laugardagur, 30. desember 2006

Hugsað á Þorláksmessu (eftir að hafa heyrt óendanlega margar "hugheilar" jólakveðjur):

Næsta ár ætla ég að senda jólakveðju "með hálfum huga".

föstudagur, 29. desember 2006

Ég verð mjög sjaldan lasin en þegar það gerist er það ótrúlega oft í árslok. Annaðhvort hlýt ég að hafa ofnæmi fyrir jólunum eða ég höndla afslöppun engan veginn. Á aðfangadag og jóladag var ég hálflasin - eða varla það, kannski frekar einn-fjórða-lasin. Síðan hefur þetta ágerst smám saman en ég held að versti dagurinn hafi verið í gær og nú sé ég að hjarna við. Reyndar er ég enn slöpp en kvefið er allavega á undanhaldi og röddin hætt við að umbreytast í bassa, enda er ég búin að drekka ómælt magn af ýmiss konar tei með hunangi og koníaki. (Koníaksbirgðirnar mínar eru á þrotum.) Auk þess hef ég setið stillt og prúð heima hjá mér í allan dag, saumað út og hlustað á Rás 1. Með sama áframhaldi hlýt ég að verða orðin fullfrísk á gamlárskvöld.

sunnudagur, 24. desember 2006

Sokkabuxurnar fengust þannig að ég slapp frá jólakettinum.

Gleðileg jól!
Ég er alveg að fara í jólaköttinn! Get ég ekki bjargað mér með því að drífa mig út í snatri og kaupa sokkabuxur?

laugardagur, 23. desember 2006

Ég nennti ekki út að kaupa jólaseríur - það var miklu notalegra að sitja bara heima og hlusta á jólakveðjur í útvarpinu. En svo komst ég í flugvél á endanum og er semsagt komin norður í foreldrahús núna. Búin að fá mér ostabrauð með tómastsósu og drekka mjólk með (það er hefð) og nú er komið að laufabrauðsskurði. Þá styttist í að jólin megi koma.
Það er röð út úr dyrum á flugvellinum! Ég átti pantað flug til Akureyarar um hádegi en það frestaðist eins og við mátti búast og var nokkrum sinnum í athugun á hálftíma fresti. Svo fékk ég tilkynningu um að það væri orðið fært en fyrst þyrfti að flytja fólk sem átti að fljúga í gær; ég ætti að athuga með flug klukkan fjögur. Ég ákvað samt að rölta út á flugvöll í von um að nógu margir hefðu hætt við að treysta á flugið og keyrt norður, eða hefðu ekki verið tilbúnir að mæta strax á flugvöllinn. Það var óhófleg bjartsýni. Ég ákvað bara að ganga heim aftur og bíða róleg eftir að röðin komi að mér.

Kannski ég noti tímann í að fara og kaupa jólaseríur. Þegar ég dró fram jóladótið fann ég kassa utan af seríum - en seríurnar sjálfar voru víðsfjarri.

föstudagur, 8. desember 2006

Er nokkuð nauðsynlegt að eiga sér líf utan vinnu?

sunnudagur, 3. desember 2006

Það hlýtur að vera lygi að desember sé byrjaður - ég hélt að það væri rétt komið haust. Reyndar er ekkert nýtt að mér gangi misvel að tengja mig við tímann og tímann við mig en þetta hefur allt verið óvenjumikið á skjön síðustu mánuði. Sumarfrí í september fer greinilega illa með tímaskynið. Síðan ég kom úr fríinu hef ég heldur ekki náð að hugsa um mjög margt nema vinnuna og öðru hverju inn á milli kúrsinn sem ég hef verið í uppi í háskóla, sem er einhver besti og skemmtilegasti kúrs sem ég hef tekið - eini gallinn er að honum lýkur á morgun og það með munnlegu prófi. Ég sveiflast milli þess að vera annars vegar frekar afslöppuð yfir því og hins vegar vel stressuð og fullviss um að allt fari í steik. Kannski ég fái tilfelli um miðnætti, lesi og undirbúi mig langt fram á nótt, mæti hroðalega illa sofin í prófið og klúðri því þess vegna. Það væri sérlega bjánalegt.

fimmtudagur, 9. nóvember 2006

Ég þurfti nauðsynlega að prófa að gera sándtrakk við kvikmyndaævisögu mína með random-lagalista úr tölvunni eins og fleiri bloggarar. Þessi útgáfa er úr vinnutölvunni minni en harði diskurinn í henni eyðilagðist fyrir nokkru og ég er ekki búin að setja inn mikla músík aftur. Af listanum er því augljóst hvaða tónlist mér hefur þótt brýnast að hafa tiltæka síðustu vikurnar (Belle & Sebastian, Lisu Ekdahl og magadansmúsík). Athuga kannski seinna útkomuna úr tölvunni heima, þar er eitthvað fjölbreyttara úrval.

En allavega: svona lítur þessi útgáfa út:

Opening Credits: Madonna: Into the Groove. - Byrjar allavega hressilega.

Waking Up: Lisa Ekdahl: Skäl att vara motvalls. - Um stjórn á eigin lífi og mótþróa við því að vera strengjabrúða. Ágætlega viðeigandi í baráttunni við vekjaraklukkuna.

First Day at School: Fjörugt magadanslag sem ég veit ekki hvað heitir. En það er allavega mikið stuð.

Falling in Love: Lisa Ekdahl: Ur askan i elden. - Þetta hlýtur að fara illa.

Fight Song: Pan. - Magadanslag sem byrjar rólega og svo æsast leikar smám saman. Rifrildið endar greinilega með látum.

Breaking Up: Belle & Sebastian: A century of fakers. - Skemmtilega viðeigandi tilvitnun fyrir þennan lið: "And if you ever go lardy, or go lame / I will drop you straight away / That's the price you have to pay / For every stupid thing you say."

Getting Back Together: Belle & Sebastian: Stay loose. - Hah! Á greinilega ekki eftir að endast lengi.

Wedding: Belle & Sebastian: We are the sleepyheads. - Hmmm.

Birth of Child: Belle & Sebastian: You made me forget my dreams. - Ekki eins hugljúft og titillinn gefur til kynna; í textanum segir m.a. "the trouble starts today" og "there was blood on the sheets again". Sennilega frekar viðeigandi.

Final Battle: Belle & Sebastian: I could be dreaming. - Greinilega fjölskyldudrama sem endar með ósköpum! "A family's like a loaded gun / You point it in the wrong direction someone's going to get killed."

Death Scene: Belle & Sebastian: Heaven in the afternoon. - Fínt að fara til himna síðdegis. (Mikið raðast B&S-lögin annars snyrtilega saman.)

Funeral Song: Rammstein: Links 2 3 4. - Ég er nú ekki alveg viss um að mig langi í marseringar í útförinni minni. Virðist vera komin töluvert frá himnaríki - ætli mér hafi verið úthýst strax, eða kannski aldrei fengið inngöngu?

End Credits: Lisa Ekdahl: Tänk inte mera. - Nei, einmitt.

miðvikudagur, 8. nóvember 2006

Vissuð þið að samþykkt hafa verið lög sem virðast hafa Matrix-plakatið að fyrirmynd?


(Útgefna skjalið (pdf-ið) lítur reyndar eðlilegar út - en þetta vefskjal er semsagt ekki alveg af venjulegasta tagi.)

þriðjudagur, 7. nóvember 2006

Ýsan er gjörsamlega að eipa í skjalinu sem ég er að vinna - og það á ótalmarga vegu. Þorskurinn, grálúðan og keilan hafa sig fullkomlega hæg, og meira að segja skrápflúran og þykkvalúran líka. En ýsan lætur öllum illum látum.

þriðjudagur, 24. október 2006

Hvernig kemst netstadur thar sem klukkutíminn kostar bara eina evru hjá thví ad verda gjaldthrota?
Leipzig er ennthá falleg og frábaer. Búid er ad ritskoda söguna med thví ad fjarlaegja Karl-Marx-lágmyndina af háskólanum (!) og ljóta húsid vid markadstorgid hefur verid rifid og nýtt byggt í stadinn. Mér finnst thad líta thokkalega út, en sá kvartad yfir thví í bladagrein í gaer ad thad vaeri forkastanlegt thví hlutföllin í thví vaeru nasistaleg. Erfidleikar thess ad bera svona thunga sögu á herdunum koma fram á ýmsa vegu.

Ad ödru leyti hefur fátt breyst í grundvallaratridum, bara smáatridi eins og ad ný skilti eru komin á sporvagnastödina vid adalbrautarstödina, stoppistödin vid Wilhelm-Leuschner-Platz ("Zentraler Umsteigepunkt") er núna tilkynnt á ensku og frönsku auk thýskunnar (en sama röddin er í hátalarakerfinu), háskólabókabúdin er flutt yfir í Universitätsstraße og ný, stór bókabúd komin á hornid á theirri götu og Grimmaische Straße (í fagbókadeildinni thar eru hlustunarpípur á tilbodi), en Hugendubel og Franz-Mehring-bókabúdin eru enn á sínum stad og thad er sem betur fer líka uppáhaldsbókabúdin mín: Connewitzer Verlagsbuchhandlung. Fá kaffihús sem ég sótti eitthvad ad rádi eru haett, en einhver hafa baest vid.

Er bara búin ad rölta um, endurnyja kynnin vid nokkur uppáhaldskaffihús, ganga meira, m.a. um Clöru-Zetkin-gard sem er á topp-fimm-listanum mínum yfir uppáhaldsalmenningsgarda, skoda fleiri kaffihús o.s.frv. Fer svo í óperuna í kvöld - thegar ég bjó hérna 1999-2000 gátu stúdentar fengid mida korteri fyrir sýningu á 10 mörk sem thá voru minna en 400 ísl.kr., semsagt mjög gódur díll sem ég notadi mér oft. Sama konan er enn í midasölunni og enn jafn gladleg.

Nenni ekki ad skrifa meira í bili - ég tharf naudsynlega ad halda áfram thvaelingi milli kaffihúsa.

mánudagur, 23. október 2006

Stundum er mjög fyndid hvernig hausinn á manni virkar. Thýskan mín reynist vera í ágaetis ástandi, mér til mikillar gledi - en eitt er svakalega erfitt: ad panta eitthvad sem heitir ítölsku nafni. Thá tharf ég ad hafa mig alla vid til ad hengja "bitte" aftan vid en ekki "per favore".

Farin til Leipzig, annars.

sunnudagur, 22. október 2006

Thad rifjadist upp ad á thýskum lyklabordum er haegt ad fá kommu yfir stafi med sama putta og notadur er á theim íslensku (thótt hnappurinn sé annar). Nú verdur thetta vonandi adeins laesilegra hjá mér thótt enn vanti nokkra mikilvaega stafi. Verst thetta med ad z skuli vera thar sem y "aetti" ad vera (og öfugt). - Og ádur en einhver reynir ad benda mér á ad breyta stillingunni á lyklabordinu svo thad verdi íslenskt, skal tekid fram ad thad er ekki haegt á thessari tölvu.

Ég hef haldid áfram ad hafa thad óendanlega notalegt hér í Berlín - tók mér t.d. ad sjálfsögdu gódan tíma í sunnudagsbröns á gódu kaffihúsi - morgunverdarmenningin á kaffihúsunum í betri thýskum borgum (t.d. Berlín og Leipzig) er eitt af mörgu sem ég sakna thegar ég er ekki hér. Hef sídan gengid og gengid, eins og venjulega, kannad kaffihús vídsvegar um borgina og hef líka haldid áfram ad kanna adstaedur fyrir gönguferdina sem ég aetla med vinnufélagana í um naestu helgi. Tókst loksins - í thridju tilraun - ad finna bestu gönguleidina fyrsta spölinn af leidinni. Thá er thetta ad verda smollid saman.

Datt svo allt í einu í hug ad fara í leikhús í kvöld, dreif mig thvert yfir borgina til ad kanna hvort ég fengi mida á Heddu Gabler í Schaubühne og var svo ótrúlega heppin ad thad var nákvaemlega einn midi laus. Var ennthá gladari yfir thví eftir sýninguna thví hún var mjög gód.

laugardagur, 21. október 2006

Thad litur ut fyrir ad eg nenni aldrei ad blogga nema i utlondum. Kannski aetti eg ad breyta thvi i hreinraektad utlandablogg og reyna ad fa folk til ad leggja pening i ferdasjodinn minn ef thad kvartar yfir thvi ad eg bloggi sjaldan a Islandi?!
Gleymdi vist ad nefna adan ad eg er i Berlin. Starfsmannafelagid i vinnunni kemur i thriggja daga ferd hingad um naestu helgi en eg akvad ad nota taekifaerid og fara viku a undan. Kom i gaer, fer svo a gamlar heimaslodir i Leipzig a manudaginn og aftur hingad til Berlinar a fostudaginn thegar vinnufelagarnir koma.

Thad var svo yfirgengilega mikid ad gera i vinnunni og vidar thennan manud sem eg var heima og eg var svo afbrigdilega stressud megnid af theim tima ad lengi vel rikti thad oedlilega astand ad mer fannst faranlegt ad vera ad fara strax aftur til utlanda - skildi ekkert i thvi hvernig mer hafdi dottid i hug ad taka mer fri a thessum tima. Viku adur en eg for ut komumst vid tho yfir erfidasta hjallann i bili i vinnunni og tha tokst mer sem betur fer ad fara ad hlakka til (eg var eiginlega farin ad hafa ahyggjur af sjalfri mer!) - thad var samt brjaelaedislega mikid ad gera fram ad brottfor thvi eg thurfti ad sinna ymsum fleiri verkefnum og eg var farin ad ottast ad thad myndi taka mig nokkra daga ad vinda ofan af mer - en thad reyndist ekki tilfellid heldur hefur mer strax tekist ad slappa af og njota thess ut i ystu aesar ad vera i thessari frabaeru borg thar sem mer finnst ad eg aetti ad bua. Kannadi kaffihus vidsvegar um borgina i dag i indaelis vedri: milt og solskin - thad er meira ad segja enn haegt ad sitja uti a kaffihusum. For svo i bio i kvold i Lichtblick-Kino i Prenzlauer Berg sem er pinulitid og kruttlegt, bara 32 saeti: fjogur saeti i hverri rod, atta radir. Thar er Fritz Lang thema nuna og eg sa M. Flott mynd. Mjog flott.
Otrulegt ad thad skuli vera meira en fjorar vikur sidan eg lenti aftur a Islandi - og enn otrulegra ad thad skuli vera fimm vikur sidan eg for fra Napoli.

Daginn sem eg kvaddi Napoli var thrumuvedur og brjalaedisleg rigning. Leigusalinn minn var svo elskulegur ad benda mer a ad borgin greti brottfor mina.

Eg gret lika - naestum thvi. Inni i mer kannski. Tvaer vikur voru alltof stuttur timi til ad kynnast Napoli almennilega thvi borgin er stor og a ser otalmorg andlit. Eg tharf naudsynlega ad komast thangad aftur.

Fra Napoli for eg til Florens i tveggja daga fri sem var afar indaelt. Let sofn vera i thetta skiptid, rolti bara um, bordadi godan mat og hekk mikid i bokabudum sem veittu finasta skjol fyrir rigningunni sem var adeins of mikil. Vid hlidina a hotelinu minu var stor og god bokabud sem var opin til midnaettis og thar gekk mer aegetlega ad drepa timann. Daginn sem eg kom for eg t.d. thangad til ad kaupa kort af borginni og tok afar upplysta akordun um hvert vaeri besta gotukortid. Astaedan var reyndar nokkud serstok: thad var verid ad spila nyjustu plotuna med Belle & Sebastian i budinni - eg var buin ad vera svelt af musikinni theirra i meira en thrjar vikur (thvi eg er ekki nogu nutimaleg til ad eiga Ipod eda mp3-spilara) og gat engan veginn farid ut ur budinni fyrr en platan var buin. Og thar sem musikin heyrdist ekki almennilega nema vid hilluna med landa- og gotukortunum helt eg mig thar og reyndi ad hreyfa mig sem minnst thott thad hafi stundum verid svolitid erfitt. Thad er t.d. eiginlega ekkert haegt ad standa kjurr medan madur hlustar a Sukie in the Graveyard.

Jaeja, fra Florens for eg til Romar en stoppadi thar bara um 3/4 ur solarhring adur en eg flaug til Kaupmannahafnar. Thar var indaelt ad vera i tvo daga - frabaert ad hitta Honnu og thott Italia hafi verid miklu meira en frabaer var afar thaegilegt ad koma smatima i malumhverfi thar sem madur getur lesid dagblodin fyrirhafnarlaust. Hangid a kaffihusum og lesid blodin - mjog gott.

Svo kom eg til Islands og blakaldur raunveruleikinn tok vid a ny ...

föstudagur, 15. september 2006

"Sciopero" var eitt af fyrstu ordunum sem okkur var kennt i Bologna i fyrra, enda grundvallarord i itolsku. Thad merkir "verkfall". I dag var almenningssamgangnaverkfall um alla Italiu sem hafdi blessunarlega litil ahrif a mig. Thad kollvarpadi reyndar plonum minum um ad thvaelast um Napoli i straeto i dag til ad kanna hverfi sem eg var ekki buin ad skoda - en i stadinn er eg bara buin ad rolta um og taka helling af myndum. Skrytid og asnalegt ad vera ad fara hedan.

fimmtudagur, 14. september 2006

Plastglos eru mjog vinsael herna. Thegar madur faer vatn med kaffinu a bar er thad osjaldan i plastglasi - og einu sinni fekk eg meira ad segja kaffid sjalft i plasti (eitthvad takmarkad til af hreinu leirtaui thann daginn). A einu veitingahusi um daginn var svo meira ad segja plastglas fyrir vinid. Thad var ekki erfitt ad imynda ser hversu massift hjartafall akvednir islenskir veitingahusarynar hefdu fengid vid tilhugsunina eina.
Naestsidasta skoladeginum var ad ljuka og a laugardaginn tharf eg ad ryma herbergid mitt. Ekki a morgun heldur hinn - otrulegt hvad timinn lidur hratt. A thridjudaginn flyg eg svo fra Rom til Kaupmannahafnar en thangad til i gaer var eg oakvedin i hvad eg aetladi ad gera i millitidinni. Medal thess sem eg hafdi ihugad var ad dvelja a litilli eyju sem heitir Ponza, en svo fannst mer komid nog af litlum thorpum o.th.h. i bili og akvad ad eg vildi frekar vera i borg. Tha var spurningin bara: hvada borg? Einn moguleikinn hefdi verid ad vera afram i Napoli en thott mig daudlangi ad vera her miklu lengur akvad eg ad thad vaeri best ad yfirgefa borgina sama dag og eg thyrfti ad ryma herbergid mitt - i bili yrdi of skrytid ad fara i gistingu einhvers stadar annars stadar. Annar moguleiki hefdi verid ad vera i Rom allan timann fram ad brottfor - en eg er buin ad vera thar um tima i thessari ferd og thott eg gaeti vel hugsad mer ad dvelja langalengi thar langadi mig meira ad nota thessa daga i eitthvad annad. Mig langar svolitid til Bologna (thar sem eg var manud i fyrrasumar) en finnst einhvern veginn ekki retti timinn nuna. Nidurstadan vard Florens - eg stoppadi bara eitt siddegi thar i fyrra og langar ad skoda borgina betur. Tek lest thangad a laugardaginn og gisti tvaer naetur, verd svo sidustu Italiunottina i Rom, flyg svo semsagt til Kaupmannahafnar a thridjudaginn og eftir tveggja daga stopp thar held eg afram til Islands a fimmtudagskvoldid (eftir nakvaemlega viku semsagt) og maeti i vinnuna a fostudagsmorguninn. Jamm, thad styttist i ad alvara lifsins taki vid aftur.

Ae - en thad er svo einhvern veginn ekki timabaert ad fara fra Napoli. Borgin er svo margbreytileg og mer finnst eg bara rett ad byrja ad kynnast henni. Madur ser eitthvad ahugavert a hverjum degi herna og thad er svo margt a listanum minum yfir hluti sem eg hef aetlad ad blogga um - thar a medal ad segja eitthvad almennt fra borginni sjalfri, en eg hef ekki nennt og nenni ekki ad eyda miklum tima vid tolvu. Kem kannski einhverjum punktum ad naestu daga og e.t.v. baetist eitthvad vid eftir ad eg kem heim.

miðvikudagur, 13. september 2006

Sumir stadir eru turistastadir af mjog godri astaedu og Capri er einn af theim. Eg dreif mig semsagt thangad i gaer. Tegar eg kom i ferjuna leist mer ekki alveg a blikuna thvi hun var full af ameriskum turistum og a bryggjunni a Capri voru fleiri svoleidis batsfarmar - en eins og svo vida eru turistagruppurnar bara a mjog afmorkudum stodum. Ef madur fer burt fra hofninni og lika naesta nagrenni adaltorgsins i thorpinu Capri var umhverfid afar fridsaelt - a.m.k. var thad svoleidis i gaer, sem var reyndar abyggilega lika mjog heppilegur dagur til ad vera a Capri, thar sem thad var virkur dagur og hvorki juli ne agust.

Eg byrjadi reyndar a einum adalturistastadnum: Blàa hellinum (La Grotta Azurra). Eiginlega leit eg a thad sem eitthvad sem "thyrfti" ad ljuka af en thad var mikid glediefni thegar ferdin thangad reyndist frabaer. Trulega er algjorlega naudsynlegt ad solin skini - en thad gerdi hun einmitt i gaer og hellirinn var i raun og veru aevintyralegur. Thad magnar lika upplifunina ad opid i hellinn er svo throngt ad thangad inn er bara farid a litlum arabatum, med 3-4 farthega i hverjum.

Thegar komid var til baka i adalhofnina gekk eg upp i thorpid og kannadi thad litillega. I thvi midju var ogrynni af afar finum merkjabudum (en ein budin het 'Snobberie' sem mer fannst frekar fyndid) en thegar komid var naer jodrunum rakst madur adallega a born ad leik eda folk uti ad ganga med hundinn sinn. Svo tok natturan bara vid og hun er i alvoru mognud: klettar sem risa tugi metra ur sjo eru t.d. frekar flottir. Undir lok langrar gonguferdar foru eldingar svo allt i einu ad leiftra a himninum - bara til ad undirstrika dramatikina i landslaginu (eg er alveg viss um ad thad var eina astaedan). Og a gonguferdinni rakst eg bara a orfaa adra turista.

Eg tok lika straeto yfir i thorpid Anacapri og gekk thar smavegis um, en settist svo bara og fekk mer ad borda i rolegheitum thegar eg kom til baka. Gekk svo fallega leid nidur ad hofninni, algjorlega himinsael med daginn.

þriðjudagur, 12. september 2006

A Ischia keypti eg kort af eyjunni en hafdi ekki nogu mikid gagn af thvi vegna thess ad ornefni voru oft a undarlegum stodum og thar ad auki voru thau ekki endilega thau somu og a vegvisunum eda i ferdahandbokinni. Thetta var frekar fyndid thar sem daginn adur hafdi eg lesid The Brooklyn Follies eftir Paul Auster og thar segir ein personan fra londun sinni til ad gefa ut landakort full af villum. Mer leid eins og bokin vaeri farin ad hafa grunsamlega mikil ahrif a "raunveruleikann".
Afram um helgina - adur en ad henni kom gat eg ekki akvedid hvort eg aetti ad kanna Amalfi-strondina eda eyjarnar her i nagrenninu thannig ad eg gerdi bara hvort tveggja: a sunnudaginn for eg semsagt til Procida og Ischia. Stoppid a Procida var stutt, gekk bara smavegis um og bordadi, en a Ischia tok eg straeto hringinn i kringum eyna, for ut a ymsum stodum, rolti um og tok thad bara frekar rolega. Eyjarnar eru badar mjog saetar - en i bili er eg buin ad sja nog af smabaejum og thorpum. Eg aetla nu samt ad drifa mig til Kapri - kannski jafnvel eftir skola i dag. En thad var gott ad koma aftur i borgina.

Ef eg fer samt einhvern tima aftur til Ischia aetla eg ad klifa fjallid a eyjunni - og eg aetla ad stoppa lengur i Ischia Ponte, koma mer fyrir a godum stad og horfa a kastalann thar og lesa i bok til skiptis goda stund. Kastalinn er svakalega fallegur (mig minnir ad hann heiti Castello Aragonese). Nu nadi eg bara ad sja hann rett i svip - tok straeto fra Ischia Porte, hljop til ad sja kastalann, tok myndir (eins og japanskur turisti) hljop aftur til baka i straeto - thvi eg hafdi svo litinn tima adur en sidasta ferjan atti ad fara (takid eftir ad eg sagdi "atti" ad fara - svo reyndist hun klukkutima of seint).

Mer skilst ad kastalinn se aberandi i einhverri senu i biomyndinni The Talented Mr. Ripley. Kannski aetti eg ad horfa aftur a myndina til ad tekka a thvi. Vona bara ad atridid se i fyrri hluta myndarinnar medan myndarlegi og sjarmerandi madurinn er enn a lifi - eg nenni alls ekki ad horfa aftur a seinni partinn eftir ad omurlega vidriniskripid er ordid allsradandi.

mánudagur, 11. september 2006

Laugardagurinn for i ad kanna Amalfi-strondina. Tok fyrst bat til Positano, baejar sem hangir eiginlega utan i klettum, gekk thar svolitid um og tok svo straeto afram. Straetostoppistodin er efst i baenum og til ad komast thangad thurfti eg ad klifra upp otal troppur. Ef einhver aetlar til Positano radlegg eg vidkomandi ad hlaupa fyrst nokkrar ferdir upp kirkjutroppurnar a Akureyri til undirbunings. Helt ad eg vaeri i agaetis formi en var ordin lafmod a midri leid. Sem betur fer get eg sennilega kennt hitanum um ad hluta. En umhverfid er svakalega fallegt eins og reyndar oll strondin.

Straetobilstjorarnir a svaedinu hljota ad standa sig vel i okuleiknikeppnum. Eg var full addaunar yfir thvi hvernig their thraeddu mjou og krokottu vegina utan i hlidinni thar sem er varla nog plass til ad maetast en theim tokst thad. Sem betur fer var alls stadar lagur veggur milli vegarins og hyldypisins.

Stoppadi dagoda stund i Amalfi, bordadi, skodadi kirkjuna - og thad merkilegasta: pappirssafnid. Ekki vissi eg ad a midoldum hefdi Amalfi hefdi verid siglingaveldi a bord vid Feneyjar - og ad thad hafi verid stundud pappirsgerd i margar aldir allt fra 13. old (minnir mig - jafnvel adeins fyrr?). Pappirs"verksmidjan" er nuna safn med alls konar eldgomlum graejum. Mjog spennandi.

Helt svo afram eftir strondinn med straeto, stoppadi dalitla stund i litlu saetu thorpi... get ekki munad nafnid: thad heitir Cetara eda eitthvad alika. Helt ferdinni svo afram og tok ad lokum lest fra Salerno til baka til Napoli. Storfinn dagur.

Hef ekki tima til ad skrifa meira i bili - meira um helgina sidar.

föstudagur, 8. september 2006

Er haegt ad segja "mig borda glas"? Nei, ekki a islensku og ekki heldur a itolsku (nema madur se staddur i heimi sem lytur serstokum logmalum). Thetta gerdi eg nu samt i gaer: rugladi saman sognunum 'mancare' (vanta) og 'mangiare' med thessum serkennilega arangri - hefdi viljad sagt hafa "mig vantar glas" en thad for semsagt adeins odruvisi. Aumingja thjonustustulkan vard lika frekar forvida og thad tok allnokkurn tima ad greida ur misskilningnum.

Fin ferd til Pompei i dag, en eg er svolitid luin og lika svong. Farin ad finna mer eitthvad gott ad borda.

fimmtudagur, 7. september 2006

Her er heitt og rakt. Eiginlega var eg buin ad hugsa mer ad skreppa til Capri eftir skola i dag en thad er svo mikid hitamistur yfir floanum ad eg akvad ad fresta thvi og vonast til ad thad verdi bjartara einhvern annan dag og mogulegt ad njota utsynisins betur (thad var mjog bjart og fallegt a manudag og thridjudag - eg vonast eftir fleiri svoleidis dogum). Thannig ad eg er bara ad thvaelast um Napoli eins og alla hina dagana sem er reyndar alls ekki slaemt. A morgun fer eg til Pompei med skolanum en eg er enn oakvedin i thvi hvad eg geri um helgina. Tha kaemi audvitad vel til greina ad kanna eyjarnar: Capri, Ischia, Procida. Nu, eda fara a Amalfistrondina, taka t.d. ferju til Positano og thvaelast svo um. Eda eitthvad. Eg tharf ad fletta ferdahandbokunum minum vel i kvold.

miðvikudagur, 6. september 2006

Lyftan i husinu thar sem eg by er ekki stor. I henni mega samkvaemt skiltinu vera thrjar manneskjur a leidinni upp og tvaer a leidinni nidur. A jardhaedinni eru nokkrar troppur - thrjar eda fjorar - upp i lyftuna. (Thegar eg kom til borgarinnar thurfti lika ad ganga thrjar troppur upp i rullustigann upp af brautarpallinum - aetli her seu einhver tengsl milli thriggja threpa og taekja sem thessara?). Thegar buid er ad opna dyrnar ad halfu - th.e. med ytri hurdinni - taka vid tvaer innri hurdir og thegar madur er buinn ad smeygja ser a milli theirra tharf oft ad brasa vid ad halda theim opnum til ad ljuka ytri hurdinni aftur thar sem pumpan a henni er ordin svolitid luin. Svo tharf ad gaeta thess ad allar hurdirnar falli fullkomlega ad stofum thvi annars hreyfist lyftan ekki. Thetta tharf lika ad passa vel thegar farid er ur lyftunni. Leigusalinn lagdi rika aherslu a thetta thegar hann kenndi mer a apparatid, enda virdist oft hafa verid kvartad vid hann yfir leigjendum sem ekki skilja rett vid lyftuna.

Nu, jaeja, thegar tekist hefur ad komast inn i lyftuna er naest a dagskra ad lita a sjalfsalann i lyftunni - stundum kostar lyftuferdin nefnilega 5 cent, en her i Napoli er ymislegt skemmtilega ologiskt - m.a. er aldrei haegt ad vera viss um hvenaer er okeypis i lyftuna og hvenaer tharf ad borga. Oftast tharf ad borga a morgnana og seinnipartinn, samt ekki alltaf, upp ur hadegi er ad jafnadi okeypis, en thvi er samt ekki haegt ad treysta; hins vegar hef eg ekki thurft ad borga sidla kvolds enn sem komid er. Eg reyni samt ad passa ad eiga alltaf tiltaekan 5 centa pening, thvi thott eg se oft gjorn a ad ganga upp stiga nenni eg ekki endilega ad ganga upp a sjottu haed (sem er reyndar eiginlega su attunda).

þriðjudagur, 5. september 2006

Eg uppgotvadi i gaer ad innanklaedamittisveskid mitt er rifid! Sem betur fer hafdi vegabrefid ekki runnid ur thvi og tynst en thad hefdi audveldlega getad gerst. Kaldhaednislegt ad thegar eg aetladi loksins ad gera serstakar varudarradstafanir med vegabrefid skuli eg beinlinis hafa stofnad thvi i haettu. Nuna er thad bara i handtoskunni. Thvi midur er eiginlega ekki inni i myndinni ad skilja thad eftir heima, thvi nu tharf madur ad syna skilriki til ad komast a netid her a Italiu. Thess var ekki krafist i fyrra en eftirlitsthjodfelagid er greinilega ad eflast. A innflytjendanetstad sem eg for a i Rom voru menn samt ekkert ad stressa sig yfir thessu med skilrikin.
Einhverjir muna kannski kvartanir minar sidan i fyrra yfir thvi hvad eg laerdi litlar sagnbeygingar i Bologna, og hvad eg vard fegin thegar vid laerdum loksins passato prossimo (nulidin tid ,algengasta thatidin) i fjordu viku. Ja, og eg laerdi reyndar lika um afturbeygdar sagnir thar. Thetta fannst mer samt of litid, thvi sagnbeygingar eru baedi skemmtilegar og afar mikilvaegar! Og mer til gridarlegrar gledi er eg buin ad laera toluvert um sagnir a tveimur dogum her i Napoli: i gaer var thad baedi 'la forma impersonale' (opersonuleg notkun) og 'la forma progressiva' (gerundio) i nutid, og i dag baettist gerundio i thatid vid. Thetta finnst mer gaman! Adrir i hopnum minum hafa lika laert 'imperfetto' (eiginlega thatid) sem mig vantar enn ad mestu, en kennarinn aetlar ad lata mig hafa mig hafa eitthvert efni a morgun svo eg geti laert thetta sjalf. Thad verdur lika gaman!
Her i Napoli virdist stodugt stundadur samkvaemisleikurinn 'hversu margir komast a eina vespu?' Einn til tveir er svosem algengast, en eg hef lika sed karl og konu med eitt barn, konu med tvo born, tvo karla og einn stol - en hamarkid sem eg hef sed hingad til er fjorir: karl og kona med tvo born. Fylgist spennt med afram.

mánudagur, 4. september 2006

Kom til Napoli i gaer og vard ekki fyrir neinu kultursjokki. Borgin er vissulega kaotisk, havaer og ekki serlega hrein - en thad tholi eg vel (serstaklega thad fyrstnefnda) og kann strax vel vid mig herna. Enn sem komid er hef eg lifad thad af ad komast yfir goturnar sem er aevintyri i naestum hvert einasta sinn en gengur semsagt prydilega. Meira um borgina sidar - mer synist ad thad verdi fra nogu ad segja.

Romardvolin var storgod - eg bordadi helling af godum mat (t.d. melonurisotto, tharf endilega ad profa ad elda svoleidis einhverntima), gekk ad sjalfsogdu svakalega mikid, skodadi ofaar kirkjur, leitadi ad pastasafni en fann ekki, skodadi i stadinn malverkasafn i Piazza Barberini a laugardeginum og tvo sofn i Villa Borghese gordunum a sunnudeginum: Galeria Borghese, thar sem er adallega 16. og 17. aldar myndlist, og "arte moderna" safn med 19. og 20. aldar myndlist. Baedi mjog flott. Timabilid i fyrra safninu hofdar almennt ekkert serstaklega til min en eg sa samt ymislegt sem mer fannst algjort aedi, serstaklega nokkrar myndir eftir Caravaggio. Auk thess er byggingin eiginlega safngripur sjalf. Tharna var lika slatti af styttum eftir Bernini sem mer hefur aldrei fundist spennandi thott eg viti ad hann se vaentanlega mjog merkilegur - en ein af thessum styttum - sem var af Apollo og Dafne - heilladi mig upp ur skonum.

Jaeja, eg kom svo til Napoli i gaer - sjarmerandi borg, herbergid sem eg leigi er mjog fint, lyftan i husinu er afar athyglisverd (meira um hana sidar), eg byrjadi i skolanum i morgun og mer list bara afar vel a allt saman. Nenni ekki ad skrifa meira i bili - verd ad komast ut i solina og halda afram ad kanna borgina. Verst ad eg er med blodrur a undarlegustu stodunum a fotunum - thott eg se passasom ad ganga i skynsamlegum skom dugar hef eg verid of mikid berfaett i theim og thad er ekki nogu snidugt thegar madur gengur endalaust. Blodrurnar a iljunum eru verstar. Sennilega er gafulegt ad nota straeto frekar mikid naestu daga.

föstudagur, 1. september 2006

Dagurinn i dag byrjadi klukkan fjogur i nott. Tha hafdi eg sofid i um tvo tima (reyndi samt ad fara snemma ad sofa i gaerkvold en ad sjalfsogdu sofnadi eg ekki fyrr en seint og um sidir). Morgunflug eru stundum alveg bolvanleg. Thar sem eg beid svo a flugvellinum la vid ad eg sofnadi ofan i kaffid mitt - a Schoenefeld er ekkert yfirgengilega mikid vid ad vera, svo vaegt se til orda tekid.

A leidinni ut i flugvel thurfti eg ad standa of lengi nalaegt nokkrum midaldra Thjodverjum sem fannst greinilega afar gaman ad vera a leid i fri. Theim fannst thau sjalf greinilega hrikalega skemmtileg, a.m.k. hlogu thau afar hatt og mikid ad eigin ofyndni. Hlaturinn var har og skerandi, af laeraskella- og bakfallataginu. Eg var ekki nogu morgunhress til ad hafa gaman af thvi.

Flugid var agaett og tidindalaust og eg nadi ad sofa dalitid. Thegar eg vaknadi var thetta lika fina utsyni yfir Italiu.

A Ciampino-flugvelli var long bid eftir toskunum. Fyrst leid langur timi an thess ad nokkud gerdist. Svo for faeribandid i gang en enn leid drjug stund adur en fyrsta taskan birtist. Sidan var langt i naestu tosku og tharnaestu og thartharnaestu o.s.frv.

I rutunni a leid inn i Rom var eg svo oheppin ad sja bilstjorann i speglinum. Lengi framan af notadi hann adra hondina i ad halda farsimanum ad eyranu, hin hondin var a styrinu - nema thegar hann skipti um gir, tha var styrid alveg laust vid hendur. Hann keyrdi lika svo rykkjott ad eg sem er ekki von ad vera bilveik var farin ad eiga frekar erfitt. Thar ad auki villtist hann og tok langan aukahring i borginni.

Thad var mikill trodningur ad na toskunum ur rutunni. Ofan a minni tosku var onnur taska - einhver Thjodverji aetladi ad fara ad taka hana en haetti svo vid. Eg helt tha ad hann hefdi sed ad thetta vaeri ekki sin taska og ytti henni fra. Madurinn brjaladist. Hann atti semsagt toskuna thratt fyrir allt.

Thetta er ekki buid. Thegar eg komst loksins ad nedanjardarlestinni - threytt og ringlud - tha hoppadi eg ad sjalfsogdu upp i vitlausa lest. En thad var sem betur fer fljotgert ad na lest aftur til baka og komast i tha rettu.

Morgunninn var semsagt dalitid erfidur. En sem betur fer hefur dagurinn bara batnad sidan. Gististadurinn litur vel ut, eg fann mer fljott is og svo pizzu og svo kaffi sem var allt til mikilla bota, thad er hlytt i Rom (mikid er gott ad geta gengid um a ermalausum bol) og borgin er audvitad dasamleg. Eg er buin ad vera of threytt til ad gera mikid "af viti" - skodadi reyndar eina ljosmyndasyningu adan en hef annars bara notid thess ad rolta um, adallega um Prati (hverfid thar sem eg gisti), Centro Storico og Trastevere. Reyndar er eg buin ad ganga meira en eg aetladi. Svona fer thad oft. Og kvoldid er eftir. Sidasta sumar aetladi eg snemma ad sofa fyrsta kvoldid mitt i Rom en svo var bara svo sjarmerandi ad ganga um borgina ad kvoldlagi ad eg gat ekki haett fyrr en seint og um sidir. Thad a eftir ad koma i ljos hvernig fer i kvold.
Sidasti dagurinn i Berlin var storfinn eins og vid er ad buast (semsagt gaerdagurinn). Thad var lika mjog gott ad vita ad eg kaemi thangad aftur eftir tvo manudi, tha fannst mer eg ekki thurfa ad "gera" alltof margt. Nokkur hluti af deginum for i rannsoknarvinnu fyrir gonguferdina sem eg aetla vist ad sja um fyrir kollegana i oktoberlok (er eg ekki samviskusom?!) og eg komst ad ymsu gagnlegu - m.a. ad fyrsti parturinn af gonguleidinni sem eg hafdi i huga var omogulegur - thad hefdi verid of langt gengid fyrir of litid.

Eg skodadi lika kvikmyndasafnid en annars helt eg uppteknum haetti ad thvaelast bara um i rolegheitum, hanga a kaffihusum og slaepast. Aetladi eiginlega i bio um kvoldid ad sja Der Himmel über Berlin (sem eg hef aldrei sed), en var sidan a godri leid med ad verda of sein og nennti ekki ad flyta mer. Thar ad auki var eg svong.

miðvikudagur, 30. ágúst 2006

I straeto i dag sa eg konu sem dro hvert aslattarhljodfaerid af odru upp ur toskunni sinni og bankadi i thau, eins og til ad athuga hvort thau virkudu ekki enn. Og nalaegt mer i nedanjardarlest var madur med otrulega morg got ut um allt i odru eyranu. Mig langadi ad telja thau en kunni ekki vid ad stara eins mikid a manninn og thurft hefdi til thess. Svona eru almenningssamgongur gagnlegar vid ad syna manni alls konar folk. Og mannlifid her i Berlin er frabaerlega fjolbreytt.

Rolegur dagur, annars, svaf ut i morgun sem var ekki slaemt, thvaeldist svo um annan part af Kreuzberg en i gaer, kannadi kaffihus, skodadi gydingasafnid, for aftur a kaffihus, rolti adeins um Kurfürstendamm og nagrenni, kannadi fleiri kaffihus, sa mer til mikillar gledi ad blomabudin vid Bahnhof Zoo selur enn dokkblaar rosir med glimmeri (eins og hun hefur alltaf gert thegar eg hef verid i Berlin), kannadi enn fleiri kaffihus, for i eitt uppahaldsbioid mitt (Hackesche Höfe) og sa Volver, nyju Almodovar-myndina. Hafdi reyndar ihugad ad fara a thyska mynd sem var synd i bioinu en hafdi thegar til kom ekki nogu mikinn ahuga a ad horfa a mynd um astaraevintyri kvenkyns svinabonda og manns sem var farveikur krabbameinssjuklingur. Almodovar klikkadi ekki - flott mynd og dasamlega skemmtilega galin.

P.S. Eg er buin ad vera mun betur vakandi en gaer, a.m.k. gekk eg aldrei i veg fyrir reidhjol a fullri ferd i dag.

þriðjudagur, 29. ágúst 2006

Mer lidur alltaf eins og heima hja mer her i Berlin, alveg sidan eg kom fyrst til borgarinnar 17 ara gomul (arid 1992) og kolfell fyrir henni a stundinni (thetta var lika fyrsta storborgin sem eg kom til). Ath., mer lidur ekki eins og heima hja mer i theim skilningi ad Berlin minni mig a heimaslodirnar, heldur finnst mer alltaf eins og mer hafi loksins verid plantad i kjorlendi. Reyndar hefur stodum thar sem mer lidur thannig smafjolgad en their eiga thad sameiginlegt ad vera storborgir, annad en thykjustuborgin Reykjavik. Hvernig datt mer eiginlega i hug ad mennta mig i islensku eins og mer finnst Island oft otholandi? (Fyrirvari: eg er samt medvitud um ad thad var samt ekki alveg ut i loftid - samband mitt vid Island er abyggilega skolabokardaemi um astar-haturs-samband.)
Thad er ekki eins djupt a thyskunni og eg ottadist, thratt fyrir ad eg hafi saralitid talad hana sidustu arin og ekki heldur lesid mikid af viti a malinu. Sennilega hjalpar toluvert til ad eg datt a kaf i thyska fjolmidla a netinu kringum HM i sumar.
Flugid mitt for a serlega ogudlegum tima i morgun - th.e. klukkan 7.00 og thar sem mer tokst ad dunda mer otrulega lengi fram eftir vid alls konar fragang (ekki ad pakka, eg var eldsnogg ad thvi) kom ad thvi a endanum ad mer thotti ekki taka thvi ad fara ad sofa. Sennilega er thad thess vegna sem sumt hefur gengid misvel hja mer i dag. T.d. uppgotvadi eg allt i einu i flugstodinni i morgun ad eg var buin ad tyna brottfararspjaldinu minu (og thad er mjog olikt mer, venjulega passa eg hrikalega vel upp a svona dot). Eg var ad rifa allt upp ur handtoskunni minni thegar nafnid mitt var kallad upp og einhver hafdi fundid spjaldid. Mer tokst sem betur fer ad sofa dalitid i flugvelinni. Samt er eg buin ad vera nogu utan vid mig i dag, t.d. hef eg ekki verid med augun nogu opin fyrir ollum hjolunum her i Berlin. Er nokkrum sinnum naestum buin ad lata hjola mig nidur. Sennilega er vissara ad vera betur vakandi thegar eg kem til Napoli ef mig langar ekki ad drepast snarlega i umferdarslysi.

Thad var sennilega lika vegna svefnleysis sem eg var nogu heimsk til ad spyrja konu i bladasolu a lestarstodinni a Schönefeld-flugvelli i morgun 1) hvort hun seldi farmida, 2) hvort hun gaeti skipt i smapeninga fyrir mig (thegar hun var buin ad neita thvi ad hun seldi farmida og benti mer a sjalfsalann rett hja sem eg var buin ad profa en gat ekki notad thar sem eg atti ekkert evru-klink). Konan var eins og skripamynd af ovinsamlegri afgreidslukonu - baedi nefmaelt og samanbitin, og eg laet mer ekki detta i hug ad lysa utliti hennar thvi thad yrdi bara klisjukennt og andstyggilegt.

En eg komst a endanum a gististadinn sem mer list afar vel a og thegar eg var buin ad fa mer ad borda og svolitid kaffi a eftir for landid alveg ad risa. Solin braust meira ad segja fram ur skyjunum um sama leyti - annars er ansi haustlegt herna i dag. En thad a abyggilega eftir ad vera allt annad a Italiu.

Eg er bara buin ad rolta um i rolegheitum i dag - hef thvaelst um Mitte, Kreuzberg og Prenzlauer Berg, hangid a kaffihusum og lesid dagblod. Mig langadi i bio (ymislegt spennandi i bio herna, annad en a Islandi) en vissi ad thad vaeru engar likur a ad mer taekist ad halda mer vakandi thannig ad eg let thad vera. Stefni ad bioferd a morgun.

miðvikudagur, 23. ágúst 2006

Gönguskórnir fundust ekki en um daginn eignaðist ég loksins aftur gúmmískó, mér til mikillar gleði, eftir að hafa verið án þessa grundvallarskófatnaðar í fjölmörg ár. Gúmmískór virka vel í göngum og helgin var frábær. Ég er sólbrunnin á bakinu, rispuð á löppunum eftir víðinn í Sellöndum, með heilmarga marbletti á lærunum eftir að draga sundur féð og enn með agnarlitla strengi í utanverðum kálfunum (undarlegur staður) eftir þúfnahlaup - en afskaplega sæl og ánægð. Allt gekk vel - eiginlega ótrúlega vel. Ef ég væri rolla hefði ég ekki viljað láta smala mér þessa daga því það var brakandi sól og steikjandi hiti þannig að við þurfum að fara mjög hægt til að sprengja ekki féð en skemmtileg aukaverkun af því var hversu mikill tími gafst til að njóta náttúrunnar. Nokkrar gangnamyndir komnar inn á flickr-síðuna mína, kannski bætast fleiri við seinna.

Gúmmískór

föstudagur, 18. ágúst 2006

Hvar eru gönguskórnir mínir? Hvernig er hægt að týna einhverju í íbúð sem er rétt rúmir 50 fermetrar?

fimmtudagur, 17. ágúst 2006

Ég gæti næstum gefið út dánarvottorð fyrir þetta blessað blogg - en þá myndu hlutirnir örugglega snúast upp í andhverfu sína og ég færi að blogga stanslaust. Þannig að ég sleppi öllum yfirlýsingum, það kemur bara í ljós hvort og/eða hvenær þessi bloggsíða lognast alveg út af. Ég á allavega ekki eftir að blogga núna um helgina því ég verð fyrir norðan í göngum (óvenju snemma í ár). Blessað lambakjötið.

Annars er ég búin að vera agalega dugleg að sortera myndirnar mínar og nú eru myndir úr Vestfjarðaferðinni í júní komnar inn á flickr-síðuna mína og líka slatti af myndum frá Grænavatni og úr frábæru ferðalagi í Borgarfjörð eystri. Tónleikarnir með Belle and Sebastian voru hápunktur sumarsins, ef ekki ársins - að minnsta kosti. Í tilefni af því er hér mynd af Stuart Murdoch á tónleikunum í Bræðslunni í Bakkagerði:

Stuart Murdoch

fimmtudagur, 27. júlí 2006

Hvernig í ósköpunum er hægt að vera á móti vopnahléi? Finnst Condoleezu Rice ekki búið að drepa nógu marga?

Minni á mótmæli við bandaríska sendiráðið á morgun (föstudag) kl. 17.30.

þriðjudagur, 25. júlí 2006

Fyrir um viku byrjaði næstum-því-árlegt sundátak mitt. Það er afar einfalt, felur bara í sér að synda nokkurn veginn á hverjum degi, a.m.k. 1000 metra hverju sinni, en ég held það sjaldnast út lengur en tæpan mánuð, sennilega vegna þess að mér finnst ekki nógu gaman að synda. En það er góð hreyfing, góð hreyfing, góð hreyfing... (ætli ég nái bráðum að heilaþvo mig til að halda þessu áfram í tvo mánuði?)

Annar galli er að nú í sumar er óþarflega mikið um konur á trúnó í búningsklefunum í Vesturbæjarlauginni. Sumar senur eru undarlegri en aðrar. Í gær heyrði ég t.d. í tveimur konum sem töluðu ensku til að byrja með en skiptu yfir í dönsku þegar talið barst að persónulegum málum. Ég held allavega að þetta hafi verið sömu konurnar. Annars var ég gleraugnalaus þannig að það er ekkert að marka.

mánudagur, 17. júlí 2006

Daginn eftir að ég kvartaði yfir því að sumarið væri leiðinlegt ákvað ég að hætta að láta mér leiðast og dreif mig á salsanámskeið. Bætir, hressir, kætir. Bíð spennt eftir næsta námskeiði.

Þar að auki hef ég ýmis tilhlökkunarefni næstu mánuðina. Hér eru þau helstu:
  • tónleikarnir með Belle & Sebastian, og Emilílönu, á Borgarfirði eystra nú í júlílok, og stutt frí í Mývatnssveit og á Akureyri eftir það,
  • tveggja vikna ítölskunám í Napólí í september (og stopp í Berlín og Róm á leiðinni þangað),
  • helgarferð til Berlínar með vinnufélögunum í októberlok - og ég ætla út viku á undan þeim (ekki búin að ákveða hvað ég geri, en það er líklegt að ég skipti vikunni milli Leipzig og Berlínar).

Jamm, ég er búin að komast yfir það að Ítalir skuli hafa unnið Þjóðverjana í fótboltanum - tók bara þýsku línuna sem felur í sér að gleðjast einlæglega yfir þriðja sætinu og bara öllu heimsmeistaramótinu, og líta á þýska liðið sem "Weltmeister der Herzen". Þess vegna er ekkert því til fyrirstöðu að halda áfram að læra ítölsku og ég er semsagt búin að skrá mig í málaskóla í Napoli í tvær vikur í september. Og þetta stefnir í að verða afbragðs ferðalag: ég flýg til Berlínar þriðjudaginn 29. ágúst fyrir sáralítinn pening, þökk sé heita pottinum hjá Iceland Express, flýg síðan áfram til Rómar þremur dögum seinna (á föstudegi), verð þar væntanlega fram á sunnudag og tek þá lest til Napólí og verð semsagt á ítölskunámskeiði í tvær vikur. Því miður neyðist ég sennilega til að koma heim aftur - en nákvæmlega hvenær og hvernig kemur bara í ljós síðar.

Það skyggir fátt á gleðina núna - nema reyndar strætóhatararnir. Mæli með greininni hans Ármanns um efnið.

fimmtudagur, 13. júlí 2006

Ég held að Zidane hljóti að stefna á karríer í harðhausamyndum.

miðvikudagur, 12. júlí 2006

Það er að rifjast upp að mér finnst sumarið leiðinlegasta árstíðin á Íslandi. Mér tókst blessunarlega að gleyma því í fyrrasumar (enda var ég þá í burtu allan júlí) og nú í júní var nógu mikið að gera til að mér tækist að gleyma því aftur. En nú verða staðreyndirnar ekki umflúnar lengur.

Sko: ég man eftir einum kosti við íslenskt sumar: Það er bjart. (Nema reyndar þegar veðrið er grátt.)

Gallarnir eru hins vegar ýmsir. Núna er mötuneytið í vinnunni t.d. í sumarfríi, stór hluti vinnufélaganna í sumarfríi, það er kalt, bíóin keppast við að sýna myndir sem ég hef ekki áhuga á... Svona gæti ég kvartað og kveinað lengi. Já - og HM er búið.

Næstu ár ætla ég að stefna að sumarfríi í júlí. Og koma mér eitthvað langt, langt í burtu.

miðvikudagur, 5. júlí 2006

Ég er ennþá miður mín; Bernd Schneider hefði svo gjörsamlega átt að skora eftir góðu sendinguna frá Klose í gær - og ég held að Podolski þurfi nauðsynlega að fá skallanámskeið hjá Klose. Helvítis djöfull. Sennilega þarf ég að lesa Fever Pitch í kvöld sem eins konar þerapíu.

þriðjudagur, 4. júlí 2006

Helvítis Ítalir. Það liggur við að ég hætti við að halda áfram að læra þetta tungumál og þar með mögulega fyrirhugaða Ítalíuferð í september. Úff, hvað það tekur á að halda svona eindregið með ákveðnu liði. Ég ætla að passa mig á því framvegis, annars verð ég taugahrúga innan fárra ára.
Það er eitthvað verulega mikið athugavert við land þar sem staðalbúnaður á "sumrin" er húfa og vettlingar og þetta "sumar" virðist ekki ætla að vera eitt af þeim bestu. Í Tjarnargötunni á morgun gekk ég fram á vesældarlega útlendinga að vandræðast yfir korti. Ég bauð fram aðstoð mína og gat auðveldlega vísað þeim veginn að Þjóðminjasafninu. Áður en við leiðir skildust spurðu þau hikandi: "Er alltaf svona kalt hérna?" Aumingja fólkið. Aumingja við öll.
Tíminn líður... Ég er auðvitað löngu komin frá Ísafirði. Þar komst ég að því að á laugardagsmorgnum fer rúta yfir á Brjánslæk sem hefði hentað mér ágætlega (sjá hörmungasögu í síðustu bloggfærslu) en úr því ég var búin að panta flugið suður á föstudagskvöldinu hélt ég mig bara við það. Og við náðum að gera býsna margt þótt dagarnir væru ekki nema tveir: gengum mikið um Ísafjörð, borðuðum helling af góðum mat þar (ég var mjög ánægð með ísfirska matsölustaði), fórum á tónleika með Flís á miðvikudagskvöldinu, fórum út í Vigur á fimmtudaginn, keyrðum í bæði Bolungarvík og Súðavík sama kvöld, keyrðum enn meira daginn eftir, alla leið í Selárdal á endanum sem var frábært - og þetta var allt sérlega skemmtilegt, veðrið frábært og ferðin bara fullkomin. Mér finnst Ísafjörður líka afbragðs bær. Alvöru bær með miðbæ og svoleiðis, ekki eins og flestir íslenskir þéttbýlisstaðir sem eru stök hús sem eru nálægt hvert öðru eins og fyrir hálfgerða tilviljun. Og það virðist heilmikill metnaður til að gera góða hluti þarna á svæðinu. Ég ætla ekki að láta tuttugu ár líða þangað ég fer aftur til Ísafjarðar (ég hafði semsagt komið þangað einu sinni áður - það var víst 1986 og síðan munu vera tuttugu ár sem mér finnst ótrúlegt).

En nú er liðin ein og hálf vika frá því að ég kom aftur. Síðan hefur fátt gerst - og þó: ég er dottin á kaf í fótboltann! Vona að Þjóðverjar hafi þetta - ég er orðin mjög stressuð fyrir kvöldið og finnst þýskir fjölmiðlar orðnir óhóflega sigurvissir. En þýska liðið ætti fullkomlega skilið að fara alla leið.

Ég er svo langt leidd í fótboltaáhuganum að á föstudaginn klæddi ég mig í þýsku fánalitina - og aftur í dag. Þar að auki var ég að lakka neglurnar í sömu litum. Svo vona ég að Stefán verði búinn að endurnýja Köstritzer-birgðirnar í Friðarhúsi fyrir kvöldið.

þriðjudagur, 20. júní 2006

Af hverju er svona erfitt að ferðast innanlands á þessu landi nema vera á bíl? Og af hverju í ósköpunum eru ferðamálavefsíður í landi sem stærir sig oft af tölvuvæðingu eins svakalega takmarkaðar og raun ber vitni.

Sko. Málið snýst um þetta: Ég er að fara í lítið ferðalag innanlands. Kári bróðir minn sem er lögga á Akureyri ákvað að nota sumarfríið sitt í að vera lögga á Ísafirði. Mér fannst tilvalið að nota tækifærið til að heimsækja hann og flýg vestur seinnipartinn á morgun. Hann fær síðan tvo vini sína í heimsókn um helgina og ég ætla ekkert að þvælast fyrir þeim - en þar sem mér fannst synd ef helgin nýttist ekki í ferðalagið datt mér í hug að það gæti verið stórsniðugt að taka rútu suður og gista einhvers staðar á leiðinni.

Þá upphefst leit að rútuáætlunum - ég skoða ýmsar síður vandlega en finn engin merki um rútur frá Ísafirði (nema strætó í nærliggjandi bæi sem dugar skammt). Á opinberum íslenskum ferðaþjónustuvef er fyrirsögnin "áætlunarleiðir fyrir allt landið" í linkalista en enginn linkur á orðinu "sumar" þar fyrir neðan. Ég fylgi vetrarlinknum en hann er dauður. En þar sem það sést að þetta á að vera undirsíða undir vef BSÍ fer ég á upphafssíðuna og kemst þaðan á undirsíðu með sumaráætlunum. Engin merki um rútuferðir frá Ísafirði eða nágrenni. Finn ekki heldur neitt eftir öðrum síðum, t.d. linkalista á Vestfjarðavefnum, og ýmiss konar gúgl ber ekki heldur árangur.

Á endanum hringi ég í BSÍ og byrja á því að spyrja hvort allar rútuáætlanir á landinu séu á síðunni þeirra. Því er svarað játandi. Þá spyr ég hvort það geti virkilega verið að ekki sé hægt að taka rútu frá Ísafirði til Reykjavíkur. Þá kemur í ljós að konan hafði sennilega ekki skilið fyrri spurninguna því hún segir mér að "Stjörnubílar" séu með áætlunarferðir frá Ísafirði (sem eru semsagt ekki tilgreindar á heimasíðu BSÍ). Stjörnubílar voru reyndar nefndir í áðurnefndum lista á Vestfjarðavefnum en þar var enginn hlekkur þannig að ég dró þá ályktun að þeir væru ekki með heimasíðu. Núna áðan gúglaði ég heitið og fann heimasíðuna. Og ef smellt er á "áætlunarferðir" kemur í ljós að það er hægt að taka rútu áleiðis frá Ísafirði.

Hefði ekki verið sniðugt að uppfæra tenglalista og svoleiðis á almennum ferðaþjónustuvefjum fyrir sumarið? Og af hverju í ósköpunum er ekki til heimasíða með gagnagrunni yfir rútuferðir o.fl. á Íslandi þannig að maður geti einfaldlega slegið inn hvaðan maður vill fara og hvert og fengið skýrt og greinargott svar um það hvernig maður fer að því? En nei, á þessu svokallaða "tölvuvædda" landi þarf maður að nota símann. Og konan sem svaraði símanum á BSÍ upplýsti mig um það hvernig væri hægt að komast með rútu frá Ísafirði til Reykjavíkur. Ef maður ætlar á einum degi verður ferðalagið svona samkvæmt henni:
- Rúta frá Ísafirði (10.30) til Hólmavíkur (14.15).
- Beðið á Hólmavík í þrjá klukkutíma.
- Rúta frá Hólmavík (17.15) að Brú (19.30).
- Beðið á Brú í klukkutíma og korter.
- Rúta frá Brú (20.45) til Reykjavíkur (22.45).

Fyrst hljómaði þetta eins og það gæti alveg samræmst hugmyndum mínum. Mér fannst ágætis tilhugsun að taka rútu frá Ísafirði til Hólmavíkur, gista þar eina nótt og halda svo áfram suður. En nei, það er ekki hægt. Rútuferðir milli Ísafjarðar og Hólmavíkur, og frá Hólmavík að Brú eru bara á sunnudögum, þriðjudögum og föstudögum.

Bílaleigubíll er ekki inni í myndinni. Þeir eru á viðráðanlegu verði á veturna og fram á vor, en 1. júní hækkar verðið upp úr öllu valdi. Bíll í minnsta flokki kostar um 10 þús.kr. á dag - og ef maður tekur bíl á einum stað og skilar honum annars staðar bætist við skilagjald sem er töluvert hærra en daggjaldið. Ef ég vildi vera með minnstu gerð af bílaleigubíl í tvo daga, tæki hann á Ísafirði og skilaði honum í Reykjavík þyrfti ég að borga næstum 34 þúsund.

Það er nokkuð ljóst að ég flýg aftur suður þannig að ég skil ekki eftir krónu í vestfirskri ferðaþjónustu um helgina sem ég hefði annars svo gjarnan viljað gera.

Niðurstaðan í bili er að ég er einu sinni sem oftar í kasti yfir því hvað þetta land getur verið fullkomlega óþolandi. Og mér finnst stórmerkilegt að það skuli vera til útlendingar sem láta sér detta í hug að koma hingað.

þriðjudagur, 13. júní 2006

Það er mögulegt að horfa á fótbolta í ruglaðri útsendingu. Maður hefur svosem ekki hugmynd um hver er með boltann - en boltinn sést þó - og líka hvort liðið er með hann.

sunnudagur, 11. júní 2006

Það er ekki vinnufriður á skrifstofum í miðbænum fyrir einhverri skelfilegri músík niðri á Miðbakka.

fimmtudagur, 8. júní 2006

Myndavél, ég, Empire State, Manhattan

Enn á ég eftir að blogga um síðustu dagana í New York - en þessir tíu dagar sem liðnir eru síðan ég kom heim hafa liðið svo hratt að ég hef ekki gefið mér tíma til þess (það er búið að vera býsna mikið að gera). Í gærkvöld dreif ég hins vegar í því að skella myndum inn á flickr-síðuna mína; eins og glöggt fólk sér er New York albúmið efst í hægri dálkinum. Einhvern tíma seinna skrifa ég kannski texta við einhverjar af myndunum og tagga þær betur en þetta verður að duga í bili. Og í tilefni af því að ég átti fjögurra ára bloggafmæli um daginn (eða ekki af neinu tilefni) er hér mynd af sjálfri mér að taka mynd uppi í Empire State byggingunni. Speglar eru til margra hluta nytsamlegir.

miðvikudagur, 31. maí 2006

Ég er ekki vön að vera útitekin en það er ég núna og viðbrigðin eru töluverð. Áðan leit ég snöggt í spegil og varð svo hissa á því hvernig ég leit út að fyrsta hugsunin var: "Ferlega er ég skítug!"

þriðjudagur, 30. maí 2006

Lenti í Keflavík um sexleytið í gærmorgun og hversdagurinn tók við á nýjan leik. Meira síðar.

föstudagur, 26. maí 2006

Inneignin sem eg var buin ad kaupa dugdi ekki til ad klara sidustu faerslu eins og eg vonadist til thannig ad eg keypti framlengingu. Kannski hun dugi mer til ad skrifa um gaerdaginn lika, dag 7 (fim. 25/5). Tha byrjadi eg (eftir morgunmat) a Cooper-Hewitt National Museum for Design - afar fallegt safn og thar var skemmtileg syning a hnifaporum og bordbunadi. Hefdi getad hugsad mer ad hanga i gardinum vid safnid en eg thurfti ad drifa mig til baka a farfuglaheimilid thar og tekka mig ut fyrir tolf. Var komin rett fyrir tolf en einhver hafdi verid svolitid fljot(ur) a ser i tiltekt, thad var buid ad taka af ruminu minu sem var i godu lagi, en verra var ad nattkjolnum minum og blodum sem voru i ruminu hafdi verid hent i ruslid. En eg framkvaemdi bjorgunaradgerdir hid snarasta. Fekk ad geyma ferdatoskuna a stadnum thvi thad var ekki kominn timi til ad tekka inn a hotelid sem eg var buin ad panta sidustu thrjar naeturnar.

Rolti um Upper East Side, doladi mer (einu sinni sem oftar) i Central Park og for svo a Metropolitan Museum for Art - sem var agaett en afar stort og eg nadi ekki ad einbeita mer almennilega ad thvi, thannig ad eg gekk fremur hratt gegnum flesta salina. Venjulega festist eg i midaldadotinu a svona sofnum - en ekki tharna - einhvern veginn fannst mer varla passa ad skoda midalda- og fornaldarmuni i Bandarikjunum. En kannski var thetta bara vegna thess ad eg skodadi svo mikid af svona logudu i mun "natturulegra" umhverfi fyrir ekki longu sidan, th.e. a Italiu i fyrrasumar.

Sotti svo farangurinn a farfuglaheimilidi og flutti mig nidur a hotelid sem er a 17. straeti og mer list vel a mig thar.

Jaeja, nu er inneignin aftur ad renna ut, held ad eg kaupi ekki adra framlengingu. Bidur thvi betri tima ad segja fra aedislega djassinum sem eg hlustadi a i gaerkvold.
Aetli eg nai ekki ad segja fra degi 6 (mid. 24/5) adur en timinn minn rennur ut. Tha aetladi eg a sofn en vedrid reyndist alltof gott til ad hanga inni. Byrjadi a ad ganga gegnum Central Park og yfir a Upper West Side, bordadi morgunmat a stad sem Palli hafdi maelt med sem heitir Nussbaum & Wu og er a horni 113. straetis og Broadway (takk fyrir abendinguna, Palli), og gekk svo Broadway, ca nidur a 70. straeti. Tharna var dalitill ys og thys sem eg kunni vel vid, og ymsar agaetis budir, ekki sist bokabudir - serstaklega glaepasagnabudin Murder Ink. Thar dundadi eg mer lengi vid ad skoda i hillurnar og keypti svo tvaer baekur. Thad gladdi litla Islendingshjartad (eg er ekki alveg laus vid ad geta fyllst thjodarstolti einstaka sinnum) ad sja "Jar City" (th.e. Myrina) eftir Arnald i hillu med bokum sem serstaklega var maelt med. Eg spurdi afgreidslustulkuna hvort hun hefdi lesid hana sjalf og fekk svarid: "Jaha, thad var eg sem setti hana tharna." Hun var mjog hrifin og bidur spennt eftir naestu bok. Helt svo afram nidur Broadway med stoppi i ymsum budum og endadi i Zabar's thar sem eg keypti nesti til ad taka med i Central Park. Hekk thar goda stund, las blodin og skodadi folk. Tvimaelalaust mjog ofarlega a uppahaldslistanum minum i thessari borg.

Sidan for eg i siglungu halfhring um Manhattan med Circle Line: mjog gaman ad sja eyjuna fra thvi sjonarhorni. Thvi midur var leidsogumadurinn frekar leidinlegur - taladi adeins of mikid um "the only remaining superpower" og "the greatest city in the world" - en eg reyndi bara ad leida hann hja mer og njota utsynisins.

