Leipzig er ennthá falleg og frábaer. Búid er ad ritskoda söguna med thví ad fjarlaegja Karl-Marx-lágmyndina af háskólanum (!) og ljóta húsid vid markadstorgid hefur verid rifid og nýtt byggt í stadinn. Mér finnst thad líta thokkalega út, en sá kvartad yfir thví í bladagrein í gaer ad thad vaeri forkastanlegt thví hlutföllin í thví vaeru nasistaleg. Erfidleikar thess ad bera svona thunga sögu á herdunum koma fram á ýmsa vegu.
Ad ödru leyti hefur fátt breyst í grundvallaratridum, bara smáatridi eins og ad ný skilti eru komin á sporvagnastödina vid adalbrautarstödina, stoppistödin vid Wilhelm-Leuschner-Platz ("Zentraler Umsteigepunkt") er núna tilkynnt á ensku og frönsku auk thýskunnar (en sama röddin er í hátalarakerfinu), háskólabókabúdin er flutt yfir í Universitätsstraße og ný, stór bókabúd komin á hornid á theirri götu og Grimmaische Straße (í fagbókadeildinni thar eru hlustunarpípur á tilbodi), en Hugendubel og Franz-Mehring-bókabúdin eru enn á sínum stad og thad er sem betur fer líka uppáhaldsbókabúdin mín: Connewitzer Verlagsbuchhandlung. Fá kaffihús sem ég sótti eitthvad ad rádi eru haett, en einhver hafa baest vid.
Er bara búin ad rölta um, endurnyja kynnin vid nokkur uppáhaldskaffihús, ganga meira, m.a. um Clöru-Zetkin-gard sem er á topp-fimm-listanum mínum yfir uppáhaldsalmenningsgarda, skoda fleiri kaffihús o.s.frv. Fer svo í óperuna í kvöld - thegar ég bjó hérna 1999-2000 gátu stúdentar fengid mida korteri fyrir sýningu á 10 mörk sem thá voru minna en 400 ísl.kr., semsagt mjög gódur díll sem ég notadi mér oft. Sama konan er enn í midasölunni og enn jafn gladleg.
Nenni ekki ad skrifa meira í bili - ég tharf naudsynlega ad halda áfram thvaelingi milli kaffihúsa.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli