laugardagur, 19. apríl 2003

Almáttugur, je minn eini – ég kveikti á sjónvarpinu til að athuga hvort Harry Potter væri að byrja en hefði svo sannarlega frestað því um nokkrar mínútur ef mig hefði órað fyrir því sem beið mín. Ekki nóg með að þátturinn hans Gísla Marteins væri ekki búinn – nógu slæmt eitt og sér – en þar að auki var Halldór Ásgrímsson að syngja. Eru engin takmörk fyrir þeim hörmungum sem látnar eru dynja á landslýð undir dulnefninu íslensk dagskrárgerð?

Harry Potter I hef ég annars séð tvisvar – í síðara skiptið með frönsku tali. Ég kann ekki frönsku. En þetta var nokkuð lærdómsríkt, t.d. komst ég að því að baguette er ekki bara ákveðin gerð af brauði heldur líka töfrasproti!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli