miðvikudagur, 12. júlí 2006

Það er að rifjast upp að mér finnst sumarið leiðinlegasta árstíðin á Íslandi. Mér tókst blessunarlega að gleyma því í fyrrasumar (enda var ég þá í burtu allan júlí) og nú í júní var nógu mikið að gera til að mér tækist að gleyma því aftur. En nú verða staðreyndirnar ekki umflúnar lengur.

Sko: ég man eftir einum kosti við íslenskt sumar: Það er bjart. (Nema reyndar þegar veðrið er grátt.)

Gallarnir eru hins vegar ýmsir. Núna er mötuneytið í vinnunni t.d. í sumarfríi, stór hluti vinnufélaganna í sumarfríi, það er kalt, bíóin keppast við að sýna myndir sem ég hef ekki áhuga á... Svona gæti ég kvartað og kveinað lengi. Já - og HM er búið.

Næstu ár ætla ég að stefna að sumarfríi í júlí. Og koma mér eitthvað langt, langt í burtu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli