fimmtudagur, 8. september 2005

Ég ákvað að lesa What I Loved e. Siri Hustvedt til enda þrátt fyrir allt og kláraði í gærkvöld en hún skánaði ekkert. Ef marka má umsagnir á bresku Amazon finnst fólki bókin annaðhvort æðisleg eða ömurleg og ég er tvímælalaust í síðari hópnum. En nú ég er byrjuð á The Handmaid's Tale e. Margaret Atwood og líst vel á - og næst á listanum er Maskeblomstfamilien e. Lars Saabye Christensen sem ég hlakka mikið til að lesa - a.m.k. var Hálfbróðirinn frábær og leikritið Appelsinene på Fagerborg sem ég sá í Osló í fyrra var líka stórgott. Þannig að betri (lestrar)tímar eru vonandi framundan,

Engin ummæli:

Skrifa ummæli