föstudagur, 1. september 2006

Dagurinn i dag byrjadi klukkan fjogur i nott. Tha hafdi eg sofid i um tvo tima (reyndi samt ad fara snemma ad sofa i gaerkvold en ad sjalfsogdu sofnadi eg ekki fyrr en seint og um sidir). Morgunflug eru stundum alveg bolvanleg. Thar sem eg beid svo a flugvellinum la vid ad eg sofnadi ofan i kaffid mitt - a Schoenefeld er ekkert yfirgengilega mikid vid ad vera, svo vaegt se til orda tekid.

A leidinni ut i flugvel thurfti eg ad standa of lengi nalaegt nokkrum midaldra Thjodverjum sem fannst greinilega afar gaman ad vera a leid i fri. Theim fannst thau sjalf greinilega hrikalega skemmtileg, a.m.k. hlogu thau afar hatt og mikid ad eigin ofyndni. Hlaturinn var har og skerandi, af laeraskella- og bakfallataginu. Eg var ekki nogu morgunhress til ad hafa gaman af thvi.

Flugid var agaett og tidindalaust og eg nadi ad sofa dalitid. Thegar eg vaknadi var thetta lika fina utsyni yfir Italiu.

A Ciampino-flugvelli var long bid eftir toskunum. Fyrst leid langur timi an thess ad nokkud gerdist. Svo for faeribandid i gang en enn leid drjug stund adur en fyrsta taskan birtist. Sidan var langt i naestu tosku og tharnaestu og thartharnaestu o.s.frv.

I rutunni a leid inn i Rom var eg svo oheppin ad sja bilstjorann i speglinum. Lengi framan af notadi hann adra hondina i ad halda farsimanum ad eyranu, hin hondin var a styrinu - nema thegar hann skipti um gir, tha var styrid alveg laust vid hendur. Hann keyrdi lika svo rykkjott ad eg sem er ekki von ad vera bilveik var farin ad eiga frekar erfitt. Thar ad auki villtist hann og tok langan aukahring i borginni.

Thad var mikill trodningur ad na toskunum ur rutunni. Ofan a minni tosku var onnur taska - einhver Thjodverji aetladi ad fara ad taka hana en haetti svo vid. Eg helt tha ad hann hefdi sed ad thetta vaeri ekki sin taska og ytti henni fra. Madurinn brjaladist. Hann atti semsagt toskuna thratt fyrir allt.

Thetta er ekki buid. Thegar eg komst loksins ad nedanjardarlestinni - threytt og ringlud - tha hoppadi eg ad sjalfsogdu upp i vitlausa lest. En thad var sem betur fer fljotgert ad na lest aftur til baka og komast i tha rettu.

Morgunninn var semsagt dalitid erfidur. En sem betur fer hefur dagurinn bara batnad sidan. Gististadurinn litur vel ut, eg fann mer fljott is og svo pizzu og svo kaffi sem var allt til mikilla bota, thad er hlytt i Rom (mikid er gott ad geta gengid um a ermalausum bol) og borgin er audvitad dasamleg. Eg er buin ad vera of threytt til ad gera mikid "af viti" - skodadi reyndar eina ljosmyndasyningu adan en hef annars bara notid thess ad rolta um, adallega um Prati (hverfid thar sem eg gisti), Centro Storico og Trastevere. Reyndar er eg buin ad ganga meira en eg aetladi. Svona fer thad oft. Og kvoldid er eftir. Sidasta sumar aetladi eg snemma ad sofa fyrsta kvoldid mitt i Rom en svo var bara svo sjarmerandi ad ganga um borgina ad kvoldlagi ad eg gat ekki haett fyrr en seint og um sidir. Thad a eftir ad koma i ljos hvernig fer i kvold.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli