þriðjudagur, 29. apríl 2003

Nú er kennslunni að ljúka og síðustu handtökin eru ótrúlega mörg. Var að klára að fara yfir nokkra tugi heimildaritgerða öðru sinni – krakkarnir voru látnir lagfæra ritgerðirnar eftir fyrra skiptið og skila aftur. En ég losna endanlega við ritgerðabunkann á morgun, sem betur fer! Þá fæ ég stafla af heimaverkefnum (í allra síðasta sinn) og þarf að fara yfir þau fyrir miðvikudaginn því þá er síðasti kennsludagur.

Vildi að ég væri búin að halda því saman alla önnina hvað ég er búin að eyða mörgum klukkutímum í að fara yfir verkefni og fleiri verkefni og nokkur verkefni í viðbót og ritgerðir og ennþá fleiri verkefni og ritgerðirnar aftur ... Þetta er auðvitað bilun!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli