fimmtudagur, 14. apríl 2005

Mér tókst að vera kosin rauðasti starfsmaðurinn í gær. Í dag er grænn dagur og ég er aðeins afslappaðri en er þó með grænt naglalakk og grænan augnskugga, í grænum bol, grænu pilsi, grænum sokkabuxum og grænum skóm, með grænt sjal, grænt armband, græna eyrnalokka og grænt dót í hárinu, taskan mín er græn að hluta og ég skrifa auðvitað með grænu. (Er að íhuga að verða líka græn af öfund út í frænku mína sem er líka í alls konar grænum fötum og með grænt skart en þar að auki með græna hanska, græna alpahúfu og í grænni kápu.)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli