mánudagur, 9. maí 2005

Óskaplega er fólk í miklum vandræðum með prófið mitt. Meðalskorið er undir 40 stigum og ótrúlega fólk hefur klikkað svakalega. Frænka mín sem bjó yfir umtalsverðum innherjaupplýsingum fékk ekki nema 70 stig, ákveðin vinkona mín sem hefði átt að geta fengið 80-100 stig náði ekki nema 50 stigum (nefni engin nöfn en fyrstu fimm stafirnir eru Svanh), og meira að segja bróðir minn fékk bara 50 stig. Hann stendur sig þó vel miðað við kyn. Aðrir karlmenn hafa ekki fengið nema 20-30 stig. Bráðabirgðaniðurstaðan af prófinu er því augljós: Karlmenn skilja mig greinilega ekki.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli