laugardagur, 3. september 2005

Ég var að uppgötva að ég er algjörlega að tapa mér í stuðlun. Og bara með bókstafnum B. Um daginn skilaði ég af mér ritdómi undir fyrirsögninni "Bisness og blóðhefnd" og nú er ég - mjög fljótlega, vonandi - að fara að skila ritgerðinni "Baksviðs í bókmenntasögunni". Bé bé bé bé. Alveg óvart. Er þetta ekki einhvers konar bilun?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli