fimmtudagur, 23. febrúar 2006

Nýlega hef ég stundum sést berfætt og fáklædd á undarlegum stöðum. Svona er líf mitt orðið furðulegt. Og það er ekkert lát á því vegna þess að í kvöld verður Kramhúsið með dansveislu á Nasa í tilefni af Vetrarhátíð þar sem alls konar dans verður sýndur, t.d.
afró, funk jazz, Bollywood, flamenco og að sjálfsögðu verður magadanshópurinn minn líka þarna. Húsið verður opnað kl. 20.30 og prógrammið hefst kl. 21. Frítt inn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli