föstudagur, 23. desember 2005

Æ, ég var að uppgötva að ég á eftir að gera við fóðrið í kápunni minni. Annars er ég eiginlega tilbúin. Búin að pakka, á bara eftir að vaska svolítið upp og rimpa þetta blessaða fóður saman. Svo ætti ég kannski að reyna að sofna, bara ca fjórir og hálfur tími þangað til ég þarf að fara á fætur. Þetta morgunflug er annars á svo óguðlegum tíma að það tekur því varla að fara að sofa.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli