljóp útundan sér. Hvort auglýsingin um ,,fyrstu blogbókina" fór úr böndunum er svo spurning. Moldviðrið í kring um það hefur væntanlega selt fullt af bókum, þá er tilganginum náð, fyrir forlagið a.m.k.

Mikið gengur illa að fá Nönnu til að viðurkenna að þessi beinu útsendingar líking er, afsakið orðbragðið, algjört bull.

Hún segir; ,,...ég rek kannski augun í villurnar. Ég get leiðrétt þær þar ef ég vil...", það er alveg nákvæmlega það sem ekki er hægt að gera með beinar útsendingar, þær eru farnar í loftið, þeim verður ekki breytt!

Þór þessi síðasta málsgrein er svo skáldleg að ég þori ekki fyrir mitt litla líf að koma neinar athugasemdir um hana

Hvar er Erna eiginlega??

beggi dot com | 03.30.03 - 2:56 pm | #

--------

Má ég bara benda á það aftur að ég sagði ,,viss líkindi", meira var það nú ekki. Og þá var ég eingöngu að tala um mína persónuleg tilfinningu gagnvart bloggi, enda er ég ekki í raunvísindanámi.
Nanna | 03.30.03 - 6:05 pm | #

--------

Nanna, bara svo þú vitir það, þá hef ég alltaf álitið að ,,irony" þýði járnsmíði.
beggi dot com | 03.31.03 - 9:04 am | #

--------

-ég tapaði einbeitingunni í á milli orðsins langhundur og keisarans skegg.
-Þetta er skrifað með fullri virðingu, -og er aðeins vísbending um eigið ístöðuleysi.

Gunnar Björn | 04.13.03 - 6:37 pm | #