mánudagur, 16. maí 2005

Ég á frí í dag - húrra - því í gær tókst mér loksins að skila af mér verkefni sem hafði dregist óþarflega lengi. Þannig að ég á semsagt frí. Eini gallinn að ég hef ekki hugmynd um hvað ég á af mér að gera. Auðvitað veit ég um ótalmargt sem ég gæti gert, t.d. þrifið, en það er ekki sjens að ég nenni því. Það er ábyggilega hægt að deyja úr leti.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli