þriðjudagur, 4. júlí 2006

Það er eitthvað verulega mikið athugavert við land þar sem staðalbúnaður á "sumrin" er húfa og vettlingar og þetta "sumar" virðist ekki ætla að vera eitt af þeim bestu. Í Tjarnargötunni á morgun gekk ég fram á vesældarlega útlendinga að vandræðast yfir korti. Ég bauð fram aðstoð mína og gat auðveldlega vísað þeim veginn að Þjóðminjasafninu. Áður en við leiðir skildust spurðu þau hikandi: "Er alltaf svona kalt hérna?" Aumingja fólkið. Aumingja við öll.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli