sunnudagur, 27. mars 2005

Ég er búin að vera andvaka í alla nótt. Þreytandi. Nei, pirrandi - alls ekki þreytandi nema þá á kolvitlausan hátt. Mikið væri samt gott ef andvakan hefði verið nógu þreytandi til að svæfa mig.

Það steiktasta er samt að ég horfði á Lost in Translation í gærkvöld. Er ekki fulllangt gengið að láta andvökur persóna í bíómynd smitast yfir á sjálfa sig? Sennilega má ég þakka fyrir að hafa ekki misst minnið við að horfa á Bourne Supremacy um daginn.

Þetta er fallegur morgunn - liggur við að ég fari út að spássera. Nenni því samt varla. Sennilega held ég frekar áfram að reyna að sofna.

Gleðilega páska, annars.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli