fimmtudagur, 19. janúar 2006

Hversu lengi er viðeigandi að óska fólki gleðilegs árs? Ég geri það ennþá en var að uppgötva að janúar er að verða býsna langt kominn. Kannski fer að verða tímabært að hætta að láta eins og árið sé nýbyrjað. Hvað finnst ykkur?

Ég get annars ekki hætt að furða mig á því hvað tíminn líður hratt. Það að kominn skuli vera 19. jan. þýðir víst líka að það eru bara fimm dagar þangað til ég verð þrjátíu og eins - og ég er ekkert farin að ákveða hvað ég ætla að gera í tilefni af því. Það ætti svo sem að vera nógur tími enn til að ákveða það - en ef tíminn heldur áfram í hraðflugi verður afmælið liðið áður en ég veit af. Æ, jæja, þetta kemur allt í ljós.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli