laugardagur, 23. desember 2006

Það er röð út úr dyrum á flugvellinum! Ég átti pantað flug til Akureyarar um hádegi en það frestaðist eins og við mátti búast og var nokkrum sinnum í athugun á hálftíma fresti. Svo fékk ég tilkynningu um að það væri orðið fært en fyrst þyrfti að flytja fólk sem átti að fljúga í gær; ég ætti að athuga með flug klukkan fjögur. Ég ákvað samt að rölta út á flugvöll í von um að nógu margir hefðu hætt við að treysta á flugið og keyrt norður, eða hefðu ekki verið tilbúnir að mæta strax á flugvöllinn. Það var óhófleg bjartsýni. Ég ákvað bara að ganga heim aftur og bíða róleg eftir að röðin komi að mér.

Kannski ég noti tímann í að fara og kaupa jólaseríur. Þegar ég dró fram jóladótið fann ég kassa utan af seríum - en seríurnar sjálfar voru víðsfjarri.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli