mánudagur, 12. september 2005

Frænka mín horfði áðan forviða á kynningarefnið frá bókmenntahátíðinni þar sem rithöfundarnir eru í stafrófsröð með þeirri undantekningu að Paul Auster er á undan Margaret Atwood. Hún velti fyrir sér hvort reglan væri að At- sé á undan Au- í stafrófinu NEMA um sé að ræða karlkyns rithöfund, þá skuli hann vera fyrstur?

Atwood var annars frábær í hádegisspjallinu, bæði klár og fyndin, hún var líka æði á upplestrinum í gærkvöld, og eina bókin sem ég er búin að lesa eftir hana (The Handmaid's Tale) reyndist hreinasta afbragð. Það er alveg á hreinu að ég ætla að lesa meira eftir hana.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli