fimmtudagur, 8. júní 2006

Myndavél, ég, Empire State, Manhattan

Enn á ég eftir að blogga um síðustu dagana í New York - en þessir tíu dagar sem liðnir eru síðan ég kom heim hafa liðið svo hratt að ég hef ekki gefið mér tíma til þess (það er búið að vera býsna mikið að gera). Í gærkvöld dreif ég hins vegar í því að skella myndum inn á flickr-síðuna mína; eins og glöggt fólk sér er New York albúmið efst í hægri dálkinum. Einhvern tíma seinna skrifa ég kannski texta við einhverjar af myndunum og tagga þær betur en þetta verður að duga í bili. Og í tilefni af því að ég átti fjögurra ára bloggafmæli um daginn (eða ekki af neinu tilefni) er hér mynd af sjálfri mér að taka mynd uppi í Empire State byggingunni. Speglar eru til margra hluta nytsamlegir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli