fimmtudagur, 25. maí 2006

Orfa ord um 4. dag (man. 22/5): Byrjadi daginn a ad fara sydst a eyjuna og ganga um fjarmalahverfid (fra theim morgni er kaffikaupasenan sem eg var buin ad segja fra). I Wall Street sa ekki til solar og thar var naedingur. Eg gekk sidan ad Ground Zero - thar var fremur oraunverulegt ad koma. Sidan sneri eg mer aftur ad hversdagslegum hlutum - keypti hledslugraeju fyrir simann (sem eg fekk sem betur fer i fyrstu tilraun), gekk upp gegnum Tribeca og sidan i Village thar sem eg bordadi hadegismat a japansk-sudurameriskum stad sem heitir SushiSamba. Sidan tok eg skyndiakvordun um ad drifa mig a Museum for Modern Art - akvad ad 2-2,5 klst (timinn fram ad lokun) hlytu ad vera nog til ad skoda safnid. Eg komst svosem yfir safnid en for otharflega hratt yfir - hefdi mjog gjarnan viljad vera lengur. Kannski eg skreppi thangad aftur seinnipartinn a fostudaginn thegar thad er fritt inn. Eg var ekkert buin ad setja nidur fyrir mer hvad vaeri nakvaemlega hvar i safninu thannig ad mer tokst ad lata nokkra hluti koma mer a ovart: thad var t.d. bysna flott ad koma inn ur dyrunum a einum syningarsalnum og sja Avignon-ungfrurnar hans Picassos blasa vid. Eftir ad safninu var lokad thvaeldist eg bara um en dreif mig svo i bio. Myndin heitir Friends with Money og er um fremur ospennandi og ohamingjusamt folk a frumstigi midaldurskreppu. Thott efnid se ekki serlega spennandi var myndin fin. Aetladi ad thvaelast meira um eftir bioid en var svo luin ad eg dreif mig i hattinn, enda hafdi eg sofid minna en eg vildi nottina adur; um fjogurleytid kveikti ein stelpan i herberginu loftljosid og strunsadi svo strax ut ur herberginu (og skildi ljosid eftir kveikt) og annarri fannst god hugmynd ad nota harthurrku inni i herberginu fyrir klukkan sjo um morguninn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli