Thad rifjadist upp ad á thýskum lyklabordum er haegt ad fá kommu yfir stafi med sama putta og notadur er á theim íslensku (thótt hnappurinn sé annar). Nú verdur thetta vonandi adeins laesilegra hjá mér thótt enn vanti nokkra mikilvaega stafi. Verst thetta med ad z skuli vera thar sem y "aetti" ad vera (og öfugt). - Og ádur en einhver reynir ad benda mér á ad breyta stillingunni á lyklabordinu svo thad verdi íslenskt, skal tekid fram ad thad er ekki haegt á thessari tölvu.
Ég hef haldid áfram ad hafa thad óendanlega notalegt hér í Berlín - tók mér t.d. ad sjálfsögdu gódan tíma í sunnudagsbröns á gódu kaffihúsi - morgunverdarmenningin á kaffihúsunum í betri thýskum borgum (t.d. Berlín og Leipzig) er eitt af mörgu sem ég sakna thegar ég er ekki hér. Hef sídan gengid og gengid, eins og venjulega, kannad kaffihús vídsvegar um borgina og hef líka haldid áfram ad kanna adstaedur fyrir gönguferdina sem ég aetla med vinnufélagana í um naestu helgi. Tókst loksins - í thridju tilraun - ad finna bestu gönguleidina fyrsta spölinn af leidinni. Thá er thetta ad verda smollid saman.
Datt svo allt í einu í hug ad fara í leikhús í kvöld, dreif mig thvert yfir borgina til ad kanna hvort ég fengi mida á Heddu Gabler í Schaubühne og var svo ótrúlega heppin ad thad var nákvaemlega einn midi laus. Var ennthá gladari yfir thví eftir sýninguna thví hún var mjög gód.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli