miðvikudagur, 1. febrúar 2006

Via Santo Stefano


Via Santo Stefano
Originally uploaded by ernae.
Loksins er ég búin að setja myndir frá Bologna inn á flickr-síðuna mína. Þótt ég hafi sorterað helling frá urðu samt rúmlega 160 eftir - og samt finnst mér mig vanta myndir af ótrúlega mörgu, t.d. ýmsu skemmtilegu úr daglega lífinu. Svona er stundum að hafa rúman tíma og færi á að gera hlutina "einhvern tíma seinna" - þ.e. þangað til tíminn rennur allt í einu út. Ég tók t.d. ekkert mikið færri myndir í Feneyjum en í Bologna þótt ég hafi bara verið eina helgi í Feneyjum en fjórar vikur í Bologna. Á enn eftir að fara gegnum Feneyjamyndirnar og aðrar myndir úr dags- og helgarferðum á Ítalíu. Það gerist einhvern tíma seinna...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli