föstudagur, 15. september 2006

"Sciopero" var eitt af fyrstu ordunum sem okkur var kennt i Bologna i fyrra, enda grundvallarord i itolsku. Thad merkir "verkfall". I dag var almenningssamgangnaverkfall um alla Italiu sem hafdi blessunarlega litil ahrif a mig. Thad kollvarpadi reyndar plonum minum um ad thvaelast um Napoli i straeto i dag til ad kanna hverfi sem eg var ekki buin ad skoda - en i stadinn er eg bara buin ad rolta um og taka helling af myndum. Skrytid og asnalegt ad vera ad fara hedan.

fimmtudagur, 14. september 2006

Plastglos eru mjog vinsael herna. Thegar madur faer vatn med kaffinu a bar er thad osjaldan i plastglasi - og einu sinni fekk eg meira ad segja kaffid sjalft i plasti (eitthvad takmarkad til af hreinu leirtaui thann daginn). A einu veitingahusi um daginn var svo meira ad segja plastglas fyrir vinid. Thad var ekki erfitt ad imynda ser hversu massift hjartafall akvednir islenskir veitingahusarynar hefdu fengid vid tilhugsunina eina.
Naestsidasta skoladeginum var ad ljuka og a laugardaginn tharf eg ad ryma herbergid mitt. Ekki a morgun heldur hinn - otrulegt hvad timinn lidur hratt. A thridjudaginn flyg eg svo fra Rom til Kaupmannahafnar en thangad til i gaer var eg oakvedin i hvad eg aetladi ad gera i millitidinni. Medal thess sem eg hafdi ihugad var ad dvelja a litilli eyju sem heitir Ponza, en svo fannst mer komid nog af litlum thorpum o.th.h. i bili og akvad ad eg vildi frekar vera i borg. Tha var spurningin bara: hvada borg? Einn moguleikinn hefdi verid ad vera afram i Napoli en thott mig daudlangi ad vera her miklu lengur akvad eg ad thad vaeri best ad yfirgefa borgina sama dag og eg thyrfti ad ryma herbergid mitt - i bili yrdi of skrytid ad fara i gistingu einhvers stadar annars stadar. Annar moguleiki hefdi verid ad vera i Rom allan timann fram ad brottfor - en eg er buin ad vera thar um tima i thessari ferd og thott eg gaeti vel hugsad mer ad dvelja langalengi thar langadi mig meira ad nota thessa daga i eitthvad annad. Mig langar svolitid til Bologna (thar sem eg var manud i fyrrasumar) en finnst einhvern veginn ekki retti timinn nuna. Nidurstadan vard Florens - eg stoppadi bara eitt siddegi thar i fyrra og langar ad skoda borgina betur. Tek lest thangad a laugardaginn og gisti tvaer naetur, verd svo sidustu Italiunottina i Rom, flyg svo semsagt til Kaupmannahafnar a thridjudaginn og eftir tveggja daga stopp thar held eg afram til Islands a fimmtudagskvoldid (eftir nakvaemlega viku semsagt) og maeti i vinnuna a fostudagsmorguninn. Jamm, thad styttist i ad alvara lifsins taki vid aftur.

Ae - en thad er svo einhvern veginn ekki timabaert ad fara fra Napoli. Borgin er svo margbreytileg og mer finnst eg bara rett ad byrja ad kynnast henni. Madur ser eitthvad ahugavert a hverjum degi herna og thad er svo margt a listanum minum yfir hluti sem eg hef aetlad ad blogga um - thar a medal ad segja eitthvad almennt fra borginni sjalfri, en eg hef ekki nennt og nenni ekki ad eyda miklum tima vid tolvu. Kem kannski einhverjum punktum ad naestu daga og e.t.v. baetist eitthvad vid eftir ad eg kem heim.

miðvikudagur, 13. september 2006

Sumir stadir eru turistastadir af mjog godri astaedu og Capri er einn af theim. Eg dreif mig semsagt thangad i gaer. Tegar eg kom i ferjuna leist mer ekki alveg a blikuna thvi hun var full af ameriskum turistum og a bryggjunni a Capri voru fleiri svoleidis batsfarmar - en eins og svo vida eru turistagruppurnar bara a mjog afmorkudum stodum. Ef madur fer burt fra hofninni og lika naesta nagrenni adaltorgsins i thorpinu Capri var umhverfid afar fridsaelt - a.m.k. var thad svoleidis i gaer, sem var reyndar abyggilega lika mjog heppilegur dagur til ad vera a Capri, thar sem thad var virkur dagur og hvorki juli ne agust.

Eg byrjadi reyndar a einum adalturistastadnum: Blàa hellinum (La Grotta Azurra). Eiginlega leit eg a thad sem eitthvad sem "thyrfti" ad ljuka af en thad var mikid glediefni thegar ferdin thangad reyndist frabaer. Trulega er algjorlega naudsynlegt ad solin skini - en thad gerdi hun einmitt i gaer og hellirinn var i raun og veru aevintyralegur. Thad magnar lika upplifunina ad opid i hellinn er svo throngt ad thangad inn er bara farid a litlum arabatum, med 3-4 farthega i hverjum.

Thegar komid var til baka i adalhofnina gekk eg upp i thorpid og kannadi thad litillega. I thvi midju var ogrynni af afar finum merkjabudum (en ein budin het 'Snobberie' sem mer fannst frekar fyndid) en thegar komid var naer jodrunum rakst madur adallega a born ad leik eda folk uti ad ganga med hundinn sinn. Svo tok natturan bara vid og hun er i alvoru mognud: klettar sem risa tugi metra ur sjo eru t.d. frekar flottir. Undir lok langrar gonguferdar foru eldingar svo allt i einu ad leiftra a himninum - bara til ad undirstrika dramatikina i landslaginu (eg er alveg viss um ad thad var eina astaedan). Og a gonguferdinni rakst eg bara a orfaa adra turista.

Eg tok lika straeto yfir i thorpid Anacapri og gekk thar smavegis um, en settist svo bara og fekk mer ad borda i rolegheitum thegar eg kom til baka. Gekk svo fallega leid nidur ad hofninni, algjorlega himinsael med daginn.

þriðjudagur, 12. september 2006

A Ischia keypti eg kort af eyjunni en hafdi ekki nogu mikid gagn af thvi vegna thess ad ornefni voru oft a undarlegum stodum og thar ad auki voru thau ekki endilega thau somu og a vegvisunum eda i ferdahandbokinni. Thetta var frekar fyndid thar sem daginn adur hafdi eg lesid The Brooklyn Follies eftir Paul Auster og thar segir ein personan fra londun sinni til ad gefa ut landakort full af villum. Mer leid eins og bokin vaeri farin ad hafa grunsamlega mikil ahrif a "raunveruleikann".
Afram um helgina - adur en ad henni kom gat eg ekki akvedid hvort eg aetti ad kanna Amalfi-strondina eda eyjarnar her i nagrenninu thannig ad eg gerdi bara hvort tveggja: a sunnudaginn for eg semsagt til Procida og Ischia. Stoppid a Procida var stutt, gekk bara smavegis um og bordadi, en a Ischia tok eg straeto hringinn i kringum eyna, for ut a ymsum stodum, rolti um og tok thad bara frekar rolega. Eyjarnar eru badar mjog saetar - en i bili er eg buin ad sja nog af smabaejum og thorpum. Eg aetla nu samt ad drifa mig til Kapri - kannski jafnvel eftir skola i dag. En thad var gott ad koma aftur i borgina.

Ef eg fer samt einhvern tima aftur til Ischia aetla eg ad klifa fjallid a eyjunni - og eg aetla ad stoppa lengur i Ischia Ponte, koma mer fyrir a godum stad og horfa a kastalann thar og lesa i bok til skiptis goda stund. Kastalinn er svakalega fallegur (mig minnir ad hann heiti Castello Aragonese). Nu nadi eg bara ad sja hann rett i svip - tok straeto fra Ischia Porte, hljop til ad sja kastalann, tok myndir (eins og japanskur turisti) hljop aftur til baka i straeto - thvi eg hafdi svo litinn tima adur en sidasta ferjan atti ad fara (takid eftir ad eg sagdi "atti" ad fara - svo reyndist hun klukkutima of seint).

Mer skilst ad kastalinn se aberandi i einhverri senu i biomyndinni The Talented Mr. Ripley. Kannski aetti eg ad horfa aftur a myndina til ad tekka a thvi. Vona bara ad atridid se i fyrri hluta myndarinnar medan myndarlegi og sjarmerandi madurinn er enn a lifi - eg nenni alls ekki ad horfa aftur a seinni partinn eftir ad omurlega vidriniskripid er ordid allsradandi.

mánudagur, 11. september 2006

Laugardagurinn for i ad kanna Amalfi-strondina. Tok fyrst bat til Positano, baejar sem hangir eiginlega utan i klettum, gekk thar svolitid um og tok svo straeto afram. Straetostoppistodin er efst i baenum og til ad komast thangad thurfti eg ad klifra upp otal troppur. Ef einhver aetlar til Positano radlegg eg vidkomandi ad hlaupa fyrst nokkrar ferdir upp kirkjutroppurnar a Akureyri til undirbunings. Helt ad eg vaeri i agaetis formi en var ordin lafmod a midri leid. Sem betur fer get eg sennilega kennt hitanum um ad hluta. En umhverfid er svakalega fallegt eins og reyndar oll strondin.

Straetobilstjorarnir a svaedinu hljota ad standa sig vel i okuleiknikeppnum. Eg var full addaunar yfir thvi hvernig their thraeddu mjou og krokottu vegina utan i hlidinni thar sem er varla nog plass til ad maetast en theim tokst thad. Sem betur fer var alls stadar lagur veggur milli vegarins og hyldypisins.

Stoppadi dagoda stund i Amalfi, bordadi, skodadi kirkjuna - og thad merkilegasta: pappirssafnid. Ekki vissi eg ad a midoldum hefdi Amalfi hefdi verid siglingaveldi a bord vid Feneyjar - og ad thad hafi verid stundud pappirsgerd i margar aldir allt fra 13. old (minnir mig - jafnvel adeins fyrr?). Pappirs"verksmidjan" er nuna safn med alls konar eldgomlum graejum. Mjog spennandi.

Helt svo afram eftir strondinn med straeto, stoppadi dalitla stund i litlu saetu thorpi... get ekki munad nafnid: thad heitir Cetara eda eitthvad alika. Helt ferdinni svo afram og tok ad lokum lest fra Salerno til baka til Napoli. Storfinn dagur.

Hef ekki tima til ad skrifa meira i bili - meira um helgina sidar.

föstudagur, 8. september 2006

Er haegt ad segja "mig borda glas"? Nei, ekki a islensku og ekki heldur a itolsku (nema madur se staddur i heimi sem lytur serstokum logmalum). Thetta gerdi eg nu samt i gaer: rugladi saman sognunum 'mancare' (vanta) og 'mangiare' med thessum serkennilega arangri - hefdi viljad sagt hafa "mig vantar glas" en thad for semsagt adeins odruvisi. Aumingja thjonustustulkan vard lika frekar forvida og thad tok allnokkurn tima ad greida ur misskilningnum.

Fin ferd til Pompei i dag, en eg er svolitid luin og lika svong. Farin ad finna mer eitthvad gott ad borda.

fimmtudagur, 7. september 2006

Her er heitt og rakt. Eiginlega var eg buin ad hugsa mer ad skreppa til Capri eftir skola i dag en thad er svo mikid hitamistur yfir floanum ad eg akvad ad fresta thvi og vonast til ad thad verdi bjartara einhvern annan dag og mogulegt ad njota utsynisins betur (thad var mjog bjart og fallegt a manudag og thridjudag - eg vonast eftir fleiri svoleidis dogum). Thannig ad eg er bara ad thvaelast um Napoli eins og alla hina dagana sem er reyndar alls ekki slaemt. A morgun fer eg til Pompei med skolanum en eg er enn oakvedin i thvi hvad eg geri um helgina. Tha kaemi audvitad vel til greina ad kanna eyjarnar: Capri, Ischia, Procida. Nu, eda fara a Amalfistrondina, taka t.d. ferju til Positano og thvaelast svo um. Eda eitthvad. Eg tharf ad fletta ferdahandbokunum minum vel i kvold.

miðvikudagur, 6. september 2006

Lyftan i husinu thar sem eg by er ekki stor. I henni mega samkvaemt skiltinu vera thrjar manneskjur a leidinni upp og tvaer a leidinni nidur. A jardhaedinni eru nokkrar troppur - thrjar eda fjorar - upp i lyftuna. (Thegar eg kom til borgarinnar thurfti lika ad ganga thrjar troppur upp i rullustigann upp af brautarpallinum - aetli her seu einhver tengsl milli thriggja threpa og taekja sem thessara?). Thegar buid er ad opna dyrnar ad halfu - th.e. med ytri hurdinni - taka vid tvaer innri hurdir og thegar madur er buinn ad smeygja ser a milli theirra tharf oft ad brasa vid ad halda theim opnum til ad ljuka ytri hurdinni aftur thar sem pumpan a henni er ordin svolitid luin. Svo tharf ad gaeta thess ad allar hurdirnar falli fullkomlega ad stofum thvi annars hreyfist lyftan ekki. Thetta tharf lika ad passa vel thegar farid er ur lyftunni. Leigusalinn lagdi rika aherslu a thetta thegar hann kenndi mer a apparatid, enda virdist oft hafa verid kvartad vid hann yfir leigjendum sem ekki skilja rett vid lyftuna.

Nu, jaeja, thegar tekist hefur ad komast inn i lyftuna er naest a dagskra ad lita a sjalfsalann i lyftunni - stundum kostar lyftuferdin nefnilega 5 cent, en her i Napoli er ymislegt skemmtilega ologiskt - m.a. er aldrei haegt ad vera viss um hvenaer er okeypis i lyftuna og hvenaer tharf ad borga. Oftast tharf ad borga a morgnana og seinnipartinn, samt ekki alltaf, upp ur hadegi er ad jafnadi okeypis, en thvi er samt ekki haegt ad treysta; hins vegar hef eg ekki thurft ad borga sidla kvolds enn sem komid er. Eg reyni samt ad passa ad eiga alltaf tiltaekan 5 centa pening, thvi thott eg se oft gjorn a ad ganga upp stiga nenni eg ekki endilega ad ganga upp a sjottu haed (sem er reyndar eiginlega su attunda).

þriðjudagur, 5. september 2006

Eg uppgotvadi i gaer ad innanklaedamittisveskid mitt er rifid! Sem betur fer hafdi vegabrefid ekki runnid ur thvi og tynst en thad hefdi audveldlega getad gerst. Kaldhaednislegt ad thegar eg aetladi loksins ad gera serstakar varudarradstafanir med vegabrefid skuli eg beinlinis hafa stofnad thvi i haettu. Nuna er thad bara i handtoskunni. Thvi midur er eiginlega ekki inni i myndinni ad skilja thad eftir heima, thvi nu tharf madur ad syna skilriki til ad komast a netid her a Italiu. Thess var ekki krafist i fyrra en eftirlitsthjodfelagid er greinilega ad eflast. A innflytjendanetstad sem eg for a i Rom voru menn samt ekkert ad stressa sig yfir thessu med skilrikin.
Einhverjir muna kannski kvartanir minar sidan i fyrra yfir thvi hvad eg laerdi litlar sagnbeygingar i Bologna, og hvad eg vard fegin thegar vid laerdum loksins passato prossimo (nulidin tid ,algengasta thatidin) i fjordu viku. Ja, og eg laerdi reyndar lika um afturbeygdar sagnir thar. Thetta fannst mer samt of litid, thvi sagnbeygingar eru baedi skemmtilegar og afar mikilvaegar! Og mer til gridarlegrar gledi er eg buin ad laera toluvert um sagnir a tveimur dogum her i Napoli: i gaer var thad baedi 'la forma impersonale' (opersonuleg notkun) og 'la forma progressiva' (gerundio) i nutid, og i dag baettist gerundio i thatid vid. Thetta finnst mer gaman! Adrir i hopnum minum hafa lika laert 'imperfetto' (eiginlega thatid) sem mig vantar enn ad mestu, en kennarinn aetlar ad lata mig hafa mig hafa eitthvert efni a morgun svo eg geti laert thetta sjalf. Thad verdur lika gaman!
Her i Napoli virdist stodugt stundadur samkvaemisleikurinn 'hversu margir komast a eina vespu?' Einn til tveir er svosem algengast, en eg hef lika sed karl og konu med eitt barn, konu med tvo born, tvo karla og einn stol - en hamarkid sem eg hef sed hingad til er fjorir: karl og kona med tvo born. Fylgist spennt med afram.

mánudagur, 4. september 2006

Kom til Napoli i gaer og vard ekki fyrir neinu kultursjokki. Borgin er vissulega kaotisk, havaer og ekki serlega hrein - en thad tholi eg vel (serstaklega thad fyrstnefnda) og kann strax vel vid mig herna. Enn sem komid er hef eg lifad thad af ad komast yfir goturnar sem er aevintyri i naestum hvert einasta sinn en gengur semsagt prydilega. Meira um borgina sidar - mer synist ad thad verdi fra nogu ad segja.

Romardvolin var storgod - eg bordadi helling af godum mat (t.d. melonurisotto, tharf endilega ad profa ad elda svoleidis einhverntima), gekk ad sjalfsogdu svakalega mikid, skodadi ofaar kirkjur, leitadi ad pastasafni en fann ekki, skodadi i stadinn malverkasafn i Piazza Barberini a laugardeginum og tvo sofn i Villa Borghese gordunum a sunnudeginum: Galeria Borghese, thar sem er adallega 16. og 17. aldar myndlist, og "arte moderna" safn med 19. og 20. aldar myndlist. Baedi mjog flott. Timabilid i fyrra safninu hofdar almennt ekkert serstaklega til min en eg sa samt ymislegt sem mer fannst algjort aedi, serstaklega nokkrar myndir eftir Caravaggio. Auk thess er byggingin eiginlega safngripur sjalf. Tharna var lika slatti af styttum eftir Bernini sem mer hefur aldrei fundist spennandi thott eg viti ad hann se vaentanlega mjog merkilegur - en ein af thessum styttum - sem var af Apollo og Dafne - heilladi mig upp ur skonum.

Jaeja, eg kom svo til Napoli i gaer - sjarmerandi borg, herbergid sem eg leigi er mjog fint, lyftan i husinu er afar athyglisverd (meira um hana sidar), eg byrjadi i skolanum i morgun og mer list bara afar vel a allt saman. Nenni ekki ad skrifa meira i bili - verd ad komast ut i solina og halda afram ad kanna borgina. Verst ad eg er med blodrur a undarlegustu stodunum a fotunum - thott eg se passasom ad ganga i skynsamlegum skom dugar hef eg verid of mikid berfaett i theim og thad er ekki nogu snidugt thegar madur gengur endalaust. Blodrurnar a iljunum eru verstar. Sennilega er gafulegt ad nota straeto frekar mikid naestu daga.

föstudagur, 1. september 2006

Dagurinn i dag byrjadi klukkan fjogur i nott. Tha hafdi eg sofid i um tvo tima (reyndi samt ad fara snemma ad sofa i gaerkvold en ad sjalfsogdu sofnadi eg ekki fyrr en seint og um sidir). Morgunflug eru stundum alveg bolvanleg. Thar sem eg beid svo a flugvellinum la vid ad eg sofnadi ofan i kaffid mitt - a Schoenefeld er ekkert yfirgengilega mikid vid ad vera, svo vaegt se til orda tekid.

A leidinni ut i flugvel thurfti eg ad standa of lengi nalaegt nokkrum midaldra Thjodverjum sem fannst greinilega afar gaman ad vera a leid i fri. Theim fannst thau sjalf greinilega hrikalega skemmtileg, a.m.k. hlogu thau afar hatt og mikid ad eigin ofyndni. Hlaturinn var har og skerandi, af laeraskella- og bakfallataginu. Eg var ekki nogu morgunhress til ad hafa gaman af thvi.

Flugid var agaett og tidindalaust og eg nadi ad sofa dalitid. Thegar eg vaknadi var thetta lika fina utsyni yfir Italiu.

A Ciampino-flugvelli var long bid eftir toskunum. Fyrst leid langur timi an thess ad nokkud gerdist. Svo for faeribandid i gang en enn leid drjug stund adur en fyrsta taskan birtist. Sidan var langt i naestu tosku og tharnaestu og thartharnaestu o.s.frv.

I rutunni a leid inn i Rom var eg svo oheppin ad sja bilstjorann i speglinum. Lengi framan af notadi hann adra hondina i ad halda farsimanum ad eyranu, hin hondin var a styrinu - nema thegar hann skipti um gir, tha var styrid alveg laust vid hendur. Hann keyrdi lika svo rykkjott ad eg sem er ekki von ad vera bilveik var farin ad eiga frekar erfitt. Thar ad auki villtist hann og tok langan aukahring i borginni.

Thad var mikill trodningur ad na toskunum ur rutunni. Ofan a minni tosku var onnur taska - einhver Thjodverji aetladi ad fara ad taka hana en haetti svo vid. Eg helt tha ad hann hefdi sed ad thetta vaeri ekki sin taska og ytti henni fra. Madurinn brjaladist. Hann atti semsagt toskuna thratt fyrir allt.

Thetta er ekki buid. Thegar eg komst loksins ad nedanjardarlestinni - threytt og ringlud - tha hoppadi eg ad sjalfsogdu upp i vitlausa lest. En thad var sem betur fer fljotgert ad na lest aftur til baka og komast i tha rettu.

Morgunninn var semsagt dalitid erfidur. En sem betur fer hefur dagurinn bara batnad sidan. Gististadurinn litur vel ut, eg fann mer fljott is og svo pizzu og svo kaffi sem var allt til mikilla bota, thad er hlytt i Rom (mikid er gott ad geta gengid um a ermalausum bol) og borgin er audvitad dasamleg. Eg er buin ad vera of threytt til ad gera mikid "af viti" - skodadi reyndar eina ljosmyndasyningu adan en hef annars bara notid thess ad rolta um, adallega um Prati (hverfid thar sem eg gisti), Centro Storico og Trastevere. Reyndar er eg buin ad ganga meira en eg aetladi. Svona fer thad oft. Og kvoldid er eftir. Sidasta sumar aetladi eg snemma ad sofa fyrsta kvoldid mitt i Rom en svo var bara svo sjarmerandi ad ganga um borgina ad kvoldlagi ad eg gat ekki haett fyrr en seint og um sidir. Thad a eftir ad koma i ljos hvernig fer i kvold.
Sidasti dagurinn i Berlin var storfinn eins og vid er ad buast (semsagt gaerdagurinn). Thad var lika mjog gott ad vita ad eg kaemi thangad aftur eftir tvo manudi, tha fannst mer eg ekki thurfa ad "gera" alltof margt. Nokkur hluti af deginum for i rannsoknarvinnu fyrir gonguferdina sem eg aetla vist ad sja um fyrir kollegana i oktoberlok (er eg ekki samviskusom?!) og eg komst ad ymsu gagnlegu - m.a. ad fyrsti parturinn af gonguleidinni sem eg hafdi i huga var omogulegur - thad hefdi verid of langt gengid fyrir of litid.

Eg skodadi lika kvikmyndasafnid en annars helt eg uppteknum haetti ad thvaelast bara um i rolegheitum, hanga a kaffihusum og slaepast. Aetladi eiginlega i bio um kvoldid ad sja Der Himmel über Berlin (sem eg hef aldrei sed), en var sidan a godri leid med ad verda of sein og nennti ekki ad flyta mer. Thar ad auki var eg svong.