mánudagur, 5. september 2005

Ég fór út og gáði í tunnuna til að leita af mér allan grun. Og hvað skyldi nú hafa verið þar? Ójú, umræddur ruslapoki. Gúbbífiskaminnið hefur greinilega tekið öll völd. Ég furðaði mig á því um daginn hvað væri langt síðan ég hefði óvart reynt að slá persónulegt met í utanviðmigheitum (t.d. mætt í ranghverfum fötum í vinnuna) en ég er greinilega komin aftur í ágætis form að þessu leyti.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli