miðvikudagur, 18. janúar 2006

Mér finnst rigningin ekki sniðug. Dauðhrædd um að hún eyðileggi snjóinn (sem er í miklu uppáhaldi hjá mér eins og áður hefur komið fram). Svell eru ekki skemmtileg (nema á mjög afmörkuðum stöðum).

Fór annars á Brokeback Mountain í gær og fannst hún stórfín. Á leiðinni út úr bíóinu íhugaði ég samt hvort mér hefði kannski fundist hún of væmin ef hún hefði verið um samband karls og konu - og í því sagði Una hikandi : "Ég var að velta fyrir mér ... það er nú kannski ekki sanngjarnt að bera þær saman ... en minnir hún ekki svolítið á Brýrnar í Madison-sýslu?" Og jú, eiginlega gerir hún það. Við fundum allavega ýmislegt sameiginlegt. Ætla samt ekki að útlista það nánar hér.

En það er ágætt að sýna að karlmenn séu líka tilfinningaverur og ennþá betra ef myndin hjálpar einhverjum að uppgötva að hommar eru líka fólk. Það veitir víst ekki af.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli