miðvikudagur, 13. apríl 2005

Það eru þemadagar alla vikuna í vinnunni til upphitunar fyrir skrall á föstudaginn. Í dag er rautt þema sem ég tek mjög hátíðlega. Ég er í rauðu pilsi, rauðri blússu, rauðum sokkabuxum, rauðum nærfötum, með rauða slæðu sem er fest með rauðri nælu, með rautt hálsmen, tvö rauð armbönd, rauða eyrnalokka, rauða spennu og rauðan prjón í hárinu, rautt naglalakk, rauðan varalit (nánar tiltekið rauðan varablýant, rauðan varalit (annan af tveimur sem ég hef meðferðis) og rautt gloss yfir), í rauðum skóm og með tvenna til skiptanna, og með rauða regnhlíf til taks. Í rauðu handtöskunni minni er bók úr rauðu seríunni. Og að sjálfsögðu skrifa ég bara með rauðu í dag. Já, og svo var ég að borða jarðarber.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli