fimmtudagur, 30. júní 2005

Ég fer í fríið, ég fer í fríið ... Búin að svara þeirri spurningu daglega í viku hvort ég sé byrjuð að pakka, en svarið er og verður nei þangað til seint í kvöld þar sem ég hef aldrei skilið af hverju maður ætti að eyða óratíma í málið. Hins vegar er ég næstum búin að gera íbúðina mína boðlega fyrir leigjendurna sem er töluvert afrek.

Ætlaði að útfæra þetta með krimmana nánar áður en ég færi en hef ekki haft tíma - æstur múgurinn sem hlýtur að bíða í ofvæni eftir greindarlegum athugasemdum verður bara að þrauka þangað til ég kem úr fríinu.

Veit ekkert hvort ég blogga frá Ítalíu, það kemur bara í ljós.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli