miðvikudagur, 25. janúar 2006

Ég er að verða háð pistasíustykkjunum í 10-11. Óheyrilega góð - og þar sem þau eru úr gerdeigi get ég auðveldlega talið mér trú um að þau séu í rauninni brauð en ekki sætindi.

Ég er búin að hlakka til þess síðan í morgun að komast heim í kvöld, leggjast upp í sófa og horfa á Bráðavaktina - en nú var ég að uppgötva að það er engin Bráðavakt í kvöld. Við þessa uppgötvun versnaði dagurinn snarlega. Það flokkast til meiriháttar hörmunga í lífi mínu þegar Bráðavaktinni er hrint út af dagskránni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli