þriðjudagur, 28. mars 2006

Fyrir nokkru hélt ég að sudoku-fíknin væri að ganga yfir hjá mér. Stundum voru farnir að líða dagar án þess að ég leysti a.m.k. tíu sudoku-þrautir - jafnvel dagar þar sem ég leysti ekki eina einustu. Þá fann ég síðu með manndráps-sudoku ("killer sudoku") og meira-en-sudoku og ánetjaðist að sjálfsögðu. Ískyggilegt. Hvað ætli gerist næst?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli