mánudagur, 12. desember 2005

Að gefnu tilefni skal tekið fram að ég er EKKI komin í jólafrí. Hlé á þingfundum þýðir ekki að starfsemi þingsins liggi niðri og við skrifstofublækurnar eigum ekkert meira frí en annað lið þeirrar tegundar á öðrum vinnustöðum - sem þýðir að það er næstum ekkert frí í ár. Af hverju eru ekki sjálfkrafa aukafrídagar þegar jólin lenda svona asnalega á helgi?

En sem betur fer er rólegra núna en í síðustu viku þegar ég bjó ég eiginlega í vinnunni. Tókst þó blessunarlega að skreppa á langar magadansæfingar öðru hverju - því við vorum að sýna á jólagleði Kramhússins á laugardaginn. Stórfín mynd af hluta hópsins í Mogganum í dag (sem betur fer er ég einhvers staðar utan rammans).

Engin ummæli:

Skrifa ummæli