þriðjudagur, 22. mars 2005

Ja hérna. Nú er rýnirinn búinn að eyða nokkrum orðum á mig - einkum bloggletina - og ég búin að játa sekt mína á kommentakerfinu þar. Annars finnst mér bloggið mitt miklu frekar vera "stundum blogg" en "einu sinni var blogg" eins og rýnirinn heldur fram og breyti því titlinum til samræmis við það.

Reyndar er þessi svokallaða gagnrýni alls ekki nógu víðtæk - þarna er t.d. ekki eitt einasta orð um þá áráttu mína að tilkynna að "kannski" bloggi ég "bráðum" um eitthvert tiltekið efni án þess að það gerist nokkurn tíma. Eiginlega er þessi rýnir ekkert sérlega gagnrýnn. Sjálfsgagnrýnin mín er greinilega miklu öflugri! ;)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli