laugardagur, 23. desember 2006

Ég nennti ekki út að kaupa jólaseríur - það var miklu notalegra að sitja bara heima og hlusta á jólakveðjur í útvarpinu. En svo komst ég í flugvél á endanum og er semsagt komin norður í foreldrahús núna. Búin að fá mér ostabrauð með tómastsósu og drekka mjólk með (það er hefð) og nú er komið að laufabrauðsskurði. Þá styttist í að jólin megi koma.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli