fimmtudagur, 17. apríl 2003

Þá er ég upprisin í bloggheimum eftir alltof langan bloggdauða – ekki í fyrsta skipti. Kannski hefði ég átt að geyma upprisuna fram á páskadag í þetta skipti? En ég gæti auðvitað feikað bloggkrossfestingu á morgun og risið enn og aftur upp á páskadag. Eða eitthvað.

Ætli ég þurfi ekki að gefa einhverjar skýringar á fjarvistinni. Sko: Fyrst datt ég út í smátíma því það var svo óheyrilega mikið að gera – og ég er ekki sítengd netinu (því miður). Síðan eipaði síminn hjá mér gjörsamlega (og nettengingin með) – hann var meira og minna dauður í nokkra daga – samt ekki alltaf, þetta var óheyrilega skrýtið. Á endanum kom kom ég mér til að hringja í bilanir. (En írónískt: Hvað gerir maður þegar síminn bilar? Jú, maður hringir!) En þá var síminn í lagi og maðurinn sem ég talaði við hafði ekki hugmynd um hvað hafði verið að.

Þegar öllu þessu var lokið var liðinn ansi langur tími – og þegar maður er einu sinni fallinn í bloggdá getur verið ótrúlega erfitt að lifna við. En ég var með afskaplega gott plan. Það var nefnilega farið að líða að því að ég brygði mér norður á Akureyri að heimsækja foreldrahúsin og þar er netið sítengt. Þannig að ég hugsaði með mér að það yrði bara að hafa það þótt ég bloggaði ekkert um stund, ég yrði þeim mun duglegri þegar norður væri komið.

Planið klúðraðist. Nettengingin í Suðurbyggðinni reyndist dáin þegar þangað var komið. Þá kom að plani B: fara á Amtsbókasafnið og komast á netið þar. En alltaf þegar ég reyndi héngu einhver börn í öllum tiltækum tölvum. Þannig að þessi góðu áform mín runnu gjörsamlega út í sandinn. Þar með var hörmungum mínum ekki lokið, því það gekk ekki heldur svo glatt að komast suður aftur. Ég ætlaði í gær eða fyrradag en helv… okurfargjöldin hjá andsk...