Eftir siglinguna akvad eg ad fara a gististadinn og losa mig vid dot, thannig ad eg tok straeto thvert yfir baeinn til ad komast i nagrenni vid heppilegustu nedanjardarlestarstod. Straetoinn var verulega haegfara - umferdin var frekar mikil og eg hugsadi tho nokkrum sinnum med mer ad eg yrdi abyggilega fljotari gangandi. Let samt ekki verda af thvi fyrr en vid 5. Avenue en matid reyndist rett - thar sem eg arkadi i att ad Lexington Avenue var straetorinn alltaf langt a eftir mer.

Jaeja, tha var kominn timi til ad fara i leikhusid, semsagt a Some Girl(s) e. Neil LaBute sem eg hafdi keypt mida a daginn adur. Thad maetti halda ad thad vaeri hefd hja mer ad sja forsyningu a nyju leikriti eftir Neil LaBute thegar eg er fyrsta sinni i einhverri borg - a.m.k. gerdist thetta lika thegar eg var fyrst i London. (Tha sa eg leikrit sem heitir Mercy Seat.)

Some Girl(s) var storfint leikrit, Neil LaBute er flinkur ad bua til karaktera sem eru tvofaldir eda margfaldir i rodinu, hann skrifar god samtol,og plottid var agaett - tvistid i lokin kom ekki a ovart ef madur hefur sed fleiri verk eftir LaBute en thad kom ekkert ad sok - og leikararnir storfinir. Var buin ad vera pinu kvidin yfir thvi thar sem flest eru ad eg held fyrst og fremst sjonvarps- og kvikmyndaleikarar med mismikla svidsreynslu, m.a. Maura Tierney (Abby i Bradavaktinni) en thau voru oll god.

Eg hafdi ekki haft tima til ad borda kvoldmat fyrir syninguna thannig ad fyrsta verk a dagskra eftir hana var ad finna mat thannig ad eg for a fyrsta veitingahusid sem eg sa - andspaenis leikhusinu - og var mjog heppin thar. Stadurinn heitir Lima's Taste og selur semsagt Peru-mat: eg fekk mer tvenns konar ceviche sem var hvort tveggja frabaert. Afbragds kvold.

Nottin a farfuglaheimilinu var ekki tidindalaus thvi eldri kona i tiu manna herberginu sem eg gisti i datt fram ur efri koju og thad var hringt a sjukrabil, enda hljomadi hun eins og hun vaeri alls ekki alveg i lagi - eiginlega hljomadi hun eins og hun vaeri ofurolvi eda dopud eda eg veit ekki hvad. En hun var komin aftur morguninn eftir og mer skildist a stelpu sem taladi vid hana tha ad hun hefdi virst i lagi, thannig ad sem betur fer hefur hun ekki verid alvarlega slosud.
Hvert var eg komin? Alveg rett, dagur 5 (thri. 23/5). Tha thotti mer timabaert ad drifa mig upp i Empire State bygginguna. Thad er augljoslega snidugt ad fara a morgnana, eg var komin fyrir tiu og losnadi naestum alveg vid bidradir. Og fyrr en vardi var eg komin hatt, hatt upp. Eini gallinn vid ad vera uppi i Empire State byggingunni er ad madur ser ekki bygginguna sjalfa!

Sidan thvaeldist eg bara um, bordadi hadegismat i kjotpokkunarhverfinu og gekk svo nidur a Christopher Street til ad athuga hvort eg fengi mida a leiksyningu thar um kvoldid: Some Girl(s), nytt leikrit eftir Neil LaBute sem verid er ad forsyna (held reyndar ad buid se ad syna thad i London). Thad var uppselt um kvoldid en eg fekk mida fyrir kvoldid eftir. En eg thurfti tha augljoslega ad gera onnur plon fyrir kvoldid thannig ad eg dreif mig i tkts-midasoluna (sem selur leikhusmida samdaegurs med afslaetti) og keypti mida a Rent. Eg aetladi alltaf ad sja islensku uppfaersluna a sinum tima - en af thvi vard ekki - og eg aetladi ad sja biomyndina - en thad gerdist ekki heldur - thannig ad mer fannst timabaert ad gera eitthvad i thessu.

Tha tok vid rolt um Midtown og hangs i Bryant Park en svo for eg a allt adrar slodir - tok lest yfir i Brooklyn og rolti adeins um Williamsburg og polska hverfid Greenpoint adur en eg for til baka, bordadi i kjotpokkunarhverfinu (aftur) og for svo i leikhusid. Eftir a ad hyggja vildi eg hafa keypt mida a eitthvad annad en Rent. En thad gat eg ekki vitad fyrirfram. Eg fell semsagt ekki i stafi - en tharf samt eiginlega ad sja adra uppfaerslu eda biomyndina til ad fa almennilega hugmynd um hvort thad var uppfaerslunni ad kenna eda hvort songleikurinn sjalfur hofdar einfaldlega ekki til min. En svidsetningin var allavega serlega ospennandi - thad hlytur ad vera haegt ad gera thetta a ahugaverdari og skemmtilegri hatt. Salurinn aetladi samt ad aerast ur fognudi thannig ad kannski er eg eitthvad skrytin.

fimmtudagur, 25. maí 2006

Orfa ord um 4. dag (man. 22/5): Byrjadi daginn a ad fara sydst a eyjuna og ganga um fjarmalahverfid (fra theim morgni er kaffikaupasenan sem eg var buin ad segja fra). I Wall Street sa ekki til solar og thar var naedingur. Eg gekk sidan ad Ground Zero - thar var fremur oraunverulegt ad koma. Sidan sneri eg mer aftur ad hversdagslegum hlutum - keypti hledslugraeju fyrir simann (sem eg fekk sem betur fer i fyrstu tilraun), gekk upp gegnum Tribeca og sidan i Village thar sem eg bordadi hadegismat a japansk-sudurameriskum stad sem heitir SushiSamba. Sidan tok eg skyndiakvordun um ad drifa mig a Museum for Modern Art - akvad ad 2-2,5 klst (timinn fram ad lokun) hlytu ad vera nog til ad skoda safnid. Eg komst svosem yfir safnid en for otharflega hratt yfir - hefdi mjog gjarnan viljad vera lengur. Kannski eg skreppi thangad aftur seinnipartinn a fostudaginn thegar thad er fritt inn. Eg var ekkert buin ad setja nidur fyrir mer hvad vaeri nakvaemlega hvar i safninu thannig ad mer tokst ad lata nokkra hluti koma mer a ovart: thad var t.d. bysna flott ad koma inn ur dyrunum a einum syningarsalnum og sja Avignon-ungfrurnar hans Picassos blasa vid. Eftir ad safninu var lokad thvaeldist eg bara um en dreif mig svo i bio. Myndin heitir Friends with Money og er um fremur ospennandi og ohamingjusamt folk a frumstigi midaldurskreppu. Thott efnid se ekki serlega spennandi var myndin fin. Aetladi ad thvaelast meira um eftir bioid en var svo luin ad eg dreif mig i hattinn, enda hafdi eg sofid minna en eg vildi nottina adur; um fjogurleytid kveikti ein stelpan i herberginu loftljosid og strunsadi svo strax ut ur herberginu (og skildi ljosid eftir kveikt) og annarri fannst god hugmynd ad nota harthurrku inni i herberginu fyrir klukkan sjo um morguninn.
Eg er komin frekar langt a eftir i thessu ferdabloggi Komst ekki i tolvu i gaerkvold eftir mjog goda leikhusferd - en thad er ekki timabaert ad segja fra henni enn. Nu er thad dagur 3 (sun. 21/5). Tha var eg frekar luin thegar eg vaknadi thannig ad eg akvad ad taka thad mjog rolega framan af. A leidinni i morgunmat haetti eg vid ad kaupa sunnudagsutgafuna af NY Times thvi hun var svo svakalega thykk - en thegar eg gekk framhja naesta bladasala a eftir skipti eg um skodun, komst ad theirri nidurstodu ad thad sem mig vantadi vaeri einmitt ad hanga yfir dagbladinu fram eftir degi. Sem eg og gerdi - fyrst a storgodu kaffihusi og sidan a ymsum stodum i Central Park. Uppahaldsstadurinn thar enn sem komid er heitir Hernshead - thar sat eg a klettum sem standa fram i "Vatnid" svokallada ("The Lake") langalengi. (Nafngiftir vatna og tjarna i Central Park eru annars einstaklega ofrumlegar: The Lake, The Reservoir o.s.frv. Alveg eins og islensk tiska sidustu ara: Salurinn, Bladid o.s.frv.)

Eftir sunnudagsbladslesturinn og mannlifsskodun i Central Park dreif eg mig a Museum for National History. Ymsir partar af thvi fannst mer fremur daudyflislegir, serstaklega thjodfraedasalirnir og megnid af dyrasolunum, en thad var gaman ad sja risaedlubeinagrindurnar, enda hef eg ekki sed svoleidis adur. Jardfraedi- og geimhlutinn var lika finn og geimbioid bysna flott.

Ad thessu loknu thurfti eg audvitad ad fara a Lennon-slodir, semsagt ad Dakota-byggingunni. Thar var eg ekki eini turistinn. Eg reyndi ad lata litid a myndavelinni bera en storefa ad thad hafi tekist. Og svo la leidinn aftur inn i Central Park, a hina svokolludu Strawberry Fields. Imagine-mosaikid er nu ansi flott og gefur gott tilefni til ad staldra vid og hugsa adeins.

Sidan for eg nidur i Chelsea, keypti mida a danssyninguna sem eg sagdi fra adur, og thvaeldist um hverfid fram ad henni, fekk mer ad borda og svoleidis. Danssyningin var algjort aedi eins og eg var buin ad utlista. Eg er enntha uppnumin yfir henni.

þriðjudagur, 23. maí 2006

Nu verdur haldid afram skyrslugjof um lidna daga.

Dagur 2 (lau. 20/5):

Fyrsta verk a dagskra (eftir hangs i morgunmat og gonguferd um hverfid) var ad skoda Guggenheim-safnid. Thad reyndist fljotgert thvi thar var endurskipulagning i gangi og adeins agnarlitill hluti safnsins opinn. Tha la leidin a baendamarkadinn a Union Square thar sem otalmargt freistandi var ad finna og langflest lifraent raektad. Eftir hadegismat a godum sudausturasiskum stad a 8. straeti for eg svo i gonguferd um leidsogn um East Village sem er skemmtilegt hverfi; thar aetla eg tvimaelalaust ad koma oftar.

Eftir thetta tok vid rolt um SoHo og sidan nidur i Kinahverfi. Sumir partarnir af thvi voru einstaklega turistalegir, allt fullt af budum sem seldu somu toskurnar og somu klutana, en adrar gotur voru mun meira spennandi, m.a. med alls konar matarbudir sem seldu undarlega hluti sem madur kannadist ekkert vid og thvi for fjarri ad allt vaeri merkt a ensku.

Tha rolti eg nidur ad East River, horfdi a Brooklyn-og Manhattan-bryrnar um stund en akvad ad geyma ferd yfir. Eftir thetta gekk eg og gekk og gekk, serstaklega um Greenwich Village en hneig svo (naestum) ormagna nidur i biosaeti i Angelika-bioinu thar sem eg sa mynd sem heitir Art School Confidential ...

Hef vist ekki tima til ad skrifa meira - thad er verid ad fara ad loka. Frasagnir af atburdum fleiri daga, m.a. tveimur safnaferdum (annarri betri en hinni), annarri bioferd (sem var agaet), leidinlegri Broadway-syningu og enn meira af storfinu omaeldu verdur ad bida.

mánudagur, 22. maí 2006

Kannski eg haldi afram thar sem fra var horfid i frasogn af fyrsta deginum. Eg sat semsagt i Bryant Park, dadist ad Chrysler-byggingunni, Empire State og fleiri fallegum husum, og at avaxtasalat. Stundum tharf ekki mikid thil ad gledja mann.

Sidan helt eg afram arki minu um borgina. Gekk af stad upp Broadway i att ad Lincoln Center til ad saekja operumidann minn fyrir kvoldid, thad eina sem eg hafdi pantad fyrirfram og thad meira ad segja sama dag og keypti flugmidann. A leidinni for aftur ad rigna. Og thad ekkert smavegis - thad var hellt ur otal fotum og thvottabolum lika. Thratt fyrir regnhlifina godu vard eg bysna blaut, serstaklega i lappirnar. Eftir ad hafa fengid midann minn i hendurnar leitadi eg skjols um stund i bokabud skammt undan - alltaf gott ad koma i bokabudir - en svo tok eg straeto nidur i Meatpacking District og bordadi a Pastis. Fyndnir svona gervi-gamlir og gervi-franskir stadir en thessi er vel heppnadur, liflegur og skemmtilegur. Eftir matinn var solin farin ad skina thannig ad upplagt var ad ganga um hverfid og sidan Greenwich Village. Leidin la m.a. fram hja The Magnolia Bakery og thar sem ekki var rod fyrir utan (mer skilst ad thad se venjulega tilfellid) akvad eg ad fara inn og tekka a hinum fraegu "cupcakes" theirra. Su sem eg keypti var daemi um ad thad er ekki alltaf fyrir gaedi sem hlutir eru haepadir upp. En thad skal reyndar tekid fram ad eg smakkadi bara eina. En eg leifdi helmingnum af henni. Bakariid var hins vegar afar saett og gaman ad horfa a kokurnar.

Thvaeldist svo afram um Greenwich Village og thadan la leidin i SoHo. Byrjadi a ad setjast a kaffihus og dvolin thar vard toluvert lengri en fyrirhugad var thvi thad skall a thrumuvedur - og urhelli. A endanum stytti tho upp og tha helt eg afram gongu minni. A leidinni baettust einhvern veginn vid farangurinn tvennir skor og pils og mussa. Eg akvad ad koma thvi a gististadinn adur en eg faeri i operuna, og thegar thvi var lokid arkadi eg yfir Manhattan naestum thvera, ca fra 3. Av. gegnum Central Park og yfir a Broadway og tok thar nedanjardarlestina nidur i Lincoln Center.

Operan - Rodelinda e. Haendel - var dasamleg - en fjorir timar voru heldur mikid fyrir mig. Kannski ekki skrytid ad eftir ad hafa farid a faetur fyrir klukkan sjo og gengid og gengid drjugan part af rumum tolf klukkutimum vaeri threytan farin ad segja til sin. Sem betur fer var eg tho vel vakandi framan af en i thridja thaettinum for mestoll orkan i ad haldast vakandi og litil einbeiting eftir til ad hlusta.

Thannig var nu thad. Thetta var um fyrsta daginn en nu er sa fjordi ad kveldi kominn. Thad verdur samt ad bida betri tima ad segja fra meiru.
Adur hafdi eg ord a thvi ad mer fyndist borgin otrulega afsloppud. Eg helt ad eg vaeri lika thokkalega roleg i tidinni sjalf en madurinn sem afgreiddi mig um kaffi i fjarmalahverfinu i morgun var ekki a theirri skodun. Eg pantadi kaffid mitt og fannst eg ekkert flyta mer oheyrilega ad thvi. Hann var a annarri skodun:
"Ertu a hradferd?"
"Ha, nei ..." svaradi eg.
"Hvad ertu buin ad drekka marga kaffibolla i morgun?!"

Kannski var astaeda fyrir thvi ad eg heilladist af segli i gaer (og keypti hann) med aletruninni: "Stress is when you wake up screaming and realize you haven't fallen asleep."
Uppgotvadi rett adan ad eg gleymdi vist hledslugraejunni fyrir simann heima. Tharf greinilega ad leita ad einhverjum a morgun sem selur svoleidis dot fyrir Nokia-sima. Annars er morgundagurinn alveg oskipulagdur - bid spennt eftir ad sja hvernig hann throast.

sunnudagur, 21. maí 2006

Eg var a aedislegri danssyningu i kvold - i Joyce-leikhusinu i Chelsea var dansflokkur sem heitir Momix med syninguna Lunar Sea og thar voru thyngdarlausir dansar med serlega flottri notkun a buningum og lysingu - og mognudum hreyfingum. I morgum atridunum voru dansararnir i svortum og hvitum buningum (stundum var haegri eda vinstri helmingurinn hvitur, stundum faeturnir o.s.frv.) og svo voru bara notud fluorljos thannig ad madur sa bara hvitu partana en ekki afganginn af skrokknum eda vira sem dansararnir hljota stundum ad hafa hangid i og ekki heldur svartklaedda motdansara sem stundum studdu vid eda lyftu. Alveg magnad.

Sma skyrsla um hvad eg er buin ad gera annars. Fyrsta kvoldid, thegar eg var komin i gististad, byrjadi eg bara a sma gonguferd um hverfid thar sem eg sa fjoldann allan af einkennisklaeddum dyravordum og margar eldri konur uti ad ganga med hundinn sinn. Tok svo nedanjardarlest nidur i bae en uppgotvadi thegar thangad var komid ad eg var ordin of threytt til ad ganga mikid um thannig ad eg hvildi bara luin bein a kaffihusi sem vard strax a vegi minum og kom mer svo til baka i hattinn.

Farfuglaheimilid er annars i finu lagi - allt svolitid luid en thad er hreint, og kojurnar hristast svolitid thegar einhver byltir ser en dynurnar eru agaetar. Thannig ad thetta hentar mer prydilega.

Jaeja, fyrsta morguninn (a fostudagsmorguninn) gerdust thau tidindi ad eg vaknadi fyrir allar aldir og gat ekki sofnad nema smastund aftur. Svona fer timamunur med jafn morgunsvaefa manneskju og mig. Dreif mig tha bara a faetur og for ut ad ganga rett upp ur sjo. Thad var rigning thannig ad fyrsta verkid var ad kaupa regnhlif og thad var ekki mikid mal. Eg hugsadi ekki ut i thad fyrr en eftir a ad eg vaeri ekki von ad geta algjorlega fyrirhafnarlaust fundid stad sem selur regnhlifar fyrir klukkan halfatta ad morgni. Eg fekk mer svo morgunmat a litlum diner sem hefur verid obreyttur i aratugi: Lexington Candy Shop - mjog saetur stadur. Ut af rigningunni frestadi eg ferd upp i Empire State bygginguna sem eg hafdi hugsad mer ad yrdi eitt af fyrstu verkunum. Gekk bara i stadinn og gekk. I rigningunni. Med nyju regnhlifina mina. Gekk Lexington Avenue nidur a 70. straeti, for tha yfir a Fimmtu "Avenue" og gekk hana alla leid nidur a 34. straeti. Horfdi upp a vid storan hluta af timanum, thad er svo gaman ad skoda hahysin a thessu svaedi thvi thad er eitthvad serstakt vid thau velflest, skraut eda eitthvad. Thad var haett ad rigna thegar eg kom ad Empire State en eg akvad ad thad yrdi abyggilega skemmtilegra ad fara thangad upp i bjartvidrinu sem eg held ad se spad eftir helgi. Rolti svo yfir i Bryant Park og sat thar um stund - thad var sem se stytt upp en thad var skammgodur vermir.

Meira sidar - timinn minn i thessari tolvu er vist ad renna ut. Og kannski lika best ad fara ad koma ser i hattinn.
Er a godri leid med ad ganga af mer lappirnar og thridji dagur bara nybyrjadur - hvernig endar thetta eiginlega? Eitt kemur mer verulega a ovart vid New York og thad er hvad hun er svakalega afsloppud. En hun er algjort aedi og mer lidur strax eins og heima hja mer.

fimmtudagur, 18. maí 2006

Jæja - vegabréfið og vísakortið eru á sínum stað og síminn hennar mömmu líka (sem hún var svo góð að lána mér svo ég gæti verið í sambandi við umheiminn, sex ára gamli tvíbanda síminn minn virkar víst ekki í Ameríku), staðfestingar á gistipöntunum eru líka með (verð viku í kojuplássi á farfuglaheimili, splæsi svo hóteli síðustu þrjár næturnar), ferðahandbækurnar eru í handtöskunni (kannski ætti ég samt að skilja aðra ferðahandbókina eftir heima?) og annar farangur er kominn í stærri töskuna (þakka góð ráð).

Ritgerðin sem ég ætlaði að klára áður en ég færi er komin vel á veg - en ekki búin. Hef smá smugu eftir heimkomuna. Úff.

Ég er hins vegar búin að kjósa, búin að fara í klippingu (má nokkuð fara til útlanda með skelfilega slitið hár?) og búin að prógrammera vídeóið mitt til að taka upp Júróvisjón. Er ég þá ekki bara í nokkuð góðum málum?
Ég skellti afgangnum af Ítalíumyndunum frá í fyrrasumar inn á flickr-síðuna mína í gærkvöld (viðbæturnar eru annars vegar sett með myndum úr ýmsum dagsferðum, hins vegar myndir frá Róm). Og ég setti hluta af Tallinn-myndunum mínum síðan í október líka inn á síðuna.
Þegar próvókerandi fyrirbæri verða vinsæld eru tennurnar oftast dregnar úr þeim mjög fljótlega. Ég er hæstánægð með að Silvía Nótt skuli vera með allar sínar tennur enn. Og alveg óskemmdar.
Er kosningabaráttan ekki örugglega sú leiðinlegasta í marga áratugi? Eða er það sjálfsblekking að þetta hafi stundum verið áhugaverðara?
Ég er í ferðatöskuákvörðunarvanda. Farangurinn minn verður ekki mikill að vöxtum en mér finnst hins vegar líklegt að ýmislegt bætist við í ferðinni (þótt ég hafi engin sérstök innkaupaplön getur ýmislegt gerst "óvart" á tíu dögum). Spurningin er: Á ég að gera ráð fyrir að mikið bætist við og drösla með mér ferðatösku í venjulegri stærð (með örfáum flíkum hringlandi) - eða á ég bara að fara með litlu ferðatöskuna mína meira en hálftóma og kaupa nýja tösku úti ef hún dugar ekki fyrir heimleiðina (þótt ég eigi alveg nógu margar ferðatöskur)? Ég hef rúmlega hálfan sólarhring til að ákveða mig. Mér gæti tekist að fara í marga ákvörðunarhringi á þeim tíma.

miðvikudagur, 17. maí 2006

Ég er alveg að missa tengslin við þetta blessað blogg. Verð að fara að taka mig á svo ég geti fagnað fjögurra ára bloggafmælinu (sem er skammt undan) almennilega. En eins og alltaf þegar ég hef "lent í" blogghléi veit ég ekkert hvernig ég á að byrja aftur. Mér finnst ekkert vera að frétta þótt ég hefði alveg haft ýmislegt að segja ef ég hefði bara hunskast til að halda mig að verki við bloggið.

En nú hillir undir meiri tíðindi því á morgun fer ég til New York í tíu daga og er hér um bil að farast af tilhlökkun. Mig hefur langað til þessarar borgar næstum síðan ég man eftir mér og trúi því varla að ég sé alveg að komast þangað. Keypti miðann fyrir mánuði og síðan hef ég legið í ferðahandbókum; Rough Guide á ég sjálf, samstarfskona mín lánaði mér Time Out bókina og svo hef ég dvalið langdvölum í Eymundsson til að lesa Lonely Planet o.fl., fyrir nú utan það að hanga á netinu. Annars er ég ekkert að skipuleggja mikið fyrirfram - mér finnst gott að vera búin að lesa mér vel til en láta það svo bara ráðast á hverjum degi hvað ég geri. En ef einhver sem les þetta þekkir borgina vel og vill koma með góðar ábendingar yrði það vel þegið.

Kannski verður hægt að fylgjast með ferðasögunni jafnóðum hérna á blogginu. Kannski.

Annars mæli ég með blogginu hennar Örnu frænku minnar sem íhugar að gerast eins manns sirkus.

þriðjudagur, 11. apríl 2006

Í dag hlýtur að vera vor - a.m.k. var stór barnahópur úlpulaus í eltingarleik á Austurvelli í hádeginu. Annars er vorið búið að koma allnokkrum sinnum í ár og hlýtur að eiga eftir að koma nokkrum sinnum í viðbót.

miðvikudagur, 29. mars 2006

Á Rialto-markaðnum


Á Rialto-markaðnum
Originally uploaded by ernae.
Loksins er ég búin að setja Feneyjamyndirnar inn á flickr-síðuna mína. Með sama áframhaldi er aldrei að vita nema ég komi afgangnum af Ítalíumyndunum þangað innan árs frá því að þær voru teknar ...

þriðjudagur, 28. mars 2006

Áhugafólk um hvernig bækur raðast í bókahillur ætti að lesa þessa bloggfærslu hjá Örnu frænku minni.
Fyrir nokkru hélt ég að sudoku-fíknin væri að ganga yfir hjá mér. Stundum voru farnir að líða dagar án þess að ég leysti a.m.k. tíu sudoku-þrautir - jafnvel dagar þar sem ég leysti ekki eina einustu. Þá fann ég síðu með manndráps-sudoku ("killer sudoku") og meira-en-sudoku og ánetjaðist að sjálfsögðu. Ískyggilegt. Hvað ætli gerist næst?

mánudagur, 27. mars 2006

Ég er búin að blogga heilmikið í huganum upp á síðkastið. Ótrúlegt að hugskeytin skuli ekki hafa skilað sér hingað inn. Ekki að það sé eitthvað að frétta, þvert á móti, líf mitt er afar tíðindalaust - en hins vegar ekki endilega leiðinlegt. Síðustu viku er ég t.d. búin að gera svo margt skemmtilegt að það hálfa væri nóg, t.d. fór ég á frábæran fyrirlestur Andra Snæs á mánudagskvöldið og eignaðist nýja uppáhaldsbók (Draumalandið - sem seinkaði för minni til hefðbundins draumalands því ég gat ekki hætt að lesa fyrr en vel var liðið á nótt). Ég sá Chaplin-myndina Sirkus í Bæjarbíói á þriðjudagskvöldið (hrikalega fyndin og skemmtileg), fór á föstudagskvöldið á Lisu Ekdahl tónleikana sem voru æðislegir, sat skemmtilegt myndhvarfamálþing í gær og dreif mig svo á Túskildingsóperuna (frábær fyrir hlé en það hefði mátt skera niður megnið af atriðunum eftir hlé).

Skemmtilegur atburður af allt öðru tagi er að á fimmtudagskvöldið horfði ég á einhverja leiðinlegustu kvikmynd sem ég hef nokkurn tíma séð - en það var samt gaman því að 1) ég var í svo góðum félagsskap, 2) margar aðrar kvikmyndir verða bærilegar eða jafnvel góðar við samanburðinn, 3) ég fékk rækilega útrás fyrir uppsafnaða kaldhæðni. - Það var líka huggun harmi gegn að fólkinu í kvikmyndinni virtist leiðast a.m.k. eins mikið en okkur sem horfðum á hana. En ég mæli samt ekki með Dauðanum í Feneyjum nema fólk vilji kynna sér sérstaklega hversu langdregnar og melódramatískar bíómyndir er fræðilega mögulegt að búa til.

fimmtudagur, 23. febrúar 2006

Nýlega hef ég stundum sést berfætt og fáklædd á undarlegum stöðum. Svona er líf mitt orðið furðulegt. Og það er ekkert lát á því vegna þess að í kvöld verður Kramhúsið með dansveislu á Nasa í tilefni af Vetrarhátíð þar sem alls konar dans verður sýndur, t.d.
afró, funk jazz, Bollywood, flamenco og að sjálfsögðu verður magadanshópurinn minn líka þarna. Húsið verður opnað kl. 20.30 og prógrammið hefst kl. 21. Frítt inn.

föstudagur, 10. febrúar 2006

Fyrir viku tók ég til í hillunum með erlendu skáldsögunum mínum því þær voru búnar að sprengja utan af sér plássið sem þeim er ætlað. (Já, ég sortera bækurnar mínar í nokkra flokka og raða í stafrófsröð eftir höfundum innan hvers flokks. Já, stundum er ég pínulítið rúðustrikuð. Nei, nei, ég er ekkert skrýtin - enda set ég normið alltaf við sjálfa mig. Eitt af fáu sem situr eftir af gömlum eðlisfræðilærdómi er að það er jafnan grundvallaratriði hvaða viðmiðunarkerfi maður velur sér.)

Ég brá á það ráð að setja til hliðar þær bækur sem ég á eftir að lesa. (Við þetta hækkaði hlutfall afþreyingarbóka rækilega í hillunum og einhverra hluta vegna eru afar fáar bækur á þýsku eftir þar.) Ólesnu bækurnar flokkaði ég síðan í tvennt: forgangslestur og bækur sem ég þarf ekkert endilega að lesa á næstunni; kannski bara á næsta ári eða þarnæsta eða þarþarnæsta eða einhvern tíma miklu seinna ... Forgangsbækurnar urðu svo margar að ég þurfti að skipta þeim í tvennt: 1) mjög mikilvægan forgangslestur, og 2) bækur sem ég ætti helst að lesa áður en mjög langt um líður.

Ég veit ekki hvenær ég grynnka á þessum bunkum. Núna nenni ég t.d. ekki að lesa eina einustu bók í forgangsflokknum. Er fremur að reyna að ákveða hvaða afþreyingarbók ég á að lesa einu sinni enn ...

miðvikudagur, 1. febrúar 2006

Via Santo Stefano


Via Santo Stefano
Originally uploaded by ernae.
Loksins er ég búin að setja myndir frá Bologna inn á flickr-síðuna mína. Þótt ég hafi sorterað helling frá urðu samt rúmlega 160 eftir - og samt finnst mér mig vanta myndir af ótrúlega mörgu, t.d. ýmsu skemmtilegu úr daglega lífinu. Svona er stundum að hafa rúman tíma og færi á að gera hlutina "einhvern tíma seinna" - þ.e. þangað til tíminn rennur allt í einu út. Ég tók t.d. ekkert mikið færri myndir í Feneyjum en í Bologna þótt ég hafi bara verið eina helgi í Feneyjum en fjórar vikur í Bologna. Á enn eftir að fara gegnum Feneyjamyndirnar og aðrar myndir úr dags- og helgarferðum á Ítalíu. Það gerist einhvern tíma seinna...

laugardagur, 28. janúar 2006

Nokkrar spurningar um söngvakeppni kvöldsins:

  • Hvað klikkaði svona svakalega í sminkinu (sérstaklega á kvenkyns kynninum)?
  • Af hverju talar karlkyns kynnirinn eins og óvenju mærðarfullur prestur (og af hverju beyglar hann munninn svona furðulega)?
  • Af hverju, af hverju í ósköpunum eru lögin upp til hópa ekki bara slök heldur beinlínis hræðileg?

miðvikudagur, 25. janúar 2006

Ég er að verða háð pistasíustykkjunum í 10-11. Óheyrilega góð - og þar sem þau eru úr gerdeigi get ég auðveldlega talið mér trú um að þau séu í rauninni brauð en ekki sætindi.

Ég er búin að hlakka til þess síðan í morgun að komast heim í kvöld, leggjast upp í sófa og horfa á Bráðavaktina - en nú var ég að uppgötva að það er engin Bráðavakt í kvöld. Við þessa uppgötvun versnaði dagurinn snarlega. Það flokkast til meiriháttar hörmunga í lífi mínu þegar Bráðavaktinni er hrint út af dagskránni.

þriðjudagur, 24. janúar 2006

Afmælisdagurinn er að klárast og ég komst einhvern veginn aldrei að því hvað ég ætlaði að gera í tilefni dagsins þannig að það varð lítið um hátíðahöld. Ákvað reyndar að tékka á sushi-staðnum í Iðu eftir vinnu en var ekkert yfir mig hrifin. Sennilega er ég frekar gagnrýnin á sushi; mér finnst t.d. ekki æskilegt að færibandið sé yfirfullt þegar lítið er að gera, það vekur bara spurningar um hversu lengi maturinn sé búinn að vera þarna, og ég fékk á tilfinninguna að sumt væri búið að vera þarna heldur lengi (og að sumt hefði reyndar aldrei verið alveg nógu gott, t.d. var túnfiskurinn afar fráhrindandi (en mér finnst góður túnfiskur æði)). Staðurinn lendir að vísu líka í óheppilegum samanburði þar sem ég er nýbúin að borða (oftar en einu sinni, m.a. dásamlega máltíð á gamlárskvöld) á miklum uppáhalds-sushi-stað mínum í London : Kulu Kulu Sushi í Brewer Street - pínulítill staður þar sem ekkert er lagt í innréttingar og engiferið og wasabi-ið er bara í plastdöllum, en allt virðist mjög ferskt og ekta.

Nú, jæja, eftir þetta ákvað ég, þrátt fyrir okurverð hérlendi, að splæsa á mig uppáhalds-kokteilnum mínum frá því á Ítalíu í sumar sem ég hafði séð á listanum á b5. Það sem ég fékk var ágætt en stóðst ekki samanburðinn við neina af þeim ólíku gerðum af þessum góða kokteil sem ég fékk á Ítalíu.

Sennilega er vandamálið að ég vildi helst vera í útlöndum. (Einhverjir lesendur hafa kannski dregið skarplega ályktun um það efni af ítrekuðum kveinstöfum yfir þessu fúla landi síðustu árin.)

En allavega: Ég er orðin þrjátíu og eins. En samt bara degi eldri en í gær þegar ég var þrítug. Svona er þetta. Einn dagur í einu breytir ýmsu. Eða ekki. Mér finnst ég svosem ekkert mikið öðruvísi en í gær. Eða fyrradag. Eða í fyrra. Eða hitteðfyrra. O.s.frv. (a.m.k. nokkur ár aftur í tímann).

fimmtudagur, 19. janúar 2006

Hversu lengi er viðeigandi að óska fólki gleðilegs árs? Ég geri það ennþá en var að uppgötva að janúar er að verða býsna langt kominn. Kannski fer að verða tímabært að hætta að láta eins og árið sé nýbyrjað. Hvað finnst ykkur?

Ég get annars ekki hætt að furða mig á því hvað tíminn líður hratt. Það að kominn skuli vera 19. jan. þýðir víst líka að það eru bara fimm dagar þangað til ég verð þrjátíu og eins - og ég er ekkert farin að ákveða hvað ég ætla að gera í tilefni af því. Það ætti svo sem að vera nógur tími enn til að ákveða það - en ef tíminn heldur áfram í hraðflugi verður afmælið liðið áður en ég veit af. Æ, jæja, þetta kemur allt í ljós.

Jólaljós - Debenhams


Jólaljós - Debenhams
Originally uploaded by ernae.
Ég þarf nauðsynlega að fara að læra á fótósjopp. Langar t.d. að geta losnað við ljósið uppi í vinstra horninu á þessari mynd.

miðvikudagur, 18. janúar 2006

Stundum er mjög fyndið hvernig fyrirsagnir raðast saman á Mikka vef. Nú er t.d. nýkomin inn færsla frá mér þar sem segir: "Mér finnst rigningin ekki sniðug." Rétt fyrir ofan er lína frá farfuglinum sem er á allt öðru máli og segir: "Mér finnst rigningin góð." Næstum eins og fram fari umræður á rss-yfirlitinu sjálfu.
Mér finnst rigningin ekki sniðug. Dauðhrædd um að hún eyðileggi snjóinn (sem er í miklu uppáhaldi hjá mér eins og áður hefur komið fram). Svell eru ekki skemmtileg (nema á mjög afmörkuðum stöðum).

Fór annars á Brokeback Mountain í gær og fannst hún stórfín. Á leiðinni út úr bíóinu íhugaði ég samt hvort mér hefði kannski fundist hún of væmin ef hún hefði verið um samband karls og konu - og í því sagði Una hikandi : "Ég var að velta fyrir mér ... það er nú kannski ekki sanngjarnt að bera þær saman ... en minnir hún ekki svolítið á Brýrnar í Madison-sýslu?" Og jú, eiginlega gerir hún það. Við fundum allavega ýmislegt sameiginlegt. Ætla samt ekki að útlista það nánar hér.

En það er ágætt að sýna að karlmenn séu líka tilfinningaverur og ennþá betra ef myndin hjálpar einhverjum að uppgötva að hommar eru líka fólk. Það veitir víst ekki af.

mánudagur, 16. janúar 2006

Soho Square - jólapakkahús


Soho Square - jólapakkahús
Originally uploaded by ernae.
Þetta er tilraun til að blogga beint úr flickr. Við Soho Square var búið að breyta húsi í jólapakka.

sunnudagur, 15. janúar 2006

Mér finnst snjórinn æði. Langbest að á veturna sé vetur en ekki eilíf grámygla.
Loksins búin að koma mér upp myndasíðu. Búin að setja inn myndir frá London og nokkrar Reykjavíkurmyndir. Ítalíumyndirnar frá í sumar koma seinna, og líka myndirnar sem ég tók í Tallinn í október. Vitnisburður um afar gott útlandaár hjá mér, og reyndar var árið almennt stórfínt. Ánægð í vinnunni, byrjaði aftur í MA-náminu mínu eftir nokkurra ára drukknun í brauðstritinu, komst heilmikið úr landi ...

Sit núna fyrir framan sjónvarpið og bíð milli vonar og ótta eftir að sjá hvort íslenski glæpaþátturinn verður góður, skikkanlegur eða hræðilegur.

Ætlaði annars alltaf að segja nánar frá Lundúnaferðinni en eftir því sem lengra líður gengur sífellt verr að komast í verkið. Æ, þetta var bara svo góð ferð. Gekk og gekk og gekk eins og við mátti búast, fór á slatta af söfnum o.þ.h. (National Gallery, National Portrait Gallery, British Museum, Tower of London, Design Museum, Tate Britain og Tate Modern), fór á þrjár leiksýningar og einn ballett, borðaði helling af alls konar góðum mat: enskum, frönskum, ítölskum, ungverskum, japönskum, taílenskum, víetnömskum, indverskum, fransk-indverskum... Og hafði það almennt afar notalegt. Besti maturinn var á Cinnamon Club á aðfangadagskvöld - einhver besti matur sem ég hef nokkurn tíma fengið. Sverðfiskur í aðalrétt, þorskur í forrétt (já, jólamaturinn minn var þorskur og hann var frábær!), fljótandi eyja með mangósósu á eftir, kaffi og konfekt, allt saman afbragð. Á þennan stað ætla ég tvímælalaust aftur og líka á Vasco and Piero's Pavilion. Algjör snilldarmatur.

Fram að þessu hafði ég bara stoppað tvo til fjóra daga í London og langaði ofboðslega að ná a.m.k. viku til tíu dögum þar. Nú hafðist það - ég var ellefu daga - en þá langar mig að vera allavega mánuð. Fæ aldrei nóg!

þriðjudagur, 3. janúar 2006

Komin heim. Eins og venjulega er nóg sem pirrar mig undireins og ég kem til landsins, og það byrjar strax og komið er inn í flugstöðina sem er vægast sagt undarlega hönnuð bygging. Mér finnst alltaf jafn merkilegt hvernig er hægt að hafa eins langar gönguleiðir á svona litlum flugvelli - fyrir utan ferðir upp og niður stiga sitt á hvað. Fyrst á dagskrá þegar ég kom inn úr vélinni var að ganga niður stiga, síðan tók við krókaleið að öðrum stiga sem þurfti að ganga upp, og þá var gengið og gengið og gengið og gengið (virtist endalaust) að þriðja stiganum þar sem leiðin lá niður á ný. Ekki að ég víli venjulega fyrir mér að ganga mikið og lengi - en svona langar leiðir inni í byggingum eins og þessum eru bara fáránlegar. Ég vorkenni fótfúnu fólki mjög að þurfa að komast þarna um.

Veðrið í Keflavik er líka vant að gleðja mann - eða þannig. Reyndar var hvorki rigning né rok núna, en í staðinn var þungskýjað og fáránlega dimmt miðað við að klukkan var ekki orðin fjögur.

Ég hef aldrei haft neitt sérstakt á móti flugrútunni en það breyttist í dag því nú er farið að spila af bandi leiðinlega ræðu flutta af smjörborinni rödd þegar lagt er af stað. "Velkomin ... bla, bla, bla ... drive through the lava fields of the Reykjanes peninsula ..." Og skelfileg tón"list" leikin undir. Oj bara.

Það verður ágætt að fara aftur í vinnuna - að öðru leyti er frekar tilgangslaust að vera á þessu landi. En ferðin var góð og ég á lengi eftir að rifja hana upp. A.m.k. með sjálfri mér - kannski líka hér á blogginu næstu daga, ef ég nenni.

Æ, já, ég var næstum búin að gleyma: Gleðilegt ár!