þriðjudagur, 10. maí 2005

Ég hef ekki orðið vör við nógu mikla iðrun og yfirbót hjá öllum þeim svokölluðu vinum mínum sem hafa kolfallið á prófinu. Á tímabili var ég að því komin að viðurkenna að kannski væru sumar spurningarnar erfiðar - en fyrst komin eru tvö dæmi um 80 stig og önnur tvö um 70 stig hef ég ákveðið að það sé ekkert að þessu prófi. Í ljósi heildarútkomunnar hef ég þó ákveðið að telja 50 stig viðunandi árangur þótt það sé alveg á mörkunum. Aðrir eiga sjens á að komast aftur í náðina með almennilegri frammistöðu í bókmenntagetraun sem kemur seinna í vikunni (auðvitað verð ég að herma eftir Þórdísi og Tótu pönk og búa til svoleiðis próf).

Engin ummæli:

Skrifa ummæli