föstudagur, 29. desember 2006

Ég verð mjög sjaldan lasin en þegar það gerist er það ótrúlega oft í árslok. Annaðhvort hlýt ég að hafa ofnæmi fyrir jólunum eða ég höndla afslöppun engan veginn. Á aðfangadag og jóladag var ég hálflasin - eða varla það, kannski frekar einn-fjórða-lasin. Síðan hefur þetta ágerst smám saman en ég held að versti dagurinn hafi verið í gær og nú sé ég að hjarna við. Reyndar er ég enn slöpp en kvefið er allavega á undanhaldi og röddin hætt við að umbreytast í bassa, enda er ég búin að drekka ómælt magn af ýmiss konar tei með hunangi og koníaki. (Koníaksbirgðirnar mínar eru á þrotum.) Auk þess hef ég setið stillt og prúð heima hjá mér í allan dag, saumað út og hlustað á Rás 1. Með sama áframhaldi hlýt ég að verða orðin fullfrísk á gamlárskvöld.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli