mánudagur, 25. júlí 2005

Eg er ad komast upp a lag med lykilinn ad ibudinni thar sem eg by. Skrain er su stifasta sem eg hef kynnst og eg er of baeld til ad frekjast til ad smyrja hana eda spyrja eigandann hvort aetlunin se ekki ad gera eitthvad i thessu. En aefingin skapar meistarann, eftir thriggja vikna aefingu nae eg thessu i thremur atrennum ef eg anda djupt og hreyfi hendina mjuklega, kem 1/3 af lyklinum inn i hvert skipti. Einn af fyrstu dogunum kludradi eg malunum hins vegar raekilega. Hefdbundinn brussugangur olli thvi ad allt i einu helt eg a halfum lykli. Hinn helmingurinn var i skranni. Thad var komid midnaetti og eg heyrdi ekkert hljod ad innan en hringdi dyrabjollunni ofurvarlega i von um ad husfreyjan vaeri ekki sofnud. Ekkert gerdist. Eg beid. Ekkert gerdist. Eg hringdi aftur, adeins lengur i thetta skiptist. Engin hreyfing. Eg beid. Arangurslaust. Velti taugaveiklud fyrir mer hvar eg gaeti sofid um nottina og virti fyrir mer stigaganginn i leit ad vaenlegum dyramottum. Akvad samt ad gera eina tilraun enn med dyrabjolluna. Hringdi afar akvedid i thetta skipti - og sja, kraftaverkid gerdist: dyrnar lukust upp og mer birtist nattsloppur med stirurnar i augunum. Konan virtist ekkert hissa thegar eg benti radvillt a kludrid og reyndi ad aula ut ur mer einhverjum afsokunum, heldur dro fram flisatong og plokkadi lykilbrotid ur skranni i svefnrofunum eins og hun vaeri thaulvon.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli